Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 28
MENNTUN 28 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík/Skólamál eru 38% af framlagi borgarinnar til reksturs málaflokka. 40 grunnskólar, þar af 6 sérskólar, starfa á vegum hennar, 4 skólahljómsveitir og Námsflokkar Reykjavíkur. Borgin styrkir 14 tónlistarskóla og 5 einkaskóla. Gunnar Hersveinn spurði forsvarsmenn Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skólastefnu. Hver er stefnan í grunnskólum? Morgunblaðið lagðispurningar fyrirIngibjörgu Sól-rúnu Gísladóttur borgarstjóra um skólastefnu Reykjavíkurlistans. Um kennsluhætti Hvernig á skólastofa framtíð- arinnar að vera? „Skólastofa framtíðarinnar er sameiginlegt vinnusvæði nemenda og kennara sem eru að vinna að ákveðnu viðfangs- efni sem getur verið, eftir at- vikum, allt frá lífríkinu í fjör- unni til lífsleikni. Grunn- greinar skólans, móðurmál, stærðfræði o.fl., eru fléttaðar inn í þá vinnu, auk þess sem þær eru kenndar einar og sér. Verkefni nemenda geta verið mismunandi og misþung – allt eftir áhuga og þroska hvers og eins. Nemendur vinna saman í hópum eða hver fyrir sig og nýta sér tæknina og Netið undir verkstjórn og leiðsögn kennara til að afla upplýsinga, fróðleiks og verkefna. Kennar- ar vinna náið með öðrum kenn- urum og njóta stuðnings hver af öðrum við lausn viðfangs- efna og vandamála. Námið er sem sagt sveigj- anlegt og einstaklingsmiðað og hver nemandi vinnur sam- kvæmt áætlun sem hann setur sér í samráði við kennara og foreldra. Þar eru sett markmið til lengri eða skemmri tíma sem nemandi ætlar sér að ná. Þessa sýn, sem hér er sett fram, má finna í starfsáætlun fræðslumála í Reykavík fyrir árið 2002. Þar er mörkuð stefna í skólastarfi til næstu 10 ára og talin upp þau skref sem stigin verða á þessu ári til að nálgast framtíðarmarkmiðin. Þar er m.a. lögð mikil áhersla á að nýta upplýsinga- og sam- skiptatækni en í ár verða um 8 nemendur um hverja tölvu í grunnskólum borgarinnar. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að prófa sig áfram í breyttum kennsluháttum og á þessu ári veitti fræðsluráð tveimur skólum styrki til að verða s.k. móðurskólar á þessu sviði. Verkefni móðurskóla felst í að móta fyrirmyndar- starf á viðkomandi sviði og miðla öðrum skólum.“ Um samstarf við foreldra Hvernig er æskilegt að sam- starf við foreldra verði? „Áhugi foreldra á námi barna sinna skiptir sköpum og þeir eiga að vera velkominn stuðningur í starfi skólans. Samskipti heimila og skóla þurfa að vera regluleg og með gagnkvæmri upplýsingamiðl- un. Foreldrar eiga að taka virk- an þátt í námi barna sinna með viðtölum og netsamskiptum við kennara, vinna með börn- um sínum að því að semja námsáætlanir þeirra, koma reglulega í heimsókn í skólann og á heimasíðu skólans og taka þátt í einstökum verkefnum í skólanum. Bekkjarráð for- eldra og foreldrafélög hafa um áraraðir stutt vel við skólana í Reykjavík. Foreldraráð gegna m.a. því hlutverki að setja fram hugmynd- ir að umbótum um innri og ytri mál skólans, styðja við skóla- starfið og veita aðhald. Sam- þykkt hefur verið að stofna hverfaráð í öll- um átta hverf- um borgarinnar og þegar þau hafa tekið til starfa munu skólamál án efa verða eitt meg- inumfjöllunar- efni þeirra og m.a. stuðla að auknum tengslum skóla og umhverfis- ins. Þá skapast grundvöllur fyrir því að grunnskólinn verði menningarmiðstöð í sínu hverfi. Á síðasta ári urðu tveir skólar móðurskólar í foreldra- samstarfi og er þeim sérstak- lega ætlað að þróa og prófa nýjar hugmyndir og aðferðir í þessu efni.“ Um mötuneyti Er markmiðið að allir skólar geti boðið öllum nemendum sín- um upp á heita máltíð? „Marmkmiðið er að allir nemendur grunnskólanna í 1.