Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 16

Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÉTRI ÞÓR Jónassyni, fram- kvæmdastjóra Eyþings, hefur verið falið að undirbúa stofnun félags um jarðgangagerð undir Vaðlaheiði. Þetta var samþykkt á síðasta fundi Eyþings, sem eru samtök sveitarfé- laga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. „Ég er að viða að mér ýmsum upplýsingum þessa dagana, en að því loknu geri ég ráð fyrir að efnt verði til fundar þar sem verkefnið verður kynnt og í framhaldi af því yrði kannað hver áhugi sveitarfé- laga sem og fjárfesta er á þessu verkefni og hverjir munu verða með,“ sagði Pétur Þór. Hann sagði ljóst að félag um jarðgangagerð undir Vaðlaheiði yrði stofnað en hvenær nákvæmlega það yrði væri ekki vitað. Skýrsla Vegagerðarinnar um göng undir Vaðlaheiði í einka- framkvæmd gæfi þó ekki tilefni til mikillar bjartsýni, en í henni er komist að þeirra niðurstöðu framlag ríkisins yrði að nema 75% af stofn- kostnaði. Hugsanleg jarðgöng undir Vaðlaheiði eru ekki á dagskrá næsta áratuginn í það minnsta samkvæmt jarðgangaáætlun Alþingis frá því vorið 2000. Pétur Þór sagði að ætl- unin væri langt í frá sú að stilla þessu verkefni upp gagnvart öðrum verkefnum af sama toga annars staðar á landinu. Umferð mundi aukast um 25% árið sem göngin yrðu opnuð Gert er ráð fyrir tvíbreiðum göngum, 7,2 kílómetrum að lengd og að framkvæmdatími verði þrjú ár. Áætlaður kostnaður er 4,4 millj- arðar króna. Árlegur viðhalds- og rekstrarkostnaður yrði um 50 millj- ónir króna sem skiptist í annars vegar viðhald og rekstur ganganna og innheimtu veggjalds. Fram kemur í skýrslunni að 834 bílar fóru að meðaltali um Víkur- skarð árið 2000. Gert er ráð fyrir að umferð muni aukst um 25% árið sem göngin yrðu tekin í notkun, 10% næsta ár á eftir, þá 3% og síðan um 1,4% á ári. Umferðin yrði þann- ig 1.050 bílar á dag við opnun gang- anna, en þó er slegin sá varnagli að Víkurskarð yrði áfram opið og eitt- hvað af umferðinni færi þar yfir, einkum að sumarlagi. Veggjaldið mætti ekki vera hærra en 300 krónur Göngin myndu stytta vegalengd um 15 kílómetra frá leiðinni yfir Víkurskarð. Þannig segir í skýrsl- unni að veggjaldið megi ekki vera hærra en kostnaður við að aka um- rædda vegalengd. Reiknuð eru fjög- ur dæmi út frá mismunandi for- sendum, þ.e. eftir því hversu hátt framlag ríkisins til framkvæmdana yrði og hversu langur lánstíminn yrði. Miðað við 75% framlag ríkisins og 30 ára lánstími yrði veggjaldið 300 krónur á fólksbíl, en ef ríkið tæki ekki þátt í stofnkostnaði og lánstími yrði 15 ár yrði lámarks- gjald að fyrir fólksbíl að vera rúm- lega 1.200 krónur. Legði ríkið fram helming stofnkostnaðar og lánstími yrði 20 ár væri þörf á 550 króna veggjaldi fyrir fólksbíl. Niðurstöðu í skýrslu Vegagerð- arinnar eru þær að ekki sé raun- hæft að gera ráð fyrir meira en 20 ára innheimtu veggjalds og það mætti ekki vera hlutfallslega hærra en er í Hvalfjarðargöngunum. Með- algjaldið mætti þannig ekki vera mikið hærra en 300 krónur fyrir fólksbíl. Veggjöldin næðu þannig einungis að fjármagna um einn fjórða hluta af áætluðum stofn- og rekstrarkostnaði. Framlag ríkisins þyrfti þannig að nema um 75% af heildarkostnaði. Sparnaður vegfarenda er talinn nema um 274 milljónum króna á ári við það að fara um hugsanleg jarð- göng fremur en Víkurskarðið. Ár- legur kostnaður vegna viðhalds, snjómoksturs og almennrar þjón- ustu á Víkurskarði nemur um 11 milljónum króna, en í skýrslunni segir að þessi kostnaður ríkisins komi ekki til álita í þessu samhengi þar sem verið sé að skoða líklega af- komu fyrirtækis sem tæki að sér að byggja og reka Vaðlaheiðargöng. Vegfarendur gætu sparað 274 milljónir með jarðgöngum undir Vaðlaheiði Eyþing undirbýr stofn- un félags um jarðgöng FÉLAG ferðaþjónustubænda og Hólaskóli standa fyrir kynning- arfundum fyrir ferðaþjón- ustubændur víða um land næstu vikur. Markmið fundanna er að kynna fyrir ferðaþjónustubænd- um þá umhverfisstefnu sem fé- lagið hefur samþykkt að vinna eftir. Fyrsti fundurinn var hald- inn í vikunni í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Á aðalfundi Félags ferðaþjón- ustubænda fyrr í vetur var sam- þykkt viljayfirlýsing í tengslum við umhverfismál. Félagið stefnir að því að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Með viljayfirlýs- ingu Félags ferðaþjónustubænda er það haft að markmiði að hvert einasta fyrirtæki sem starfar inn- an vébanda félagsins hafi innan tveggja ára mótað sér umhverf- isstefnu. Telja samtökin slíka stefnu og framkvæmd hennar í daglegum rekstri fyrirtækjanna verða eitt mikilvægasta gæðatákn framtíðar í ferðamálum. Þessi af- gerandi stefnumörkun er liður í því að efla gæði hjá Félagi