Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þátttakendur sem ætla sér að vera með á Heimilissýningunni í Laugardalshöll er bent á að skráning er hafin á www.heimilissyningin.is eða í síma 551-9699. Þeir sem vilja nánari upplýsingar er bent á vefsíðu Heimilissýningarinnar. Einnig er hægt að fá sendan ítarlegan kynningarbækling. Skráning er hafin! Heimilissýningin 2001 www.heimilissyningin.is Sýningarstjórn Heimilissýningarinnar B AN KA SR Æ TI LANDSÍMI Íslands og Tal vísa því á bug að BTGSM bjóði lægsta verðið á farsímamarkaði, eins og fyrirtækið staðhæfir, meðal ann- ars vegna þess að stór hluti sím- tala hjá BTGSM gjaldfærist utan kerfis þess. Þorsteinn Baldur Friðriksson hjá BTGSM sagði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn fimmtudag að hjá fyrirtækinu kostaði mínútuverð innan kerfis 8,99 krónur og það væri lægsta al- menna mínútuverð innan kerfis á farsímamarkaðnum í dag. Hann sagði jafnframt að markmiðið væri að vera ávallt með lægsta verðið á farsímaþjónustu. Langdýrasta verðið hjá BTGSM Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., segir ekki rétt að halda því fram að BTGSM bjóði lægsta verðið til neytenda á farsíma- markaði enda einskorðist þeirra verð við notendur innan kerfis BTGSM á höfuðborgarsvæðinu. Þegar notendur BTGSM séu komnir út fyrir höfuðborgarsvæð- ið þurfi þeir að greiða um 22 krón- ur á mínútu, þar sem BTGSM keyri á farsímakerfi Íslandssíma, sem fær aðgang að farsímakerfi Landssíma Íslands utan borgar- marka. „Á sama tíma greiða notendur innan okkar kerfis 10 krónur fyrir mínútuna hvar sem er á landinu, en áskrifendur Tals eru nú um 60 þúsund. Ég hef því hvergi séð jafndýrar mínútur í fastri GSM- áskrift og hjá BTGSM. Mínútu- verð yfir í GSM hjá Landsíma Ís- lands kostar notendur þeirra 21,99 krónur, en það er langdýr- asta verðið sem ég hef séð á mark- aðnum. Sem dæmi um samanburð kostar um 19 krónur hjá okkar notendum að hringja til útlanda. Þá eru reikiverð hjá BTGSM er- lendis ekki á hreinu,“ sagði Þór- ólfur en hann sagðist ekki hafa orðið var við uppsagnir að ráði hjá Tali vegna tilkomu BTGSM á markaðnum. Tal seldi áður farsíma í versl- unum BT en Þórólfur sagði að fyr- irtækið hefði ekki verið tilbúið að gera samskonar þjónustusamning við BT og Íslandssími gerði. Spurður hvort Tal hefði selt mikið af símkortum og símum hjá BT sagði Þórólfur að það hefði ein- göngu farið eftir því hversu góð tilboð Tal var með á hverjum tíma. Spurður hvort öll sú þjónusta sem stendur farsímanotendum til boða geti staðið undir sér sagði Þórólfur að svokallaðir þjónustu- samningar, eins og Íslandssími og BT hafi gert, séu algengir á Norð- urlöndunum en það hafi sýnt sig að söluaðilinn í slíku samstarfi hafi ekki borið mikið úr býtum og rekstrarafgangur ekki verið mik- ill. „Það er nú einu sinni þannig að sumir eru betur í stakk búnir að sinna þjónustu og aðrir í sölu á tækjum. Þá er farsímamarkaður- inn nokkuð mettur og því er það í raun farsímaþjónustan sem far- símanotendur þurfa að nota sem skiptir máli. BTGSM-þjónustan er mun dýrari heldur farsíma- þjónusta annarra fyrirtækja en það er hins vegar enn ekki komið í ljós hversu mikið dýrari. Innan- kerfissímtöl BTGSM vega mjög lítið í heildarsímreikningi en sím- töl yfir í önnur kerfi þeim mun meira.“ 70% símtala hjá Símanum GSM innan kerfis Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssíma Íslands, segir að það hafi sýnt sig þegar litið er til símakostnaðar á farsímamark- aði bjóði Síminn bestu verðin og ódýrustu heildarlausnirnar og það sé ekki hægt að bera saman ein- göngu einstök mínútuverð. Hún bendir jafnframt á að í gjaldskrá Símans sé mínútuverð allt niður í fjórar krónur, en það segi lítið að hennar mati. Hún segir að Síminn bjóði við- skiptavinum sínum fjölbreyttari og betri þjónustu, til dæmis betra dreifikerfi, meiri útbreiðslu og öruggari tækni. „Aðalatriðið fyrir neytendur er að kynna sér þær leiðir sem í boði eru og að hver og einn velji sér þá leið sem hentar honum og hans notkun. Það sem er ódýrast fyrir einn þarf ekki að vera hagkvæmasta lausnin fyrir annan.