Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 7 Málningartilboð 15-40% afsláttur... ...af allri innimálningu 525 3000 • www.husa.is 3.990 Verð áður 6.990 kr. 10 lítrar af Jotun innimálningu 07 á aðeins kr. NOTENDUR greiða nú 137 krón- ur í gjald vegna gíróseðla frá Rík- isútvarpinu. Þar af er virðisauka- skattur 14% eða 17 krónur en beinn kostnaður RÚV 120 krónur að sögn Guðmundar Gylfa Guð- mundssonar, fjármálastjóra Ríkis- útvarpsins. Hann segir að ef farið yrði að tilmælum umboðsmanns Alþingis myndi það þýða um tuttugu millj- óna króna tekjutap á ári fyrir RÚV miðað við að gíróseðlar séu sendir út sex sinnum á ári en um 29 þúsund notendur greiða afnota- gjald með gíróseðlum. Getum ekki gætt jafnræðis Guðmundur Gylfi segir ástæðu þess að RÚV taki ekki gjald þegar innheimt er með beingreiðslum eða af kortum vera þá að kortafyr- irtækin haldi því hart fram að það sé ekki heimilt miðað við Evrópu- lög að innheimta slíkt gjald með kortunum. „Við ætluðum okkur það í fyrstu og áttum fund með forráðamönnum Visa. Þeir héldu fast fram þeirri skoðun að það væri ólöglegt að láta neytendur greiða sérstakt gjald. Þannig að þegar er verið að tala um að við förum ekki að jafnræðisreglunni þá höldum við því hins vegar fram að okkur sé óheimilt miðað við lög að nota hana í þessu tilviki.“ Guðmundur Gylfi upplýsir að ekki hafi enn verið tekin afstaða til álits umboðsmanns Alþingis þess efnis að stofnunin endurskoði þessa gjaldtöku. „Við ræddum við lögfræðinga í haust og fórum vel yfir málið og álitum okkur hafa rétt á að gera þetta svona og í menntamálaráðuneytinu komust menn að sömu niðurstöðu. Við munum ráðfæra okkur frekar við lögfræðinga okkar á næstu dögum. Kostnaðurinn hjá okkur er 120 krónur á seðil en það gerir um 3,5 milljóna króna í kostnað hjá okkur í hvert sinn sem við sendum út seðla. Við sendum upphaflega út gíróseðla á sex mánaða fresti en fórum síðan út í það að senda þá einu sinni í mánuði. Ég á hins vegar von á því,“ segir Guðmundur Gylfi, „að farið verði út í að senda seðlana á tveggja mánaða fresti aftur. Það þýðir um tuttugu milljónir á ári í seðilgjöld og auðvitað munar okkur um það ef það kæmi á daginn að við fengj- um ekki að innheimta þá upphæð.“ Heimtum gírógjald eins og önnur fyrirtæki Eysteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Orkuveitu Reykjavíkur, segir að gíró- eða innheimtugjöld tíðkist mjög víða þótt þau séu mismunandi há. „Í mars í fyrra gerðum við tvennt. Annars vegar sameinuðum við orkureikninga notenda á einn greiðsluseðil en hins vegar fórum við að innheimta sérstök seðil- gjöld, 200 krónur, sem við töldum og rökstuddum að væri kostnaður okkar við það að senda seðlana út með þessum hætti. Þessi gjöld bera síðan virðisaukaskatt 24,5% þannig að notendur greiða 249 krónur en seðlana sendum við út einu sinni í mánuði.“ Eysteinn segir að meira en helmingur notenda nýti sér boð- greiðslur kortafyrirtækja og bein- greiðslur hjá bönkunum en auk þess geti menn greitt reikninginn á Netinu og þeir sem nýti sér þetta þurfi ekki að greiða sérstakt gjald. „Helst vildum að þetta færi allt fram með rafrænum viðskipt- um og sleppa alveg við gíróseðl- ana. Það væri okkar óskastaða og það stefnir hægt og bítandi í það.“ Aðspurður segir Eysteinn að hjá Orkuveitunni telji menn að álit umboðsmannsins eigi ekki við um fyrirtækið frekar en önnur fyr- irtæki þar sem þetta tíðkist, Orku- veitan sé ekki ríkisstofnun og því sé ekki um skattheimtu af hálfu fyrirtæksins að ræða. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins um gírógjald sem RÚV innheimtir mánaðarlega Telur ekki hægt að gæta fulls jafnræðis Sýslumaðurinn í Reykjavík Veruleg fjölgun fjárnáma og nauð- ungarsölu ANNRÍKI hjá sýslumannin- um í Reykjavík jókst mikið á síðasta ári samanborið við ár- ið áður ef marka má tölur um fjölgun fjárnámsbeiðna og sama gildir um aukningu á nauðungarsölu, en nýjum málum fjölgaði um nærfellt þriðjung. Þegar tölurnar eru skoð- aðar kemur í ljós að nauðung- arsölum fjölgaði um nærfellt 550 á síðasta ári úr 3.851 á árinu 2000 í 4.400 á síðasta ári, en það jafngildir rúmlega 14% aukningu. Mál sem ólok- ið var um áramótin 2000 voru 966 og á árinu bættust við 2.885 mál, sem samanlagt gerir 3.851 mál. Um áramótin 2001 biðu 621 mál, en á árinu bættust við 3.779 mál eða samanlagt 4.400. Ef aukning- in á nýjum málum milli ára er skoðuð ein nemur hún tæp- lega 31%. Fjárnám á árinu 2000 voru samanlagt 23.387 talsins og þar af voru ný mál á árinu 16.720. Fjárnám í fyrra voru alls 30.860 talsins, en það jafngildir tæplega 32% fjölg- un mála milli ára. Ný mál í fyrra voru 22.709 sem er tæp- lega 36% aukning milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.