Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 29
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði lands- menn af Austurvelli á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Ávarpið fer hér á eftir: „Góðir Íslendingar, gleðilega þjóðhátíð. Þessi dagur, 17. júní, kallar ár hvert íslenska þjóð til hátíðar. Og Íslendingar hlýða flestir slíku kalli glaðir og eru þeir þó lítt gefnir fyrir að láta segja sér fyrir verkum eða snúa sér að óþörfu. Fáni er dreginn að hún á hverri stöng, ræðumenn kveðja sér hljóðs til að tala enn betur um Jón Sigurðsson en endranær, lúðrar eru þeyttir, blöðrur þandar út og þjóðin hefur á tilfinningunni að hún sé ein og söm, eigi flest sameiginlegt og það sé fagnaðarefni. Ungir og gamlir njóta tilverunnar í nálægð fánans, hins unga Íslands merkis. Og svona á þetta einmitt að vera. Meira að segja nú, þegar alþjóðavæðing er heróp tímans, þegar landamæri eru óðum að missa merk- ingu sína og þegar þjóðarstolt og þjóðarást eru pólitísk bannorð víða hvar, hefur 17. júní enn þessi áhrif á Íslandi. En þjóðarást okkar, stolti og sam- kennd fylgja engar öfgar. Hvergi er því haldið fram að við Íslendingar séum í gerðinni betri en aðrir menn eða að þeir eiginleikar, sem almættið hefur skammtað okkur, séu ríkulegri og tilkomumeiri en aðrir hafa fengið í sinn hlut. Heilbrigt þjóðarstolt og sönn ættjarðarást hafa enda ekkert með slíkan belging og staðleysur að gera. En við fyllumst stolti, þjóðarstolti, og fögnum því með gleðibrag og af heilum hug og heitu hjarta að hin sterka sann- færing íslenskra þjóðfrelsismanna um að þjóðin gæti spjarað sig á eigin spýtur, reyndist á bjargi byggð. Það hefur reynst rétt mat að íslensku þjóð- inni myndi þá vegna best er hún hefði sjálf mest að segja um þróun sinna mála. Og reynslan hefur einnig staðfest að því meira sem sérhver Íslend- ingur hefur að segja um það, sem að honum snýr, þeim mun betur mun þjóðinni miða í heild. Dómur sögunnar hefur með öðrum orðum staðfest það sem okkar bestu menn höfðu spáð þegar baráttan stóð sem hæst. En við Íslendingar erum hvorki betri eða verri þjóð fyrir vikið. Þessi lögmál eru al- gild. Reynslan sýnir hvarvetna að sjálfstæðum þjóðum vegnar betur en þeim sem undirokaðar eru, jafnvel þótt velmeinandi herraríki eigi í hlut og enn fremur að þar gengur best sem frelsi ein- staklinganna er bæði virt og tryggt. Við Íslend- ingar höfum sem sagt ekki nokkra ástæðu til að tala af yfirlæti eða hroka til nokkurrar þjóðar. En við eigum á hinn bóginn ekki að liggja á því sem við teljum að hafi reynst okkur best og heilla- drýgst. Og það sem áunnist hefur frá heimastjórn og sjálfstæði gefur þjóðinni vissulega ríkulegt til- efni til að taka frá einn dag á ári til sameiginlegrar gleðistundar og enginn einn dagur á annað eins tilkall til þess hlutverks og sautjándi júní – afmæl- isdagur þeirra beggja, lýðveldisins og Jóns Sig- urðssonar forseta. En fyrst því er haldið fram hér að 17. júní sé sérstakur gleðidagur vegna þess mikla árangurs og ávinnings sem sjálfstæði og sjálfsstjórn þjóðarinnar hefur fylgt, verður þá ekki spurt hvort þá sé ekki rétt að fara sér hægar Ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Au Varasamt að gera o úr tímabundnu and JÓN Sigurðsson barðist ötul-lega fyrir því í árafjöld aðþjóðskóli yrði settur á fót hér-lendis, enda var stofnun skól- ans stór þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Háskólinn var settur fyrsta sinni í sal neðri deildar Alþing- is á aldarafmæli Jóns 17. júní 1911 og var skólinn starfræktur í Alþingis- húsinu til 1940. Hátíðarsamkoman á sunnudag hófst að lokinn guðþjónustu í Dóm- kirkjunni þar sem sr. Hjalti Hugason forseti guðfræðideildar Háskólans predikaði og gengu hátíðargestir beint frá kirkjunni yfir í Alþingishús- ið undir hljómi kirkjuklukkna og stóðu lögreglumenn heiðursvörð. Skólinn tendri hin andlegu ljós Ræðumönnum var ofarlega í huga þáttur Jóns Sigurðssonar forseta í stofnun Háskóla Íslands. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, benti á að Jón Sigurðsson hafi fjallað um nauð- syn prestaskóla á Íslandi strax í fyrsta tölublaði Íslenskra félagsrita árið 1841. Ári síðar hafi Jón skrifað um skóla á Íslandi. Halldór las upp tilvitnun í greinina þar sem Jón for- seti segir að framför þjóðarinnar sé undir því komin hvernig þrjú mál- efni, alþingismálið, skólamálið og verslunarmálið verði útkljáð. „Alþíng á að vekja og glæða þjóð- lífið og þjóðarandann, skólinn á að tendra hið andliga ljós, og hið and- liga afl, og veita alla þá þekkingu sem gjöra má menn hæfiliga til framkvæmdar öllu góðu, sem auðið má verða. Verzlunin á að styrkja þjóðaraflið líkamliga, færa velmeg- un í landið, auka og bæta atvinnu- vegi og handiðnir, og efla með því aftur hið andliga, svo það verði á ný stofn annarra enn æðr framfara og blómgunar sem tímar líða fram.“ Halldór sagði að Jón þessum orðum skýrt milli menntunar og alme fara með svo rökvísum h hafi ekki verið gert betur Enn í fullu gil Páll Skúlason, rektor lands, ræddi einnig þau þ sem Jón Sigurðsson nefn um sjálfstæðisbaráttunn ismálið, skólamálið og Hátíðarsamkoma í Alþingishúsinu í tilefn Hátíðarsamkoman fór fram í þingsal Alþingis, en þar var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn 17. Háskólaljóð sem eru úr ljóðaflokki er Þorsteinn Gíslason orti í tilefni stofnunar Háskóla Íslands. Lög setninguna 1911. „Án skólans væri þjóðin svipur hjá Háskóli Íslands var fyrst settur Alþingishúsinu við Austurvöll 17. jún 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðss forseta. 90 ára afmælis skólans var m á þjóðhátíðardaginn með hátíðarsam í Alþingishúsinu. Nína Björk Jónsd sat samkomuna. ÞJÓÐARÁST ÁN ÖFGA Í þjóðhátíðarræðu sinni á Aust-urvelli 17. júní vék DavíðOddsson að þjóðarást og þjóð- arstolti Íslendinga og sagði: „Ungir og gamlir njóta tilver- unnar í nálægð fánans, hins unga Íslands merkis. Og svona á þetta einmitt að vera. Meira að segja nú, þegar alþjóðavæðing er heróp tím- ans, þegar landamæri eru óðum að missa merkingu sína og þegar þjóðarstolt og þjóðarást eru póli- tísk bannorð víðast hvar, hefur 17. júní enn þessi áhrif á Íslandi. En þjóðarást okkar, stolti og sam- kennd fylgja engar öfgar. Hvergi er því haldið fram, að við Íslend- ingar séum í gerðinni betri en aðr- ir menn eða að þeir eiginleikar, sem almættið hefur skammtað okkur séu ríkulegri og tilkomu- meiri en aðrir hafa fengið í sinn hlut. Heilbrigt þjóðarstolt og sönn ættjarðarást hafa enda ekkert með slíkan belging og staðleysur að gera. En við fyllumst stolti, þjóð- arstolti og fögnum því með gleði- brag og af heilum hug og heitu hjarta að hin sterka sannfæring ís- lenzkra þjóðfrelsismanna um að þjóðin gæti spjarað sig á eigin spýtur reyndist á bjargi byggð.