Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Stærðarmat Undirmáls skríbentar órir að gnæfandi skáldum gelta og vilja af stalli velta, svo stuttir sýnist þeir stórir. Sharón Er við trítilóðan bít, auman vítisbarón og glæpahít, sú gjörðin nýt að gefa skít í Sharón. Bússmenn Deyfa þeir svengd með að svíkja sál sína og allt sem þeir geta. Og brauðfætur Bandaríkja Búss er farinn að éta. Aðgengi víns Heimtar lúðulakaþing léttari vínsaðgöngu. Svona er að heita Samfylking, sem er að verða að öngu. Fer að höndum hættan ill, hótar gröndum stútur. Leysa úr böndum vímu, vill víður blöndukútur. Samþykkt box Tómra hausa gjalla gögg: Gegnum rausi bola, því jafnt á daus sem höfuð, högg heilalausir þola. ÓLAFUR GÍSLASON, Neðrabæ, Bíldudal. Út um víðan völl Frá Ólafi á Neðrabæ: TILEFNI skrifa minna er grein Birgis Baldurssonar í Morgun- blaðinu 21. febrúar síðastliðinn, sem birtist sem svar við grein séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Þar ræðst hann að kristinni trú með mjög ómál- efnalegum hætti að mínu viti. Það er rétt hjá Birgi að með framförum í vís- indum hefur tekist að skýra ýmis þau náttúrufyrirbrigði sem eiga sér stað með vísindalegum hætti. Samt eru afar fáir vísindamenn sem leyfa sér að útiloka að guð- legur máttur og hugsun búi þar að baki, heldur hafa mjög margir vís- indamenn styrkst í trúnni á tilvist Guðs við rannsóknir sínar. Nægir í því sambandi að nefna brautryðj- endur á borð við Isaac Newton og Albert Einstein. Einstein sagði t.a.m. að hans uppgötvanir hefðu styrkt hann í fullvissunni um tilvist Guðs. Newton var mjög trúaður kristinn maður og skrifaði raunar fleiri bækur um trúna en um vís- indin Vísindalegar rannsóknir sem færa okkur heim sanninn um mikil- leik náttúrunnar gefa, að mínu viti, tilefni til að ætla að á bak við sköp- unarverkið standi fullkominn hönn- uður. Ég fullyrði að það þarf býsna sterka trú til að trúa því að röð til- viljana hafi gert lífríkið að því sem það er í dag! Ég tek einfalt dæmi: Segjum svo að ég taki úrið mitt, brjóti það allt og eyðileggi, safni svo brotunum saman og setji í poka. Síðan hristi ég pokann og sturta úr honum á borðið. Þetta geri ég aftur og aftur í þeirri von að ,,áhrifamáttur tilviljananna“ valdi því að ég fái heillegt úr! Ég leyfi mér að fullyrða að þótt ég eyddi nokkrum milljörðum ára í slíkar tilraunir myndu þær ekki skila tilætluðum árangri! Það þarf nefnilega vitræna hugsun til að búa til heillegan hlut eins og úr eða önnur tæki. Hversu miklu full- komnari hugsuð þarf þá til að búa til fullskapaða lífveru? Ef við skoð- um okkur sjálf og lífið í kringum okkur, teljum við þá raunverulega líklegt að tilviljunin ein hafi ,,skap- að“ okkur? Skyldi slík röksemda- færsla geta flokkast undir það sem greinarhöfundur kallar ,,rökvillu“ og ,,rörsýn“? Með þessum fullyrð- ingum er ég alls ekki að gera lítið úr þeim miklu framförum sem vís- indin hafa skilað mannkyninu. Ég get ekki séð að sú kristna trú sem Biblían kennir stangist á við vísindin. Það vita hins vegar allir sem reynt hafa lifandi trú á Jesú Krist, að þar er ekki neinn dauður bókstafur á ferðinni, heldur lífg- efandi afl sem torvelt er að koma orðum yfir, en hefur breytt lífi milljóna manna um allan heim til hins betra. Það mun vissulega halda áfram hversu mjög sem menn reyna að gera trúna tor- tryggilega og ata hana aur. Með þessari grein tek ég ekki af- stöðu til þess málefnis hvort að- skilja beri ríki og kirkju. Ég tel þó rétt að skoða það í fullri alvöru hvort íslenska þjóðkirkjan væri ekki betur komin sjálfstæð, frjáls frá ríkisbákninu og íhlutun þess. Við höfum mörg dæmi um frjálsa kristna söfnuði sem vinna blómlegt starf án þess að vera á spena hjá skattgreiðendum. Á tímum trú- frelsis og jafnréttis tel ég að þessi hugmynd um aðskilnað ríkis og kirkju sé orðin fyllilega raunhæf. Ég tel hinsvegar alrangt að færa þá umræðu niður á það plan að ráðast að trúnni sem kirkjunni ber að standa fyrir. Þótt kirkjan þurfi að taka mið af breyttum samfélagsháttum má hún aldrei fjarlægja kjarnann úr sínum boðskap sem er Jesús Kristur, orð hans og verk. Sé hann fjarlægður sitjum við uppi með kreddufullar kennisetningar í líkingu við það sem Birgir lýsti. ÞORSTEINN MAGNÚSSON, háskólanemi, Eyjabakka 6, 109 Reykjavík. Hver boðar hindurvitni? Frá Þorsteini Magnússyni: Þorsteinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.