Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 25 Fyrir fagurkera og safnara Antik Kuriosa Grensásvegi 14 s. 588 9595 og 660 3509 Opið mán-fös. frá kl. 12-18 Lau. frá kl 12-17 Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust Kaupauki! 7 hlutir Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique, er þessi gjöf þín:  Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml  Total Turnaround 7 ml  Superbalanced Makeup 15 ml  High Impact Eye Shadow duo  Daily Shampoo 50 ml  Different Lipstick Pink Whisper  Ásamt Clinique öskju undir snyrtivörur/ skartgripi. GÓÐ GJÖF Nýtt! Total Turnaround Aðeins fyrir þig Two to Tango augnskuggar Ráðgjafar Clinique verða í Hagkaup Kringlunni vikuna 11.-18. apríl og veita þér fría húðgreiningu og ráðgjöf um förðun. Tilboðið gildir í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Spönginni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Akureyri. w w w .c lin iq ue .c om UMDEILDUR vísindamaður, sem segist hafa einræktað fóstur, kann að stofna bæði einræktaða barninu og móður þess í mikla hættu, að því er fram kemur í grein í breska vikublaðinu New Scientist sem kemur út á laugardag. Læknar hafa varað við því að einræktuð börn geti fæðst með ólæknandi sjúkdóma eða vansköp- uð og New Scientist segir að fram hafi komið vísbendingar um að gangi kona með einræktað barn geti hún fengið sjaldgæft og ill- kynja krabbamein í legi, svokallað æðabelgskrabbamein. Blaðið hef- ur eftir Richard Gardner, sérfræð- ingi í fósturþróun við Oxford-há- skóla, að ekki hafi enn verið sannað að móðir einræktaðs barns geti fengið æðabelgskrabbamein því vísbendingarnar um það hafi aðeins fengist við tilraunir á dýr- um. Hann varar þó við því að hætt- an á krabbameininu geti verið mikil. Dagblaðið Gulf News, sem gefið úr út á ensku, skýrði frá því 3. apr- íl að umdeildur sérfræðingur í frjósemislækningum, Ítalinn Se- verino Antinori, hefði tilkynnt á ráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að sér hefði tek- ist að einrækta fóstur. Kona sem gengi með fóstrið væri komin tvo mánuði á leið. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki fengið staðfestingu á þessari frétt og ekki er vitað hver konan er. New Sci- entist hefur eftir ítalska blaða- manninum Giancarlo Calzolari, vini Antinoris, að einræktunin hafi átt sér stað í múslímaríki og faðir einræktaða fóstursins sé „voldug- ur auðjöfur“. Ítalskur vísindamaður segist hafa einræktað fóstur Bæði móðirin og barnið sögð í hættu París. AFP. DAGBLAÐIÐ al-Hayat, sem gefið er út á arabísku í Bretlandi, sagði í gær að því hefði borist yfirlýsing frá al- Qaeda hryðjuverkasamtökunum þar sem fullyrt væri að Sádí-Arabinn Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, væri á lífi og fær í flestan sjó. Er bin Laden sagður leggja á ráðin um ný hryðjuverk. Al-Hayat sagði yfirlýsinguna frá al- Qaeda vera dagsetta 26. mars og er þar m.a. fullyrt að átján bandarískir hermenn hafi nýverið verið teknir af lífi eftir að liðsmenn al-Qaeda og talib- anar handsömuðu þá að loknum hörð- um bardögum í Austur-Afganistan. „Osama bin Laden er frískur og fær í flestan sjó og undirbýr nú næstu skrefin í baráttu sinni,“ sagði í yfirlýs- ingunni sem barst al-Hayat. George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi síðast á föstudag að hann hefði ekki hugmynd um hvar bin Lad- en væri niðurkominn. „Ég bendi þér hins vegar á þetta,“ sagði hann í við- tali við breska sjónvarpsstöð, „það heyrist sannarlega ekki mikið frá honum þessa stundina. Kannski er það af því að hann hefur grafið sig of- an í holu einhvers staðar en það er ekki til nógu djúp hola fyrir hann að leynast í.“ „Við munum ná honum ef hann er á annað borð enn á lífi,“ sagði Bush. Bin Laden sagður á lífi London. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.