Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 45 ✝ Steinunn BjörgHalldórsdóttir fæddist á Ísafirði 12. janúar 1963 og ólst upp í foreldrahúsum á Heiðarbraut 4 í Hnífsdal. Hún lést á heimili sínu í Lækjar- túni 22 á Hólmavík miðvikudaginn 3. apríl sl. Foreldrar hennar eru Inga Sig- urborg Magnúsdóttir húsmóðir, f. 1.10. 1930, og Halldór Magnússon hús- gagnasmiður, f. 26.11. 1929. Þau eru búsett í Hnífsdal. Systkini Steinunnar eru: Margrét, f. 3.11. 1951, gift Páli Breiðaskarð, þau eru búsett í Fuglafirði í Færeyjum. Dóttir þeirra er Karen og hennar maður er Hilmir Bjarnason, barn þeirra er Valdís Ósk; Magnús Ingi, f. 16.4. 1955, d. 14.11. 1991, giftur Guðbjörgu Hjartardóttur. Börn þeirra eru Halldór Ingi, Hjörtur Rúnar og Helga Guðrún; Helga Rut, f. 21.8. 1965, gift Karli Þór Björnssyni. Dætur þeirra eru Þórdís, Kolbrún Ýr og Inga Matthildur; Sara, f. 9.8. 1970, hennar maður er Þorfinnur Eggertsson, sonur þeirra er Kári Freyr. Steinunn giftist 15.7. 2000 Einari Indriðasyni, verk- stjóra hjá Hólmavík- urhreppi, f. 27.8. 1953. Foreldrar Ein- ars eru Guðfinna Magnúsdóttir, f. 20.1. 1925, og Indriði Sigmunds- son, f. 26.8. 1922, áður bændur í Árdal en nú búsett á Hólmavík. Synir Steinunnar og Einars eru Bjarki, f. 30.11. 1990, og Magnús Ingi, f. 12.6. 1994. Dóttir Einars frá því áður er Jóhanna Ása, f. 26.8. 1974, hennar maður er Stef- án Jónsson og sonur þeirra er Jón. Þau eru búsett á Ísafirði. Útför Steinunnar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Það er skrýtið að hugsa til þess er ég skrifa þessar línur, að Steinunn, þessi sterka, hressa og vígalega vin- kona okkar, hafi loks gefið eftir í bar- áttunni við ofjarl sinn, krabbameinið. Hún ætlaði sér ekki að gefast upp, ó nei hún ætlaði sér á Góugleðina, sem hún gerði, og hún ætlaði sér norður á Hólmavík um páskana, sem hún einn- ig gerði. Hún vildi vera heima hjá sér, ekki á sjúkrastofnun í Reykjavík. Við Steinunn vorum að rifja upp bernskuárin um daginn, en við erum bæði fædd og uppalin í Hnífsdal. Þar var alltaf mikið um að vera hjá okkur krökkunum, sérstaklega á sumrin. Þetta var á þeim tíma sem börn kunnu að leika sér og sjónvarpið var í fríi á fimmtudögum og allan júlímán- uð. Róluvöllurinn var óspart notaður í hringbolta, brennó og þess háttar hópleiki og skemmtilegast var þegar einhver af foreldrunum kom og var með. Þarna var ekkert aldurstak- mark, allir með, bæði stórir og smáir. Fyrir nokkrum dögum sátum við Steinunn saman og rifjuðum upp bernsku okkar. „Við förum víst ekki í hringbolta núna Páll minn,“ sagði hún og brosti, eftir að hafa rifjað það upp að móðir hennar hafi verið búin að kalla á hana inn í háttinn í þriðja sinn: „Steinunn, klukkan er orðin hálftvö, ef þú kemur ekki núna læsi ég þig úti.“ Já, mikið var það nú gott að alast upp í faðmi fjallanna fyrir vestan, þar sem bjart er allan sólar- hringinn á sumrin. Einar og Steinunn voru eins og sköpuð hvort fyrir annað og ég held að það hafi verið stærsta gæfa þeirra hjóna að hafa fundið hvort annað á sínum tíma. Allir sem til þeirra þekkja dáðust að samheldni þeirra og lífssýn. Brosið og húmorinn var alltaf uppi- við og ætíð glatt á hjalla. Það var því ekki hægt annað en að halda vinátt- unni við, þegar slíkir öðlingar voru annars vegar. Mér er minnisstætt hvað þau hjón voru viljug að koma og hvetja mig og félaga minn, er við kepptum í ralli um nokkurt skeið. Þá var búið að úbúa fána og boli í réttum litum og merkja okkur. Þetta var eins og í útlöndum, heilmikill fjöldi fólks að hvetja sína menn og Steinunn þar fremst í flokki að hvetja æskuvin sinn úr dalnum. Alltaf reyndum við Kristín og stelp- urnar að koma við á Hólmavík er leið okkar lá á heimaslóðir, annaðhvort í kaffi