Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur lík- legt að Ísland fari fram á tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um svokallaða jafn- virðissamninga vegna stækkunar ESB og af- leiðinga hennar fyrir Ísland, þ.e. niðurfell- ingar fríverslunarsamninga Íslands við þau ríki sem þá bætast í sambandið. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í Ósló í gær í kjölfar fundar ráðherranna sagði Bondevik m.a. að enn hefði ekki verið farið fram á slíkar tvíhliða viðræður við ESB af hálfu Noregs en það yrði gert. Túlkun sín væri af samræðum við talsmenn ESB að vel yrði tekið í slíka ósk. Í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn sagði Davíð að þessi leið hljóti að verða farin af hálfu Íslands einnig. „Á meðan ekki fást viðurkenndar upp- bætur á fríverslunarsamningum sem úr gildi falla við stækkunina, er eðlilegt að ræða við Evrópusambandið um jafnvirðissamninga. Ég held að það sé mjög hagstætt fyrir Ís- land að athuga þetta líka þótt fyrsta krafan hljóti auðvitað að vera sú sem utanríkisráð- herra hefur verið að vinna að fyrir okkar hönd: Að tryggja það að staða okkar eftir stækkun sambandsins verði ekki lakari. Það er reyndar einnig okkar mat að Evrópusam- bandinu sé skylt samkvæmt EES-samningn- um að jafna þá stöðu þótt þeir kunni reyndar að hafa aðra skoðun á því. Ef þeim er það ekki skylt samkvæmt EES-samningnum er þeim það skylt á grundvelli samþykkta Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO,“ sagði Davíð. Bondevik ánægður með raunsætt mat Fundur forsætisráðherranna í gær snerist aðallega um Evrópumál. Nýleg íslensk skoð- anakönnun hefur vakið mikla athygli í Nor- egi en því var mjög haldið á lofti að níu af hverjum tíu Íslendingum væru hlynntir að- ild. Viðbrögðin þar í landi voru m.a. á þá leið að ýmsir forystumenn Verkamannaflokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu, töldu brýnt að koma Evrópusambandsaðild aftur á dagskrá í Noregi og Íslendingar og Norðmenn ættu að stefna að því að sækja um aðild að ESB samhliða.Á fundinum lýsti Bondevik því sem svo að fréttir af umræddri skoðanakönnun á Íslandi hefðu verið ýktar í Noregi og menn hefðu ekki verið raunsæir. Hann lýsti ánægju með fá nú raunsætt mat á málinu. Davíð tók undir að umfjöllun hefði ekki verið raunsæ hingað til. „Það er ekki svo að ríki sæki um aðild að ESB til að athuga hvað þau fái,“ sagði Davíð og vísaði til þess að um 90% þeirra sem voru spurðir í umræddri könnun að því hvort þeir vildu sækja um aðild til að kanna hvað væri í boði, svöruðu því játandi. Samhliða aðildarviðræður Íslands og Nor- egs voru ekki ræddar á fundi Davíðs og Bondeviks. Davíð sagði ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu svo stóra ákvörðun að hvert ríki yrði að taka slíka ákvörðun fyrir sig. Ef slíkar ákvarðanir yrðu teknar yrði samvinna ríkjanna að sjálfsögðu með ágæt- um eins og í öllum öðrum málum hingað til, sagði Davíð. Bondevik tók undir með Davíð. Hann sagði Ísland og Noreg eiga margt sameiginlegt hvað varðar samskiptin við ESB. Til dæmis hvað gera skal vegna stækkunar Evrópusambandsins og þ.a.l. nið- urfellingar fríverslunarsamninga Íslands við mörg þau ríki sem verða aðilar að Evrópu- sambandinu að stækkunarferlinu loknu. Bondevik sagði þetta mikilvægt mál þar sem bæði Ísland og Noregur eru svo háð fisk- veiðum og útflutningi á fiski og með ein- hverjum hætti þyrfti að bæta ríkjunum upp niðurfellingu þessara samninga. „Við óskum því eftir viðræðum við ESB um jafnvirð- issamninga (kompensasjonsordninger) vegna stækkunar sambandsins,“ sagði Bondevik. Forsætisráðherrarnir lýstu báðir ánægju með fundinn en hann er sá fyrsti eftir að Bondevik varð forsætisráðherra aftur. Á fundinum fjölluðu þeir jafnframt um nor- rænt samstarf og NATO-samstarfið. „Við er- um sammála um að vinna að því að Eystra- saltsríkjunum verði boðin aðild að NATO,“ sagði Bondevik m.a. