Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 69 SAMIÐN, samband iðnfélaga, heldur sitt þriðja þing fimmtudaginn 19. apr- íl, á Grand hóteli í Reykjavík. „Þingið hefst með opnu málþingi um lýðræði til framtíðar. Framsögu- menn verða Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, sem spyr hvaða máli lýðræðið skipti; Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands, ræðir konur og lýð- ræði; Páll Þórhallsson, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu, flytur erindi um netlýðræði; og Viðar Þorsteinsson, nemi í stjórnmálafræði og heimspeki, fjallar um lýðræðið og vinnandi fólk. Stjórnandi málþingsins er Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morg- unblaðsins. Málþingið er öllum opið, það hefst kl. 13 og því lýkur kl. 15. Þing Samiðnar verður sett að loknu málþinginu kl. 16. Meðal þeirra sem flytja ávarp við þingsetninguna má nefna Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra, Kjell Johanson, formann sænska málarasambandsins, og Gör- an Johnsson, formann sænska málm- iðnaðarsambandsins. Föstudaginn 20. apríl hefjast fram- sögur og umræður um einstaka mála- flokka þingsins og eru þær að mestu með nýju sniði. Undir hverjum lið munu utanaðkomandi aðilar fyrst flytja fróðleg erindi og síðan kynna þingfulltrúar drög að samþykkt um viðkomandi málaflokk. Vinnuumhverfismál eru fyrst á dagskrá kl. 9. Undir þeim lið hafa framsögur Göran Johnsson, sem kynnir m.a. reynslu sænskra málm- iðnaðarmanna af stefnu samtakanna í vinnuumhverfismálum; Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræðingur hjá ÍS- TAK, ræðir reynslu fyrirtækisins af innra eftirliti; Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlits- deildar Vinnueftirlits ríkisins, fjallar um innra eftirlit fyrirtækja; og Krist- inn Tómasson, yfirlæknir VER, skil- greinir orsakir vinnuslysa. Ungt fólk í verkalýðshreyfingunni – Ímyndarkreppa verkalýðsfélaga og úrlausnir nefnist dagskrárliðurinn sem hefst kl. 11. Það eru þær Vigdís Harpa Þormóðsdóttir og Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnendur sjón- varpsþáttarins OK, sem flytja fram- sögu og greina hreyfinguna frá sjón- arhóli ungs fólks. Atvinnumál eru svo til umræðu kl. 13 og framsögumaður er Örn Frið- riksson, formaður Félags járniðn- aðarmanna,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Opið málþing um lýðræði NEMENDUR Garðyrkjuskóla rík- isins, Reykjum í Ölfusi, verða með opið hús á sumardaginn fyrsta, 19. apríl frá kl. 10 til 18 og laug- ardaginn 21. apríl á sama tíma. Á þessum dögum gefst fólki tækifæri á að kynna sér starfsemi skólans og skoða sig um í gróður- skálanum og gróðurhúsunum. Þá verða nemendur með kaffisölu, grænmetissölu, blómasýningu og skrúðgarðyrkjusýningar. Steini Spil mætir á svæðið með nikkuna og yngstu kynslóðinni verður boð- ið upp á skemmtilega dagskrá. Sérstakt fræðsluhorn verður báða dagana og á sumardaginn fyrsta ætlar einn af kennurum skólans, Kristinn H. Þorsteinsson, að flytja 8 klukkustunda maraþon- fyrirlestur um allt það helsta sem viðkemur garðyrkju og ræktun. Opið hús á sumardaginn fyrsta Kristinn H. Þorsteinsson, sem mun tala stanslaust í 8 klukku- tíma um garðyrkju og ræktun. Garðyrkjuskóli ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.