Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 40
kertaljós. „Skemmtilegasti dagur- inn í vikunni!“ fullyrti hún stundum og það gladdi mig að þeim degi eyddi hún með mér. Það er alltaf von og við áttum svo sannarlega von um að Gulla næði sér upp úr veikindum sínum og dansaði til okkar út í lífið aftur. Það varð ekki. Nú dansar hún kát og heil kringum blómin sín á himn- um. Laufey Berndsen. Fimmtudaginn 7. júní síðastlið- inn lést fyrrverandi mágkona mín, Guðlaug Jónsdóttir, eftir stutta en hetjulega baráttu við krabbamein. Minningarnar sækja að, einkum tengdar árunum vestur á Ísafirði og í Hnífsdal er hún og Viðar, tví- burabróðir minn, voru í sambúð. Miðdepillinn á þessum árum var auðvitað Gunnar, sonur þeirra, ásamt systur sinni, Dagbjörtu Fjólu. Það var ætíð tilhlökkunar- efni að hitta þau systkini í skólafrí- um fyrir vestan og sjá hvernig Guðlaugu (Gullu) og Viðari tókst uppalendahlutverkið. Ekki get ég sagt að það hafi verið mjög hefð- bundið heldur einkenndist meira af því hvað Gulla varð góður vinur barna sinna. Áberandi í fari Gullu var hve mikil keppnismanneskja hún var bæði í leik og starfi. Í dag- legu lífi kom það fram í ákveðnum skoðunum á mönnum og málefnum en ætíð heiðarlega og af réttsýni. Í leik skilaði það sér í spilamennsku í brids í formi sagna og útspila sem ég kann engin skil á. Samband Gunnars og afa Finns var einstakt og leyfði Gulla því að blómstra þrátt fyrir að leiðir hennar og Við- ars skildu. Fljótlega eftir að Gulla og krakkarnir fluttust suður til Reykjavíkur hóf hún sambúð með Aðalsteini Jörgensen (Alla). Þau skipti sem ég hitti þau fór það ekki framhjá mér að þar hafi hún fundið sinn besta vin. Það sama má segja um krakkanna að Alla hafi tekist með ljúfu og rólegu viðmóti sínu að leiðbeina þeim áfram til manns sem vinur þeirra. Að leiðarlokum send- um við, amma María (Maja) og föð- urfjölskylda Gunnars okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Gunn- ars, Dagbjartar Fjólu og Alla og biðjum guð að styrkja þau í sorg sinni. Minning um góða systur, móður og konu mun ætíð lifa. Valdís Finnsdóttir. Hinn 7. júní síðastliðinn fékk ég þá sorgarfrétt að Guðlaug Jóns- dóttir samstarfskona mín væri látin langt um aldur fram. Guðlaug hóf störf hjá Brimborg í desember 1996 og þar hófust okkar kynni. Þar var kominn röggsamur og harðduglegur samstarfsmaður sem vann sitt starf af mikilli samvisku- semi fyrir hönd fyrirtækisins og er hennar sárt saknað. Guðlaug elskaði sumrin, var iðu- lega komin á kaf í garðinn sinn þegar sól tók að hækka á lofti og ósjaldan fengum við að heyra hvað hún hafði í hyggju til að gera garð- inn enn fallegri. Við starfsfélagarnir vorum svo heppin að njóta gestrisni Guðlaug- ar þar sem hún bauðst alltaf til að halda árlegan fagnað okkar á sínu heimili og var sannarlega höfðingi heim að sækja. Þar áttum við starfsfélagar hennar margar góðar stundir, grill- uðum, sungum og dönsuðum inni sem úti og mikið fjör á bænum. Alli kom oft heim þegar gleðin stóð sem hæst og tók okkur fjörkálfunum alltaf með miklu jafnaðargeði. Í mars síðastliðnum var haldið kvennakvöld hjá fyrirtækinu og mætti Guðlaug, þó sárlasin væri og naut kvöldsins til fullnustu með okkur, hló og skríkti og ég veit