Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Matthildur Sig-urðardóttir fæddist á Grund á Langanesi 25. sept- ember 1914. Hún lést á öldrun- arlækningadeild FSA á Kristnesi 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Sigvaldason, bóndi á Grund, f. 11. okt. 1872, á Þor- steinsstöðum á Langanesi, d. 10. febrúar 1937, og Að- albjörg Jónasdóttir húsfreyja á Grund, f. 18. desember 1878, í Hlíð á Langanesi, d. 19. apríl 1930. Systkini Matthildar: 1) Sigur- ust. 4) Sigvaldi, f. 1910, d. 1998. Eiginkona hans var Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Þau bjuggu á Grund og síðar í Reykjavík og eignuðust sex börn. 5) Jónas, f. 1912, bifreiðarstjóri í Reykjavík og búsettur þar. Eigin- kona hans var Ólöf Kristjánsdóttir og eignuðust þau tvö börn. 6) Sig- ríður, f. 1917, húsfreyja á Mela- völlum á Langanesströnd, nú bú- sett á Bakkafirði. Eiginmaður hennar var Gunn- laugur Antonsson og eignuðust þau átta börn Matthildur ólst upp á Grund. Nítján ára að aldri veikt- ist hún af berklum og dvaldi á berklahælinu Kristnesi árin 1934– 1939. Eftir það fluttist hún til Ak- ureyrar og vann að mestu fyrir sér með saumaskap þar til hún réðst í fast starf hjá verksmiðjum Sambands íslenskra samvinnu- félaga á Akureyri. Útför Matthildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. björg, f. 1905, d. 1981, húsfreyja í Saurbæ og Dalhúsum á Langa- nesströnd og á Hall- gilsstöðum á Langa- nesi. Eiginmaður hennar var Jónas Jó- hannesson og eignuð- ust þau eina dóttur. 2) Helga, f. 1906, d. 1950, vann skrifstofu- störf í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus. 3) Gunnlaugur, f. 1908, d. 1973. Eigin- kona hans er Guð- björg Huld Magnús- dóttir, nú búsett í Kópavogi. Þau bjuggu á Grund, Bakka í Keldu- hverfi og síðast í Reykjavík og eignuðust sjö börn sem upp kom- Þeir sungu fallega þrestirnir í trjánum suður við Kristnesspítala að kvöldi 31. maí í vor. Það voru tímamót framundan. Þar var að kveðja þennan heim sú kona sem hefur verið sameiningartákn okkar sem eigum ætt að rekja að Grund á Langanesi. Við Aðalbjörg systir sát- um hjá henni og erum afskaplega þakklátar fyrir að eiga þessa fallegu og friðsælu stund í minningunni. Matthildur föðursystir mín hefur fengið hvíldina. Farinn er bakverk- urinn, öndunarerfiðleikarnir, magn- leysið og allt það sem hún þurfti að líða af líkamlegum lasleika í gegn- um ævina. Hún var fram á síðustu stund með áætlanir um framtíðina en samt var hún eftir því sem ég best skynjaði tilbúin að fara. Síðasta skiptið sem ég heimsótti hana var hún nokkuð vel málhress og var þá að nefna atriði við mig sem hún hafði ekki talað um lengi og lutu að frágangi ýmissa mála. Þykir mér það dæmigert fyrir hana sem vildi hafa öll sín mál á hreinu. Þegar litið er yfir farinn sam- ferðaveg koma minningarnar og þær hafa einmitt verið svo sterkar í huga mínum undanfarnar vikur. Mitt fyrsta minningarbrot er ein- mitt heima hjá henni þar sem hún bjó á Gilsbakkavegi og mamma var með mig hér á Akureyri hjá lækni. Ég fékk að nota ermabrettið hennar sem hest. Jólagjafirnar frá henni voru alltaf svo spennandi. Bækurn- ar valdar af vandvirkni og eitthvað smávegis með. Sérstaklega er minn- isstæð gjöfin þegar plastperlurnar komu sem hægt