Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMBJÓÐANDI repúblikana, auðjöfurinn Michael Bloomberg, bar sigur úr býtum í borgarstjórakjörinu í New York á þriðjudag. Sigurinn var þó naumur, því Bloomberg hlaut 50% atkvæða en frambjóðandi demókrata, Mark Green, hlaut 47%. Í kosningabaráttunni var Green lengst af með gott forskot, enda hafa demókratar alla jafna notið meiri stuðnings í New York en repúblik- anar. En á lokasprettinum tók Blo- omberg að vinna á, einkum eftir að hinn vinsæli fráfarandi borgarstjóri repúblikana, Rudolph Giuliani, fór í auknum mæli að ljá baráttu hans lið. Giuliani sat í borgarstjóraembættinu í tvö kjörtímabil og gat því ekki gefið kost á sér til endurkjörs. Þá var til þess tekið að Bloomberg hefði varið um 50 milljónum dollara (rúmlega 5 milljörðum króna) af auðæfum sín- um í kosningabaráttuna, eða nær fimm sinnum meira en demókratar. Stefnumál þeirra Bloombergs og Greens þóttu keimlík, en báðir hétu því að leggja allt kapp á uppbygg- ingu á Manhattan eftir hryðjuverka- árásirnar í september, uppræta at- vinnuleysi og hleypa nýjum krafti í efnahagslífið í borginni. Lagði Bloomberg áherslu á að hann væri best til þess fallinn að halda farsælu starfi Giulianis áfram. „Þetta hefur verið afar hörð og tví- sýn barátta, en góðu fréttirnar eru þær að við sigruðum,“ sagði hinn til- vonandi borgarstjóri við fréttamenn í gærmorgun. Green óskaði sigur- vegaranum til hamingju og hvatti borgarbúa til að styðja við bakið á honum í uppbyggingarstarfinu. Gekk til liðs við repúblikana fyrir ári Michael Bloomberg er 59 ára frá- skilinn tveggja barna faðir og er þekktastur fyrir að vera stofnandi fjármálaþjónustufyrirtækis, er ber nafn hans og rekur meðal annars þekkta sjónvarpsstöð sem sendir út viðskiptafréttir. Auður hans er tal- inn nema um 4 milljörðum dollara, eða rúmlega 400 milljörðum króna. Þar til nýlega hafði Bloomberg ekki haft afskipti af stjórnmálum og komst helst í fréttirnar fyrir að vera áberandi í samkvæmislífi New York- borgar. En fyrir ári sagði hann skilið við demókrata, gekk til liðs við Repúblikanaflokkinn og hóf að und- irbúa kosningabaráttuna. Helsti keppinauturinn í borgar- stjóraslagnum, Mark Green, hefur áratuga reynslu af pólitísku starfi og reyndu demókratar ítrekað að vega að Bloomberg fyrir reynsluleysi á þessu sviði. Kjósendur virðast hins vegar hafa tekið þau mótrök hans gild að þörf væri á manni úr við- skiptalífinu til að takast á við vanda- málin sem að steðja í borginni. Demókratar höfðu betur í ríkisstjórakosningum Borgarstjórakosningar fóru einn- ig fram víðar í Bandaríkjunum á þriðjudag, en spennan var hvergi meiri en í New York. Þá var kosið um embætti ríkisstjóra í Virginíu og New Jersey, en í báðum ríkjunum tóku demókratar við af repúblikön- um. Auðjöfurinn Mark Warner bar sigurorð af Mark Earley, fyrrver- andi ríkissaksóknara, í Virginíu og Jim McGreevey, bæjarstjóri í smábæ, sigraði Bret Schundler, fyrrverandi borgarstjóra í Jersey- borg, í New Jersey. Bloomberg bar sigur úr býtum í New York New York. AFP, AP. Reuters Michael Bloomberg fagnar sigri í New York í gær. Að baki honum stendur fráfarandi borgarstjóri, Rudolph Giuliani. VAXANDI mannfjöldi og aukin þörf fyrir vatn, matvæli og orku eru alvarleg ógnun við eðlilega og sjálfbæra þróun á næstu árum og áratugum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Mannfjöldastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu stofnunarinnar segir, að aukin ásókn í takmarkaðar vatnsbirgðir vegna iðnvæðingar og áveituframkvæmda sé mesta ógn- unin við framtíðina og heimsfrið- inn. „Samkeppnin um síminnkandi vatnslindir er líklegasta ástæðan fyrir átökum ríkja í milli, jafnt efnahagslegra átaka sem hernað- arlegra,“ segja skýrsluhöfundarn- ir. Meira en 200 stórar ár renna um tvö ríki eða fleiri og 100 ríki hafa sameiginlegan aðgang að 13 stór- fljótum og vötnum. Eftir því sem meira er gengið á þessar lindir, því minna verður til skiptanna og þá er jafnframt stöðugleikanum hætta búin. Í skýrslunni segir, að haldist vatnsnotkunin að tiltölu sú sama og nú næstu 25 ár, þá muni hún samt aukast í raun og svara til 70% af öllu fersku vatni vegna fólksfjölgunarinnar. Þá er ekki gert ráð fyrir aukinni vatnsþörf vegna iðnvæðingar