Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 49

Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 49 sig með pompi og pragt eftir að hafa búið saman nokkurn tíma og bætt við í strákahópinn. Erna var skemmtileg stelpa með mikla kímnigáfu, hún laðaðist að kraftmiklu fólki, því þar fann hún samleið. Hún snart alla sem henni kynntust með léttu fasi og skörungs- skap. Hennar verður sárt saknað. Mér var hún mín besta vinkona, hinn helmingurinn af mér og þótti okkur ekkert sem að hinni sneri óviðkom- andi. Í blíðu og stríðu studdum við hvor aðra, hlógum og grétum saman. Varla leið sá dagur að við töluðumst ekki við. Í dag er ég hrygg. Elsku Ingó, Óttar, Örn og Dóri, við biðjum góðan guð að vernda ykk- ur og leiða í gegnum þessa miklu sorg. Megi guð vera með ykkur. Hafdís Rut, Aron, Ágústa, Heiðrún og Hrefna. Elsku Erna. Lífið er óútreiknan- legt og svo er einnig með dauðann. Oft finnst okkur lífið ósanngjarnt þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifsað svo snögglega burt frá fjöl- skyldu, vinum og hinu daglega amstri. Við hin sem eftir sitjum verðum að líta á björtu hliðarnar og halda í trúna á að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest. Kær vinkona okkar og nágranni, Erna Rós, er nú látin langt fyrir ald- ur fram eftir harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið. Kynni okkar hófust fyrir allmörgum árum en urðu enn nánari eftir að við fjölskyldan fluttum í Ásgarð fyrir tæpum þremur árum. Á þessum ár- um höfum við átt margar góðar stundir saman, bæði heima og heim- an, sem ánægjulegt er að minnast. Ekki voru það síst strákarnir okkar sem nutu gestrisni ykkar Ingós því það þótti nú ekki tiltökumál þótt tveir strákar bættust í hópinn og oft sáust fjórir strákar hlaupandi á milli húsa því það var jú t.d. alveg upplagt að athuga í hvoru húsinu var betra í matinn í það og það skiptið. Þegar kom að félagslífi sveitarinn- ar mátti ávallt reiða sig á þátttöku Ernu, enda leitun að öðrum eins drifkrafti til að koma málum í fram- kvæmd, og fyrir vikið valdist hún oftar en ekki til forystu í ýmsum fé- lögum og klúbbum. Það var eins hún gæti alltaf bætt meiru á verkefna- listann, hvort sem var að klippa ná- grannana, halda veislur á vegum kvenfélagsins, fara á fundi eða hvað annað sem að höndum bar. Enda undruðust menn oft hvernig í ósköp- unum ein manneskja gæti komist yf- ir alla þessa hluti, en á einhvern óskiljanlegan hátt gekk þetta alltaf. Síðastliðið vor er við vorum að skipuleggja afmælisferð Kvenfélags Hólahrepps til Færeyja, ræddum við um að rétt væri að drífa í að fara, meðan þær elstu í félaginu hefðu heilsu til ferðalaga, en ég þori að fullyrða að það hvarflaði ekki að nokkrum manni að það yrði Erna sem yfirgæfi þessa jarðvist á undan öðrum í félaginu. Svona er nú lífið óútreiknanlegt en við erum vafa- laust allar þakklátar fyrir það að Erna og aðrir dugnaðarforkar í fé- laginu skyldu stuðla að því að þessi ferð væri farin því úr henni eigum við allar góðar minningar. Ekki síst tengdar Ernu og öllum þeim góðu stundum sem við áttum þar saman. Barátta Ernu við þennan skæða sjúkdóm stóð kannski ekki mjög lengi en eitt er víst að hart var bar- ist. Segja má án nokkurs vafa að ef einhver hefði haft möguleika og rétta hugarfarið til að sigra þennan illvíga fjandvin þá var það hún Erna með sinni óbilandi þrautseigju og bjartsýni. Já, Erna var ekki kona sem lét vandamálin buga sig, heldur stóð alltaf teinrétt