Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er óneitanlega ljóðrænt yf- irbragð yfir verkum Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara sem þessa dagana sýnir verk sín í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Sýning hans byggist á fjórum ljósmynda- syrpum sem sumar hverjar eru enn í vinnslu og eru verkin unnin á rúmlega 12 ára tímabili. Myndröðin Sjoppur er þannig tekin á árunum ’89–’90, svart/ hvítar myndir úr miðbæ – eins konar skráning á húsum Kvosar- innar á árunum ’86–’87, svart/hvít smámyndasería sem vinnslu lýkur aldrei við og Guðmundur nefnir Gripið og greitt, Reykjavíkur blús og loks Smálönd, myndir frá út- jöðrum borgarinnar sem teknar voru ’99. Guðmundur nær að gera hverja myndröð sína að heimi útaf fyrir sig og ljóst að hann er vel vakandi fyrir umhverfi sínu. Byggingar borgarinnar virðast ljósmyndaran- um þó öðrum viðfangsefnum kær- ari, ekki hvað síst litlar verslarnir, kjörbúðin, bakaríið og sjoppan sem setja sterkan svip á þrjár myndraðanna. Guðmundur nálgast þetta viðfangsefni sitt þó með mjög mismunandi hætti og eru Sjoppur þannig ópersónulegar myndir af framhlið ýmissa sölu- turna á meðan öllu meiri fortíð- arþrá einkennir svart/hvítu mynd- raðirnar. Litirnir í Sjoppum eru sömu leiðis bæði kaldir og bjartir og sýningargestir fá það á tilfinn- inguna að tíminn hafi stöðvast í myndunum enda sést þar sjaldnast nokkur á ferli. Líkt og áður sagði er rómantíkin og fortíðarþráin öllu meiri í svart/ hvítu myndunum. Söluturnar, kjörbúðir og önnur viðfangsefni ljósmyndarans njóta sín hér í mjúkum leik ljóss og skugga. Augnablikið, tíminn og sagan hafa öll verið fest á filmu. Óvenjulegt sjónarhorn Kristskirkju í mynd- inni Kaþólskur körfubolti og róm- antík húsgarða í Grjótaþorpinu njóta sín vel með linsu ljósmynd- arans, sem og dramatísk ímynd leðurklæddu stúlkunnar sem lög- reglumennirnir virða hugfangnir fyrir sér. Þá er óneitanlega nokk- uð gamansamanur svipur yfir um- ferðarskiltinu á Bergstaðastræti, sem virðist eiga sér annað líf sem skuggi pálmatrjáa. Nokkuð aðrar áherslur eru hins vegar í verkunum Smálönd. Þessar litmyndir byggjast á fínlegri lita- samsetningu – rautt bílhræ fangar þannig athyglina í hráu bygginga- umhverfi við Hestháls og meðan sólargeislarnir dansa á glitrandi vatnsfletinum í Himnasending við Geitháls. Ljóðrænt yfirbragðið nýtur sín þó engu síður útjöðrum borgarinnar en í miðbænum. Myndbygging verka Guðmundar er almennt góð og án efa eiga mörg verkanna eftir að reynast áhugaverðar heimildir. Sum þeirra má nú þegar flokka í þann hóp og má nefna sem dæmi Hallærisplan- ið, þar sem hópur Snigla hefur stillt sér upp og Bifreiðastöð, er sýnir byggingu Bifreiðastöðvar Steindórs á áður nefndu plani. Fortíðin er ekki alltaf svo fjarlæg. Morgunblaðið/Kristinn Kaþólskur körfubolti eftir Guðmund Ingólfsson. Anna Sigríður Einarsdóttir MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sýningin er opin virka daga frá kl. 12–17, en frá kl.13–17 um helgar. Sýningunni lýkur 24. mars. GUÐMUNDUR INGÓLFSSON – ÓÐÖL OG INNRÉTTINGAR Húsin í bænum Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, fax 544 4211 Þjónustuaðili Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardag frá kl. 10-16 Eigum til á lager örfáa KNAUS SPORT TRAVELLER 500 limited edition1,9 l Turbo diesel sportútgáfa árg. 2002. VERÐ AÐEINS 3.995.000. COMBI-CAMPá Íslandi Fyrsta sölusýning og -kynning á COMBI CAMP tjaldvögnum hjá Netsölunni byrjar á föstudaginn og laugardaginn 22. og 23. MARS. Vinsælustu tjaldvagnar á Íslandi til margra ára. Vinsamlegast staðfestið eldri pantanir. THERE’S ONLY ONE SÆNSKI tenórsöngvarinn Gösta Winbergh er látinn 58 ára að aldri. Hann var talinn mesti tenórsöngv- ari Svía ásamt þeim Jussa Björling og Nikolai Gedda og var hann þekktur og vinsæll í óperuhúsum víða um heim. Gösta Winbergh fæddist í Stokk- hólmi 30. desember 1943. Hann stundaði söngnám hjá Erik Saedén við Tónlistarháskólann þar í borg, en kom fyrst fram opinberlega í Gautaborgaróperunni í hlutverki Rodolfos í La bohème árið 1972. Hann var fljótt fastráðinn við Kon- unglegu óperuna í Stokkhólmi og söng þar allt til ársins 1981. Þar söng hann hlutverk á borð við Don Ottavio í Don Giovanni, Almaviva greifa í Rakaranum í Sev- illa og Nemorino í Ástardrykknum. Á fyrri hluta níunda áratugarins lagði hann óperuheiminn að fótum sér, í Covent Garden í Lundúnum 1982 í hlutverki Títusar í La clem- enza di Tito, í Metropolitanóper- unni í New York