Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ hreinlætistæki Heimilisdagar Ver› á›ur 27.885 kr. Ver› nú 22.295 kr. mikið úrval Ver› frá 1.690 kr. m2 2 gólfefni málning ljós 10-40% afsláttur Sími 525 3000 • www.husa.is Blöndunartæki Gólfflísar Parket mikið úrval af gæða parketi Verð frá 3.250 kr. m Aðgerðir stjórnvalda í þessum málum gætu opnað möguleika á að Ísland yrði fyrsta landið til að geta boðið upp á áhættulausar krimmaferðir. ACE-prófgráðan boðin hér í fyrsta skipti Öðlast ákveðið öryggi í starfi Á næstunni verður ífyrsta skipti á Ís-landi boðið upp á námskeið og próf í einka- þjálfun í samræmi við staðla ACE, American Council on Exercise. Sí- fellt meiri kröfur eru gerð- ar til einkaþjálfara á lík- amsræktarsviðinu og er umrætt alþjóðlegt próf tal- ið mikilvægt í þeim efnum. Jóhann Hannesson hjá Heilsuráðgjöfinni veit allt um málið og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Segðu okkur frá þessu alþjóðlega prófi, ACE, sem á að fara að þreyta hér í apríl… „ACE, eða American Council on Exercise er sjálfseignarstofnun sem banda- rísku læknasamtökin stofnuðu. Þessi samtök hafa það að mark- miði að útskrifa þjálfara sem búa yfir grundvallarþekkingu á þeim sviðum sem snúa að þjálfun ein- staklinga, s.s. líffæra- og lífeðlis- fræði, hreyfi- og aflfræði, næring- arfræði, ástandsgreining, verk- legur þættir o.s.frv. Þeir kenna öruggar viðurkenndar og árang- ursríkar aðferðir. Eitt aðalhlut- verk ACE er að útskýra fyrir fólki mikilvægi æfinga og heilbrigðra lifnaðarhátta til þess að auka lífs- gæði. ACE er í umfangsmiklu samstarfsverkefni með heilbrigð- isyfirvöldum í Bandaríkjunum sem nefnist „Fit kids“ eða heil- brigð börn. Það gengur út á að gera foreldra og börn ábyrgari fyrir eigin heilsu. Við erum ekki að glíma við ósvipuð vandamál hér á landi, offita eykst, sérstaklega hjá börnum og tíðni sjúkdóma tengdum hreyfingarleysi og offitu hefur aldrei verið meiri. Vel upp- lýstir og menntaðir þjálfarar gætu orðið ein helsta driffjöður að baki breytingum. ACE eru líka nokkurs konar neytendasamtök líkamsræktariðnaðarins. Þeir prófa vörur og aðferðir, töfra- lausnir oft og tíðum, sem eru til sölu og tjá sig um þær á opinber- um vettvangi. Þjálfarar með þessa gráðu eru í gagnagrunni ACE og gefur hún því möguleika á starfi í útlöndum. Prófið hefur aldrei áður verið haldið á Íslandi.“ Hvað hafa þjálfarar með þessa gráðu það sem aðrir hafa ekki? „Þeir hafa tryggingu fyrir því að aðferðirnar sem þeir beita og fræðin sem þeir miðla hafa verið prófuð af sérfræðingum og þykja örugg og áreiðanleg. Prófið er samræmt og sent til höfuðstöðva ACE til yfirferðar. Prófið er mjög krefjandi, um 50% fall í Banda- ríkjunum. Þeir sem ná prófinu ættu því að öðlast ákveðið öryggi í starfi og fyllast sjálfstrausti.“ Hvað eru margir með ACE á Íslandi í dag? „Það eru tvær manneskjur með einkaþjálfarapróf frá ACE.“ Á hvers vegum er þetta próf og hvernig geta þátttak- endur búið sig undir það? „Heilsuráðgjöf stendur fyrir prófinu í samstarfi við Sjúkra- þjálfun Íslands, World Class og Sportklíník í Álftamýri. Það verða tvö próf á þessu ári. Annað verður 6. apríl fyrir þá sem eru búnir að undirbúa sig á eigin spýtur og eru starfandi þjálfarar eða með sam- bærilegan undirbúning. Seinna prófið verður 6. júlí. Þá verður Heilsuráðgjöf með námskeið í samstarfi við sömu aðila og nefnd- ir voru. Það námskeið fer fram í júní og verður í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Námsefni til prófs er mikill doðrantur sem ACE gefur út og heitir Personal Trainer Manual. Vandlegur lestur þeirrar bókar ásamt námskeiðinu sem við ætlum að halda er líkleg- ast besti undirbúningurinn. Þeir sem ætla sér að þreyta prófið verða að vera með fyrstu hjálpar skírteini frá Rauða krossinum í fullu gildi.“ Hvers vegna vill Heilsuráðgjöf standa fyrir þessu prófi? „Af sömu ástæðu og ACE-sam- tökin voru stofnuð. Til þess að tryggja að fólk geti ráðið sér þjálfara sem hefur staðist ákveð- inn prófstein og hefur þar af leið- andi þá þekkingu sem þarf til þess að geta þjálfað vel og örugglega.“ Er einkaþjálfun að verða sífellt flóknari vísindi? „Vissulega, sérhæfingin er allt- af að verða meiri, þekkingar- grunnurinn er í örum vexti þannig að við þurfum að hafa okkur öll við til að missa ekki af lestinni. Sjúkraþjálfarar sérhæfa sig gjarnan í meðferð ákveðinna lík- amshluta, einkaþjálfarar einbeita sér í síauknum mæli að ákveðnum hópum. Íþróttamönnum, ófrísk- um konum, eldri borgurum o.s.frv.“ Hvað eru starfandi margir lík- amsræktarþjálfarar hér á landi og hvað búist þið við mörgum í prófið? „Það eru áreiðanlega starfandi á annað hundrað þjálfarar á lík- amsræktarstöðvum landsins. Þörfin er því mikil fyrir samræmt próf sem sýnir glöggt hvort fólk er hæft og þá hversu hæft til að sinna þessu starfi. Við vonumst til þess að þrjátíu menn og konur spreyti sig á prófinu á þessu ári.“ Hvar og hve mikið? „Námskeiðið verður haldið í Odda og í World Class Fellsmúla. Verðið á prófinu er um 20.000 krónur, fer eftir gengi dollars, en námskeiðið mun kosta um 50.000 krónur. Bókin kostar svo aðrar 10.000 krónur.“ Jóhann Hannesson  Jóhann Hannesson er fæddur 29. nóvember 1976. Stúdent frá MS 1996. Er með Life Fitness- þjálfaragráðu 1 og 2. FÍA-einka- þjálfaranámskeið frá 1998. Hóf þjálfaraferilinn hjá SATS í Nor- egi sem er keðja líkamsrækt- arstöðva með 100 þúsund með- limi. 1999 gekk hann til liðs við Sölva Fannar Viðarsson í ný- stofnuðu fyrirtæki, Heilsuráð- gjöf. Eiginkona Jóhanns er Rósa Sævarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Þórunni Perlu, sem er innan við ársgömul. Mikil þörf fyrir sam- ræmt próf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.