og bar sig vel hvað sem á gekk. Í þetta skipti dugðu þó því miður þrautsegja og baráttuvilji ekki til, enda maðurinn með ljáinn vanur að fara sínu fram. Kæru Ingó, Óttar, Örn Óskar og Halldór. Missir ykkar er mikill, því slíkt skarð verður seint fyllt. Verum þess þó minnug að tíminn læknar sár og því verðum við, jafnvel á erfiðustu tímum lífs okkar, að horfa fram á veg- inn með bjartsýni í hjarta. Við eigum þó a.m.k. alltaf minninguna um ein- staka móður, eiginkonu og vinkonu. Guð styrki fjölskyldu og aðstand- endur Ernu á þessum erfiðu tímum. Inga og fjölskylda Ásgarði vestri. Erna Rós Hafsteinsdóttir átti rík- an þátt í samfélaginu hér heima á Hólum og var tengd staðnum nánum böndum. Hún tengdist staðnum fyrst þegar maðurinn hennar, hann Ingólfur, kom hingað til að læra fisk- eldi og þau settust síðan að hér í sveitinni. Strákahópurinn stækkaði og Erna tók virkan þátt í öllu sem þá varðaði, foreldrafélögum leik- og grunnskóla, ungmennafélaginu og auk þess kvenfélaginu, svo fátt eitt sé nefnt. Hvar sem hún lagði hönd á plóginn var það af einstökum dugn- aði og ákveðni. Hún var leiðtogi, skjótráð, hafði kjark til að taka frumkvæði og hæfileikann til að hrífa fólk með sér í verkefnin. Erna hafði reynslu af rekstri og stjórnun eigin fyrirtækja, var menntuð sem hárskeri og hár- greiðslumeistari og starfaði jafn- hliða við það. Hún hafði hug á að mennta sig meira og notaði tækifær- ið að stunda þau námskeið á ferða- málabraut Hólaskóla sem nýttust henni best. Í haust kom hún svo til liðs við Hólaskóla sem hótelstjóri. Erna hafði mikinn metnað í starfinu og sinnti því af brennandi áhuga. Þar nýttust leiðtoga- og skipulags- hæfileikar hennar mjög vel og hún var fljótlega búin að setja sinn svip á staðinn. Hún sinnti því hlutverki að taka á móti gestum á Hólastað af áhuga og gleði þannig að ferðaþjón- ustunni á Hólum var sómi að. Það er gaman að vinna með góðu fólki og það var hreinlega spennandi að koma í vinnuna hvern dag og fylgj- ast með því hve góð tök hún hafði á starfinu og þeim ótrúlega árangri sem hún náði á skömmum tíma. Ótrúlegum, því í raun var hún fár- sjúk í allt haust. Það voru dimmir dagar sem fóru í hönd þegar ljóst var hve alvarleg veikindi hennar voru. Því miður tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir hennar til lækna, að greina krabbameinið fyrr en langt var liðið á síðasta ár. Á vinnustaðn- um og í sveitinni var hugur fólks all- ur hjá henni og strákunum. Vonin var alltaf sterk, og í raun var það kraftaverk að Ernu tókst að ná nokkrum kröftum eftir alvarlega sýkingu í lungum eftir áramótin og njóta samvista við fjölskyldu sína í fáeinar vikur til viðbótar. Lengri frestur gafst ekki og nú kveðjum við frábæran vinnufélaga og vinkonu með söknuði og þökk fyrir sam- veruna og samstarfið. Megi okkur takast að heiðra minningu hennar í okkar störfum í framtíðinni. Við vottum öllum ættingjum Ernu og vinum en sérstaklega Ingólfi, Ótt- ari, Erni Óskari og Halldóri innilega samhug okkar og vonum að þau bönd vináttu og kærleika sem henni tengdust verði þeim stoð og styrkur um ókomna tíð. Samstarfsfólkið á Hólum. Ernu fylgdi ávallt jákvæð og skapandi orka. Og sá eiginleiki kom skýrt í ljós eftir að hún tók við starfi hótelstjóra Ferðaþjónustunnar á Hólum sl. haust. Áður en margar vikur voru liðnar var hún búin að hrinda í verk hlutum sem höfðu sveiflast manna á milli vikum og jafnvel mánuðum saman. Áhugi hennar smitaði svo sannarlega