ferða- þjónustubænda og vekja athygli á þeim mannauði sem blómstrar samhliða fagurri náttúru um allt land, eins og segir í viljayfirlýs- ingunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um samstarf Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla og litið til þess að samstarfið myndi nýtast í tengslum við umhverfisstefnu, gæði í þjónustu, betri ímynd ferðaþjónustunnar, endur- menntun og ýmsu fleiru. Innan félagsins eru 130 bæir með 2.800 gistirými. Umsjón kynningarfundanna er í höndum Guðrúnar og Guðlaugs Bergmanns frá Félagi ferðaþjón- ustubænda og Elínar Berglindar Viktorsdóttur frá Hólaskóla. Morgunblaðið/Kristján Ferðaþjónustubændur á kynningarfundi Félags ferðaþjónustubænda og Hólaskóla um umhverfismál í Sveinbjarnargerði. Umhverfismál mik- ilvægasta gæðatákn framtíðarinnar Ferðaþjónusta bænda „LESIÐ í skóginn, tálgað í tré,“ er heiti grunnnámskeiðs sem haldið verður í Gróðrarstöðinni í Kjarna í Kjarnaskógi um helgina. Um er að ræða samstarfsverk- efni Garðyrkjuskóla ríkisins, Skógræktar ríkisins og Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga. Á nám- skeiðinu læra þátttakendur að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Þá er unnið með ferskan við með hníf og exi, kennt að brýna og hirða bit- verkfæri. Einnig verður fjallað um einkenni og eiginleika ís- lenskra viðartegunda og undirstöðuatriði viðarfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu, ásamt íslenskri skógræktarsögu og skógarmenningu. Gerðir eru nokkrir nytjahlutir/gripir á nám- skeiðinu og bent á ýmsa aðra nýt- ingarmöguleika. Helgina á eftir, þ.e. 20. og 21. apríl, verður síðan haldið framhalds-námskeið í gerð skeiða, bolla/krúsa, göngustafa og galdrasópa. Leiðbeinendur á báð- um námskeiðunum verða Guð- mundur Magnússon, handverks- maður á Flúðum, og Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógræktar ríkis- ins. Skráning og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Garðykju- skólans eða í gegnum netfangið; mhh@reykir.is Gróðrarstöðin í Kjarna Lesið í skóginn og tálgað í tré ÞRJÚ þúsundasti fundur Rótarý- klúbbs Akureyrar verður haldinn á morgun, föstudaginn 12. apríl. Rót- arýklúbbur Akureyrar á yfir 60 ára sögu og er með elstu félagasamtök- um á Akureyri. Á þessum tímamótum vilja félagar í klúbbnum bjóða bæjarbúum og öðrum er áhuga hafa til fundar á Hótel KEA og hefst hann kl. 13.15. Þar munu tveir landskunnir vísinda- menn halda erindi. Bragi Árnason prófessor við HÍ mun fjalla um möguleika á nýtingu vetnis hérlendis og dr. Steinar Þór Guðlaugsson sér- fræðingur á Orkustofnun fjallar um rannsóknir á setlögum undan Norð- urlandi og hugmyndir manna um hugsanlega olíu í þeim. Að loknum erindum, sem taka 20–30 mínútur gefst fundarmönnum færi á að bera fram fyrirspurnir. 3000. fundur Rótarý- klúbbs Akureyrar Erindi um vetni og set- lög undan Norðurlandi FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga í samvinnu við Háskóla Ís- lands, Háskólann á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stendur fyrir rannsóknaráðstefnu hjúkrunarfræðinga sem hefst á Ak- ureyri í dag, fimmtudaginn 11. apr- íl. Yfirskrift hennar er Hjúkrun 2002; Rannsóknir og nýjungar í hjúkrun. Yfir 150 hjúkrunarfræð- ingar af öllu landinu sitja ráðstefn- una. Kynntar verða niðurstöður 19 rannsókna hjúkrunarfræðinga sem unnar hafa verið síðustu ár. Auk þess flytja tveir gestafyrirlesarar erindi, Jóhanna Fjóla Jóhannes- dóttir verkefnastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Akraness og dr. Mariah Snyder prófessor við hjúkrunardeild Minn- esotaháskóla, en hún stýrir jafn- framt vinnusmiðju hjúkrunarfræð- inga á ráðstefnunni. Ráðstefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Rannsóknir og nýjungar í hjúkrun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HITASTIG í kjötfarsi og ham- borgurum í kæliborði fjögurra verslana á Akureyri var langt í frá viðunandi samkvæmt skyndikönn- un sem Neytendasamtökin á Ak- ureyri gerðu í lok febrúar. Nið- urstöðurnar eru birtar á heimasíðu samtakanna. Könnunin var gerð í verslunum Nettó, Bónuss, Úrvals og Hag- kaupa og var hitastig mælt í tveim- ur vörutegundum, kjötfarsi og hamborgurum. Hitastigið var rúm- lega 7° í kjötfarsinu í Hagkaupum og Nettó og rúmlega 5° í hamborg- urum. Matvörur í kæli eiga hins vegar að vera á bilinu 0-4° að því er fram kemur á heimasíðu sam- takanna. Hrísalundur kom best út í könnuninni. Neytendasamtökin gerðu aðra skyndikönnun nú í vikunni og þá kom í ljós að ástandið hafði batnað til muna og er til marks um að gripið hafi verið til aðgerða. Úrval kom einnig best út úr síðari könn- uninni. Könnun Neytenda- samtakanna Hitastigið var of hátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.