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð: „Við teljum að það séu miklu meiri líkur núna en nokkru sinni fyrr á því að á fund- inum í Reykjavík og fundinum í Prag, verði frá því gengið, að þessi lönd komist inn. Þetta er ekkert sem liggur endanlega fyrir en nú eru miklu jákvæðari vonir heldur en við höfum áður talið okkur mega byggja á. Við höfum lesið þetta út úr viðræðum við nokkra aðila.“ Davíð fjallaði einnig um ástandið í Evr- ópuumræðunni á Íslandi. „Íslendingar þekkja ekki eins vel möguleikana sem felast í aðild. Norðmenn skynja Evrópumálin mun betur en Íslendingar eftir tvær þjóðarat- kvæðagreiðslur og miklar umræður í tengslum við þær.“ Hann sagði að vissulega hefði Evrópusam- bandið breyst en ekki til hagsbóta fyrir Ís- land. „Sumir á Íslandi telja að Íslendingar geti fengið miklu betri samninga við ESB varðandi sjávarútvegsmál en Noregur fékk. Af hverju ætti það að vera svo? Vill ESB svo miklu frekar fá Ísland inn í ESB en Noreg? Það held ég ekki,“ sagði Davíð m.a. „Ef Ís- land yrði aðili er það líklega rétt að við fengjum leyfi til að nýta stærsta hluta fiski- miðanna,“ sagði Davíð, en það er ekki nægj- anlegt að mati forsætisráðherra. Hann sagði nauðsynlegt að Íslendingar hefðu síðasta orðið um yfirráð yfir fiskimiðunum og ekki væri nægilegt að þeir „fengju leyfi frá Brussel til að nýta þau“. Varðandi uppfærslu EES-samningsins sagði Davíð: „Samningurinn er mjög góður og engin stórvandamál hafa komið upp. Það skiptir ekki máli hvort EES-samningurinn verður uppfærður tveimur, fimm eða sex ár- um síðar og engin hætta á ferðum. Ég get mjög vel skilið að þegar stækkunarferli ESB er í fullum gangi að sambandið hafi ekki tíma til að uppfæra EES-samninginn. Davíð lýsti því að enginn íslenskur stjórn- málaflokkur hefði enn lýst því yfir sem stefnu sinni að sækja um aðild að ESB og á Alþingi væri staðan sú að í mesta lagi þriðj- ungur þingmanna væri hlynntur aðild Ís- lands að ESB en a.m.k. tveir þriðju á móti Davíð telur ekki að Evrópusambandsaðild verði helsta kosningamálið í Alþingiskosn- ingunum á næsta ári en líklegra að að verði eitt af mörgum. „Ég vil gjarnan að þetta mál verði rætt. Það hefur verið of lítið umtal um Evrópumálin á Íslandi.“ Davíð sagði að reyndar væru önnur mál mun mikilvægari og stjórnmálaflokkarnir myndu fara eftir vilja kjósenda. Hundrað ára sjálfstæðis- afmæli fyrr en aðild? Davíð sagði það einnig sameiginlegt álit stjórnmálamanna og lögfræðinga á Íslandi að íslensku stjórnarskránni þyrfti að breyta til að tæknilega yrði hægt að sækja um aðild að ESB og til þess þarf tvennar kosningar. Frumvarp til breytinga á stjórnarskrá verð- ur að samþykkja með meirihluta atkvæða á Alþingi og kjósa svo að nýju. Nýtt Alþingi þarf að samþykkja sama frumvarp með meirihluta og þá er hægt að breyta stjórn- arskránni. „Það er ekkert sem bendir til þess að slíkt frumvarp komi