Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 55 Vinur minn, Haukur, er genginn til „Austursins eilífa“. 4. október sl. sat ég hjá Hauki á Landspítalanum og við ræddum um það helsta sem var að gerast í mannlífinu og það sem framundan væri hjá okkur báðum. Við hugðumst taka til við smíðar er ég kæmi aftur og hann væri kominn á ról, en ég þurfti að fara utan í stutta ferð. Haukur taldi sig vera heldur á réttri braut í veikindum sem svo snögglega komu upp. Það var einkennileg sjón að sjá Hauk rúmliggjandi, slíkur víkingur sem hann var. Er ég kom aftur úr þessari stuttu ferð og var á leiðinni að heimsækja hann fór hann í ferðalag án þess að við næðum að kveðjast. Rúmur áratugur er síðan ég kynntist Hauki fyrst fyrir alvöru, það voru forréttindi. Þá lágu leiðir okkar saman við heyskaparstörf. Haukur heyjaði af miklum krafti í Ási II og ég og Addý í Áskoti, en jarðirnar liggja saman. Strax þá tókst með okkur góð og mikil vin- átta og jókst hún stöðugt allt þar til yfir lauk. Við réttum hvor öðrum hjálparhönd við heyskaparstörfin, en mikið var slegið í Ási á þeim tíma og komu margir úr fjölskyldu Hauks honum til aðstoðar, þegar mikið var flatt og veðurspáin ekki spennandi. Að mörgu var að hyggja hjá okkur fyrir átökin á hverju vori. Vélakostur okkar var þannig að við þurftum nokkra daga til þess að gera hann kláran í slag- inn og á stundum milli stríða rædd- um við um lífið og tilveruna og verður að viðurkennast að á þeim viðræðum græddi ég mun meira en hann. Haukur var ávallt reiðubúinn til þess að leiðbeina mér við það sem ég var að kljást við hverju sinni en sterkastur var hann þó þegar smíð- ar áttu í hlut enda voru handbragð hans, hugvit og reynsla einstök. Helst var að við gleymdum okkur þegar hann sagði mér frá hinu og þessu varðandi gömlu tímana. Haukur, sem reyndar var fæddur sama dag og ár og faðir minn heit- inn, bar það svo sannarlega ekki með sér að hann væri kominn á ní- ræðisaldur, svo glæsilegur var hann á velli. Það eru ekki nema ör- fá ár síðan ég, maður á besta aldri, mátti taka á öllu sem til var til að hafa við honum í hlöðunni og vana- lega var það ég sem bað um smá- pásu, þá helst með því að spyrja hann að einhverju, svo að hann yrði að stoppa augnablik til þess að út- skýra fyrir mér, síðan var haldið áfram þar til verkinu var lokið. Hefðbundinn búskapur hefur ekki verið í Ási II um nokkurra ára bil en Haukur hafði ekki minna að gera þrátt fyrir það. Það var hon- um metnaður og öllum stundum var hann að dytta að húsum og lag- færa og halda við. Þótt ekki væri hægt að vera við heyskap féll hon- um samt aldrei verk úr hendi. Núna undir það síðasta var hann að lagfæra gamla húsið í Ási eftir jarðskjálftaskemmdirnar og miðaði því verki vel. Haukur var ekki mjög opinskár maður en það sem hann sagði mér tók ég allt mjög al- varlega og hafði ekki í flimtingum. Hann var skapmikill og skammaði mig ósjaldan en það var alltaf með smávægilegu gríni og föðurlegu yf- irbragði, já yfirbragði þess sem hafði reynsluna. Hann vissi alltaf hvað hann vildi en þegar tilefni gafst kom fram þessi glettni og ljúfi drengur og gátum við þá hleg- ið lengi saman að ótrúlegustu hlut- um. Hver getur kallað Hauk fram í huga sér öðruvísi en að sjá hann brosandi eða hlæjandi? Þó svo að ég viti að Haukur er farinn í ferðalag, á undan mér og á stað þar sem hann er meðal ást- vina, þá læðist að mér dálítil sjálfs- vorkunnsemi. Það er einkennilegt til þess að hugsa að byrja und- irbúning fyrir heyskap næsta vor og að við Addý njótum hans ekki við. Við Addý sendum Guðjóni Inga og fjölskyldu hans og öllum vanda- mönnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk. Jakob S. Þórarinsson og fjölskylda, Selfossi. ✝ FriðrikkaBjarnadóttir fæddist á Böðmóðs- stöðum í Laugardal 21. janúar 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Jóns- dóttir frá Rútsstöð- um í Gaulverjabæ og Bjarni Ólafsson frá Blómsturvöllum í Skaftafellssýslu. Hún giftist Guðmundi J. Þorvaldssyni frá Svalvogum, Dýrafirði, hinn 27. júní 1925. Guðmundur lést 11. jan- úar 1944. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði á Selvogsgötu 24. Þau eignuðust 9 börn, fyrst tvíbura, tvo drengi sem fæddust andvana. Sólborg, f. 9. ágúst 1925, giftist Óskari Hafnfjörð Auðunssyni, f. 12.10. 1920, d. 23.5. 1978, þau eignuðust sex börn; Þorgerður, f. 13. desember 1926, giftist Þór- halli Halldórssyni, f. 25.6. 1922, d. 21.3. 1999, þau eignuðust tvær dætur; Bjarnfríður, f. 19. febrúar 1928, d. 11. júlí 1999, gift- ist Gísla Sigurðssyni, 15.12. 1909, d. 10.10. 1998, þau eignuðust þrjú börn; Lúther, f. 22. mars 1929, d. 12. janúar 1941, Guð- mundur Kristján, f. 21. febrúar 1931, kvæntist Jóhönnu S. Þorbjörnsdóttur, f. 9.8. 1934, þau eign- uðust fimm börn; Ingibjörg, f. 14. jan- úar 1934, giftist Svavari Júlíussyni, f. 6.12. 1931 d. 5.8. 1986, þau eignuðust fjögur börn; og Lovísa, f. 16. nóvember 1939, giftist Páli Sigurjónssyni, f. 3.5. 1935, þau eignuðust þrjá syni en slitu samvistum. Afkomendur Friðrikku eru 145, þar af eru 5 látnir. Síðustu árin dvaldi Friðrikka á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Friðrikku fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Langri ævi lokið. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína. Það eru tæp 49 ár liðin síðan fundum okkar bar saman. Það var þegar við Guðmundur sonur hennar fórum að vera saman. Það eru ótal minningar sem koma upp í huga mínum þegar ég lít til baka. Friðrikka var kona, sem var mjög sterk og hraust, hún varð ung ekkja og síðan hefur hún helgað líf sitt börnum sínum. Þetta var kona sem varð fyrir mörgum sorgaráföllum í lífinu en aldrei kvartaði hún, en hún var frekar dul. Ég minnist ætíð einnar setningar sem hún sagði við mig þegar við misstum okkar dreng, sem var auga- steinninn hennar: Didda mín, dauð- inn er sár, en hann er ekki það versta í lífinu. Þið eigið fallegar og góðar minningar um fallegt barn og það er gott að geta huggað sig við fallegar minningar. Þetta hef ég lát- ið mér að kenningu verða, því þessi kona hafði reynsluna, hún varð að sjá á eftir mörgum sínum nánustu ástvinum. Hún flutti úr húsi sínu haustið 1970 og bjó hjá Lovísu dótt- ur sinni og hennar fjölskyldu þar til hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það var í ársbyrjun 1978 og þar leið henni vel. Henni fannst mjög gaman þegar maður kom og spurði hvort hún vildi koma með í bíltúr. Hún hélt það nú, hún var svo kvikk á fæti eins og ung stelpa að koma sér í kápuna og skóna. Ég skammaðist mín stundum, hún var miklu liprari en ég. Það var einn góðviðrisdag sum- arið 1998 að ég og dætur hennar tvær fórum með hana austur í Laug- ardal. Þegar við keyrðum upp Laug- ardalsveginn sagði hún alltaf að Laugardalurinn fallegastur væri allra sveita. Síðan fórum við með hana í kirkjuna í Miðdal þar sem hún var skírð og fermd og það fannst henni mjög ánægjulegt og kraup við altarið og fór með bænir. Við hinar táruðumst við að horfa á hana við altarið. Hún var trúuð kona og mig minnir að þetta hafi verið hennar síðasta ferð á bernskuslóðir. Öll hennar hugsun beindist að um- hyggju fyrir þeim, sem hjá henni voru og að þeim gæti ávallt liðið sem best. Umvafin ást og hlýju sinna nán- ustu kvaddi hún þessa jarðvist og hélt til fundar við sinn Guð eftirmið- daginn 1. nóvember. Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til starfs- fólksins á sjúkradeild 4B á Hrafn- istu í Hafnarfirði fyrir sérstaka hlýju og góða umönnun. Hafðu þökk fyrir allt, kæra tengdamamma. Hvíl í friði. Tengdadóttir. Elsku amma mín. Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði. Júlía. Nú er hún amma okkar bræðra, Friðrikka Bjarnadóttir, búin að kveðja þennan heim og er ekki vafi í okkar huga um að hún er komin á betri stað. Henni tókst af miklum skörungsskap að koma börnunum sínum sex til manns, eftir að hún missti eiginmann sinn Guðmund J. Þorvaldsson í hafið á stríðsárunum. Álitið var að togari sá er hann var á, Max Pemberton frá Hafnarfirði, hefði siglt á tundurdufl á leið í sölu- ferð til Englands. Þessi litla og hægtláta kona sem við bræðurnir vorum svo heppnir að alast upp með og umgangast var verulegur áhrifavaldur í lífi okkar. Við bárum allir sem einn mikinn hlý- hug til hennar ömmu okkar, svo og hina mestu virðingu. Virðingin fyr- irhenni skein í gegn þegar hún þurfti stundum að skakka leikinn og ganga á milli okkar bræðra þegar leikurinn var orðinn fullákafur og slest hafði upp á vinskapinn. Hún þurfti ekki oft að hafa mjög hátt né að taka á okkur til að stoppa lætin, henni dugði yfirleitt að tala við okkur og leiða annan af hólmi og henni var hlýtt (þetta átti aðallega við eldri bræðurna). Sá yngsti komst ósjaldan frá skömmum eða tiltali frá ömmu með því að taka utan um hana og stíga nokkur dansspor með henni þegar hann sá hvað í vændum var og höfðu þau bæði svo og aðrir hina bestu skemmtun af. Eftir að hún amma var hætt að vinna sökum aldurs var alltaf gott að vita af henni heima þegar úr skólum var komið og við komum aldrei að tómu húsi á þessum árum þó svo að foreldrarnir ynnu úti og alltaf bar hún hag okkar fyrir brjósti, hvort sem það laut að náminu, mataræðinu eða lífinu. Við vorum ekki sjaldan spurðir að því hvort við værum búnir að borða eða læra nóg áður en út var haldið. Hún var óspör á hvatningar hvað varðaði menntun, því hún vissi eins og svo margir aðrir að góð menntun væri hið besta nesti á lífs- leiðinni. Enn og aftur viljum við árétta það að við teljum það hafa verið mikil sérréttindi að alast upp undir hand- leiðslu hennar ömmu okkar og að hafa haft hana eins lengi og raun ber vitni bæði á heimili foreldra okkar og síðar ekki langt undan, á Hrafn- istu í Hafnarfirði, langt fram eftir aldri. Minningarnar eru margar og góðar og ekki eiga börn okkar bræðranna síður góðar minningar um hana Friðrikku langömmu sína en við. Núna að lokum eftir þessar hug- leiðingar um hanan ömmu okkar og samskipti okkar við hana viljum við kveðja þessa merku konu og biðjum við góðan Guð að taka vel á móti henni svo og styrkja okkur öll hin sem munu sakna hennar um ókomna tíð. Hvíl þú í friði, elsku amma. Sigurjón, Magnús og Guðmundur Friðrik Pálssynir og fjölskyldur. Hún Friðrikka amma mín er látin. Hún var orðin fjörgömul kona, á 97. aldursári. Amma mín bjó á Selvogsgötu 24 í Hafnarfirði. Á Selvogsgötunni var gaman að fá að gista þegar ég var barn, best var að fá að kúra fyrir of- an hana ömmu undir súðinni og vakna til að sjá hana flétta hárið sitt á morgnana, en hún hafði þykkt og sítt hár. Hún sagði mér sögur úr sveitinni sinni. Amma ólst upp hjá föður sínum, Bjarna Ólafssyni bónda á Böðmóðsstöðum í Biskupstungum, og seinna fluttust þau og móðir ömmu, Aðalbjörg Jónsdóttir til Hafnarfjarðar. Hún sagði mér frá því þegar hún sat yfir ánum sem barn, og þegar kóngurinn kom, þá hljóp hún upp að Brúarhlöðum til að sjá hann fara yfir Brúará. Hún sagði mér frá vinkonu sinni henni Karol- ínu. Hún sagði mér líka frá því þegar hún, þá aðeins fjórtán og fimmtán ára, var send með nýfædda drengi vinnukonunnar á Böðmóðsstöðum í fóstur. Í annarri ferðinni fór hún á hesti með barnið bundið undir klæð- um sínum um hávetur, kól hana á höndum en hún skilaði barninu heilu og höldnu í fóstrið, þetta var erfið raun fyrir unga stúlku. Á miðvikudagskvöldið sat ég hjá henni ömmu minni og kíkti ég þá í skrínið hennar. Það fyrsta sem ég sá var málsháttur sem hún hafði geymt og hljóðar svona: „Hafðu ávallt óbreytt takmark fyrir augum og eyddu ekki tíma þínum í stefnulausu hviklyndi.