“ Það er ástæða til að veita þess- um orðum Davíðs Oddssonar eftir- tekt. Við Íslendingar eigum og getum verið stoltir af sögu okkar. Við eigum að rækta þá arfleifð okkar. Við eigum að tryggja að uppvax- andi kynslóðir Íslendinga þekki þessa sögu. Það hefur líka verið ánægjulegt að fylgjast með því, hvað þjóðin er að tengjast landinu sjálfu og náttúru þess æ sterkari böndum og er viðkvæmari en nokkru sinni fyrr fyrir fram- kvæmdum, sem haft geta óaftur- kallanleg áhrif á náttúruna. Þessar tilfinningar hafa hins vegar ekkert með öfgar að gera. Ef við verðum vör við tilhneigingu til þess að afskræma þær og um- breyta þeim á neikvæðan veg eig- um við að berjast gegn þeim. Íslenzkt samfélag er að breyt- ast. Hingað hefur flutt töluverður hópur fólks frá öðrum löndum, sem hefur auðgað íslenzkt þjóðlíf. Við tökum þessu fólki opnum örm- um og eigum að gefa því færi á að skilja hvers vegna saga okkar og menningarleg arfleifð, landið og náttúra þess, eru okkur svo hjart- fólgin. SAMRÁÐ OG SAMKEPPNI Áfrýjunarnefnd samkeppnismálasendi fyrir helgina frá sér úr- skurð, sem að vissu leyti er áfall fyr- ir Samkeppnisráð. Í úrskurði áfrýj- unarnefndarinnar er niðurstaða samkeppnisráðs frá því í vetur stað- fest í grundvallaratriðum en viður- lög milduð mjög. Kemur það fyrst og fremst fram í því að fjársektir þær, sem Samkeppnisráð ákvað að leggja á grænmetis- og ávaxtadreifingar- fyrirtækin Feng, Sölufélag garð- yrkjumanna, Banana, Ágæti og Mötu vegna ólöglegs samráðs og samkeppnishamla á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum, voru lækkaðar verulega og að nefndin fellst ekki á að í aðgerðum fyrirtækjanna hafi falist sérstakt samsæri gegn hags- munum neytenda „enda löfræðileg merking þessa orðasambands óljós“, svo vitnað sé í úrskurð nefndarinnar. Þótt grænmetis- og ávaxtaheild- salar hafi fengið ákveðna uppreisn, og þá sérstaklega Mata, með úr- skurði áfrýjunarnefndarinnar er hann að öðru leyti staðfesting á því, sem fram hefur komið. „Telja verður sannað að fyrirtækin sem hér koma við sögu beittu verðsamráði, fram- leiðslustýringu, markaðsskiptingu og öðrum þeim aðgerðum sem nefnd eru í hinni áfrýjuðu ákvörðun til að skipta markaðnum, draga úr fram- boði og halda uppi verði,“ er sagt í úrskurði nefndarinnar. „Í heild verður að telja sannað að SFG og að- ildarfélög þess hafi komið á kvóta- kerfi í útiræktuðu grænmeti þar sem framleiðslumagn var takmarkað og því skipt milli framleiðenda. einnig að gripið hafi verið til aðgerða til að takmarka framleiðslu á ylræktuðu grænmeti innan aðildarfélaga SFG.“ Þessi orð eru afdráttarlaus og þau er ekki hægt að misskilja. Í úrskurðinum segir að í máli þessu hafi ekki verið „glögglega leidd í ljós þau verðáhrif sem sam- ráðið hefur haft í för með sér á um- ræddum markaði“, en það var tæp- lega til verðlækkunar og þess utan hlýtur að teljast hæpið að horfa mildandi augum á brot fyrir þær sakir einar að þeir sem brutu höfðu ekki erindi sem erfiði. Þau fyrirtæki, sem hér eiga hlut að máli, ráða yfir um 90% markaðar- ins, sem tekur til sín 15% af útgjöld- um heimilanna. Þeirri markaðsstöðu hafa þau meðal annars náð í skjóli innflutningsverndar og -hafta í formi tolla og álaga. Þeir múrar standa enn óhaggaðir. Uppljóstranir undanfarinna mánaða hafa komið mörgum á óvart og vakið reiði. Þau vinnubrögð, sem grænmetis- og ávaxtaheildsalar hafa viðhaft um árabil, eiga ekkert skylt við frjálsa samkeppni og það er ekki hægt að segja að þeir hafi haft hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Hagsmunir neytenda eru stjórnvöldum ekki heldur efst í huga miðað við það kerfi, sem byggt hefur verið upp og er tímabært að þar verði breyting á. Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar er ekki lokaskrefið í þessu máli og kemur nú til kasta dómskerfisins. Þar munu öll gögn málsins verða vegin og metin. Brýnasta verkefnið núna er hins vegar að snúa sér að rótinni að því ástandi, sem ríkt hefur á grænmetismarkaði, afnema tolla- verndina og innleiða frjálsa sam- keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.