útfrá sér og við áttum mörg samtöl um stór sem smá framtíðarverkefni Ferðaþjónustunnar. Reiðarslagið var því mikið þegar hún greindist með krabbamein á háu stigi og ljóst var að tvísýnt væri að hún kæmi aft- ur til starfa. Kraftur Ernu og einbeitni við allt það sem hún tók sér fyrir hendur gerði það hins vegar að verkum að innst inni bjó með manni von að hún gæti sigrast á krabbameininu sem var búið að heltaka líkama hennar. Og í raun finnst mér að hún hafi unnið sigur. Sigur sem helgast af kjarkaðri baráttu og ótrúlegu hug- rekki undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum. Ég er þakklát að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með Ernu á haustmánuðum og kynnast henni á nýjan hátt. Erna var sannarlega skemmtilegur og hvetjandi vinnufélagi sem hafði metnað og vilja til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Hennar er sárt saknað. Sárastur er þó söknuður fjöl- skyldunnar og sendi ég henni mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kæru Ing- ólfur, Óttar, Örn Óskar og Halldór, megi minningar um frábæra konu megna að deyfa sorg ykkar og þján- ingar á þessum erfiðu stundum. Guðrún Þóra, ferðamálabraut Hólaskóla. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar, Halldór og fjölskyldur, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Erna Rós, guð geymi þig. Jóhanna Inga. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sól- arlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Jerry Fernandez.) Nú þegar við kveðjum þig elsku Erna Rós eigum við erfitt með að setja orðin á blað, efst í hugum okk- ar eru þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin sem urðu alltof fá, en því fáum hvorki við né aðrir breytt. Við biðjum algóðan guð að varðveita synina þrjá og hjartkæran eigin- mann, foreldra þína, afa og ömmu, svo og systur þínar og fjölskyldur þeirra. Kæra vina, við óskum þér góðrar heimkomu og þökkum þér liðna tíð. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ástvinum Ernu Rósar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Friðrik, Sóley, Davíð Aron, Est- er Linda, Aron Ingi, Lena Dögg, Rakel Rós og Oddgeir. Það er erfitt að skrifa minning- argrein um elsku Ernu Rós. Hún sem var alltaf svo hress, hjálpsöm, tilfinningarík og góð kona. Við stelpurnar áttum góð kynni af henni, þegar við vorum ráðnar til vinnu hjá þeim hjónum á söluskál- ann Stöð-inn á Sauðárkrók. Þar var gott að vinna og oft glatt á hjalla og margt skrafað. Við kveðjum þig með söknuði. Hvíl í friði. Elsku Ingó, Óttar, Örn og Halldór og aðrir aðstandendur Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guðrún, Ragndís, Erna María, Sandra, Sigurlaug og Bryndís.  Fleiri minningargreinar um Ernu Rós Hafsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. '           ?&'?< 0&  +!1/# ;= #-+./%+  0  (     $   *   5      8     9%          " /% ($! %'. /0: /%   (.5 /%    1? /%   '#  !!$ '                  (& $<  *&  5DE +# 0   !      :   &   5  !""  /  (!  1  % $(!  -  !"5 $ ;   *&F$$#G*     8    9%     &  5  6"" 7      *&              #   7     )  0:0-!"# 4 0- !/ !0- 0%F## !F##  4"#  ! !.$@#!$ ;     %  ) <& &  % ;; +#-       3       <  &  5   "" )#! 1'#  #-  ' $ 7    & & *&   C#   # 4    5 ?#H#-.4  0    56          : %   = ( %     !"" 7     * $% &      %'+$     'B&*  *) *&   CI %?#4#-.4 0. / / = % *  +   1  &      (      =  %   5"  !""  1 /## "5 #"5!""5$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.