Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 2

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKeflvískir knattspyrnu- menn eftirsóttir / B1, B3 Bjarki telur að Haukar komi fram hefndum / B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r28. a p r í l ˜ 2 0 0 1 LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA gaf út reglugerð í gær þar sem frest- að var annarri reglugerð frá 15. mars um verndartolla á innfluttu grænmeti sem taka átti gildi næst- komandi mánudag. Samkvæmt nýju reglugerðinni verður ekkert af því að 22,5% verðtollur verði lagður á inn- flutta græna papriku og 298 króna magntollur á hvert kíló. Hækkuninni var frestað til 31. maí nk. og fram að þeim tíma gildir 15% verðtollur á þessa vöru og 199 kr. magntollur. Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna þessa máls en Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði við Morgunblaðið að tímasetning frestunarinnar væri val- in með hliðsjón af annarri tollabreyt- ingu á litaðri papriku, sem taka á gildi 31. maí nk. „Ráðherra hefur lýst vilja sínum til þess að lækka tolla og verð til neytenda, um leið og að framleiðslu- möguleikar íslenskrar garðyrkju verði tryggðir. Það stendur yfir vinna innan ráðuneytisins og í starfs- hópi sem ráðherra skipaði þar sem verið er að leita leiða til að þessi markmið verði að veruleika,“ sagði Guðmundur. Tollahækkuninni hafði verið harð- lega mótmælt, m.a. af verkalýðsfor- ystunni og fulltrúa hennar í starfs- hópnum sem ráðherra skipaði, og sagði Guðmundur að vissulega væri verið að koma til móts við þau mót- mæli með frestun paprikutollanna. Verndartollar á innflutta græna papriku Ráðherra hættir við tollahækkun ÞAÐ rigndi nokkuð mikið í höfuð- borginni í gær og reyndu flestir borgarbúar því að halda sig inni við. Starfsmenn Ístaks létu hins veg- ar smávætu lítið á sig fá. Þeir klæddust einfaldlega regngöllum og héldu áfram að vinna af krafti við lagningu gangstéttar við Laugalækinn. Morgunblaðið/Kristinn Unnið í rign- ingunni FJÖLMARGT erlent fiskverka- fólk nýtti sér rétt til atvinnuleys- isbóta strax í gær eftir að félags- málaráðherra hafði tilkynnt breytingu á reglugerð á fimmtu- dag, er gerði erlendu fiskverka- fólki kleift að sækja um atvinnu- leysisbætur sem ekki hafði rétt til þess áður. Meðal þeirra voru erlendir verkamenn í Grundar- firði sem fjölmenntu á skrifstofu sveitarfélagsins í gærmorgun. Þórunn Kristinsdóttir, formað- ur Verkalýðsfélagsins Stjörn- unnar í Grundarfirði, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa kynnt breytta reglugerð fyrir verkafólkinu á fundi í fyrra- kvöld. Um var að ræða starfs- menn fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. sem tekið var af launaskrá fyrir viku. Fyrir- tækið hafði þá haldið því á launaskrá frá því fyrir páska þegar hráefni þraut sökum sjó- mannaverkfallsins. Af um 50 starfsmönnum Guðmundar Run- ólfssonar eru útlendingar um 20, flestir frá Póllandi. Eftir að útlendingarnir, sem höfðu verið hér á landi skemur en tvö ár, áttu þeir rétt á fram- færslustyrkjum frá sveitarfélag- inu í Grundarfirði, Eyrarsveit. Þórunn sagðist hafa kynnt þeim þennan rétt, ásamt félagsmála- fulltrúa sveitarfélagsins, en mælt frekar með því að sækja ekki um þá styrki. Hún sagði að fleiri úrræði hefðu staðið fólkinu til boða hefði ekki komið til reglugerðarbreyting hjá félags- málaráðherra á fimmtudag. Að sögn Þórunnar er verk- efnastaða hjá öðrum fiskvinnslu- fyrirtækjum í Grundarfirði ágæt. Næga vinnu er að hafa í rækjuvinnslu Fiskiðjunnar Skagfirðings og hjá fiskvinnslu Soffaníasar Cecilssonar eru starfsmenn enn á launaskrá og fá greidda kauptryggingu í stað atvinnuleysisbóta. „Þó að hér séu margir smá- bátar að róa hefur sjómanna- verkfallið að sjálfsögðu áhrif á allt athafna- og mannlíf,“ sagði Þórunn. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albert Erlent fiskverkafólk í Grundarfirði, sem ekki hefur haft rétt á at- vinnuleysisbótum, fjölmennti á skrifstofu sveitarfélagsins í gær- morgun til að sækja um bæturnar, eftir að félagsmálaráðuneytið hafði breytt lögum daginn áður. Nýttu sér bóta- réttinn strax MEÐ dómi Hæstaréttar í gær var lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness að kalla til tvo matsmenn til að leggja mat á tiltekin atriði í sönn- unarfærslu í máli Ásgeirs Inga Ásgeirssonar, sem í febrúar var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að verða Áslaugu Perlu Kristjóns- dóttur að bana 27. maí árið 2000. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Áslaug Perla lést þegar hún lenti á steinstétt fyrir framan hús- ið og taldi héraðsdómur að Ásgeir Ingi hefði hrint henni fram af svalahandriði á 10. hæð og þannig orðið henni að bana. Meðal annars var byggt á matsgerð dr. Þor- steins Vilhjálmssonar, sem taldi að frásögn Ásgeirs Inga um hvernig dauða hennar bar að stangaðist á við eðlisfræðileg lög- mál. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að matsgerð hans hafi skipt þó nokkru máli í sönnunarfærslu um sekt Ásgeirs. 6. apríl fór Erlendur Gíslason, verjandi Ásgeirs Inga, fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til að gefa álit á matsgerð Þorsteins og lagði fram þrjár spurningar til matsmannsins. Þessu hafnaði hér- aðsdómur en Hæstiréttur fól í gær héraðsdómurum að dóm- kveðja tvo matsmenn til að veita svör við spurningum verjandans. Tveir matsmenn svari verjanda FLEST bendir til að Ríkiskaup gangi til samninga við norska fyr- irtækið Riise Underwater Engineer- ing um hreinsun olíu úr flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar. Fyrir- tækið átti lægsta tilboðið í verkið, eða 90 milljónir króna fyrir undir- búning og dælingu á allt að 2.000 tonnum af olíu. Greitt verður auka- lega fyrir hvert tonn sem næst úr flakinu umfram það. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum mun fyrirtækið reyna að fá sem flesta ís- lenska kafara til liðs við sig við verk- ið. Átta tilboð bárust í verkið á bilinu 90 til 368 milljónir króna. Eitt tilboð kom frá innlendum aðila, en mörg hinna erlendu voru gerð í samstarfi við Íslendinga. Flak El Grillo liggur á 43-44 metra dýpi um 400 m frá landi í Seyðisfirði og er stefnt að því að hreinsunin hefjist á komandi hausti þar sem að- stæður munu þykja bestar í septem- ber til október. Líklegast að Norðmenn hreinsi olíu úr El Grillo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.