Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 76
DAGBÓK 76 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Goðafoss, J. Bergvoll og Skógafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pol- ar Nattorclik og Viking komu í gær. Karolina fór í gær. Wisebanes kemur og fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði, frá kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/út- skurður og spilað. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Bingó og dans föstudag- inn 20. apríl kl. 14. Vina- bandið skemmtir með hljóðfæraleik og söng. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, mynd- mennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rigning- unni“ 4. maí. Skráning í Hraunseli, síðasti skrán- ingardagur. Dansleikur verður í kvöld kl 20.30 síðasta vetrardag. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB í dag kl. 10.30–11.30. Panta þarf tíma. Brids kl. 13. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla kl. 19.15. Laugard. 21. apríl verð- ur haldið þriðja og síð- asta fræðsluerindið á þessari önn á vegum Félags eldri borgara undir yfirskriftinni Heilsa og hamingja. Brynjólfur Mogensen yfirlæknir greinir frá helstu slysahættum aldraðra og afleiðingum slysa. Ásgeir Theodórs sérfræðingur í melting- arsjúkdómum talar um krabbamein í ristli og skýrir frá fyrirhugaðri hóprannsókn til að greina sjúkdóma á byrj- unarstigi. Eftir flutning fyrirlestra gefst tími til fyrirspurna og nánari skýringa. Fræðslufund- urinn verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Allir velkomnir. Þriðjud. 24. apríl koma sænskir eldri borgarar í heimsókn kl. 10.30 Gengið verður um Laug- ardalinn. Hádegisverður í Ásgarði kl. 12.. Erindi flytja Ólafur Ólafsson formaður FEB og Bene- dikt Davíðsson frá LEB. Dansað undir harm- ónikuleik Ólafs B. Ólafs- sonar. 27.-29. apríl: 3 daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hell- issandi og Djúpalóns- sandi. Einnig verður lit- ið á slóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun og fótaaðgerðir, kl. 13 böðun, kl. 13.30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 tónhornið. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Söngfugl- arnir taka lagið kl. 15.15, Guðrún Guðmundsdóttir mætir með gítarinn. Fjölskylduhátíð verður í Gjábakka sumardaginn fyrsta 19. apríl og hefst kl. 14. Meðal efnis á dag- skrá verður barnakór, dansarar, tískusýning, andlitsförðun, söng- sveitin Drangey, trúð- urinn Barbara o.fl. Allir velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramikmálun, kl. 13.30 enska. Fjölskylduhátíð verður í Gullsmára sum- ardaginn fyrsta 19. apríl og hefst kl. 14. Meðal efnis á dagskrá verður barnakór, dansarar, tískusýning, andlits- förðun, söngsveitin Drangey, trúðurinn Barbara o.fl. Allir vel- komnir. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grens- áslaug, kl. 15 teiknun og málun. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Næst verður spilað í Kirkjulundi 17. apríl kl. 13.30. Miðvikudaginn 18. apríl, leikfimi kl. 12.10, vinnustofur kl. 13, föstu- daginn 20. apríl leikfimi kl. 12.10 vinnustofur, gler kl. 10-13. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Barðstrendingafélagið spilar í Konnakoti í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús sumardaginn fyrsta kl. 14.30 í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Ræðumaður sr. Hjálmar Jónsson. Veit- ingar: kaffi, súkkulaði og heitar vöfflur. Allir vel- komnir. Kvenfélag Bústaða- sóknar fer dagsferð á Njáluslóðir og víðar laugardaginn 26. maí. Kvöldverður á veitinga- húsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Tilkynnið þátttöku sem fyrst í síma: 581-4842 Signý eða síma:587-1798 Erla. Breiðfirðingafélagið. Sumarfagnaður verður í kvöld í Breiðfirðingabúð. Húsið opnað kl. 22. Breiðbandið og Mattý Jóhanns leika fyrir dansi. ITC deildin Korpa, Mosfellsbæ heldur fund miðvikudaginn 18. apríl kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3, Mosfellsbæ. Allir velkomnir. Uppl. gefur Aðalheiður, s. 566-6552. Í dag er miðvikudagur 18. apríl, 108. dagur ársins 2001. Síðasti vetr- ardagur. Orð dagsins: Til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks. (II.Tím. 3, 17.