Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 25
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ,,LOCATION“ sem ef til vill má þýða sem staðsetningu á íslensku, er hópur fimm listamanna frá Nott- ingham á Englandi, tiltölulega ný- stofnuð sýningarsveit sem sprottin er upp úr þremur listahópum sem starfræktir eru í Nottingham. Fyrstan ber að nefna Simon Colli- son sem er forsprakki og hugsuður að baki ,,You are here“ sem eru samtök listamanna sem hafa það að markmiði að kynna list og lista- menn í Nottingham. Félagar hans í Staðsetningu og þeir sem sýna með honum í Straumi eru Jonathan Casciani, Haydn Evans og Oliver Wood, sem allir tilheyra listahópn- um ,,Casciani Evans“ sem er þekkt- ur félagsskapur í Nottingham á sviði hönnunar. Þeim til fulltingis er síðan eina konan í hópnum, ljós- myndarinn Caroline Drefvelin. Simon Collison segir að hug- myndin að ,,Location“ sé sú að listamennirnir skapi sér tækifæri til að vinna saman að ýmsum sýning- arverkefnum vítt og breitt um Evr- ópu. Aðalmarkmiðið er að sýna á óvenjulegum og einföldum stöðum og vinna verkin að mestu gagngert með sýningarstaðina í huga og styrkja bönd milli listamanna ólíkra þjóða í leiðinni. Simon hrífst mjög af íslenskri nútímalist og vill fá tækifæri til að kynna hana í Eng- landi og hann vonast til að annar hluti Staðsetningar verði haldin á næsta ári í Nottingham og þá ein- göngu með íslenskum listamönnum. Hann segist hafa mikla trú á ís- lenskri list og telur hana vanmetna á meginlandi Evrópu. Simon er að koma hingað til lands í fjórða sinn og hefur dvalist að Straumi þrisvar sinnum og sinnt listsköpun sinni við fuglasöng og miðnætursól þarna í dulmögnuðu hrauninu, þá hefur Oliver Wood einnig heimsótt okkur áður og unnið að list sinni hér á landi. ,,Í augnablikinu erum við að vinna á stöðum sem eru okkur mik- ilvægir,“ segir Simon Collison. ,,Staðsetning er dálítil tilraun hjá okkur því ég hef komið hingað þrisvar sinnum áður og unnið hér og þetta er uppáhaldsstaður minn í veröldinni er mér alveg óhætt að fullyrða. Okkar ágæti vinur Sverrir Ólafsson bauð okkur að koma hing- að og sýna og við unnum öll fimm saman að undirbúningi sýningar- innar síðastliðið ár. Þetta er okkar fyrsta samsýning á erlendri grundu og við viljum endilega borga fyrir okkur og halda sýningu á íslenskri samtímalist í Englandi á næsta ári. Það er það sem okkur langar svo sannarlega til að gera. Sjálfur er ég mikill aðdáandi íslenskrar listar og undanfarin fjögur ár hef ég komið hingað á hverju ári og skoðað list- sýningarnar hér mér til óblandinn- ar ánægju og uppörvunar. Íslenska listalífið er í einu orði sagt stórkost- legt! Við erum öll vinir en við höf- um ekki sýnt saman áður, ekki sett myndir Caroline saman á vegg með verkum Haydn eða blandað list- sköpun okkar saman á þann hátt sem sjá má hér. Það er því mjög gaman að sjá hvernig verk okkar virka á íslenska áhorfendur, sér- staklega þar sem sum þeirra fjalla um Ísland.“ Hraunið skrýðist sínu fínasta pússi Simon sýnir teikningar sem sum- ar eru frá heimaslóðum hans í Nott- ingham en aðrar eru frá Íslandi. Hann vinnur út frá reynslu sinni af Íslandi og þarna má sjá verk sem lýsir upplifun hans að jarðhræring- um en þeim kynntist hann fyrstu nótt sína í Straumi fyrir fjórum ár- um. Hræringar í jarðskorpunni og skjálftakippirnir sem þeim fylgja eru nær daglegt brauð hjá okkur innfæddum og við erum nánast hætt að taka eftir þeim en öðru máli gildir um Englendinga sem ekki eiga að venjast slíkum nátt- úruhamförum. Þá sýnir hann mynd- ir sem byggjast að mestu leyti á ís- lensku jöklunum sem hann hefur heimsótt, Snæfellsjökli og Mýrdals- jökli. Hann vinnur mikið með kort og segist hafa kannað Íslandskortin ofan í kjölinn, ísbrotin og bergið verða að línum sem enda í einhvers konar kortum í myndum hans. Sim- on segir að jarðsaga landsins hafi verið það sem fyrst rak hann á okk- ar fund, hann heillast af jarðmynd- uninni og landslaginu sem hvar- vetna gefur á að líta og vitnar um land í sköpun. Hann hefur farið í ferðir um hálendið og túlkar þær ferðir í teikningum sínum. Öll eru þau frá Nottingham nema ljósmyndarinn Caroline sem er Norðmaður að uppruna en hún sýn- ir myndir af ósköp venjulegu fólki sem teknar eru á Karlsbrúnni í Prag í Tékklandi. Hún hefur búið um fimm ára skeið í Nottingham og er atkvæðamikill ljósmyndari í borginni. Myndir Haydn Evans eru líka athyglisverðar, sjónrænt línu- spil. Hann vinnur líka með línur og auðvitað er það sem löngum fyrr það sem leynist á milli línanna sem vekur athygli áhorfandans öðru fremur. Í einu verkinu er það bein- línis hlutverk áhorfandans að raða myndinni saman á þann hátt sem honum hugnast, takist honum það ekki fylgir leiðarvísir með. Hinn glaðlegi Simon Collison á lokaorðin í spjalli okkar á sólböðuðu hlaðinu: ,,Ég er búinn að koma hingað fjórum sinnum og fæ alltaf gott veður á Íslandi og hér að Straumi, hvernig sem á því stendur. Hraunið virðist meira að segja fagna mér og skrýðast sínu fínasta pússi.