var að raða saman eftir eigin geðþótta. Eða litlu hlið- arveskin sem við Hildur systir feng- um. Þessar gjafir voru einkennandi fyrir Matthildi. Hún var alltaf svo fín og snyrtileg. Lyktin var svo góð í herberginu hennar þegar hún kom sem sumargestur heim, ilmaði af púðri, ilmvatni og svo miklu hrein- læti. Mér finnst enn ég finna þessa lykt í íbúðinni hennar þótt hún hafi ekki verið þar núna í eina níu mán- uði. Það sem tengdi okkur síðan enn sterkari böndum var að í byrjun bú- skapar okkar Vignis æxluðust mál þannig að við fluttum norður á Ak- ureyri til skamms tíma. Fyrir ein- staka tilviljun var laus íbúðin á móti Matthildi uppi á lofti í Brekkugötu 15. Þar bjuggum við í miklu nábýli í nokkra mánuði. Auðnaðist mér þá að kynnast Matthildi ekki bara sem föðursystur. Hún kynntist líka okk- ur sem ungu fólki og hefur fylgst með okkur og okkar högum æ síðan. Sannfærðist ég enn betur um vænt- umþykju hennar þegar hún fór að skamma mig þegar henni þótti ég eiga tiltal skilið. Eins og verða vill hjá ungu fólki fluttum við nokkuð oft milli staða og íbúða. Matthildur var sú sem náði að heimsækja okk- ur því sem næst hvar sem við sett- um upp heimili. Matthildur gat ver- ið kát og hafði góða kímnigáfu þegar hún vildi svo við hafa. Fróð um alla mögulega og ómögulega hluti og greinilegt að hún fylgdist mjög vel með öllu. Mér er í minni þegar hún kom í heimsókn eitt sinn til okkar þegar við bjuggum á Dalvík og áttum við frænkur tal saman fram undir morgun um hin ýmsu málefni. Þá kynntist ég félaganum Matthildi. Hún vissi manna fyrst þegar von var á frumburðinum og álít ég að það hafi ekki hvað síst átt þátt í hversu vænt henni þótti um hann Birni og hversu annt hún lét sér um hann. Efirminnilegt er rétt eftir að Birnir fæddist, að Matthildur kom í sumarfrí til Reykjavíkur og dvaldi heima hjá pabba og mömmu. Okkur vantaði pössun í nokkra klukkutíma og pabbi og Matthildur komu heim til okkar. Mér fannst þetta svo sér- stakt því ég stóð í þeirri meiningu að ungbarnaumönnun væri nú ekki sterkasta hlið þeirra systkina. Ann- að kom í ljós og er mér afskaplega minnisstætt hversu glöð og ánægð þau voru yfir verkefninu og fékk ég góða lýsingu á atburðarásinni þegar ég kom heim. Eins var það eftir að við Vignir fluttum síðar til Akureyrar, þá var auðsótt mál að stinga inn til hennar litlum ungum á meðan þeir voru ekki þungir á handlegg eða fótfráir. Fram til síð- ustu heimsóknar fylgdist hún vel með börnum okkar og gladdist til dæmis innilega þegar ég var að segja henni frá heimsókn okkar hjóna til Birnis og Sunnevu í Nor- egi nú í vor. Börnum okkar var Matthildur kær frænka og þótti mér vænt um að sjá og finna þá hlýju sem hún bæði veitti og þáði frá þeim. Hún var sjálfsögð í öll af- mæli og einnig var hún fastur gest- ur hjá okkur á jóladagseftirmið- deginum í mörg ár og þótti okkur mikið vanta þegar hún treysti sér ekki lengur. Einnig til margra ára bauð hún okkur í jólaboð til sín. Hlaðborð af hennar einstöku tert- um, kökum og ómissandi heitt súkkulaði var fastur liður. Það vantaði aldrei umhyggjuna hjá henni fyrir okkur öllum sem hana þekktum. Ómetanleg er sú tryggð sem bæði skyldir og óskyldir héldu við hana og héldust þau tryggðabönd allt þar til yfir lauk. Bestu