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... SKÍÐAVERTÍÐIN er nú víðasthvar langt komin. Aldrei þessu vant tók Víkverji dálítinn þátt í henni um páskana með því að skella sér á gönguskíði á skíða- svæði Ísfirðinga á Seljalandsdal. Og ekki bara einn dag heldur fór hann þrisvar og þóttist góður. Skíðaiðkunin hefur sem sagt ver- ið ærið stopul gegnum árin og ekki hefur Víkverji þreytt skíðagöngu nema tvisvar eða þrisvar áður. En honum þótti það heldur fýsilegra en svigskíðin og hann hafði líka góða fylgd heimamanns. Skíðasvæðið á Seljalandsdal er einkum ætlað göngumönnum og þar liggja troðnar brautir um allt. Troðarinn leggur tveggja til þriggja metra breitt belti og síðan eru mörkuð sérstök för fyrir skíð- in. Það er því næsta auðvelt að skeiða eftir förunum, bara ganga öruggum skrefum og brautin ræð- ur ferðinni. Hélt Víkverji. Þetta var að vísu allt í lagi á jafnsléttu og uppí móti en gamanið tók hins veg- ar að kárna þegar kom að því að renna sér niður brekkurnar, ekki síst ef beygja var framundan. Þeg- ar ferðin var orðin mikil hélt braut- in skíðamanninum ekki lengur og hann rann út úr beygjunni og beint af augum. Hann hafði nefnilega ekki haft vit á að fara út úr farinu og reyna að skella sér í plóg til að hægja á sér. Hvað var þá til bjarg- ar? Kominn á fleygiferð út úr brautinni og helst útlit fyrir að hann rynni niður allan dalinn og of- an í Skutulsfjörðinn. Átti að „láta“ sig detta? Nei, það var ómögulegt, það dettur enginn á gönguskíðum. En þessar hugsanir voru með öllu óþarfar því byrjandinn var löngu dottinn, fór á hliðina um leið og hann hrökk út af sporinu góða. Þar fór líka 35 ára gamla skíðahúfan og varð eftir. Var hennar saknað eftir dygga þjónustu. Samferðamaður- inn beið rólegur og naut veðurblíð- unnar meðan byrjandinn fór aftur í brautina og stóð næsta áfanga. x x x ANNARS byrjaði þessi göngu-iðkun ekki beint fagmannlega. Þegar fara átti upp á dal fyrsta daginn gerðu heimamenn alvarlega athugasemd við búnaðinn (sem Víkverji hafði að vísu fengið að láni hjá fagmanni og hélt að væri full- boðlegur). Skíðin voru aldarfjórð- ungsgömul, norsk tréskíði og þau þóttu best geymd á byggðasafni Ísafjarðar. Annar búnaður var því fenginn að láni með allt annarri bindingatækni og betri að sögn. Þess vegna var Víkverji nokkuð brattur í byrjun enda datt hann ekkert fyrsta daginn. Nema að vísu einu sinni þegar staðnæmst var og rætt við aðra göngumenn. Spjallað af innsæi um færið og rennslið og í miðri setningu var Víkverji allt í einu kylliflatur í snjónum. Datt sem sagt úr kyrrstöðu. Hann var huggaður með sögu um einhvern sem hafði dottið við svipaðar að- stæður og fótbrotið sig! Víkverji slapp nú við slíkar hremmingar. Þannig gekk þetta upp og niður en aðalatriðið var náttúrlega hreyf- ingin, útiveran og góða veðrið. Hins vegar rakst Víkverji á leið- beiningar í Skíðablaðinu vestra og þar segir meðal annars: „Hér gildir ekkert annað en hátækni-útivistar- fatnaður í flottasta merkinu. Skíðin verða að vera í stíl og helst eins á litinn og gallinn.“ Þessa leiðbein- ingu hefði Víkverji þurft að hafa frá byrjun. Hann var nefnilega bara í regn/vindjakka og tilheyr- andi buxum og ekkert skíðalegur útlits. Nema helst húfan. Þetta hefði trúlega gert gæfumuninn. x x x OG eins og önnur ævintýri end-aði þetta allt vel: Húfan góða kom nefnilega í leitirnar. Hafði skilvís göngumaður stillt henni upp á áberandi stað við bílastæðið þar sem eigandinn gekk að henni síð- asta daginn. Enda fær Víkverji yf- irleitt aftur það sem hann hefur týnt eða gleymt. ALLTAF hefur það skipt máli á hvað maðurinn trúir. Nú er það deginum ljósara, að ekki er allur átrúnaður jafngildur. Daglegar fréttir úr um- heiminum sýna að til eru trúarbrögð, sem