Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég trúi því ekki að Selma sé farin frá okkur með sitt fallega bros og hlátur sem hún var svo óspör að nota. Þó við höfum ekki þekkst í langan tíma náðum við að bralla ýmislegt saman, við skoðuðum heiminn í gegnum flugið hjá Atlanta og nú síðusta árið hér heima í útilegum og skemmtunum. Það var svo gam- an að vera með henni því húmorinn var sá sami hjá okkur. Eitt sinn ákváðum við að í stað þess að heils- ast venjulega skyldum við taka rosa dans og heilsast þannig. Þetta þótti okkur alveg ofboðslega fyndið og lýsir því vel hve hugmyndarík og skemmtileg hún var. Alltaf var hún hrókur alls fagnaðar og það sýndi sig best síðasta kvöldið sem við hittumst og hún hitti kunningja og vini sem kepptust um að faðma hana og knúsa. Elsku besta Selma mín, það var svo margt sem við átt- um eftir að upplifa saman sem verður að bíða betri tíma. Fjölskyldu Selmu vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið, knús, knús elsku vinkona. Guðrún Eva. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Það var fyrir tuttugu og einu ári sem ég kynntist Selmu, ég var fimm ára og hún að verða sex. Hún bjó í næsta húsi við mig. Við urðum strax bestu vinkonur og það leið varla sá dagur að ég hitti ekki Selmu. Það kom ósjaldan fyrir að við værum spurðar að því hvort við værum tvíburar, systur eða frænk- SELMA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Selma Sigurðar-dóttir fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1974. Hún lést af slysförum 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 7. nóvember. ur því við vorum svo oft eins klæddar og með eins fléttur í hárinu. Svo mikill var samgangurinn að gerður var stígur á milli lóða heimila okk- ar svo leiðin á milli yrði enn styttri. Ég hafði ekki hitt Selmu oft undanfarið en ég hugga mig við það að síðast þegar ég hitti hana var ég knúsuð í bak og fyrir og þannig vil ég muna eftir henni. Þótt leiðin sé orðin lengri núna trúi ég því að seinna muni hún styttast aftur. Elsku Sigrún, Siggi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Linda Björg. Æskuvinkona okkar, Selma, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hún var hluti af samheldnum hóp sem á rætur sínar að rekja til æskuáranna. Með láti Selmu hefur sá hópur misst manneskju sem bjó yfir aðdáunarverðum mannkostum. Hún var klár stelpa, hjartahlý og nærvera hennar var alltaf innileg. Það var einungis tveimur vikum fyrir andlátið sem við mættumst á förnum vegi og töluðum um að hitt- ast næstu helgi ásamt krökkunum. Þetta var í hinsta sinn sem ég sá þessa frábæru stelpu, sem skilur eftir tómarúm í hjarta allra sem hana þekktu. Á grunnskólaárunum var Selma órjúfanlega tengd Viggó en sam- band þeirra átti eftir að vara í næstum því áratug. Saman fórum við í ógleymanleg skíðaferðalög, á skólaböll og heimapartí sem verða greypt í hugann sem einn skemmti- legasti tími æskunnar. Þetta var tími áhyggjuleysis og gullöld þessa samstillta hóps. Að loknum grunn- skólaárunum hélt hópurinn áfram góðu sambandi þar sem m.a. var farið í nokkrar ógleymanlegar úti- legur. Þegar við félagarnir, Júlíus, Einar og Viggó, bjuggum saman sumarið 1997 úti í Danmörku, urðu viss vatnaskil í sambandinu við Selmu. Hún starfaði þá sem flug- freyja og það sem varð upphafið að endinum í sambandi Viggós og Selmu má rekja til óslökkvandi æv- intýraþrár og rótleysis sem átti eft- ir að einkenna líf Selmu allt til loka. Selma var mjög skilningsrík manneskja og það var auðvelt að tala við hana um alla skapaða hluti – hún var „ein af strákunum“. Þeg- ar upp úr slitnaði milli Viggós og Selmu var ljóst að ekkert yrði eins og það var áður. Til þess voru of miklar tilfinngaflækjur. Selma fann sér nýjan farveg í lífinu og nýja vini en innst inni var hennar sárt saknað af æskuvinunum. Stuttu fyrir andlátið var eins og hún væri að koma til okkar aftur. Hún hafði gengið í gegnum ýmislegt í lífinu og það var eins og maður þekkti aftur gömlu góðu Selmu. Það var sem þungur steinn legð- ist á hjartað þegar Viggó hringdi til þess að tilkynna það að Selma væri dáin. Hvernig var það hægt? Þessum fréttum fylgdi meiri sorg en orð fá lýst en sorgin varð bland- in gremju þegar ljóst var með hvaða hætti dauða hennar bar að. Selma var tekin frá okkur með grimmúðlegum hætti og nú getur enginn gert neitt til að fá hana til baka. Á þessari stundu er hugurinn hjá foreldrum hennar og systur en þeim færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi þau öðlast styrk til þess að þola þessa raun. Júlíus Fjeldsted. Einar Freyr Pálsson. „Hæ. Ég heiti Selma og er vin- kona hans Trausta. Hann gaf mér númerið ykkar. Ætlið þið að gera eitthvað í kvöld?