fram á þessu þingi,“ sagði Davíð. Hann nefndi árið 2007 í þessu sambandi og sagði að ekki væri líklegt að tæknilegur möguleiki á að sækja um aðild að ESB skapaðist fyrr en þá. Aðild að lokn- um viðræðum og svo þjóðaratkvæðagreiðslu yrði því ekki möguleg fyrr en um 2010. Hann sagði ekki raunsætt að ætla að tækni- legur möguleiki skapaðist fyrr þótt hvenær sem er væri hægt að gera nauðsynlegar ráð- stafanir. Í samtali við Morgunblaðið bendir Davíð þó á að hann telji þetta alls ekki líklegt, heldur aðeins tæknilega mögulegt. Hann segir jafnframt að lítil hætta sé á að Norð- menn sæki um aðild fyrr. „Norðmenn munu árið 2005 halda upp á 100 ára afmæli sjálf- stæðis síns. Ég held að engum heilvita Norð- manni detti í hug að vera á þeim tíma að leggja til að taka hluta af því sjálfstæði og senda til Brussel.“ Aðspurður hvort Íslendingar muni halda upp á hundrað ára sjálfstæðisafmæli áður en sótt verður um aðild Íslands að ESB segir Davíð: „Það getur verið að Evrópusamband- ið verði hrunið löngu áður þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því.“ Forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Davíð Oddsson og Kjell Magne Bondevik, hittust í Ósló í gær SCANPIX Vel fór á með ráðherrunum tveimur við upphaf fundarins í gær. Evrópuaðild ekki á dagskrá hjá löndunum tveimur Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kjell Magne Bonde- vik, forsætisráðherra Noregs, hittust í Ósló í gær og gerðu hvor öðrum grein fyrir stöðunni í Evrópuumræðum í heimalöndum sínum. Þeir eru sammála um að Evrópu- sambandsaðild sé ekki á dagskrá hjá löndunum tveimur. Steingerður Ólafsdóttir fylgdist með fundinum. steingerdur@mbl.is FLUGMÁLASTJÓRN hefur að und- anförnu verið að taka í notkun nýtt tölvu- stýrt fluggagnakerfi. Nýja kerfið og gamla kerfið hafa síðan 20. febrúar verið keyrð samhliða, en í gær var það skref stigið að nýja kerfið var tekið í notkun sem aðalkerfi en gamla kerfið er notað aðeins til stuðnings. Notkun þess verður svo formlega hætt eftir 2-3 vikur. Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjórnar, sagði að nýja kerfið, sem kallað er FDPS-kerfi, hefði verið í þróun í 12 ár. Að hanna kerfið hefði reynst flóknara úrlausnarefni en nokkurn grunaði í upphafi. Svona kerfi væri ekki tekið í notkun nema að menn hefðu sannfærst um að það væri jafn- öruggt og eldra kerfi. Gamla kerfið, sem nefnist EMDS, bygg- ist á því að flugumferðarstjórar skrifa nið- ur upplýsingar um ferðir, flughæð flugvéla og fleira inn á pappírsræmur. Nýja kerfið byggist á því að upplýsingarnar eru færð- ar inn í tölvu sem uppfærir þær sjálfkrafa. Heimir Már sagði að flugumferð á ís- lenska flugumferðarstjórnarsvæðinu væri minni núna en hún væri þegar kæmi fram á vorið og því væri þetta hentugur tími að gera þessa kerfisbreytingu. Hann sagði að fyrstu dagana yrði flug- umferðin meira skipulögð en venjulega, sem þýddi t.d. að hæðabreytingum yrði haldið í lágmarki. Eins væru fleiri flug- umferðarstjórar á vakt en venjulega eða 18 menn í stað 10. Ástæðan væri sú að enn væri verið að keyra bæði kerfin. Nýtt fluggagna- kerfi tekið í notkun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ingvar Valdimarsson tekur í burtu pappírsræmurnar sem gamla kerfið byggðist á, en þær hafa verið notaðar í áratugi. Á bak við hann er Eva Baldursdóttir flugumferðarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.