“ Heiðrún nefnir einnig að neyt- endur verði einnig að líta til dreif- ingar og markaðshlutdeildar. Síminn hafi 140 þúsund notendur, Tal í kringum 60 þúsund en BTGSM hafi náð 500 áskrifendum á fyrstu dögunum, en ekki sé vitað hve marga þeir hafi í dag. „Þegar hringt er á milli sím- kerfa, þ.e. á milli fyrirtækjanna, eru símtölin í kringum 22 krónur. Það þýðir að mikill meirihluti sím- tala hjá BTGSM hljóti að gjald- færast á 22 krónur. Tilboð á mín- útuverði segja því ekki alla söguna þegar um er að ræða verð innan kerfis. Um 70% símtala Símans eru innan kerfis og því greiða við- skiptavinir 11 krónur fyrir þau símtöl og það á bæði við um dag, kvöld- og helgartaxta. Auk þess er hægt að finna sparnaðarleiðir í gjaldskrá Símans,“ segir Heiðrún sem bendir jafnframt á að neyt- endur þurfi einnig að velta fyrir sér hvernig tímamæling símtala fari fram; hvort rukkað sé fyrir hverja sekúndu eða á hverjar 10 sekúndur sem hringt er í. Landssíminn og Tal hafna fullyrðingu BTGSM um verð á símtölum SIGURBJÖRG Karlsdóttir ákvað á síðasta ári að láta gamlan draum ræt- ast og setjast á skólabekk. Hún hafði þá starfað á leikskóla í tæpa tvo ára- tugi og langaði að skipta um starfs- vettvang. Hún hóf nám við Ferða- málaskólann í Kópavogi í janúar á síðasta ári og fékk í kjölfarið starf hjá Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar þar sem hún starfar nú. Samfara starfinu gengur hún með ferðamönn- um um álfabyggðir í Hafnarfirði en gönguferðirnar eru hluti af viðskipta- áætlun sem Sigurbjörg vann að á námskeiðinu FrumkvöðlaAUÐUR. „Hugmyndin að álfagönguferðun- um kviknaði í fyrrahaust og í kjölfarið ákvað ég að sækja um hjá Auði í krafti kvenna. Námskeiðið var mér mikil hvatning að hrinda áætluninni í fram- kvæmd.“ Sigurbjörg leiðir ferðamenn um byggðir álfa og segir sögur sem þeim tengjast, alla virka daga kl. 15. „Að auki hef ég verið að kynna mér sögu Hafnarfjarðar til að geta miðlað henni til ferðamanna“ segir Sigur- björg og bætir við að hingað til hafi einkum erlendir ferðamenn sótt í gönguferðirnar. Almenn ánægja með ferðirnar Álfagönguferðirnar taka um einn til einn og hálfan klukkutíma og Sig- urbjörg er með leiðsögn á ensku. Hún segist ekki vita til þess að álfar hafi birst göngugörpunum sem leggja í ferðirnar með henni. Margir hinna er- lendu ferðamanna hafi þó sagt henni frá áþekkri þjóðtrú í þeirra landi. Sig- urbjörg nálgast álfasögurnar sem gamla þjóðtrú en segist ekki vera sjá- andi. „Ég reyni að hafa þetta um- hverfisvænar ferðir og fer þess vegna ekki með stóra hópa í einu, helst ekki fleiri en tuttugu í hóp.“ Sigurbjörg segist hafa fengið góðar viðtökur og allir sem hún hafi rætt við séu mjög ánæðir með álfagönguferðirnar. Nú þegar hefur hún fengið nokkrar pant- anir fyrir hópa í sumar. Gönguferðirnar sem Sigurbjörg skipuleggur eru hluti af viðskipta- áætlun sem hún vann að á námskeið- inu FrumkvöðlaAUÐUR sem hún sótti fyrr á þessu ári. Hún tók sér hlé á námi í Ferðamálaskólanum til að geta sótt námskeiðið og segist ánægð með að hafa komist að hjá Auði í krafti kvenna, það hafi verið gríðar- lega mikil hvatning. „Námskeiðið skipti sköpum fyrir mig. Ég er ekki viss um að ég hefði farið út í þetta nema af því að ég fór á þetta nám- skeið. Það var hverrar mínútu virði. Það er mikilvægt að afla sér þekk- ingar á rekstri fyrirtækja áður en far- ið er út í framkvæmd viðskiptaáætl- unar.“ Sigurbjörg segir námskeiðið hafa verið mikils virði því það sé stór ákvörðun að söðla um og hefja störf á nýjum atvinnuvettvangi. Hún hefur nú þegar lagt grunn að stofnun fyrirtækis í kringum sína við- skiptahugmynd og kallar það Horft í hamarinn. Enn er hún ein í rekstr- inum en leitar að samstarfsaðila. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sigurbjörg Karlsdóttir: Námskeiðið hverrar mínútu virði. Farið með ferðamenn um álfabyggðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.