– 10 bekk eigi kost á heitri mál- tíð í skólanum. Í fyrstu hefur verið lögð áhersla á yngstu nemendurna. Nú eru mötu- neytiseldhús í rúmlega 40% al- mennra grunnskóla með 1.–7. bekk þar sem unnt er að framreiða heitan mat. Reiknað er með að þrjú til fjögur ár taki að ná ofannefndu markmiði þar sem koma þarf upp húsnæði og búnaði til starf- seminnar. Hins vegar full ástæða til að skoða hvort ekki sé hægt að kaupa mat í þá skóla sem ekki hafa mötuneyt- iseldhús.“ Um fjölmenningar- lega kennslu Eiga skólar helst að vera fjöl- menningarleg samfélög? „Grunnskólar Reykjavíkur eru fjölmenningarleg sam- félög. Nánast í hverjum bekk er einn eða fleiri nemendur af erlendu bergi brotnir eða hafa búið um lengri eða skemmri tíma erlendis. Fjölbreytni auðgar og mikilvægt er að nýta sér þau gæði sem felast í stefnumóti mismunandi menn- ingarstrauma í þágu skapandi skólastarfs. En um leið og við ræktum fjölbreytnina þurfum við að leggja áherslu á það sem er sameiginlegt öllum börnum og unglingum hvar svo sem þau eru fædd eða hafa alið ald- ur sinn. Allir hafa sínar sterku hliðar og geta gefið og þegið í skólastarfinu. Mikilvægt er að erlendir nemendur falli inn í hópinn, vinni með öðrum nem- endum en séu ekki óvirkir hlustendur. Stefnan er annars vegar að kenna þeim íslensku fljótt og vel og hins vegar að stuðla að því að þeir aðlagist öðrum nemendum í sínum heima- skóla. Þeir eiga þess kost að vera í móttökudeild í eitt ár eftir komuna til Reykjavíkur til að hefja ís- lenskunám og læra um land og þjóð. Fræðslu- miðstöð aðstoðar kennara við að finna bestu leiðir í kennslu nemenda með annað móð- urmál en íslensku og hvernig eigi að standa að mót- töku þeirra. Ný- lega varð einn skólinn móður- skóli í fjölmenn- ingarlegum starfsháttum.“ Um Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Hver á staða FR að vera í skólakerfinu í Reykjavík? „Fræðslumiðstöð er mið- stöð skólamála í Reykjavík og á fyrst og fremst að hafa því hlutverki að gegna að veita skólunum faglega og fjárhags- lega þjónustu. Fræðslumið- stöð á að hafa yfirsýn yfir þró- un skólamála, hún á að aðstoða fræðsluráð við að móta menntastefnu borgarinnar og veita skólunum aðhald fyrir hönd reykvískra skattgreið- enda. Þar er m.a. safnað og unnið úr tölfræðilegum gögn- um og gerðar þjónustukann- anir til að meta afrakstur og gæði skólastarfs. Þar fer fram fjárhagslegt eftirlit og ráðgjöf og stuðningur á sviði fjármála. Fagleg ráðgjöf Fræðslumið- stöðvar fer aðallega fram úti í skólunum og er á sviði kennslu, sérkennslu, sálfræði- þjónustu, starfsmannamála, stjórnunar og foreldrasam- starfs. Á vegum borgarstjórnar er unnið að því að færa þjón- ustuna við einstaklingana í auknum mæli út í hverfi borg- arinnar. Þegar þjónustumið- stöðvar eins og Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbæ verða komnar víðar í borginni er stefnt að því að sálfræðiþjónusta og kennslu- ráðgjöf flytjist í þær.“ Um megináherslur Hver er meginstefnan í þróun skólanna í Reykjavík? „Takmarkið er að Reykja- víkurskólar séu sambærilegir bestu skólum erlendis. Megin- áherslur Reykjavíkurlistans í málefnum grunnskólanna eru: Einstaklingsmiðað nám og samvinna nemenda, skóli án aðgreiningar (réttur allra til að stunda nám í heimaskóla), sjálfstæðir skólar, náin tengsl skóla og grenndarsamfélags (skólinn sem mennta-, frí- stunda- og menningarmiðstöð) og nám nemenda utan skólans, og góð vinnuaðstaða nemenda og kennara í öllum skólum, þ.m.t. húsnæði, mötuneyti, tölvur og annar búnaður. Grunnskólar í Reykjavík eru nú þegar mjög sjálfstæðir, en þeim er annars vegar settur rammi af hálfu ríkisins með lögum og reglugerðum, þ.m.t. aðalnámskrá, og hins vegar stefnu og samþykktum sveit- arfélagsins, kjarasamningum og fjárhagsramma skólans.