“ Heillaðist af jarðsögu Íslands Location (part one) er heiti á sýningu fimm listamanna frá Englandi sem standa mun yfir í listamiðstöðinni í Straumi fram á föstudaginn 21. júní. Þorvarður Hjálm- arsson skoðaði sýninguna. Morgunblaðið/Golli Breski myndlistarmaðurinn Simon Collison við verk sín í listamiðstöðinni í Straumi. LISTA- og menningarverðlaun Mosfellsbæjar árið 2001 ganga til hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Var þetta tilkynnt við athöfn á þjóðhátíðardaginn. Tveir af meðlimum Sigur Rósar eru fæddir og uppaldir í Mos- fellsbæ og er hljómsveitin með æfingaaðstöðu og hljóðver í gömlu sundlauginni í Álafosskvos. Þar var nýjasta plata hljómsveit- arinnar tekin upp, þar sem meðal annars má heyra kvæðamanninn Stefán Andersen flytja rímur með Sigur Rós. Hljómsveitin var ekki viðstödd athöfnina en foreldrar Kjartans Sveinssonar hljómborðsleikara veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hennar hönd. Hljómsveitina Sigur Rós skipa Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason og Georg Hólm. Morgunblaðið/Sverrir Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari Sigur Rósar, á tónleikum. Sigur Rós verðlaunuð JÓN Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í Eden í gær, mánudag, og sýnir þar ríflega 50 myndir sem hann hefur málað á þessu og síðasta ári og er myndefnið að mestu frá Suðurlandi. Þetta er 18. einkasýning Jóns Inga en hann hefur sýnt víða á Suð- urlandi, Akureyri og í Danmörku. Á síðasta ári sótti Jón Ingi nokkur námskeið í myndlist meðal annars hjá þekktum vatnslitamálara í Eng- landi. „Það víkkar sjóndeildarhring- inn hjá manni að kynnast nýjungum, maður fær breiðari sýn á viðfangs- efnið og reynir að taka það nýjum tökum,“ sagði Jón sem er Sunnlend- ingum að góðu kunnur eftir áratuga kennslu í grunnskóla á Selfossi, tón- listarskóla Árnesinga og Fjölbrauta- skóla Suðurlands þar sem hann var stjórnandi kórs skólans. Sýningu Jóns lýkur sunnudaginn 1. júlí. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Jón Ingi Sigurmundson, kennari og listmálari, með eina af myndum sín- um, Þingvallamynd. Suður- landsmynd- ir í Eden Selfossi. Morgunblaðið. NÓTT eina hjá McCool er gam- anmynd gerð í film noir stílnum þar sem Liv Tyler er í hlutverki tálk- vendisins eða femme fatale. Hún vefur karlmönnum í kringum sig með öllum þeim kynþokka sem hún hefur yfir að ráða en fórnarlömbin, ef fórnarlömb skyldi kalla, eru bar- þjónn, sem skortir allan metnað í lífinu, lögfræðingur sem hefur yndi af svipum og rannsóknarlögreglu- maður sem blindast svo gersamlega af henni, að morðrannsókn hans fer í mauk. Handritshöfundurinn, Stan Seid- el, sem nýlega er látinn, ákvað að nota tálkvendið úr glæpamyndun- um í spaugilegu samhengi og kemst að nokkru leyti upp með það dyggi- lega studdur góðum leikarahópi. Norski leikstjórinn Harold Zwart heldur ágætlega utan um handritið og leggur feikilega áherslu á kyn- þokka leikkonu sinnar í bland við algeran aulaskap þeirra sem kom- ast í kynni við hana. Úr því verður prýðileg kómedía, ólík flestu því sem við eigum að venjast frá Holly- wood. Tyler vefur ekki aðeins karl- mönnunum um fingur sér heldur tekur hlutverk sitt traustatökum svo við skiljum hvað það er sem karlarnir falla fyrir. Í henni er bæði sakleysingi og sakamaður. Það eina sem hún vill er fallegt, notalegt heimili. Verst er að hún er tilbúin að drepa fyrir það. Dillon er einnig ágætur sem bar- þjónninn metnaðarlausi, handónýt- ur til allra verka nema slæpast heima hjá sér; fáir leikarar eiga auðveldara með að gera sig eins og örvita í framan. Goodman er kostu- legur sem lögga er blindast svo af fegurð konunnar að allar vísbend- ingar fara framhjá honum en kannski Paul Reiser slái þeim báð- um við sem taugaveiklaður lögfræð- ingur er hefur yndi af hundaólum og flengingum. Rúsínan í pylsuendanum er svo Michael Douglas sem hefur lítið en mikilvægt hlutverk leigumorðingja með yfirdekktar tennur og hrylli- lega heysátu fyrir hárkollu. Kannski er Nótt eina hjá McCool um það hvað karlmenn geta gert sig að miklum bjánum í návist fal- legrar konu og þá hefur henni tek- ist ætlunarverk sitt. Tálkvendið Liv Tyler KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r á s b í ó o g B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjórn. Harald Zwart. Handrit: Stan Seidel. Framleiðandi: Michael Douglas o.fl. Aðalhlutverk Liv Tyler, Michael Douglas, Matt Dillon, John Goodman og Paul Reiser. 90 mín. „ONE NIGHT AT MCCOOL’S“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.