“ Þar var henni ömmu minni rétt lýst, hún lét aldrei deigan síga, vinnusöm var hún og harkan mikil í þessari litlu fallegu konu. Ég var þess aðnjótandi að hafa ömmu í næsta húsi á mínum upp- vaxtarárum. Þegar amma fluttist 75 ára gömul á Hrafnistu þótti henni gott að hafa okkur í nágrenninu og gekk hún til okkar nánast á hverjum degi og fylgdist með stelpunum mínum vaxa úr grasi og best þótti henni ef hún gat gert eitthvert gagn í þessum heimsóknum, t.d. brotið saman bleiur eða bakað pönnukökur, sem voru þær þynnstu og bragðbestu sem fyrirfundust. Vinkonur hennar á Hrafnistu kíktu stundum í heim- sókn með henni, ef ég brá mér af bæ hlupu dætur mínar út á Hrafnistu til ömmu og fengu hressingu og þá var tekið í spil. Svo var það slátrið henn- ar ömmu. Hún gekk hús úr húsi inn- an fjölskyldunnar í sláturtíð til að gera þessa líka himnesku lifrarpylsu sína. Amma mín var vön að segja: Geymdu ekki til morguns það sem þú ætlaðir að gera í dag og gerðu að- eins meira en þú getur. Þetta er það sem ég hef haft að leiðarljósi og kennt dætrum mínum. Elsku amma mín, mikið var gott að eiga þig að, þú varst minn besti trúnaðarvinur. Nú kveð ég þig elsku amma mín, takk fyrir allt. Megir þú hvíla í friði á Guðs vegum. Þín Birna. FRIÐRIKKA BJARNADÓTTIR Þær sorgarfréttir bárust mér á laugar- dagsmorgni 20. októ- ber að hún Jóhanna væri látin. Þetta var og er bílstjórum og starfsfólki Sendibílastöðvarinnar hf. mikil harmafregn. Hún hafði farið í litla aðgerð á fæti nokkrum dögum áður og von var á henni til vinnu fljótlega, en margt fer öðru- vísi en ætlað er. Hún Jóhanna Guðrún Gunnars- dóttir hóf störf í mötuneyti Sendi- bílastöðvarinnar hf. árið 1992 og tók við því sem rekstraraðili 1994 og hefur rekið það síðan. Hefur hún reynst okkur alveg frábærlega og það má segja að Jóhanna hafi hugs- að um okkur bílstjórana eins og „mamma“. Það var alltaf svo gott að koma til hennar, viðmótið alltaf hlýtt og ávallt bros. Þar sem stöðin er okkur oft sem annað heimili, þá JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR ✝ Jóhanna GuðrúnGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1944. Hún andaðist 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 29. októ- ber. var oft leitað til Jó- hönnu ef vandamál komu upp, jafnvel þótt utan stöðvarinnar væru og oft gat hún aðstoðað við lausn mála. Margir bílstjór- anna sem stundum höfðu lítinn tíma hringdu oft á undan sér og þá var maturinn þeirra tilbúinn þegar þeir komu. Þessi þjón- usta fannst Jóhönnu alveg sjálfsögð. Þá hefur hún alltaf verið boðin og búin til að- stoðar ef eitthvað stóð til og má þar nefna þegar stöðin hélt upp á 50 ára afmælið, þá var hún stoðin og stytt- an í þeim undirbúningi sem að veit- ingum sneri. Einnig þegar árshá- tíðir eða annað stóð til, alltaf var leitað til Jóhönnu sem alltaf var tilbúin. Elsku Jóhanna, þökkum alltof stutta en góða samleið. Eiginmanni Jóhönnu, Bjarna G. Bjarnasyni, börnum, barnabörnum og öllum sem þótti vænt um Jó- hönnu, sendi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sendibílastöðvarinn- ar hf., Sigurður Ingi Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.