Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 38
PÓSTMIÐSTÖÐ Íslandspósts við Stórhöfða var rýmd og henni lokað um hádegisbilið í gær vegna tor- kennilegs dufts sem fannst í bögglasendingu sem send var í ábyrgðarpósti frá Íran, skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins. Þrettán starfsmenn stöðv- arinnar voru sendir í læknisrann- sókn og í lyfjameðferð gegn hugs- anlegu smiti. Mikil röskun verður á póstdreifingu vegna þessa atviks en póstmiðstöðin verður ekki opn- uð fyrr en í fyrsta lagi um hádegi í dag að ráði sóttvarnalæknis. Um stöðina fara um 90% alls pósts landsmanna. ,,Þetta þýðir að það verður eng- in dreifing á pósti hjá okkur á morgun [fimmtudag] í kjölfar þessa. Við verðum svo bara að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar. Vegna þessa er alveg ljóst að starfsmenn póstmiðstöðvarinnar á Stórhöfða 32 og allir bréfberar landsins þurfa í rauninni ekki að mæta í vinnu í fyrramálið því það er ekkert að gera fyrir þá,“ sagði Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís- landspósts, í samtali við Morg- unblaðið síðdegis í gær. ,,Hins veg- ar teljum við að ef við fáum þá niðurstöðu að þetta hafi verið hættulaust efni, sem við öll vonum, þá hef ég þá trú að við náum að vinna þetta hratt og vel upp,“ segir hann. Með búnað til með- höndlunar á eiturefnum Ábyrgðarsendingin sem innhélt hið torkennilega duft var flutt til rannsóknar á rannsóknarstofu Landspítala – háskólasjúkrahúss í veirufræði. Aðspurður hvort ástæða væri til að grípa til svo um- fangsmikilla varúðarráðstafana sagði Einar það spurningu sem enginn gæti svarað. ,,Við viljum hafa varann á og okkar viðbragðs- reglur ganga út á það að ef við verðum vör við eitthvað höfum við samband við heilbrigðisyfirvöld og þau stýra málinu. Við viljum í það minnsta ekki taka neina áhættu,“ sagði hann. Einar sagði að starfsmenn Ís- landspósts hefðu á undanförnum vikum verið að búa sig undir að at- vik af þessu tagi gætu komið upp og farið hefði verið nákvæmlega eftir þeirri viðbragðaáætlun í gær. ,,Við bíðum eftir niðustöðum. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað starfsfólk okkar var mjög vel und- irbúið og brást við þessu af miklu æðruleysi. Hér var ekkert uppnám og er ekki,“ sagði hann. Duft í bögglapósti til íbúa við Sléttuveg rannsakað Lögregla og slökkvilið voru einnig kölluð út eftir hádegi í gær vegna tilkynningar um að tor- kennilegt duft hefði fundist í bögglapósti til íbúa í fjölbýlishúsi við Sléttuveg Reykjavík. Farið var með duftið til rannsóknar á rann- sóknarstofu Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í veirufræði. Hjón í Hafnarfirði í lyfja- meðferð gegn miltisbrandi Hjón í Hafnarfirði hljóta nú fyr- irbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi en maðurinn gerði lögreglu aðvart í gærkvöldi um að hann hefði opnað erlenda póst- sendingu og fengið yfir sig hvítt duft. Maðurinn opnaði í fyrradag 13 starfsmenn póstmiðstöðvar Íslandspósts Slökkviliðsmenn í eiture miðstöðina við Stórhöf umslag með tímariti sem h áskrifandi að og fékk þá yf torkennilegt duft. Hann va áhyggjufullur vegna þessa því samband við lögreglu í kvöldi. Hjónin búa í stórri blokk við Miðvang í Hafna hefur íbúð þeirra verið inn Enginn miltisbrand í Landsbankanum Aðalbanki Landsbanka við Austurstræti var opnað Grunsamlegt duft í pósti 38 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STARFSMENN Eimskips,sem vinna við að flokkapóst, sem fluttur er meðskipum til landsins, hafa óskað eftir að pósturinn komi í grindum svo að þeir þurfi ekki að meðhöndla hann. Mörg fyrirtæki hafa hert öryggiseftirlit eftir að militsbrandstilfelli komu upp í Bandaríkjunum. Hjá Íslandsbanka er erlendur póstur t.d. ekki lengur opnaður í aðalbankanum heldur er hann fluttur í sérstakt húsnæði þar sem starfsmenn með gúmmíhanska og grímur fyrir öndunarfærum opna hann. Ragnar Valdimarsson, deildar- stjóri svæðisþjónustu hjá Eimskip, sagði að eftir að miltisbrandur fór að