þakkir fær starfsfólk öldrunarlækningadeildar FSA á Kristnesspítala fyrir nota- lega umönnun þann tíma sem hún var þar. Við fjölskyldan í Tungusíðu 29 kveðjum Matthildi með mikilli þökk og erum öll ríkari af að hafa átt hana að og minningin er okkur kær. Valdís Gunnlaugsdóttir. Matthildur föðursystir er fallin frá og komið að kveðjustund. Hún var iðnverkakona á Akureyri alla starfsævina, vann lengst á sauma- stofu Gefjunar og í skóverksmiðj- unni Iðunni. Eftir fimm ára dvöl á berklahælinu Kristnesi hefur ekki verið auðvelt fyrir unga stúlku að fóta sig í lífinu utan spítalans. Það tókst henni samt með þeirri þraut- seigju sem einkenndi hana ævina út, komst í trygga vinnu og kom sér upp hlýlegu heimili, enda útsjón- arsöm kona, handlagin og vandvirk. Í sumarleyfum ferðaðist hún, heim- sótti ættingjana á Langanesi og okkur á Bakka. Einnig ferðaðist hún gjarnan með Ferðafélagi Ak- ureyrar og brá sér jafnvel í sigl- ingu, tók þátt í frægri Norður- landaför Karlakórsins Geysis á Heklunni árið 1952. Á efri árum naut hún þess að rifja upp ferða- minningar og stálminnug gat hún rakið löngu liðin ferðalög nánast frá degi til dags. Matthildur lét sér annt um okkur systkinabörn sín og fylgdist vel með öllum hópnum. Okkur systkinunum á Bakka sendi hún alltaf jólagjafir meðan við vorum lítil. Þær gjafir voru valdar af kostgæfni, gjarnan eitthvað skrautlegt og hún hafði ótrúlegt lag á að finna út hvað hent- aði. Ekki gerði hún upp á milli okk- ar og ekki minnist ég þess að hún reyndi að hæna okkur að sér. Við gerðum okkur heldur aldrei dælt við hana en þótti vænt um hana og umgengumst hana ævinlega með mikilli virðingu. Það ríkti tilhlökkun á Bakka þeg- ar von var á Matthildi og henni eru tengdar bernskuminningar um sparileg atvik eins og þegar mamma færði henni morgunkaffi með sæta- brauði í rúmið og pabbi brá sér inn til að fá sér kaffisopa með systur sinni eða þegar drukkið var síðdeg- iskaffi á sólskinsdögum úti í blóma- garði. Við Valdís systir skreyttum líka stundum drullukökur með sól- eyjum og hrafnaklukkum og buðum mömmu og Matthildi til veislu í búinu okkar í gömlu tóftinni við tún- garðinn. Á tímum lélegra samgangna gat verið strembið og tafsamt að kom- ast landshluta á milli en á Akureyri var Matthildur og lóðsaði ung- lingana á leið í eða úr skóla hingað og þangað um landið. Eitt sinn kom ég snemma morguns með skipi til Akureyrar á leið úr jólafríi og fékk að bíða hjá Matthildi eftir ferð dag- inn eftir. Hún var farin til vinnu þegar ég kom en hafði gert ráðstaf- anir til að ég kæmist inn. Þegar þangað kom þótti mér þesslegt að þar væri einhver gestur. Ég hafði því hljótt um mig og svipaðist um. Á eldhúsborðinu var útsaumaður dúk- ur, lagt á borð fyrir einn og marg- víslegar kræsingar. Ég gægðist inn í stofuna og sá að búið hafði verið MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Gunnmar ÖrumNielsen fæddist á Seyðisfirði hinn 16. október 1916. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi hinn 2. júní sl. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Nielsen, f. 29. júní 1889, d. 11. apríl 1969, og Niels Pét- ur Örum Nielsen, f. 8. september 1887, d. 6. júní 1972. Systkini Gunn- mars voru: María, f. 17. maí 1921, d. 9. júní 1989, og Carl f. 5. desember 1925, d. 1. apríl 1983. Gunnmar kvæntist hinn 5. janúar 1952 Svövu Ingadóttur, f. ember 1962, maki Ágústa Rík- arðsdóttir, f. 15. febrúar 1959. Börn þeirra eru Ásgeir Daði, f. 10. apríl 1992, Hilmar Örn, f. 19. júlí 1993, og Sigrún Svava, f. 15. febrúar 1996. Sonur Ágústu er Bjarki Freyr, f. 16. ágúst 1980. Að tilstuðlan föðurbróður síns Þórarins Nielsen, sem búsettur var í Reykjavík, kom Gunnmar til bæjarins 1937 til að fara í Verslunarskóla Íslands. Hann út- skrifaðist þaðan 1941 og var því nýbúinn að halda upp á 60 ára útskriftarafmæli hinn 1. maí sl. Gunnmar starfaði hjá heild- versluninni Eddu frá 1941–1956. Þá stofnaði hann sína eigin heildverslun, G.Ö. Nielsen, og starfrækti hana þar til um 1990. Um miðjan október á sl. ári fluttist hann á Skjól v/Kleppsveg þar sem hann naut mjög góðrar umönnunar. Útför Gunnmars fer fram frá Fossvogskirku í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. 13. maí 1926, d. 16. ágúst 1968. For- eldrar Svövu voru Guðlaug Erlends- dóttir, f. 16. apríl 1901, d. 26. maí 1948, og Ingi Hall- dórsson, f. 15. ágúst 1985, d. 28. nóvem- ber 1981. Börn Gunnmars og Svövu: Guðlaug, f. 28. maí 1952, maki Hermann Auðunsson, f. 15. október 1947. Börn þeirra eru Svavar Ingi, f. 23. nóvember 1978, og Gunnar Már, f. 6. apríl 1987. Sonur Hermanns er Auðunn, f. 25. maí 1975, Gunnlaugur Pétur, f. 21 sept- Það er með miklum söknuði sem ég kveð ástkæran tengdaföður minn Gunnmar Örum Nielsen sem lést annan þessa mánaðar eftir stutta sjúkrahúslegu. Það var um haustið 1977 að leiðir okkar Gunnmars lágu fyrst saman. Við Guðlaug kona mín höfðum þá kynnst um sumarið á erlendri grundu og komið var að því að ég skyldi hitta föður hennar. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að hér var á ferðinni sómamaður. Ekki leið á löngu þar til við vorum orðnir perluvinir. Framkoma Gunnmars og útgeislun var slík að ekki var hægt annað en að hrífast af honum. Gunnmar rak um árabil heildsölu í Aðalstræti sem verslaði með inn- lenda og erlenda vöru. Þegar Svava lést árið 1968 stóð Gunnmar frammi fyrir því að taka alfarið að sér upp- eldi barnanna jafnframt því að reka heildsöluna. Guðlaug dóttir hans var um þessar mundir orðin 16 ára en Gunnlaugur Pétur aðeins 6 ára gam- all. Hann færði rekstur heildsölunn- ar heim á Hjarðarhaga til þess að geta verið sem mest með börnunum sínum. Þar sem Svava hafði séð um skrifstofustörfin hjá fyrirtækinu bætti hann því starfi einnig á sig. Með dugnaði, útsjónarsemi og um- hyggju tókst honum bæði að veita börnum sínum gott uppeldi og heim- ili sem og að styðja dyggilega við bakið á þeim alla tíð. Fáa menn hef ég hitt á lífsleiðinni sem hafa verið jafn einlægir, þægilegir og þjónustu- fúsir og Gunnmar var. Hann lagði sig ávallt fram við að gera allt sem hann gat fyrir syni okkar og fylgdist vel með öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Ég mun ávallt minnast þeirra góðu stunda sem við Gunnmar áttum saman. Við höfðum báðir sameigin- legt áhugamál sem var laxveiði. Þó að aðstæður hafi hagað því svo til að við fórum aðeins einu sinni saman í laxveiðitúr þá áttum við margar ánægjustundir við að horfa á sjón- varpsþættina Sporðaköst sem ég hafði safnað að mér í gegnum árin. Aldrei