Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi að henn- ar mati vel til greina að Íslendingar gengju í Evrópusambandið og tækju upp evruna. Þetta sagði hún í umræðum í upphafi þingfundar sem efnt var til vegna skrifa Valgerðar um evruna og íslensku krónuna á heimasíðu hennar www.valgerdur.- is. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hóf umræðuna með því að vekja athygli á ummæl- um Valgerðar á heimasíðu hennar. Steingrímur vitnaði í skrif Valgerð- ar þar sem segir: „...Það sem ég ótt- ast er að við getum fyrr en nokkurn grunar staðið frammi fyrir því að Bretland, Danmörk og Svíþjóð taki evruna upp og þá eigum við eftir að vinna heimavinnuna okkar.“ Stein- grímur vakti einnig athygli á skrif- um Valgerðar þar sem hún segir: „Ég hef haldið því fram að vextir á Íslandi séu að sliga atvinnulífið og skuldsett heimili.“ Þá vitnaði Stein- grímur í orð Valgerðar þar sem hún segir: „...Það sem auk þess gerir það að verkum að hér séu hærri vextir en almennt gerist er að gjald- miðill okkar krónan er ekki nægj- anlega sterk. Gjaldmiðill sem not- aður er á stóru markaðssvæði er sterkari og hefur meiri tiltrú en gjaldmiðill sem notaður er á litlu markaðssvæði.“ Steingrími fannst athyglisvert að Valgerður skyldi taka svona til orða á sinni heimasíðu í ljósi þess að hún væri ráðherra bankamála. Síðan sagði hann: „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra iðn- aðar- og viðskiptamála hvort hann telji skynsamlegt að vega svona að stöðu íslensku krónunnar?“ Sagði Steingrímur ennfremur síðar í um- ræðunni að honum fyndist það sér- kennilegt að iðnaðarráðherra skyldi með yfirlýsingum af þessu tagi veikja tiltrú manna á íslensku krón- unni. Hann sagði einnig að Valgerð- ur væri með skrifum sínum um ís- lensku krónuna að dæma hana í „aðra ef ekki þriðju deild“, eins og hann orðaði það. Jafnframt væri Valgerður í pistli sínum á heimasíð- unni að gefa íslenskum bönkum fall- einkunn. Valgerður Sverrisdóttir tók fram í svari sínu að hún teldi að ekkert hefði verið ofsagt í skrifum sínum á heimasíðu sinni, hún væri einfald- lega að fara þar yfir staðreyndir eins og þær blöstu við sér. „Og það sem ég segi um upptöku Bretlands, Svíþjóðar og Danmerkur á evrunni er engin speki...þetta er bara það sem er umtalað...allir gera sér grein fyrir að það myndi hafa mikil áhrif á íslensku krónuna og okkar atvinnu- líf og hagkerfi ef það færi svo að fyrrgreindar þjóðir tækju innan tíð- ar upp evruna.“ Síðar í umræðunni tók Valgerður aftur til máls og sagði hún að umræða um þessi mál væri mikilvæg. „Mér finnst þetta vera mál sem þarf að ræða...þ.e. hvernig verður okkar hagsmunum best borgið til lengri tíma litið, okk- ar Íslendinga, og þá kemur alveg til greina að mínu mati að ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evruna, við útilokum það ekki fyrirfram, það þarf bara að fara í þessa vinnu og átta okkar á því hvernig okkar hagsmunum er best borgið.“ Vextirnir ekki alltaf þeir sömu Fleiri þingmenn blönduðu sér inn í umræðuna og sagði Halldór Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, og forseti Alþingis, að vextir væru alls ekki hinir sömu á öllu evrusvæðinu. T.d. væru hærri vext- ir í ýmsum litlum samfélögum en í hinum stærri ríkjum eins og Ír- landi. „Ég vil jafnframt vekja at- hygli á því,“ sagði hann, „að þegar horft er til langtímalána, t.d. hús- næðislána í Frakklandi, þá eru þau helst ekki nema til fimmtán ára og með sjö og hálft prósent vöxtum en ef við horfum á verðtryggð íslensk lán þá eru þau t.d. húsbréf með 5,1% vöxtum. Og ef við tökum tillit til affalla verða vextir rétt um 6%. En verðbólgumarkmið Evrópusam- bandsins eru 1,5% þannig að vext- irnir yrðu þá hinir sömu nema sá er munurinn að hægt er að fá lán til miklu lengri tíma hér á landi til hús- næðiskaupa heldur en t.d. í Frakk- landi, þessu höfuðríki Evrópusam- bandsins.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hvatti viðskiptaráðherra til að skrifa sem mest á heimasíðu sína því þar kæmu fram ýmis sannleikskorn. „Ég hjó t.d. eftir því að þar kom fram að ráðherranum lýst ekkert á vaxtaokrið í þjóðfélaginu, sem hún telur að sé að sliga heimili og at- vinnulíf.