telja væn- legt að láta hefnd koma fyrir hefnd, auga fyrir auga o.s.frv. Íslendingar eiga því láni að fagna að hafa sem þjóð búið við hinn kristna sið, sem leitt hefur okkur til þeirrar allsherjar reglu og siðferðis, sem við metum í hæstu gildi. En þetta var eigi sjálfgefið, er það ekki heldur né mun verða. „Bestu blómin gróa“ ekki nema til þeirra sé sáð og hlúð að þeim. Á meðan kristni þjóðar er svo til al- farið ríkjandi hér á landi, sem betur fer, þá er réttast að löggjafar- og fram- kvæmdavaldið taki mið af þeirri staðreynd og hafi þar á fyllstu aðgát og hlúi að þeim átrúnaði sem er skýrt ákvæði í stjórnar- skránni, þó að þar sé að vonum veitt trúfrelsi í lýð- frjálsu landi. Hér er stjórn- arskráin áttaviti Íslands nú í dag og um ókomna fram- tíð. Það eru engin teikn á lofti sem benda til þess að losa um þann grundvöll, nema síður sé. Kirkjuvinur. Skemmtilegur páskavefur Ég rakst á skemmtilegan páskavef um daginn – páskaleik Nóa-Síríusar þar sem gefinn var kostur á að senda inn frumsamda málshætti. Ég hringdi í Nóa-Síríus og fékk þær upplýsingar hjá starfs- manni, Hjalti sagðist hann heita, að um 1.000 máls- hættir hefðu borist þeim og að 20 málshættir hefðu ver- ið verðlaunaðir. Á páskavef fyrirtækisins var efsta vinningsnafnið Bergrún Tinna Magnúsdóttir – en hún mun vera 15 ára gömul – og hljóðaði frumsamdi málsháttur hennar svo: „Fallegra er að leika á flautu en fólk“ – þetta er fallega hugsað og orðað hjá ungri stúlku. Hjalti kvaðst hafa valið málshættina 20 sem verðlaunaðir voru og kvað hann Nóa-Síríus hafa hug á að framangreindur málsháttur og fleiri yrðu í páskaeggjum fyrirtækisins á komandi ári. Jón. Snyrting á vinnustöðum ER það við hæfi að starfs- menn opinberra stofnana séu að snyrta sig og lesa blöð, þegar viðskiptavinir bíða eftir afgreiðslu? Mér finnst einnig mikið um hróp og köll starfsmanna á milli borða sem er ákaflega hvimleitt og veldur óþarfa hávaða. Mér finnst þetta vera almennt á opinberum stofnunum. Kona. Fyrirspurn til þeirra er málið varðar UM síðustu verslunar- mannahelgi var ofboðslega troðið af fólki í Herjólfi, miklu meira en leyfilegt er. Er það leyfilegt og hver ber ábyrgðina? Eru björg- unarbátar fyrir allt þetta fólk ef eitthvað kæmi upp á? Guðrún. Á hverju á ég að lifa? Í SAMBANDI við bréf sem framkvæmdastjóri líf- eyris- og tryggingasviðs Tryggingastofnunar Ríkis- ins sendi mér 6. apríl sl. langar mig að eftirfarandi komi fram. Af þeim 100.000 kr. sem ég fæ, þarf ég að borga 17–20.000 kr. í skatt og leiga af íbúð er 22.460 kr. á mánuði. Þá er eftir rafmagn, sími, sjónvarp, matur og föt. Þetta dugir ekki, þegar leiga og skatt- ur eru farin, standa eftir 60.000 og ég geri ráð fyrir að þú hafir meira en 100.000 kr. á mánuð til þess að lifa af. Gleðilegt sumar. Sæmundur Kristjánsson, Álfhólsvegi, Kóp. Dýrahald Bellu vantar gott heimili TÍKIN Bella, dóttir Pílu á Skólavörðustíg 5, er að leita að nýju heimili. Hún er 11. mánaða gömul af Labrador- og Irish Shett- er-kyni. Bella er skóla- gengin og mjög blíð. Hún fæst gefins þeim sem geta séð vel um hana. Upplýs- ingar í síma 868 3670, 551 6235 eða 695 1161. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aðgát K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hvassviðri, 4 lipur, 7 tóg, 8 kærleikurinn, 9 blundur, 11 kropp, 13 hlífi, 14 spottar, 15 fið- urfé, 17 sleit, 20 elska, 22 landspildu, 23 hlæja hálf- kæfðum hlátri, 24 guðs- þjónusta, 25 arða. LÓÐRÉTT: 1 veikin, 2 heiðursmerki, 3 blíð, 4 falskur, 5 saddi, 6 trjágróður, 10 rotin, 12 álít, 13 bókstafur, 15 út- limum, 16 ljóma, 18 nói, 19 fletja fisk, 20 kjána, 21 nirfilsleg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kappleiks, 8 ræðin, 9 rifan, 10 nón, 11 stafa, 13 aginn, 15 músík, 18 hólar, 21 lár, 22 svera, 23 urtan, 24 skraddari. Lóðrétt: 2 auðra, 3 panna, 4 eyrna, 5 kafli, 6 hrós, 7 un- un, 12 frí, 14 gró, 15 masa, 16 sterk, 17 klaga, 18 hrund, 19 látir, 20 röng. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.