finnast í pósti í Bandaríkjunum hefði verið ákveðið að grípa til sér- stakra öryggisráðstafana hjá fyrir- tækinu. Allir starfsmenn sem ynnu við að flokka póst sem kæmi til landsins í gámum hefðu síðustu vik- urnar verið með gúmmíhanska og grímur fyrir öndunarfærum. „Við höfum farið fram á að póst- urinn sé í grindum svo að við þurf- um sem minnst að handfjatla póst- inn. Við ætlum okkur að gera meiri varúðarráðstafanir en við höfum þegar gripið til. Þessar fréttir koma öllum í opna skjöldu en menn hafa ekki verið að pæla í þessari hættu fram að þessu,“ sagði Ragnar. Hann sagði að flutningafyrirtæki um allan heim væru að velta fyrir sér hvernig þau gætu aukið öryggi starfsmanna sinna. Menn væru að reyna að finna leiðir sem gerðu það að verkum að mannshöndin kæmi sem minnst nærri póstinum. Ragnar sagði að starfsmenn Eimskips hefðu haft vissar áhyggj- ur af pósti sem bærist til erlendra sendiráða hér á landi. Menn hefðu talið að hugsanlegir hryðjuverka- menn myndu einna helst beina sjónum sínum að þeim. Starfs- mennirnir vildu helst ekki þurfa að handfjatla þennan póst. Erlendur póstur opnaður í öðru húsi Íslandsbanki hefur ákveðið að auka enn öryggisráðstafanir í sam- bandi við póstsendingar. Að sögn Sigurðar Nordals, upplýsingafull- trúa bankans, var ákveðið að endur- skoða vinnuaðferðir eftir að Lands- bankanum í Austurstræti var lokað í kjölfar grunsamlegarar póstsend- ingar í fyrradag. Nú væri allur er- lendur póstur flokkaður frá og flutt- ur í sérstakt hús á lóð bankans á Kirkjusandi. Hann sagði að póstur- inn væri opnaður þar af starfs- mönnum sem væru með grímur og hanska. Sigurður sagði að gripið væri til þessara ráðstafana til að hindra að það hefði áhrif á starf- semi bankans þótt rannsaka þyrfti póst af öryggisástæðum. M opna póstinn í öðru húsi væ í veg fyrir að slík rannsó áhrif á starfsstöðvar Hann sagði að þetta fyrir yrði viðhaft svo lengi sem þætti til. Búnaðarbankinn hafði, Landsbankinn, sent út lei ar til starfsmanna sinn þeirra miltisbrandstilfel komu upp í Bandaríkjunu asta mánuði. Unnar Jón yggisfulltrúi Búnaðar sagði að eftir að fregnir b torkennilegri bréfasendi Landsbankans hefði Búna inn strax í gær haft sam sóttvarnalækni til að fá lei ar um hvernig ætti að breg Hann sagði að bankinn v vissa sig um að fyllsta öry gætt við meðhöndlun pó bærist til bankans. Guðjón Arngrímsson, fulltrúi Flugleiða, sagði póstur sem bærist til F væri flokkaður í póstmiðst sagði að starfsmaður þ meiri vara á sér nú en van inni sitt starf með hliðsjón Starfsmenn m og grímur op Eftir að miltisbrandstilfelli komu up færst í vöxt að fyrirtæki láti starfsme með hönskum. Þetta á t.d. við um st Póstur sem fluttur er í gámum til land verður á næstunni fluttur í sé HVÍTA DUFTIÐ BÖRN MEÐ SÉRTÆKA NÁMSÖRÐUGLEIKA Hið fullkomna skólakerfi verðuraldrei fundið upp, en það erskylda okkar að leitast við að menntun barna okkar verði með þeim hætti, sem best verður á kosið. Hluti af því er að gera skólakerfið þannig úr garði að það sé manneskjulegt og faðmur þess sé opinn sem flestum börnum á skólaskyldualdri. Árið 1995 voru sett ný lög um grunnskóla. 37. grein þessara laga kveður á um það að börn og unglingar, sem eigi erfitt með nám sökum sértækra námsörðug- leika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi. Þar segir að kennslan geti verið einstaklings- bundin eða farið fram í hópi innan eða utan bekkjardeilda, í sérdeildum eða sérskóla. Lykilatriði í greininni er hins vegar þar sem segir: „Megin- stefnan skal vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í heima- skóla geta forráðamenn sótt um skóla- vist fyrir það í sérskóla.“ Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið mál þar sem reynir á þessa grein. Þar er um að ræða stefnu í máli Höllu Ómarsdóttur. Mál þetta var rakið í Morgunblaðinu á sunnudag og er í stuttu máli þannig vaxið að hún er þroskaheft, en hefur stundað nám í al- mennum grunnskóla. Henni var vikið úr skólanum, en síðar úrskurðaði menntamálaráðuneytið að brottvikn- ingin væri ólögmæt. Fékk hún í kjö- farið skólavist í öðrum grunnskóla þar sem heimaskóli hennar neitaði að veita henni viðtöku. Bak við 37. greinina liggur eðlileg og sjálfsögð hugsun. Í Morgunblaðinu í gær kom hins vegar fram í samtölum við kennara með reynslu af kennslu barna með námsörðugleika að megin- vandinn væri sá að grunnskólarnir væru í mjög þröngri stöðu til að mæta þörfum þeirra. Sigmar Hjartarson, kennari í Ölduselsskóla, segir þar að samkvæmt lögunum sé það réttur for- eldra að nemendur séu í grunnskóla með sérstökum stuðningi, en bætir við að hann sé oft efins um að það sé skyn- samlegt og öllum fyrir bestu að setja barn, sem eigi við mjög mikla erfið- leika að stríða, í almennan skóla miðað við óbreyttar aðstæður. Segir hann að í raun ríki hörmungarástand í þessum málum. Það eru engin ný sannindi að ekki er alltaf nóg að setja lög til þess að leysa málin. Það er göfugt markmið að börn fái notið kennslu í heimaskóla og fái þar stuðning ef svo ber undir, en það er alltaf erfitt að alhæfa og í sumum tilfellum gæti sérkennsla verið fyrir bestu. Það á ekki síst við þegar al- mennu skólarnir hafa ekki bolmagn til þess að starfa í anda laganna. Ef lög- gjafanum er alvara þegar lög eru sett ber honum skylda til þess að tryggja það fjármagn, sem þarf til að vilji hans nái fram að ganga. Allir foreldrar hafa metnað fyrir hönd barna sinna og vilja búa þeim það umhverfi, sem þeir telja að þeim sé fyrir bestu. Þegar lögin kveða á um rétt barna til að njóta stuðnings í heimaskóla er eðlilegt að foreldrar vilji að barnið njóti þess réttar. Það er ekki nóg að kveða á um réttindi með lögum. Það verður líka að tryggja að hægt sé að nota réttindin. Í fyrradag og í gærmorgun varð aðloka höfuðstöðvum Landsbanka Íslands um skeið vegna þess, að þang- að hafði borizt bréf frá útlöndum með hvítu dufti. Í gær gerðist hið sama hjá Íslandspósti og er gert ráð fyrir að póstdreifing liggi að mestu niðri af þeim sökum. Áður hafði forsætisráðherra verið sent bréf með hvítu dufti. Vegna þeirra atburða, sem orðið hafa í Bandaríkjunum sérstaklega en einnig víðar um lönd er óhjákvæmi- legt að líta á hvert tilvik á þann veg að þar geti verið raunveruleg hætta á ferðum. Þau tilvik af þessu tagi, sem hafa komið upp hér, undirstrika nauðsyn þess, að fyrirtæki og stofnanir tileinki sér alveg ný viðhorf í öryggismálum. Það er liðin tíð að hægt sé að líta svo á, að hér á Íslandi geri menn sig ekki seka um glæpsamlegt athæfi af því tagi, sem við heyrum af í útlöndum. Yfirleitt hafa fyrirtæki og stofnanir haft mjög afslappaða afstöðu til ör- yggismála sinna. Nú er svo komið að- breyting hlýtur að verða á því. Fyrirtæki og stofnanir verða að taka þann möguleika alvarlega að eit- urefnum verði dreift með pósti. Það kallar á nýjar og flóknari reglur um meðferð á pósti, ekki bara hjá Ís- landspósti heldur einnig hjá heimilum og fyrirtækjum, sem taka við pósti. Fyrirtæki og stofnanir hafa haft mjög frjálslyndar reglur um um- gengni óviðkomandi aðila um húsa- kynni þar sem oft er að finna mjög dýran búnað, þ. á m. tölvubúnað. Nú er augljóst að almennt hljóta fyrir- tæki og stofnanir að gera ráðstafanir til þess að takmarka mjög umgang viðskiptavina og annarra, sem strangt tekið þurfa ekki að hafa nema mjög takmarkaðan aðgang. Mörgum eiga eftir að finnast þess- ar breytingar óþægilegar en þær eru því miður óhjákvæmilegar. Þeir sem eru að senda hvítt duft í pósti um þessar mundir vita mæta vel að þeir eru að valda miklu fjárhagslegu tjóni með athæfi sínu að ekki sé talað um þau sálrænu áhrif, sem þetta fram- ferði hefur á fólk sem fyrir því verður. Fíkniefnaneyzla er orðin svo útbreidd og afleiðingar hennar svo alvarlegar að við þeirri nýju hættu verður að bregðast. Þeir sem ábyrgð bera á velferð starfsmanna í fyrirtækjum og stofn- unum og forsvarsmenn heimila hljóta að taka þessa þróun alvarlega og haga gerðum sínum í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.