Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 31 og jafnvel fella hátíðarhöld niður þegar á móti blæs. Og það er ekki ofmælt að nokkuð hefur gefið á bátinn síðan við sáumst hér á Austurvelli síðast. Tveggja mánaða kennaraverkfall og lengsta sjó- mannaverkfall í síðari tíma sögu, og erfið laga- setning til að binda endi á það, niðurskurður á aflaheimildum og gengisveltingur með tilheyrandi verðbólgukviðu, svo nokkuð það helsta sé nefnt, eru varla sérstakt fagnaðarefni. Nei, svo sannar- lega ekki og það er óþarfi er að gera of lítið úr því. En það er á hinn bóginn ekki bara óþarfi heldur beinlínis varasamt að gera of mikið úr því tíma- bundna andstreymi sem við höfum mætt. Orðtak- ið segir: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka!“ Með öðrum orðum, gerðu ekki illt verra, málaðu ekki skrattann á vegginn. Það er reyndar athyglisvert að flestir hinna umtöluðu erfiðleika, sem menn mikla nú fyrir sér, eru heimatilbúnir þótt aðrir, eins og olíuverðshækkun og miklar sveiflur stærstu gjaldmiðla heims, komi að utan. Hin heimatilbúnu vandamál eigum við að geta leyst og ber reyndar skylda til að víkja okkur ekki undan því. Á síðasta áratug hefur sem betur fer dregið nokkuð úr fjölda verkfallsdaga á Ís- landi. En við eigum samt enn heimsmet í þeirri „íþróttagrein“. Það er eina heimsmetið af þessu tagi í okkar höndum og er það örugglega ekki met sem nokkur þjóð reynir að hafa af okkur. Þar er við okkur sjálfa að eiga. Um það er vart deilt að tapaðir vinnudagar eru tapað fé. Verkföll eru sjálfsagt óhjákvæmilegt baráttutæki en óhófs- notkun á því tæki er öllum til ills. Það er vissulega engum einum aðila um að kenna að svo illa hefur tekist til. En þjóðin hlýtur svo sannarlega að for- dæma og frábiðja sér vinnulag á vinnumarkaði sem leikur okkur verr í þessum efnum en aðrar þjóðir. Vondu fréttirnar um þorskaflann áttu ekki rót í því að stjórnvöld hefðu hunsað ráð vísinda- manna sinna. Þeirra ráðum hefur verið fylgt sam- viskusamlega og í góðri trú á sannfærandi kenn- ingar um að þar með yxi aflinn jafnt og þétt. Það kom hins vegar á daginn að hinum vísindalegu vinnubrögðum var verulega áfátt. Úr því verður að bæta og hafa nú þegar verið stigin skref í þá átt. En hvað með gengisóróleikann? Hann stafar einkum af tvennu. Langt sjómannaverkfall með yfirvofandi gjaldeyrisþurrð dró úr trausti krón- unnar á sama tíma og sú breyting var ákveðin að Seðlabankinn hyrfi úr hlutverki barnfóstrunnar í gjaldeyrismálum. Ábyrgðin var flutt yfir á við- skiptaaðila á gjaldeyrismarkaðinum og augljóst er að þeir hafa enn ekki fyllilega náð þar áttum. Gjaldeyrisórói, eins og sá sem hér hefur orðið, er vel þekktur við þær aðstæður sem nú ríkja og mun ganga yfir hér sem annars staðar. Fráleitt er þegar jafnvel ábyrgir aðilar þjóta upp og vilja leysa slíkan skammtímavanda með því að kasta frá sér hinni íslensku mynt í einu vetfangi. Þeim sömu hefur yfirsést að jafnvel þótt almennur vilji stæði til slíkra breytinga, sem ekki er, tæki það um sex til sjö ár að koma þeirri skipan á og þá ein- vörðungu ef engir hnökrar yrðu á því flókna ferli. Menn eiga þann kost einan að laga sig að þeirri breytingu sem gerð hefur verið með stuðningi allra sem um þá ákvörðun tjáðu sig. Það kallar vissulega á nýja ábyrgð, aukna þekkingu og still- ingu, þegar menn eru ekki lengur í vernduðu um- hverfi varinnar gengisfestu, en verkefnið ætti þó ekki að vera íslensku viðskipta- og atvinnulífi of- viða. Því hefur mjög verið haldið á lofti að undan- förnu að viðskiptahallinn væri neikvæðasta táknið í efnahaglífi þjóðarinnar. Nú er augljóst að und- irrót hans, umframeyðslan, er í rénun. Það þýðir auðvitað að þeir