“ Þættir úr skólastefnu Reykjavíkurlistans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir  Skólinn sem mennta-, frístunda- og menningarmiðstöð Morgunblaðið lagðispurningar fyrirBjörn Bjarna-son, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, um skólastefnuna. Um kennsluhætti Hvernig á skólastofa framtíð- arinnar að vera? „Einstaklingurinn er í brennidepli og við setjum barnið í fyrsta sæti. Á sama hátt og við leggjum áherslu á að leita með prófum og grein- ingu að þeim sem þurfa á sér- stökum stuðningi að halda þurfum við markvisst að leita að hæfileikaríkum einstakling- um og gera námsumhverfið hvetjandi fyrir þá til að laða fram hið besta hjá hverjum og einum. Það á ekki á líta á nem- endur sem órjúfanlegar blokk- ir heldur einstaklinga sem sumir geta farið hraðar í gegn- um skólakerfið en núverandi kerfi býður upp á. Nauðsynlegt er að gera val nemenda til að taka samræmd lokapróf fyrr að raunveru- leika. Efla þarf samstarf milli efstu bekkja grunnskóla og framhaldsskóla auk þess sem leggja verður áherslu á að kynna grunnskólanemum gildi starfsnáms. Við teljum að sér- deildir og sérskólar verði alltaf að vera til staðar. Að öðrum kosti er raunhæft val foreldra um besta úrræði fyrir börnin ekki fyrir hendi. Öll börn eiga rétt á kennslu við hæfi í hvetjandi en ótrufl- uðu námsumhverfi. Mannleg samskipti og mannrækt eru mikilvægir þættir í almennri menntun. Auk sérstakrar fræðslu og þjálfunar er brýnt að flétta þessa þætti inn í alla kennslu. Efla þarf þjálfun í tjáningu, bæði í ræðu og riti, og leitast við að gera nemend- ur hæfa til þátttöku og skoð- anaskipta í nútímasamfélagi. Um samstarf við foreldra Hvernig er æskilegt að þetta samstarf verði? „Samstarf heimila og skóla verður að vera á jafnréttis- grundvelli. Almennar vísbend- ingar úr skólastarfi og rann- sóknir sýna að foreldrar vilja efla samstarfið við skólann og hafa meiri áhrif á málefni skól- ans og starfsemi hans og bekkjarins en þeir hafa nú. Þeir vilja tíðari samskipti og gagnkvæmt upplýsinga- streymi. Skólinn er hjartað í hverju hverfi borgarinnar og ber að leggja alhliða rækt við starfið innan hans með það í huga. Styrkur skóla felst ekki síst í því að bregðast rétt við gagnrýni foreldra, sem getur átt rétt á sér, en kann einnig að eiga rætur í vanlíðun þeirra, af því að þeim finnst þeir hafa misst tök á uppeldinu. For- eldrar geta einnig auðveldlega orðið sterkustu stuðnings- menn sem kennarinn mun nokkurn tímann eignast. Stjórnkerfi skólamála í Reykjavík er ekki í takt við tímann. Það er hvorki lýðræði né samstarf og samráð við for- eldra, að 30 – 40 þúsund for- eldrar í allri Reykjavík eiga einn áheyrnar- fulltrúa í fræðsluráði borgarinnar eins og nú er. Mikil- vægt er að búa til vettvang þar sem rödd for- eldra heyrist og áhrif þeirra eru aukin. Skynsam- legasta leiðin til þess er að skipta Reykjavík í skólahverfi og foreldrar í hverju hverfi kjósi sér fulltrúa í skólaráð innan þessara hverfa.“ Um mötuneyti Er markmiðið að allir skólar geti boðið öllum nemendum sín- um upp á heita máltíð? „Markmiðið er að allir nem- endur eigi kost á heitri máltíð í skólum. Nú er ógjörningur að fá heildarmynd af því hvernig þessari þjónustu er í raun hátt- að í skólum Reykjavíkur. Skynsamlegt er að stofna til samstarfs við einkaaðila um þessa matargerð og taka hana upp um leið og hún hefur verið kynnt og rædd við foreldra.