að þetta var eitt af betri kvöldum sem Guðlaug átti eftir að hún veiktist og þykir mér mjög vænt um að hafa getað kveikt lítið ljós í lífi hennar á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd Brimborgar vil ég þakka Guðlaugu fyrir störf hennar í þágu fyrirtækisins og sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hennar. Margrét Rut Jóhannsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 41 ✝ María Ragnars-dóttir fæddist í Hafnarfirði 9. júní 1942. Hún lést á heimili sínu 11. júní sl. Foreldar hennar eru Jóna Margrét Halldórsdóttir, fædd 11. október 1923 á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu og Ragnar Björnsson húsgagnabólstrari, fæddur 30. ágúst 1916 að Straumi á Skógarströnd. María var eina barn þeirra hjóna. Jóna og Ragnar slitu sam- vistir. Hálfsystur Maríu, sam- feðra, eru Helga Þóra, fædd 28. september 1957 og Birna, fædd 15. ágúst 1961. Einkadóttir Maríu er María Jóhanns- dóttir, fædd 26. ágúst 1966, gift Berki Valdimars- syni rafvirkja, fædd- ur 18. október 1963. Börn þeirra eru Íris, fædd 10. júní 1989 og Róbert, fæddur 14. febrúar 1992. Hinn 9. maí 1992 giftist María eftir- lifandi eiginmanni sínum, Kaj Erling Möller, starfsmanni IKEA, fæddur 9. mars 1948. Útför Maríu fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. Það var á björtum og fallegum sumardegi sem mér var tilkynnt að hún María frænka mín, hefði látist þá um nóttina. Þennan sama dag átti sumarfríið hennar og Kaj að byrja. Þau höfðu ætlað að eyða því heima við, ganga saman um borgina eða sitja saman úti á svölum og yfirleitt njóta þess að vera til. Hún María, eða Maja frænka eins og ég kallaði hana áður fyrr, henni á stundum til mikillar armæðu, var hálf- gert átrúnaðargoð hjá mér þegar ég var lítil stelpa. Hún var fjórum árum eldri en ég, gullfalleg og átti þar að auki mikið af fallegum fötum sem ég dáðist að í tíma og ótíma. Þessi fallegu föt höfnuðu svo auðvitað smám saman hjá mér og þá var nú gaman að lifa. María bjó í Hafnarfirði til 7 ára ald- urs en flutti síðan til í Keflavíkur ásamt móður sinni, henni Jónu föð- ursystur minni. Hún kom engu að síð- ur oft í heimsókn til hennar Ólu ömmu okkar þannig að tengslin rofnuðu ekki vegna þessara flutninga. Auk þess fékk ég einatt að heimsækja hana til Keflavíkur ýmist ein eða með fjöl- skyldunni. Já, þær voru margar heimsóknirnar til Keflavíkur og skemmtilegar eftir því. Ég fékk að fylgjast með Maríu og vinum hennar í gönguferðir, bíltúra og bíó. Sá meira að segja með henni fyrstu hryllings- myndina og fannst ég loksins komin í fullorðinna manna tölu. Ég svaf að vísu ekki rólega lengi á eftir, enda mikill heigull að upplagi, en þetta var þess virði, a.m.k. fyrir mig. Hvort þetta var einhvers virði fyrir Maríu, sem ekki fékk svefnfrið fyrir mér nóttina eftir bíóferðina, skal ósagt lát- ið. Löngu síðar gerði ég mér grein fyrir því hvað það hlýtur að hafa verið erfitt eða í öllu falli leiðinlegt fyrir hana, unglinginn, að þurfa að hafa mig í eftirdragi. En ekki varð ég vör við að hún kvartaði. Árin liðu og unglingurinn María breyttist í fallega unga konu og vann hún um tíma við sýningarstörf bæði hér á landi og erlendis. Og enn leið tíminn og þar kom að við frænkurnar urðum