sem hafa haft mest upp úr krafs- inu í þenslu og spennu, verða um stund að fara sér hægar. Aukin varfærni í bankakerfinu og breytt gengi getur einnig þýtt að sumir, sem sigldu krappastan byr í von um skjótan og mikinn ávinn- ing þurfa að hægja á og einhverjir munu steyta á skerjum. Það er miður en var þó að nokkru fyrir- sjáanlegt. Þeir sem taka áhættu í lífinu verða stundum fyrir áföllum og þá ekki síst þeir sem miklu hætta og leggja á tæpasta vaðið. Góðir Íslendingar. Það skiptir mestu nú að íslenskt efnahagslíf er í öllum meginatriðum vel statt og hefur góða burði til að sigla beitivind og jafnvel nokkurn andbyr, og það með árangri. Ríkissjóður stendur vel. Við- skiptakjör eru hagstæð og sama er að segja um skilyrði útflutningsgreina. Verðbólgukúfurinn mun hjaðna á næstu mánuðum, erlendar fjárfest- ingar aukast og gjaldmiðillinn styrkjast. Það er einmitt sú góða umgjörð sem sjálfstæðið og frelsið skapaði okkur, og við höfum nýtt svo vel undan- farin ár, sem léttir okkur svo róðurinn nú. Það voru þættirnir sem ég nefndi í upphafi máls að væru hin raunverulegu tilefni þessa þjóðhátíðar- dags – hins sæla sautjánda júní. Og við skulum njóta hans með gleði og ánægju um leið og við tök- um undir með hinu baráttuglaða skáldi sem sagði: Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór, þó endur og sinn gefi á bátinn. Nei, að halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl – það er mátinn! Ég óska ykkur landar mínir, nær og fjær, gleði- legrar þjóðhátíðar.“ usturvelli 17. júní 2001 of mikið dstreymi Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar landsmenn á Austurvelli 17. júní. FJÖLMENNT var við hátíðar- höldin 17. júní í Reykjavík, þrátt fyrir rigningarskúrir af og til. Dagskráin fyrir hádegi á þjóðhátíðardaginn hófst á því að Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar, lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir hönd Reykvíkinga. Við at- höfnina lék lúðrasveitin Svanur undir stjórn Haralds Árna Har- aldssonar og skátar stóðu heið- ursvörð. Fjallkonan frumflutti ljóð eftir Matthías Johannessen Hátíðardagskrá hófst á Aust- urvelli kl. 10.40. með setning- arræðu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns þjóðhá- tíðarnefndar. Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp og Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þórunn Lárusdóttir leikkona var í hlutverki fjallkonunnar. Flutti hún nýtt hátíðarljóð eftir Matthías Johannessen sem heit- ir „En huldukonan kallar“, en það er ort í tilefni 90 ára af- mælis Háskóla Íslands. Skrúðganga fór að venju fram í tilefni þjóðhátíðardags- ins og Reykvíkingar létu væt- una ekki halda aftur af sér og fjölmenntu í skrúðgönguna frá Hlemmi niður Laugaveg og að Ingólfstorgi. Meðal þátttakenda í göngunni var afródanshópur Kramhússins og leikarar úr Götuleikhúsinu. Óhappalaus hátíðarhöld Hátíðarhöldin í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardag- inn gengu vel fyrir sig og voru óhappalaus. Barna- og fjöl- skylduskemmtanir fóru fram á Arnarhóli og Ingólfstorgi síð- degis og um kvöldið fóru fram tónleikar á Arnarhóli og dans- leikur á Ingólfstorgi. Hátíðarhöldin í Reykjavík 17. júní Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli. Tveir háskólanemar, Burkni Reyr Jóhannesson verk- fræðinemi og Sigþrúður Ár- mann laganemi, báru blóm- sveiginn að styttunni í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands 17. júní. Þórunn Lárusdóttir leikkona var fjallkona við hátíðarhöldin á Austurvelli. Frumflutti hún ljóð eftir Matthías Johannessen. Þess má geta að móðir Þór- unnar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, var fjallkona á