“ Um fjölmenningar- lega kennslu Eiga skólar helst að vera fjöl- menningarleg samfélög? „Í margbreytilegu þjóð- félagi nútímans þarf að gæta þess að allir njóti jafnréttis til náms og að gagnkvæm virðing sé borin fyrir mismunandi þjóðfélags- og trúarhópum. Í námið skal flétta fræðslu um mismunandi menningarsam- félög, þjóðfélagshópa og fjöl- skyldugerðir og það hversu mismunandi einstaklingar eru. Skólar gegna mikilvægu hlut- verki við rækt íslensks menn- ingararfs og þeim ber að efla hann, meðal annars með nýrri sýn á fjölmenningarlegt sam- félag. Þannig getur skólinn aukið víðsýni og eytt fordóm- um. Alþjóðlegt samstarf skóla verður sífellt meira og upplýs- ingatæknin opnar nýjar leiðir í því efni, sem ber að nýta til hins ýtrasta um leið og stuðlað er að skiptum nemenda og kennara á milli landa.“ Um Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Hver á staða FR að vera í skólakerfinu í Reykjavík. „Að nokkru er hlutverk mið- stöðvarinnar skilgreint í lög- um en á hinn bóginn þróast hún á eigin forsendum í sam- ræmi við ákvarðanir borgar- stjórnar á hverjum tíma. Með hliðsjón af samþættingu leik- skóla og grunnskóla og hlut- verki skólaráða er eðlilegt að móta sameiginlegt þjónustu- kerfi við fyrstu skólastigin auk þess sem fjárhagslegt eftirlit og aðstoð á því sviði þarf að vera fyrir hendi fyrir sífellt sjálfstæðari skóla. Rannsóknir og þróun í skólastarfi eru í nánu samstarfi við háskóla- stofnanir og fræðimenn og þarf ekki miðstjórn til að skapa forsendur fyrir slíku samstarfi. Eðli- legt er að leita nánara sam- starfs við menntamála- ráðuneytið um framkvæmd á mati á skólastarfi og skoða kosti þess að fela það sjálfstæðum þriðja aðila, sem gerir ekki aðeins úttekt á skóla- starfi heldur allri umgjörð þess, þar á meðal starfi Fræðslumið- stöðvar.“ Um megináherslur Hver er meginstefnan varð- andi þróun skólanna í Reykja- vík? „Höfuðáherslu ber að leggja á innra starf skólanna um leið og sjálfstæði þeirra er aukið samhliða meiri áhrifum for- eldra á stefnumótun hvers skóla. Með skólahverfum í Reykjavík skapast forsendur fyrir vali foreldra á milli skóla- hverfa. Með samkeppni á milli skólahverfa er stuðlað að meiri gæðum skólastarfsins. For- eldrar og skólafólk vilja mark- visst gera „sinn“ skóla eftir- sóknarverðari. Auðvelda þarf skólum að bæta starf sitt með því að mæla árangur m.a. á milli sam- ræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Ennfremur að setja aðrar mælistikur til að meta árangur í skólastarfi, til dæmis um líð- an nemenda. Gera þarf vel við öll börn, ekki síður bráðger en hin. Skólar og skólahverfin þurfa að fá aukið frjálsræði til að skipa nemendum í náms- hópa. Með auknu samstarfi milli skólastiga má velta fyrir sér hvernig er æskilegast að hafa skiptingu þeirra á milli. Við teljum mikilvægt að skólum sé gefið færi á að þróa móttöku á fimm ára börnum í grunnskólum borgarinnar. Leggja skal áherslu á upp- lýsingatækni í skólastarfi með- al annars með því að útvega kennurum fartölvur. Gera þarf skólum kleift að ná því markmiði kjarasamn- inga að gera skólana sam- keppnisfæra og kennarastarf- ið eftirsóknarvert. Nýta á svigrúmið innan núgildandi kjarasamnings til að útfæra þetta frekar. Skólar þurfa að þróa mælikvarða á það hvern- ig meta megi hæfni kennara í starfi. Mikilvægt er að í næsta kjarasamningi verði stigin mun stærri skref í að auka sveigjanleika og sjálfstæði skólastjóra til að launa kenn- ara eftir færni í starfi. Kenn- urum þurfa jafnframt að bjóð- ast fleiri framamöguleikar innan skólakerfisins en hingað til hafa þeir möguleikar nær einskorðast við skólastjórn. Framkvæmdir við skóla- húsnæði eiga að mótast af hag- nýtum lausnum og stuðla ber að nánu samstarfi við einka- aðila á því sviði og öllum öðr- um, sem eru til þess fallin að efla innra starf skóla.“ Þættir úr skólastefnu Sjálfstæðisflokksins Björn Bjarnason  Með samkeppni á milli skólahverfa er stuðlað að meiri gæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.