í þróunarlönd- unum. Vatnsskortur hjá helmingi jarðarbúa Mannfjöldastofnunin telur hættu á, að um 2050 muni 4,2 milljarðar manna eða 45% mannkyns ekki hafa aðgang að þeim 50 vatns- lítrum á dag, sem er talin lág- marksþörf. Auk þess er hætta á, að mikil fólksfjölgun í borgunum muni ofbjóða vatnsveitukerfunum og hafa þar með áhrif jafnt á vatnsframboðið sem gæðin. Mannfjöldastofnunin segir, að eitt brýnasta hagsmunamál alls mannkyns um þessar mundir sé að fara vel með vatnið og einnig að vinna gegn eyðingu og uppblæstri lands. Þá vara sérfræðingar stofn- unarinnar við notkun erfða- breyttra matjurta og segjast ótt- ast, að þær geti spillt villtum tegundum sömu ættar. -.,/ -.0/ 1203 1/0. 1405 110- 1/01 1601 1/01 1-0. 1603 150. 1-07 1-06 1503 1102 1105 1105 1504 1507 1501 12,- 1301 110- -.01 1301 -60- 160/ -101 1-06 -50/ 1403 1505 120- 1103 140/ 1.0. 1702 1406 1105 1406 1-02 1.03 1104 1/03 1502 9: ; , <   = >    ? $    71- 0111  7/.-2 0141  5/-00 ; @A'&B *  $ "    C   D "     !%"    #+    + D    41E  #  0141 ; , F  *?GHA' <   = 2/521./.52 ./.6. 6/.2. 'I   F'*J@' ; ,*KL<  = 1247 -555 -517 4/206 -/30. 617 403 2-6 -.3 0/111 6.- 307 011. 0141     ')   &  "   * )  F! 8    C '     ," * K  & M" NB ;  & O , " '  *" "%        &    O K     ;  J   +         Samkeppnin um vatnið ógn- un við heimsfrið Ný skýrsla frá Mannfjölda- stofnun Sameinuðu þjóðanna París. AFP. JUNICHIRO Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, ákvað í gær, að Makiko Tanaka, hinn málglaði ut- anríkisráðherra landsins, skyldi ekki fá að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og síðan á fund utanríkisráðherra iðnríkjanna átta. Áminnti hann jafnframt ráðherrann og sagði, að framvegis skyldi hann eða raunar hún hafa betra taumhald á tungu sinni. Leiðtogar þingflokkanna, jafnt stjórnar- sem stjórnarand- stöðuflokka, gerðu raunar sam- þykkt um þetta sl. föstudag og ástæðan er sú, að Tanaka, sem er mjög umdeild en þó vinsæl meðal almennings, hefur sem ráðherra gerst sek um hvert klúðrið á fæt- ur öðru. Koizumi hafði ekki tekið neina afstöðu en í gær var honum nóg boðið er hann frétti, að Ta- naka hefði sagt á fundi með þing- leiðtogunum, að hann hefði hvatt sig til að biðja þá að breyta af- stöðu sinni. Það hafði hann ekki gert og ákvað því, að Tanaka skyldi sitja heima. Tanaka hefur átt í útistöðum við háttsetta menn í japönsku ut- anríkisþjónustunni og orðvör þykir hún ekki. Hefur það hneykslað marga en þó tók fyrst steininn úr er hún sagði jap- önskum fréttamönnum frá því hvar starfsmenn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hefðu leitað skjóls eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september síðastliðinn. Ræður ekki við laus- mælgina Tókýó. AFP. LÖGREGLAN í Kasmír á Ind- landi leitar nú „dýrlings“, sem hefur farið um sveitir og beðið fólk að fella tré til að tryggja sjálfstæði héraðsins. Íbúar í bænum Shopian í suð- urhluta Kasmír tjáðu lögregl- unni að maður, sem gaf sig út fyrir að vera „dýrlingur“, hefði beðið bæjarbúa að fella fjörutíu barrtré og flytja þau til heimilis hans í Poonch-sýslu. Hefði mað- urinn fullyrt að þessi „heilaga sendiför“ myndi leiða til enda- loka indverskra yfirráða í Kasm- ír. Svo virðist sem enginn skort- ur hafi verið á trúgjörnum íbúum í bænum, því þar munu um 200 manns hafa tekið þátt í að fell tvö risastór barrtré að beiðni manns- ins og söng fólkið sálma á meðan. Aðskilnaðarsinnaðir múslimar í Kasmír hófu uppreisn gegn ind- verskri stjórn í héraðinu 1989. Átökin hafa orðið um 35.000 manns að fjörtjóni. Felldu tré fyrir frelsi Srinagar. AFP. AÐ MINNSTA kosti 66 manns lét- ust og 110 er saknað eftir að hita- beltisstormurinn Lingling gekk yfir Mið- og Suður-Filippseyjar í gær. Eyjan Camiguin varð verst úti og fórust þar a.m.k. 54 þegar hvirf- ilbyljir skullu á fimm strandbæjum og flóðbylgjur skoluðu á haf út heilu þorpi. Yfirvöld í Cebu, næst- stærstu borg landsins, þar sem búa um 800 þúsund manns, sögðu „hörmungarástand“ ríkja í borg- inni. Vindur fór í 21 metra á sekúndu þegar Lingling gekk yfir, en storm- urinn kom af Kyrrahafi á þriðju- dagsmorgun og fylgdi honum gíf- urlegt úrhelli. Lingling banar 66 Cagayan de Oro á Filippseyjum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.