eða til að gista eina nótt. Það hefur einnig verið gaman að fá að kynnast drengjunum þeirra, þeim Bjarka og Magnúsi. Þeir eru sannir vinir í raun, hressir strákar sem sjá lífið og tilveruna á skemmtilegan máta. Söknuður Einars og strákanna er sár og ég bið góðan Guð að hjálpa þeim í gegnum þá erfiðu raun sem framundan er. Ég er þó sannfærður um að allir sem standa þeim nærri munu leggja sig fram um að halda þétt utan um þá og styðja þá og styrkja áfram fram á veginn. Það er einnig mjög sárt fyrir for- eldra Steinunnar að horfa á eftir öðru barni sínu yfir móðuna miklu, en Magnús bróðir hennar lést af slysför- um fyrir nokkrum árum, einnig langt fyrir aldur fram. Það áfall var einnig mjög erfitt fyrir þær systur, sem litu mikið upp til bróður síns. Það er erfitt fyrir okkur öll að sætta okkur við þessa niðurstöðu, þótt aðdragandinn sé nokkur. Við getum þó öll sætt okkur við þá stað- reynd að þjáningar Steinunar eru að baki og nú líður henni vel í himnaríki. Elsku Einar, Bjarki og Magnús. Við sendum ykkur og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Ykkar vinir Páll, Kristín og stelpurnar. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. (Friðr. Friðr.) Það er sorglegt til þess að hugsa að fá ekki að hitta hana Steinu mína aft- ur og að svo ung kona sé hrifin á brott í blóma lífsins frá eiginmanni og ung- um sonum sínum. Það er huggun harmi gegn að nú er hún laus við allar þrautir sem enginn mannlegur mátt- ur gat breytt og hún hafði þurft að glíma við svo hetjulega. Henni tókst það sem hún ætlaði sér og það var að fara heim til Hólmavíkur fyrir páska og vera í herberginu sínu. Það var það sem hún vildi. Haustið 1988 kynntist ég Steinu. Hún var hæglát og brosmild og heill- aðist ég strax af henni. Við eyddum mörgum frítímum okkar í leikfélag- inu sem var mjög öflugt og skemmti- legt og lékum við þar saman á sviði. Mér er í fersku minni sumarið 2000, rétt fyrir brúðkaup þeirra hjóna, þegar við stormuðum vinkon- ur hennar með henni úr Víkurtúninu, klæddar kjólum frá leikfélaginu, inn á Café Riis. Þá var Steina hrókur alls fagnaðar, eins og alltaf í góðra vina hópi enda stór stund framundan. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með henni, þó sérstaklega núna síðustu mánuði. Ég veit að Sara systir hennar er sam- mála mér að vínber eiga alltaf eftir að minna okkur á Steinu. Elsku Einar, Bjarki, Magnús Ingi og aðrir ástvinir. Við Nonni og stelp- urnar sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Úr Spá- manninum.) Guð blessi minningu Steinunnar Bjargar Halldórsdóttur. Anna Jóna Snorradóttir. Hún Steinunn Björg er flutt frá okkur, yfir í næstu tilveru, og þegar við nú kveðjum hana er mér efst í huga hvað hún var alltaf glettin og broshýr. Brosin hennar Steinu og dillandi hláturinn komu beint frá hjartanu og komu manni alltaf í gott skap. Hún var svo hress og góð og hafði svo gaman af að syngja og gleðjast með okkur. Það er sárt að Einar og dreng- irnir þeirra skuli ekki fá að njóta samvista við hana lengur. Víst er að þeir eiga sér nú góðan verndarengil þar sem hún vakir yfir þeim. Ég bið guð að blessa og hugga Ein- ar og drengina litlu, fólkið þitt og vini, Steina mín, og kveð þig með lítilli vísu. Og mér finnst eins og ég heyri þig segja: „Takk, gamla mín, og sjáumst síðar.“ Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. Hallgr.) Ásdís. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymdist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku hjartans Steina, já það var gæfa að kynnast þér. Eftir að ég flutti til Hólmavíkur, fundum fljót- lega að við áttum ýmislegt sameig- inlegt, við komum báðar að vestan og kannski var það vestfirska eðlið sem tengdi okkur saman. Við vorum frek- ar snöggar upp á lagið og sögðum það sem við meintum. Söngur var sérstaklega á okkar áhugasviði og notuðum við hvert tækifæri til að iðka það áhugamál. Við áttum okkar uppáhaldslög sem við sungum saman við ýmis tækifæri, við misjafnar undirtektir hjá okkar nánustu, sem hafa kannski verið orðnir hálf leiðir á sömu gömlu tugg- unni. Einnig störfuðum við saman í Leikfélaginu. Þar áttum við margar ógleymanlegar stundir, mikið var hlegið og mikið var sungið. Það var líka algjör nauðsyn að hafa Steinu á sem flestum sýningum Leikfélagsins því hún kunni að hlæja upphátt, sem er góður hæfileiki. Kannski sá hún bara alltaf það skemmtilega við hlut- ina. Við vorum síðan saman í Kvenna- kórnum Norðurljós. Við vorum í „órólegu deildinni“ nokkrar saman úr kórnum. „Órólega deildin“ sat yfir- leitt aftast í rútunni á kórferðalögum og reynt var að sussa á hana í tíma og ótíma á æfingum. Við ætluðum að hafa gaman af þessum félagsskap, en vorum kannski aðeins hávaðasamari en hinir kórmeðlimirnir. Steina veikt- ist fyrir rúmlegu ári og tók sínu hlut- skipti með fádæma æðruleysi. Síð- ustu dagana átti hún heima í faðmi fjölskyldunnar. Hjá „köllunum mín- um“ eins og hún sagði oftast. Hún sagðist ætla að vera komin heim fyrir páska, og það stóð heima. En dag- arnir heima urðu aðeins fjórir. Ég þakka fyrir að hafa getað verið með þér þessa daga. Þeir voru mér ómet- anlegir. Nú ertu farin og við hin höld- um áfram. Þú vildir enga sorg eða sút, en við grátum og syrgjum þig samt, sama hvað þú segir, en við jöfn- um okkur á sorginni með tíð og tíma og geymum minninguna um þig. Í Spámanninum segir: „En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Elsku hjartans Steina mín. Við Sverrir, Andri, Jakob Ingi og Kristín Lilja sendum þér hjartans kveðjur og þökkum þér samfylgdina síðustu fimmtán ár og trygga vináttu sem aldrei gleymist. Ég lýk þessu með er- indum, sem við sungum oft: Sofðu rótt, gullið mitt. Sunnan yfir sæinn breiða, sumarylinn vindar leiða, draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Gakktu út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin, mundu að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma, sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt (Kristján. frá Djúpalæk.) Elsku Einar, Bjarki, Magnús og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mikill, en minningin lifir. Við fjölskyldan sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja. Salbjörg. Við í Leikfélagi Hólmavíkur kveðj- um í dag góðan félaga okkar, Stein- unni Björgu Halldórsdóttur. Við höf- um átt saman margar góðar og skemmtilegar stundir sem við minn- umst nú. Steinunn tók þátt í starfi Leik- félagsins af lífi og sál, lék í nokkrum sýningum og var ávallt boðin og búin að hjálpa til við uppfærslu leikrita. Ekki var minna um vert að njóta fé- lagsskapar hennar við gleðskap, skemmtanir og söng, sem ávallt hef- ur fylgt leikstarfinu á Hólmavík. Margt er okkur minnisstætt og á góðum stundum eru oft sagðar sögur og rifjuð upp skemmtileg atvik úr leikstarfinu. Ein sagan sem oft er sögð og alltaf við jafn góðar undir- tektir er frá sýningu á leikritinu Landabrugg og ást í Króksfjarðar- nesi. Þá átti Steina að geysast út af sviðinu með miklum látum. Þegar hún þreif í hurðarhúninn og ætlaði út gerðist ekki nokkur hlutur, húnninn snerist bara í hringi og hurðin sat föst. Hún rykkti hraustlega í nokkr- um sinnum og stóð skyndilega með húninn í hendinni. Áhorfendur tryllt- ust auðvitað úr hlátri og baksviðs sátu menn og veltu fyrir sér hvað Steina og mótleikarinn, þjónninn Ferdinand, væru eiginlega að gera svona fyndið á sviðinu. Róninn Ingj- aldur áttaði sig fyrstur af þeim sem baksviðs voru og henti sér á