“ Sagðist Jóhanna þarna vera hjartanlega sammála Valgerði Sverrisdóttur. „Og við sjáum það bara núna hvað er að gerast þessa dagana...bankarnir eru loksins að druslast til að lækka þessa vexti um 0,25% bæði á innlánum og útlánum, þannig að vaxtamunurinn er sá hinn sami. Og þeir elta hverjir annan, þannig að það er um 0,25% lækkun að ræða hjá öllum bönkunum. Ég spyr því hæstvirtan viðskiptaráð- herra: telur hún nú ekki að það þurfi að fara að láta Samkeppnis- stofnun skoða betur bankakerfið og fákeppnina sem þar ríkir vegna þess að vaxtaokrið bitnar fyrst og fremst á heimilunum og smærri fyr- irtækjum en stóru fyrirtækin og fyrirtækjablokkirnar geta leitað með sínar lántökur erlendis?“ Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, benti á að eftir að Valgerður hefði skrifað um það á heimasíðu sinni að vextirnir væru að sliga heimili landsins og at- vinnulífið hefðu bankar lækkað vextina. „Ég segi því: hæstvirtur ráðherra á að skrifa sem oftast á þessa heimasíðu sína.“ Össur sagði síðan að staðreyndin væru sú að „við værum stödd á sérkennilegu skeiði“, eins og hann orðaði það, „þar sem við þyrftum að vega það og meta til frambúðar hvort okkur takist með hagsmuni fólksins í land- inu að leiðarljósi að halda krónunni. En það er hreint ekki víst“. Síðan sagði hann: „Sú umræða sem geisar í landinu núna, innan Framsókn- arflokksins, innan Vinstri grænna, á flestum stöðum nema í Sjálfstæð- isflokknum, hún brýst auðvitað fram með réttmætum hætti á heimasíðu hæstvirts ráðherra. Og spurningin sem ráðherra viðskipta- mála er að velta fyrir sér er einfald- lega þessi: Ber okkur að taka upp evruna og er það jákvætt fyrir ís- lenskt viðskiptalíf? Og mér sýnist að partur af hennar flokki hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að svarið sé já. Og þá verða þau líka einhvern tíma að komast að niðurstöðu um það sem því fylgir; flokkurinn verð- ur þá að taka upp stefnu um að ganga í Evrópusambandið, því ann- ars getur draumur viðskiptaráð- herra ekki orðið að veruleika.“ Sökuð um að veikja tiltrú manna á íslensku krónunni Morgunblaðið/Jim Smart Þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Einar Már Sigurðarson stinga saman nefjum í þingsal Alþingis. ÖNNUR umræða um frumvarp iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um virkjun Jök- ulsár á Brú og Jökulsár í Fljóts- dal og stækkun Kröfluvirkjunar fór fram á Alþingi í gær. Frum- varpinu er m.a. ætlað að afla lagaheimilda fyrir Kárahnjúka- virkjun og stækkun Kröfluvirkj- unar vegna byggingar álvers á Austurlandi. Áður en umræðan hófst fóru þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, fram á að umræðunni yrði frestað a.m.k. þar til boðuð yf- irlýsing iðnaðarráðherra og for- svarsmanna Norsk Hydro yrði kynnt en eins og fram hefur komið í máli iðnaðarráðherra, verður í yfirlýsingunni, leitast við að eyða óvissu um byggingu álvers í Reyðarfirði. Ekki var þó orðið við þessari beiðni og hófst umræðan um frumvarpið. Til stóð að hún yrðu fram eftir degi í gær og fram á kvöld en þar sem Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra var ekki viðstödd umræðuna um daginn fór Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, fram á að umræðunni yrði frestað þar til ráðherra sæi sér fært að vera við hana. Fór því svo að umræðunni var frestað síðdegis í gær en henni var fram haldið um kvöldið. Stóð umræð- an til kl. tíu en henni verður fram haldið í dag enda margir þingmenn á mælendaskrá. Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinn- ar í gær en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu mælist meirihlutinn til þess að frum- varpið verið samþykkt. Bryndís Hlöðversdóttir og Svanfríður Jónasdóttir, fulltrú- ar Samfylkingarinnar í nefnd- inni, rita þó undir meirihlutaálit nefndarinnar með fyrirvara. „Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni styðja framkvæmdina í trausti þess að áætlanir um arðsemi framkvæmdarinnar standist og að gripið verði til við- eigandi ráðstafana til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu...“ segja þingmennirnir í skriflegu áliti iðnaðarnefndar. „Fyrirvar- ar fulltrúa Samfylkingarinnar lúta auk þess að verndun lands norðan Vatnajökuls þannig að í kjölfar virkjunar við Kára- hnjúka verði ekki ráðist í frekari framkvæmdir sem skaðað geti dýrmætar náttúruperlur...“ Frumvarpi verði vísað frá Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, stend- ur einn að minnihlutaáliti iðnað- arnefndar. Mælti hann fyrir því áliti í umræðunni í gær. Leggur hann til að frumvarpinu verði vísað frá í ljósi þess að „allt er í óvissu með framvindu Noral- verkefnisins“, eins og segir í áliti hans. Síðan segir í álitinu: „...stórfelld umhverfisspjöll sem af Kárahnjúkavirkjun hljótast eru óverjandi, mikið skortir á að arðsemi verkefnisins sé full- nægjandi, deildar meiningar eru um hvort verkefnið yrði jákvætt fyrir byggðaþróun á Austur- landi í heild þegar til lengri tíma er litið og ólokið er gerð rammaáætlunar um forgangs- röðun virkjunarkosta...“ Fer Árni Steinar því fram á að Al- þingi samþykki að vísa málinu frá og taka fyrir næsta mál á dagskrá. Frumvarp um Kárahnjúkavirkjun VG vill vísa frum- varpinu frá DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að forsendur dóms Hæstaréttar Íslands, um að forsætisráðuneytinu bæri að veita Öryrkjabandalagi Íslands aðgang að minnisblaði sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps sem var skipaður í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða, væru óljósar og mótsagnakenndar. Jafn- framt sagði hann að stundum væri í dómnum ekki rétt farið með stað- reyndir. Kom þetta fram í máli for- sætisráðherra í umræðu utandag- skrár á Alþingi um fyrrgreindan dóm Hæstaréttar en málshefjandi umræðunnar var Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu felldi umræddur dómur Hæstaréttur úr gildi niður- stöðu úrskurðarnefndar upplýsinga- mála og sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í umræðunum í gær fögnuðu stjórnarandstæðingar niðurstöðu Hæstaréttar og Ögmundur Jónas- son, spurðir forsætisráðherra m.a að því hvaða lærdóm hann drægi af dómnum. Davíð Oddsson tók fram í svari sínu að umrætt minnisblað hefði verið tekið saman fyrir ríkis- stjórnina til að undirbúa umfjöllun hennar um dóm Hæstaréttar Íslands í öryrkjamálinu svonefnda. Sagði forsætisráðherra að minnisblaðið hefði þar með talist til þeirra gagna sem nytu undanþágna, skv. upplýs- ingalögum, þ.e. þyrfti ekki að birta opinberlega þar sem um gögn rík- isstjórnarinnar væri að ræða. „Rík- isstjórnin hafði hins vegar á grund- velli þessa minnisblaðs tekið ákvörðun um að skipa starfshóp eða nefnd til að fjalla um málið sem gera ætti tillögu um það til sín hvernig mæta ætti dómnum.“ Starfshópnum hefði því verið sent minnisblaðið sem hluta af stefnumörkun ríkisstjórnar- innar. „Í máli því sem hér er til um- ræðu var síðan deilt um það hvort umrædd undanþága hefði við þessa framsendingu minnisblaðsins fallið niður eða hætt að eiga við.“ For- sætisráðherra sagði að skv. viðtekn- um skilningi á upplýsingalögunum, bæði hér á landi og á hinum Norð- urlöndunum, ætti undanþágan ein- ungis að falla niður ef ríkisstjórnin sjálf tæki um það ákvörðun eða falla niður að tilteknum tíma liðnum. „Hvorug þessara aðstæðna var hins vegar fyrir hendi í þessu máli,“ sagði hann. Hann sagði síðan að Hæsti- réttur hefði á hinn bóginn „búið til nýjar reglur“ í þessu máli eftir „miklum krókaleiðum“. Nýju reglur Hæstaréttar væru fólgnar í því að undanþágan félli jafnframt niður ef ekki væri sérstaklega tekið fram að undanþágureglurnar ættu við um mál sem ríkisstjórnin sendi áfram til frekari meðferðar. Sagði hann að Hæstiréttur hefðu jafnframt eytt miklu púðri í að komast að þeirri nið- urstöðu að verkefni nefndarinnar hefði ekki verið liður í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar og að nefndin teldist til aðila utan stjórnarráðsins en væri ekki hluti af stjórnsýslu rík- isins sjálfs. „Þetta er í grófum drátt- um sú ályktun sem af dóminum verð- ur dregin þótt ekki sé gott að átta sig á umfangi hennar í öllum atriðum vegna þess að forsendur dómsins eru óljósar, mótsagnakenndar og stund- um ekki rétt farið með staðreyndir,“ sagði ráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra Ekki farið rétt með staðreyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.