urðum við leiðir á að spjalla um og fylgjast með þeim átökum sem þar áttu sér stað við löndun stórlaxa. Síðustu dagarnir hafa verið erfiðir öllum þeim sem næstir þér stóðu. Ég bið Guð að gefa börnum þínum, barnabörnum sem og Gyðu vinkonu þinni styrk til að takast á við orðinn hlut. Ég vil ljúka orðum mínum með því þakka hinum hæsta höfuðsmið fyrir þann ómetanlega tíma sem ég og synir mínir fengum að njóta með þér kæri vinur. Guð blessi þig um alla framtíð. Megi þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur, Hermann Auðunsson. Fréttirnar af andláti Gunnmars kölluðu fram í huganum margar minningar frá æskuárunum, sér- staklega árunum 1967 til 1971 þegar ég stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á þessum árum hafði ég náið samband við Gunnmar, sem var giftur móðursystur minni, Svöfu Nielsen Ingadóttir. Ég var ævinlega mjög velkominn á heimili Svöfu og Gunnmars og dvaldi ég þar mörgum stundum, í góðu yfirlæti, á mennta- skólaárunum. Gunnmar var einstaka skemmti- legur maður. Hann var fjörugur og hafði mikið gaman af að spjalla við flest fólk. Hann hafði lifandi áhuga á flestu því sem gerðist í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar skoðanir á mál- efnum dagsins. Á menntaskólaárun- um mínum ræddum við oft um stjórnmál. Við vorum oftast ósam- mála um allt sem viðkom stjórnmál- um á þeim árum. Gunnmar var þræl- stífur sjálfstæðismaður og ég blóðrauður kommúnisti, sem vissi allt um upphaf efnahagslegs – og félagslegs óréttlætis í heiminum. Alltaf voru umræðurnar fjörugar og ákveðnar, en þó vingjarnlegar og kurteisislegar. Ég hafði mikið gaman af því að hitta Gunnmar, Svöfu og börnin þeirra, Guðlaugu og Gunnlaug Pét- ur, á Hjarðarhaga 19 í Reykjavík. Sunnudagsmáltíðirnar, sem ég átti með fjölskyldunni voru mjög marg- ar. Og alltaf var skrafað. Það fór vel á með okkur og við nutum þess að spjalla saman. Það að hann var 34 ár- um eldri skipti engu máli. Einn af mörgum kostum Gunnmars var að hann hafði ævinlega tíma til að tala við fólk. Gunnmar var heildsali og verslaði nær eingöngu með fatnað af ýmsu tagi. Hann keyrði að mestu leyti sjálfur vörurnar beint til viðskipta- vinanna, sem voru verslanir á höf- uðborgarsvæðinu. Oft var ég með honum í þessum ferðum, sem voru að sjálfsögðu lengri en nauðsynlegt var. En það var mannlegi þátturinn í Gunnmari sem gerði það að verkum. Hann þurfti svo mikið að tala, við mig á meðan við keyrðum um og svo við viðskiptavinina, á meðan ég bar kassana inn til þeirra. Ekki flýtti kurteisi Gunnmars í umferðinni fyr- ir. Hann stoppaði fyrir flestum sem voru að reyna að komast úr bílastæð- um eða inn á aðalgötu. Þetta hátterni Gunnmars í umferðinni var gjörólíkt því sem maður þekkir í fari íslenskra bílstjóra. Gunnmar var mjög vel lið- inn af viðskiptavinunum og raunar öllum sem þekktu hann. Svafa dó úr krabbameini árið 1968. Það var mikið áfall fyrir Gunn- mar, Guðlaugu, Gunnlaug Pétur og alla í fjölskyldunni. Hún var einstak- lega góð kona. Minningarnar um hana eru enn mjög sterkar í míum huga. Árin eftir andlát Svöfu voru Gunnmari og börnunum hans vissu- lega mjög erfið. Börnin voru ung, Guðlaug 16 ára og Gunnlaugur Pétur GUNNMAR ÖRUM NIELSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.