hurðina sem hrökk opin og hann datt inn á sviðið. Gallinn var sá að á þeim tíma átti róninn að vera í steininum. Þessi sena var óborganleg, bæði fyrir leikarana og áhorfendur, og það var ekki síst Steina sem hafði gaman af. Sem bet- ur fer var um gamanleikrit að ræða. Elsku Steina, við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum saman og sendum þér okkar hinstu kveðju og þessi erindi sem okkur finnst eiga vel við á þessari stundu: Dökkur skuggi á daginn fellur dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem þerrum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjum núna, sjáumst aftur. (H.A.) Elsku Einar, Bjarki, Magnús og Ása og aðrir aðstandendur, við send- um ykkur innilegustu samúðarkveðj- ur. Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur. STEINUNN BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Berglaug Sigurð-ardóttir fæddist í Heiðarhöfn á Langa- nesi 11. nóvember 1915. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði á annan í páskum. Foreldrar hennar voru Þórdís Sæmundsdóttir saumakona, frá Heiði á Langanesi, og Sig- urður Guðmundsson, úvegsbóndi í Heiðar- höfn, ættaður úr Grímsey. Þau hófu búskap í Heiðarhöfn 1922 og bjuggu þar til dauðadags Þórdísar. Maki Berglaugar var Jóhann Gunnlaugsson, f. 28.3. 1901 á Eiði Langanesi. d. 3.11. 1980. Foreldr- ar hans voru Þorbjörg Daníels- dóttir, f. 22.8. 1879 á Eiði, d. 19.4. 1936, og Gunnlaugur Jónasson, f. 22.5. 1872 á Eldjárnsstöðum, d. 16.3. 1962, bændur á Eiði. Börn þeirra eru: Guðlaug, f. 31.12. 1933 í Heið- arhöfn; Þorbergur Gunnlaugur, f. 11.1. 1936 á Eiði; Þórdís, f. 21.3. 1937 á Eiði, d. 3.1. 1982; Arnþrúð- ur, f. 30.3. 1938 á Eiði, d. 15.2. 1994; Sigríður, f. 15.8. 1939 á Eiði; Sigurð- ur Níels, f. 13.8. 1940 á Eiði; Hallmar, f. 17.2. 1942 á Eiði, d. 1.2. 1970; Eggert Hafsteinn, f. 29.5. 1943 á Eiði; Berg- laug, f. 26.6. 1944 á Eiði; Aðalheið- ur Ágústa, f. 26.10. 1945 á Eiði; Konráð, f. 6.4. 1954 á Eiði; Ást- hildur, f. 1.5. 1955 á Eiði. Berglaug og Jóhann bjuggu á Eiði frá 1931–1974 er þau fluttust til Þórshafnar. Útför Berglaugar fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdamóðir mín, Berglaug Sig- urðardóttir, er látin. Berglaug var ein af þessum dugmiklu og ósér- hlífnu konum, sem öllum vilja gott gera, og var ávallt til staðar ef eitt- hvað bjátaði á í fjölskyldunni. Afkomendurnir voru henni afar hjartfólgnir og hún fylgdist með vexti þeirra og viðgangi fram á síð- ustu stund. Það er margt sem sækir á hugann, þegar svo stórbrotin kona er kvödd. Ég minnist margra stunda á Eiði, glæðværðar húsmóðurinnar, þekk- ingar og skilnings á öllum hliðum mannlífsins, æðruleysis þegar sorgin kvaddi dyra, umburðarlyndis og visku við erfiðar aðstæður. Ég minnist hennar sem mikillar konu og móður, sem afburða mann- eskju, í sjón og raun, dugmikillar húsmóður á stóru heimili í sveit, þar sem búið var við aðstæður sem fæst- ir af okkar kynslóð þekkja. Óbilandi dugnaður og jákvæði á lífið gerði hana að þeirri konu sem við þekkj- um. Hún var mikil bókakona og las nánast allt, en einkum ævisögur og ættfræðirit, en ættfræði var henni afar hugleikin. Hún hafði mikinn áhuga á ferða- lögum, þótt henni auðnaðist ekki að ferðast mikið um heiminn, en var vel að sér um allt er varðar landafræði. Þetta er aðeins lítið brot af því sem mig langar að segja, en ég vil kveðja þig með orðum Páls postula, sem mér finnst eiga svo vel við lífs- hlaup þitt: „Elska, öfundar eigi. Eigi gerir hún miska. Eigi drambar hún, eigi er hún ágjörn, eigi leitar hún sinna hluta, eigi hæðir hún, eigi hyggur hún illa, eigi fagnar hún illu. En hún samfagnar góðu.“ Guð geymi þig. Jóna. BERGLAUG SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.