ári síðar í hlutverki Don Ottavios í Don Giovanni og á Scala í Mílanó 1985 í hlutverki Tamínós í Töfraflautunni. Rödd hans þótti afar falleg, ljóðræn og létt og vel fallin til bel canto söngs. Á þess- um árum varð hann mjög frægur fyrir söng sinn í bel canto hlutverkum, en eftir því sem árin liðu varð röddin kraft- meiri og dramatískari. Annars kon- ar hlutverk tóku við; óperur Wagn- ers og Richards Strauss voru honum hugleiknar og hann þótti skara framúr í hlutverkum sínum í óperunum Meistarasöngvurunum frá Nürnberg, og Parsifal eftir þann fyrrnefnda. Í haust söng hann í uppfærslu Maximilians Schells á Lohengrin í óperunni í Los Angeles undir stjórn Kents Naganos. Kolbeinn Ketilsson tenórsöngv- ari hefur fylgst með Gösta Win- bergh í óperuhúsum Evrópu á síð- ustu misserum. „Það er mikill missir að Gösta Winbergh. Hann var mjög fjölhæfur söngvari; gat sungið vítt og breitt gegnum ólíkustu stílteg- undir í óperunni og ein- skorðaði sig ekki við ein- hverja sérstaka tegund óperu, og hann gerði þessu öllu mjög góð skil, enda naut hann mikillar virðingar sem söngvari. Ég heyrði hann syngja bæði hlutverk Taminos í Töfraflautunni og Ferrandos í Cosi fan tutte og í bæði skiptin var það með því besta sem ég hef heyrt frá söngvurum í þessum hlutverkum.“ Gösta Winbergh söng síðast á sunnudagskvöld hlutverk Florest- ans í Fidelio við Vínaróperuna. Hann mætti ekki á æfingu á mánu- dag, og fannst skömmu síðar látinn á hótelherbergi sínu. Talið er að banamein hans hafi verið hjarta- áfall. Gösta Winbergh látinn Gösta Winbergh Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is TÓNLEIKARNIR hófust á for- leiknum að Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck, sem sett var á efnisskrá í stað Norðurljósa eftir Pál P. Pálsson. Forleikurinn að óperunni Hans og Gréta er falleg tónlist, eins og reyndar öll óperan, og var ágætlega flutt undir stjórn Steuart Bedford. Sjö fyrstu söngvar Alban Bergs munu hafa verið að nokkru valdir af Schönberg úr safni tíu söngva, eða jafnvel fleiri söngva, sem Berg mun hafa samið um svipað leyti og hann gerðist nemandi Schönbergs. Þeir eru upphaflega ritaðir fyrir píanó og söngrödd en 1928 umritaði hann söngvana fyrir hljómsveit og söng- rödd. Eitthvað tengjast söngvarnir ást Bergs á Helene Nahowski, sem síðar varð kona hans og er þessi söngvaseiður tileinkaður henni. Hanna Dóra Sturlu- dóttir söng þessa fögru söngva mjög vel og af ör- yggi en rétt er að nefna sér- staklega þriðja lagið, Næt- urgalinn, sem var ein- staklega fallega sungið. Undirleikurinn í þessu fagra næturljóði er útsettur í ní-skiptri strengjasveit- inni, með einstökum glæsi- brag. Í reynd voru allir söngvarnir fallega fluttir af Hönnu Dóru og hljómsveitin átti nokkur falleg augnablik í hljómfallegri mótun und- irleiksins, undir stjórn Steuarts Bedford. Lokaverk tónleikanna var fjórða sinfónían eftir Gustav Mahler, sér- stætt verk. Þar sem, andstætt fyrri verkum Mahlers, glettni og léttleiki ræður ríkjum, svo að verkið verður jafnvel barnalegt á köflum, enda er lokakaflinn „sönglag“ við texta úr Des Knaben Wunderhorn og er kvæðið hugrenningar barns um himnaríki. Þetta elskulega verk var á köflum mjög vel flutt og naut sín vel hinn tæri og fínlegi ritháttur Mahlers. Þrátt fyrir gleðina og fögnuðinn sem einkennir verkið í heild, var öðrum kaflanum gefið eitt og ann- að sem minna átti á dauð- ann, t. d. með því að stilla einleiksfiðluna heilum tóni ofar og þar með gefa dauða- stefinu draugalegan blæ og einnig til að líkja eftir sveitaspilara. Hanna Dóra Sturludóttir söng lokakafl- ann einstaklega fallega. Varðandi efnisval er varasamt að velja saman tvö söngverk á sinfón- íutónleikum, þannig að í raun urðu þetta söngtónleikar en ekki eiginleg- ir sinfóníutónleikar og því frekar til- þrifalitlir í heild, þó um væri að ræða fallega tónlist. Forleikurinn eftir Humperdinck er svo sem ekkert sérstakur, en á móti koma undur- fagrir og fínlegir söngvar eftir Berg. Sem niðurlag vantaði tilþrifameira lokaverk og hefði eitthvað af fyrstu hljómsveitarverkum Schönbergs átt betur við. Þetta voru sem sé tilþrifa- litlir og allt of einlitir tónleikar. Tilþrifalitlir tónleikar Jón Ásgeirsson TÓNLIST Sinfóníutónleikar Flutt voru verk eftir Humperdinck, Alban Berg og Mahler. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Hljómsveitarstjóri: Steuart Bedford. Fimmtudagurinn 21. mars, 2002. HÁSKÓLABÍÓ Hanna Dóra Sturludóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.