“ Einhvern veginn svona kynntir þú þig þegar þú hringdir í okkur í fyrsta skiptið. Það var sum- arið 1999 og þú varst stödd í Osló á vegum Atlanta. Við spjölluðum smá stund í símann en ákváðum svo að mæla okkur mót seinna um kvöldið. Við smullum strax saman og skemmtum okkur konunglega. Það var komið fram undir morgun er við töltum af stað heim og þú varðst að fá bakaða kartöflu enda búin að lifa á því síðan þú komst til Oslóar. Hófst nú gangan mikla til að finna rétta staðinn. Það hafðist að lokum og tókum við matinn og settumst út í grasið til að njóta kyrrðarinnar... Alla vega þar til tuttugukallinn kom í ljós grafinn ofan í kartöfluna! Ekki þarf að taka það fram að við misstum matarlyst- ina yfir þessum sérstaka hætti að gefa okkur afslátt. Það er óhætt að segja að við höfum ekki litið kart- öflur sömu augum síðan þá! Eftir nóttina góðu var hringst á eða hist næstum daglega það sem eftir var sumars og mikið skemmtilegt brall- að. Það var einn af fjölmörgum rign- ingardögum sem við ákváðum að hittast. Það var hálfgert öngþveiti íbænum af völdum rigningarinnar því lestirnar voru of seinar og spor- vagninn var stopp. Það var því ákveðið að fara gangandi á veit- ingastað sem var nýopnaður og við urðum að prófa. Þú varst nú heldur betur viss um leiðina, búin að redda þér korti og með allar græj- ur. Já, nema náttúrlega regnhlíf! Þetta var bara örstutt labb sagðir þú. Það hafði lítið að segja að við byggjum hérna og þættumst þekkja styttri leið. Nei, samkvæmt kortinu var þetta rétta leiðin og svo arkaðirðu af stað. Er við loksins fundum veitingastaðinn vorum við orðnar ansi blautar enda búnar að labba í hring. Kortinu var hent en maturinn smakkaðist vel og þangað fórum við oft aftur. Ótal aðrar góð- ar minningar koma upp í hugann því þetta var skemmtilegt sumar og veðrið skipti engu máli. Brosið þitt var alveg nóg. Þegar haustið kom fórstu heim á Frón. Það varð ósköp tómlegt hérna án þín en netið og tölvpóstur komu í stað kaffihúsaferða. Alltaf þegar við hittumst heima var eins og við hefðum sést síðast í gær. Þegar við hittumst ágúst óraði okk- ur ekki fyrir því að það væri í síð- asta skiptið sem við fengjum knús og komment um það hvort við ætl- uðum ekki að fara að flytja heim. Elsku Selma. Takk fyrir góða vinskapinn, allar minningarnar og skemmtilegu myndirnar og fyrir það að hafa verið þú sjálf. Við sendum fjölskyldu og aðstandend- um Selmu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Kristín Jóhanna og Jóna Björk. Hvernig er hægt að setjast niður og skrifa til þín hinstu kveðju, þú sem varst svo ung og áttir allt lífið framundan? Minningarnar um þig streyma fram en því miður urðu þær allt of fáar. Eins og svo oft áð- ur gripu örlögin í taumana og það er svo sárt, svo ofboðslega sárt að sætta sig við það. Við kynntumst þér þegar við spiluðum saman fót- bolta í 2. fl. kv. í Val fyrir u.þ.b. 14 árum síðan. Hópurinn samanstóð af hressum, lífsglöðum, kannski pínu- lítið óstýrilátum stelpum sem alltaf voru tilbúnar að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Sú reynsla sem við upplifðum saman batt okkur sterk- um vinaböndum. Það einkenndi þig hve brosmild og kát þú varst, orku- bolti sem alltaf varst tilbúin til að láta „illa“ með okkur. Það að við ættum eftir að kveðja eina úr þess- um skemmtilega hópi svo snemma var okkur á þeim tíma óhugsandi og er í raun enn. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Þó að samverustundum hafi fækkað hefur alltaf verið ein- staklega gaman að hittast og rifja upp liðna tíma, á þeim stundum verður þín sárt saknað. Við munum svo vel eftir Húsafellsútilegunni okkar fyrir sjö árum, sú minning mun alltaf lifa með okkur. Allar Valsskálaferðirnar, keppnisferð til Svíþjóðar á Gothia Cup, ísbíltúrar eftir æfingar og kannski smád- jamm öðru hvoru. Við munum allar svo vel eftir faðmlaginu þínu, alltaf þegar þú hittir okkur faðmaðir þú okkur á þinn sérstaka hátt eins og við værum þér það kærasta í heim- inum, á þennan hátt myndum við vilja faðma þig núna. En við eigum svo margt ósagt og svo margt ógert saman. Þú komst okkur stanslaust á óvart. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér og enn meiri forrétt- indi að fá að eyða þeim tíma sem við eyddum með þér, bæði innan vallar sem utan. Sú orka sem streymdi frá þér var nóg til að virkja okkur allar í að gera betur en við höfðum nokkurn tímann gert og fyrir það þökkum við þér. Þú skilur eftir þig stórt skarð, skarð sem að við ætlum ekki einu sinni að reyna að fylla. Þú skilur eftir þig ljúfsárar minningar en í huga okk- ar verður þú alltaf Selma sem komst og kvaddir okkur snemma morguns við Valsheimilið daginn sem við fórum í okkar seinni Gothia Cup-ferð með kringlóttu sólgleraugun þín með Viggó þér við hlið. Við viljum votta foreldrum þín- um, systur og litlu frænku þinni sem þér þótti svo vænt um okkar dýpstu samúðarkveðju. Þínar vinkonur, Kolbrún, Elín, Þóra, Svala, Berglind, Bergljót, Íris, María, Anna Sigríður, Guðbjörg og Halldóra. Það tók í hjartað þegar þær fregnir bárust mér að hún Selma væri horfin úr þessum heimi og það á svo sviplegan hátt. Einhvernveg- in frýs allt í augnablik á meðan maður rifjar upp kynni sín af henni og hugsar til fjölskyldunnar sem nú þarf að horfast í augu við þenn- an mikla og sára missi. Það er orð- ið langt síðan ég hitti Selmu en alltaf fékk ég fréttir þegar ég hringdi í „mína konu“ hjá TM. Í Köben hittumst við gellurnar þar sem við vorum að vinna fyrir „danskinn“ og dusta rykið af skóla- dönskunni. Selma var alltaf bros- andi þegar við hittumst á förnum vegi og einhvernvegin var alltaf gaman að spjalla þó svo við hefðum ekki sést í langan tíma, bara það að vera úr Blöndubakkanum var nóg, það tengir okkur öll saman á ein- hvern hátt. Ég þarf ekki annað en loka augunum og þá sé ég þau fyrir mér, Geir bróður og Selmu, sitjandi í bala úti á svölum í Blöndubakk- anum. Ohhh þau voru svo miklar dúllur, það ljómaði allt í kringum þau. Selma á sér sinn stað í mínum minningum svo lengi sem ég lifi og þakka ég fyrir þær. Það er alltaf gott að þekkja fallegar sálir og ljúf- sárt að varðveita minningu þeirra í hjarta sér. Elsku Siggi, Sigrún, Sif og fjölskylda, megi guð og góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Hera Björk og allt mitt fólk. Elsku Selma, þú hlýtur að vera með fallegustu vængina á himnum. Ekkert annað kæmi til greina fyrir svona yndislega stelpu. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar í Jed- dah – það var ótrúlega gaman hjá okkur. Verslunarmannahelgin ’97 er ein sú allra skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað og héðan í frá verð- ur Stál og hnífur tileinkað þér. Ég veit að þú átt eftir að halda uppi stuðinu þar sem þú ert núna og tekur vel á móti okkur hinum þeg- ar okkur verða fengin ný hlutverk. Ég kveð þig í bili, dúllan mín. Gott flug. Þín vinkona, Lára Þyri. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég kveð kæra vinkonu með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir all- ar þær stundir sem hún gaf, gleðina sem hún færði með nær- veru sinni, öxlina sem hún lánaði þegar á móti blés og öll hlýju, stóru faðmlögin sem hún veitti svo óspart. Far þú í friði, mín kæra. Takk fyrir allt og allt. Ragnhildur Sara.            #'F01' #1'(;' 4'  $ !! IJ "  !    25     "   !"" $ $  + #  % / $  +  $ & 6 %&& 3 4 $  %&& K:&  $  +   $  %&&  / & )* *+$* :   ' F KL1' 4' #? 7 C5 ' !) ! $  7/  .  *     '        /"" ;     *   (  8  *  '0 *     K:&   +  ($ 8$:&()*$ %&&  % (  + -   K:&  %&&           /<1'('8 &+!!7   ,) $3 *      .       8 0     3  *      -"" & (  (  ()*$(  +)(  + (  8M7 (  B(  M!  (  N ( 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.