Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 37 NÚ ER fyrsti sjó- mannadagur nýrrar aldar liðinn og var hann haldinn í skugga ósættis og óánægju mjög margra sjó- manna og mikils fjölda annarra, sér- staklega þeirra sem búa í minni sjávar- plássum. Í stað þess að heyra ræður fylltar bjartsýni og vonum var fiskveiðistjórnar- kerfið og framkvæmd þess gagnrýnd harka- lega, svo og lögin sem sett voru sett á út- vegsmenn og sjómenn vegna kjaradeilna. Jafnvægi í byggðunum Hafið í kringum landið okkur er auðlind. Allir eru sammála um að það sé eign íslensku þjóðarinnar. Fiskurinn sem við höfum veitt úr þessu hafi og öll fiskvinnslan sem til er orðin vegna þessara veiða er eimitt ástæðan fyrir því að fólk hefur komið sér upp heimilum víða um land. Komið sér upp heimilum, skapað byggð þar sem tekist er á við náttúruna og lifað í henni. Það getur verið átakamikið og krefj- andi að búa á hörðum vetri í sjáv- arplássi en að sama skapi ljúft og ánægjulegt að búa þar á sumrin þegar sólin skín og náttúran skart- ar sínu fegursta. Fátt er ánægju- legra en að koma í byggð þar sem allt er í blóma, þar sem allir hafa nóg að gera. Þar sem útgerðar- maðurinn og sjómaðurinn standa saman í því að veiða fisk til ábata fyrir fjölskyldurnar sínar og fólkið sem vinnur við fiskvinnsluna og alla hina sem starfa í þjónustunni er þessu fylgir. Við skóla, smiðjur, smíðar, múr- verk, pípulagnir, heilsugæslu, pósthús, trúarlíf og margt, margt fleira. Allt sem einkennir eitt venjulegt byggðarlag þar sem hjól atvinnulífsins snúast og jafnvægi er til staðar. Að vera frjáls og áhyggjulaus í plássinu sínu, una glaður við sitt, vera treyst og treysta öðrum. Þannig á þetta náttúrulega að vera og það er skylda þeirra sem hefur verið falið að stýra málefnum þjóðarinnar að stuðla að því að byggðir leggist ekki í eyði eða lendi í uppnámi þegar harðnar á dalnum. Það er líka skylda stjórnvalda að stuðla að þróun og framgangi nýrra at- vinnugreina meðal annars með framsæknu og víðfeðmu mennta- kerfi. Glundroði á miðunum Því miður hefur hallað undan fæti ríkisstjórnarinnar hvað byggðamál varðar. Þau ráð sem notuð hafa verið til að efla og styrkja veika fiskistofna hafa ekki borið þann árangur sem vænst var og þessi ráð hafa auk þess komið smáum sem stórum byggðum í uppnám. Við þekkjum hvernig fjöldi byggðarlaga hefur þurft að horfa á glæsileg aflaskip sín sigla burt, með þeim afleiðingum að byggðirnar hafa lent í djúpum öldudali, en þó komist upp úr hon- um á björgunarbát- um, í líki smábáta svo myndmál sé notað. Nú hefur ríkisstjórnin höggvið í annað sinn í sama knérunn, þar sem afnumið er frelsi smábáta á þorskafla- hámarki til frjálsra veiða á ýsu og ufsa en veiðar á steinbítinn eru gefnar frjálsar og hann mega allir veiða eins og þeir mögulega geta, nema ráð- herrann breyti áður kynntum áformum sínum. Að gefa stein- bítsveiðarnar alger- lega frjálsar mun að mínu viti skapa glundroða á þeim miðum sem steinbítur fæst. Fiskveiðistjórnunar- kerfið er spilavíti Fiskveiðistjórnunarkerfið er spilavíti, sem verður að loka áður en hálf þjóðin verður orðin að spilafíklum. Endurskoðunarnefnd- in verður að koma með tillögur sem eru í samræmi við það að hagsmunir byggða, útgerða, fisk- verkafólks og sjómanna fari sem mest saman, öðru vísi verður ekki sátt um fiskveiðar okkar. Það er mannlegt að skjátlast og við verð- um að læra af reynslunni og bæta það sem aflaga hefur farið. Við eigum að endurmeta allt sem við gerum, læra af reynslunni og reyna að tileinka okkur það sem aðrir eru augljóslega að gera vel. Í þessu sambandi hljótum við sérstaklega að skoða þátt smábát- anna. Síðustu aðgerðir ríkisstjórn- arinnar eru ógn við þá og þær byggðir sem voru að rétta úr kútn- um vegna tilkomu þeirra. Það er ekki of seint að framlengja það frelsi sem þeir hafa núna um eitt fiskveiðiár eða að minnsta kosti þangað til endurskoðun fiskveiði- löggjafarinnar hefur verið gerð. Sú endurskoðun hlýtur að hafa það í för með sér að smábátar muni hafa mun rýmri möguleika til veiða en gert er ráð fyrir í þeim lögum sem taka munu gildi þann 1. sept. n.k. og eru ógnvaldur við af- komu hundraða fjölskyldna í þessu landi. Framlengjum frelsi smábáta Karl V. Matthíasson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi. Framlenging Það er ekki of seint að framlengja það frelsi sem þeir hafa núna, seg- ir Karl V. Matthíasson, um eitt fiskveiðiár eða að minnsta kosti þangað til endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar hef- ur verið gerð. Rás 1 Djass öll laugardagskvöld                                Sími 594 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.