þjóðhá- tíð í Reykjavík árið 1967 og flutti hún þá einnig ljóð eftir Matthías. Fjölmenni þrátt fyrir rigningar- veður ri og betri r eptir því n hafi með samhengið ennra fram- ætti, að það r síðar. ldi Háskóla Ís- þrjú stórmál ndi á árdög- nar, alþing- verzlunar- málið. Hann sagði þessi málefni enn í fullu gildi og að þau muni verða það áfram meðan íslensk þjóð vilji eflast og þroskast sem heild. Rektor sagði að eigi íslensk þjóð að lifa af á tímum alþjóðavæðingar, vaxa og dafna, verði hún að hlúa markvisst að þeim stofnunum sem mestu máli skipta fyrir sjálfstæði hennar í andlegum og veraldlegum efnum, Háskólanum og Alþingi. Hann þakkaði þann sóma sem Al- þingi sýndi Háskólanum með hátíð- arsamkomunni og hét Alþingi því að skólinn muni halda áfram að leggja allt sitt af mörkum til að efla þá vit- und og þann vilja sem þarf til þess að lýðræði og frjáls, gagnrýnin hugsun nái að blómstra á Íslandi. Glæsileg spor Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að við lestur frásagnar af stofnun Háskólans árið 1911 veki setningarræða Björns M. Ólsen, fyrsta rektors Háskólans, mesta at- hygli fyrir víðsýni og djúpan skiln- ing á markmiði háskóla. „Í ljósi sög- unnar er ekki vafi á því, að framsýni hans hefur ráðið miklu um velgengni skólans í 90 ár. Rektor vildi að há- skólinn yrði vísindaleg stofnun, sem nyti fullkomins rannsóknar- og kennslufrelsis,“ sagði ráðherra. Hann sagði að fyrsti rektor skól- ans hafi talið brýnt að ungir efnilegir námsmenn væru styrktir til að fara til annarra háskóla að afloknu námi. Enn væri mikilvægt að víkka sjón- deildarhringinn og að tækifærin til þess væru fleiri nú en nokkru sinni. „Engan, sem hér var staddur fyr- ir 90 árum, grunaði, að árið 2001 yrðu átta skólar á háskólastigi í landinu. Þessum skólum og íslenska þjóðfélaginu í heild er mikill styrkur af því, hve margir Íslendingar hafa notið menntunar og stundað vís- indastörf við fremstu háskóla heims,“ sagði Björn. Hann sagði að Háskólanum hafi vegnað prýðilega á fyrstu 90 árum sínum. „Skólinn hefur markað glæsileg spor í sögu þjóðarinnar. Án skólans og allra, sem við hann hafa stundað nám og starfað, væri ís- lenska þjóðfélagið einfaldlega svip- ur hjá sjón.“ Þjóðarátaki ýtt úr vör Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs, benti á að íslenskir stúdentar hafi skipað fram- varðasveit frelsisbaráttu þjóðarinn- ar og með elju og ósérhlífni hafi þeim tekist að byggja upp þrek og djörfung meðal landsmanna til að hrista af sér herfjötra fortíðar og ná mikilvægum áföngum í sjálfstæðis- baráttunni. Í tilefni 90 ára afmælis skólans ýtti Stúdentaráð úr vör sérstöku Þjóðarátaki í þágu Háskóla Íslands. Þjóðarátakið hefur þrjú markmið. Í fyrsta lagi að efla rannsóknir um byggðir landsins þannig að þekking háskólasamfélagsins skili sér til þjóðarinnar allrar. Forystumenn Stúdentaráðs munu í sumar gera samninga við stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög víðs vegar um landið um styrki til handa stúdentum sem vilja sinna rannsóknum úti á lands- byggðinni. Annað markmið þjóðarátaksins er aukið samstarf Háskólans og at- vinnulífs. Þriðja markmið átaksins að vekja þjóðina til vitundar um mikilvægi þess að eiga kraftmikinn þjóðskóla og hvetja stjórnvöld til að gera vel við skólann í tilefni afmæl- isins. Því ætla stúdentar að fara hringinn í kringum landið, kynna skólann og mikilvægi hans fyrir þjóðinni. ni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg júní 1911. Háskólakórinn flutti á samkomunni gin voru einnig sungin í Alþingishúsinu við skóla- íslenska á sjón“ r í ní árið onar minnst mkomu dóttir ninabjork@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.