mæður báðar á sama ári. Mér er mjög minnisstætt þegar ég kom í heimsókn til hennar eftir að Maja yngri fæddist. Hvað hún var stolt yfir litlu dótturinni enda var hún eitthvert fallegasta barn sem ég hef séð. María fluttist til Danmerkur á árinu 1976 og þar kynntist hún lífs- förunaut sínum, honum Kaj. Þau fluttu búferlum til Íslands árið 1988 og áttu síðustu árin mjög fallegt og hlýlegt heimili í Breiðholtinu. María var einstaklega snyrtileg og natin húsmóðir og bar heimili hennar ávallt þess merki enda þótt hún hafi ekki alltaf haft mikið á milli handanna. Tengsl okkar Maríu rofnuðu þegar hún flutti úr landi. Eftir að hún flutt- ist aftur hingað til lands höfum við hist af og til en þær samverustundir hefðu mátt vera fleiri. Nú er María horfin úr þessum heimi án nokkurs fyrirvara en eftir sit ég og leiði hug- ann að öllu því sem ég hefði viljað gera með henni á meðan tími vannst ennþá til. Elsku María, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina ekki síst á mínum yngri árum. Ástvinum Maríu votta ég mína innilegustu samúð. Hrafnhildur. Okkur langar að minnast hálfsyst- ur okkar Maríu Ragnarsdóttur, eða Mæju systur eins og við sögðum allt- af, í örfáum orðum. Við fengum þær sorgarfréttir á mánudagsmorguninn 11. júní síðastliðinn að María hefði orðið bráðkvödd fyrr um nóttina á heimili sínu, aðeins tveimur dögum eftir 59 ára afmælisdaginn sinn. Vegir guðs eru órannsakanlegir, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. María var kona í blóma lífsins, kölluð burt án nokkurs fyrirvara, maður spyr sig aftur og aft- ur af hverju, en svörin eru fá. Það var ekki mikill samgangur á milli okkar og aldursmunurinn þónokkur, en allt- af vissum við hver af annarri. Þegar við kveðjum þig kæra systir, þá er rétt að vera minnugur þess að dauð- inn er ekki verstur, þó hann sé enda- lokin á þessu lífi. Gleðin og sorgin eru systur, við verðum að umgangast þær af hóværð, því lífið heldur áfran þrátt fyrir allt. Við viljum að lokum senda Kaj, Maríu yngri, foreldrum og fjöl- skyldu og öllum ástvinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Helga Þóra Ragnarsdóttir. Birna Katrín Ragnarsdóttir. MARÍA RAGNARSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auð- veld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 mið- að við meðallínubil og hæfilega línu- lengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi * 0 *  '  #8          ! +    !    '  39#:;#9<=9#2>?@@;# 0       89 &2 G""" $4- H                    -  78  $&            @  $ )  A    +  '    &  +!  B    !$B$        '&      !" ! " !&   & ! >  "I&5"@   5  4& - )*- . ,# '' )# - 2  + '   ''"$   $ 0  # ; ))*  % B4''# ))*  8/ 1  , )/--  "1(* $ ',# ))*  @ 1 8# )/--   @ % )/--  > - 1 "3'#1  % )/--  % C/ 8/ ))*  > - 1 "3'#1 "1(* /--  # "1(* )*  "# 1) )"1(* /--  % B4''*  )*  $ "  > - 1 )*  A    +  '8      $B$     '  ! @ 5$@ " 5 $  )-%  3 #1 2  +  ''" '  ! #8   3   %0' %,))*  %0%  ,)#  )/--  8/ 1   %0' %,)/--  2,)-> )-( ) @ , )$ %%  %0' %,))*  + +; + + +;  *,+ + + +;   "    ! "  ! "  !   .    6 % 6 (' %  J3 %(-'6 (')1" - 6'10DK       - )'&    B   >*'+  $ ')/--  $%+ -" '*L ' % $ '))*  $ '% &$ '))*           + +; *,+ + +; 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.