Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIGNIR Hróðmar Benediktsson, múrara- meistari og verktaki í Reykjavík, lést á Land- spítalanum við Hring- braut á fimmtudag, á 55. aldursári. Vignir fæddist í Reykjavík 1. september árið 1947 og ólst upp í Laugarneshverfinu, sonur Benedikts Bjarna Björnssonar verkamanns og Þórdís- ar Ingibjargar Jóns- dóttur. Að lokinni hefð- bundinni skólagöngu lauk Vignir sveinsprófi í múrverki árið 1970 undir handleiðslu Ólafs Hólmgeirs Pálssonar múrarameistara. Fyrstu árin vann hann sjálfstætt í múrverki en stofnaði síðan fyrirtækið Steintak. Árið 1990 tók hann ásamt fleirum þátt í stofnun verktakafyrirtækisins Völundarverk. Vignir var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur árin 1970 til 1973 og eft- ir það í Múrarameist- arafélagi Reykjavíkur til dauðadags, þar af til margra ára í varastjórn félagsins. Hann sat einnig í taxtanefnd fé- lagsins um skeið og til fjölda ára í stjórn Verk- takasambands Íslands. Þá var hann einnig virk- ur félagi í Kiwanis- hreyfingunni. Meðal bygginga sem Vignir kom að sem múr- arameistari og verktaki á höfuðborgarsvæðinu, í gegnum sín fyrirtæki, eru Seðlabanki Íslands, gamla Broadway og Bíóhöllin í Mjódd, háhýsin á Völund- arlóðinni við Skúlagötu, Fjölbrauta- skólinn í Garðabæ og fjöldi grunn- skólabygginga í Reykjavík. Síðasta verk sem hann kom að sem verktaki var ylströndin í Nauthólsvík. Eftirlifandi eiginkona Vignis er Guðrún Magnúsdóttir en saman áttu þau þrjú börn. Andlát VIGNIR H. BENEDIKTSSON Vignir H. Benediktsson ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir af og frá að samtökin geti aflað sér upplýsinga úr bókhaldi fyrirtækja, þegar borin voru undir hann ummæli Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, í Morgun- blaðinu á fimmtudag, varðandi að- komu ASÍ að upplýsingum um efna- hagsmál. Halldór sagði atvinnu- rekendur hafa aðra stöðu en ASÍ með beinum aðgangi þeirra að reikningum fyrirtækja. Ari Edwald segir að sér þyki þessi málflutningur því miður orðinn nokk- uð undarlegur. „Auðvitað skiptir máli að allir aðilar sem koma að kjara- samningum og efnahagsmálaum- ræðunni séu vel upplýstir en þessi sjónarmið um ójafnvægi við upp- lýsingaöflun hljóta að vera frá þeim tíma þegar upplýsingar um afkomu fyrirtækja lágu ekki eins á lausu og nú er. Það er af og frá að við getum aflað okkur upplýsinga úr bókhaldi fyrir- tækja. Flest af okkar stærri fyrirtækj- um birta sína reikninga opinberlega og mörg þeirra eru á Verðbréfaþingi. Það væri beinlínis óheimilt að láta okkur slíkar upplýsingar í té, nema um sé að ræða upplýsingar sem væri verið að setja inn á Verðbréfaþing. Mikið af þeim upplýsingum sem við söfnum frá fyrirtækjum til nota við al- menna umfjöllun fáum við með skoð- anakönnunum og við höfum vegna krafna Verðbréfaþings orðið að búa þannig um hnútana að okkur sé ókunnugt um hvaða fyrirtæki eru að svara hverju sinni,“ segir Ari. Hann segir að allt eins megi færa rök fyrir því að verkalýðsfélög eigi hægara með að fylgjast með ákveðnum þáttum í rekstrinum en SA, til dæmis í gegnum félagsgjalda- greiðslur til verkalýðsfélaga. „Það er alveg ljóst að tekjur verka- lýðshreyfingarinnar í heild eru miklu meiri en félagakerfis atvinnulífsins. Ég er þó ekkert að metast við viðsemj- endur okkar um þá hluti og er kunn- ugt um að ASÍ er í sjálfu sér ekkert of- haldið af þeirri skiptingu sem þar er innanborðs. Í öllu falli er það mikill misskilningur hjá utanríkisráðherra að stilla málunum svona upp, bæði hvað varðar aðgang að upplýsingum og mögulegan styrk þessara aðila til að vinna úr þeim,“ segir Ari Edwald. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Upplýsingar ekki sótt- ar í bókhald fyrirtækja FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur sent félagsmálaráð- herra stjórnsýslukæru vegna þess að dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsti eftir starfsmanni til af- leysinga fyrir hjúkrunarforstjóra án þess að gera kröfu um að um- sækjendur hefðu lokið prófi í hjúkrunarfræði. Þess er krafist að auglýsingin verði felld úr gildi og lýst ólögmæt en til vara að á með- an ekki starfi hjúkrunarforstjóri við dvalarheimilið skuli starfa þar hjúkrunarfræðingur. Bæjarstjór- inn í Snæfellsbæ segir að kæran sé á misskilningi byggð því verið sé að auglýsa eftir forstöðumanni til skamms tíma en ekki hjúkr- unarfræðingi. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir að hjúkrunarforstjórinn sé að fara í barnsburðarleyfi og í bæjarblaðinu Jökli 27. mars sl. hafi aðeins verið auglýst eftir starfskrafti í afleysingu fyrir kon- una. Samkvæmt lögum beri við- komandi dvalarheimili að hafa hjúkrunarfræðing í starfi og jafn- framt beri að auglýsa eftir hjúkr- unarfræðingi í starf hjúkrunarfor- stjóra. Hún segir að auglýsingunni hafi strax verið mótmælt við bæj- arstjórn Snæfellsbæjar og henni veittur frestur til að draga ákvörð- unina til baka. Frestur hefði verið veittur til klukkan 16 mánudaginn 8. apríl en þar sem engin viðbrögð hefðu borist félaginu hefði verið ákveðið að leggja fram stjórn- sýslukæru. Að sögn Herdísar fór sami hjúkrunarforstjóri í barnsburðar- leyfi fyrir þremur árum. Í samráði við bæjarritara hefði konan aug- lýst eftir hjúkrunarfræðingi og hefði ákveðinn hjúkrunarfræðing- ur sótt um en svo farið annað. Þá hefði verið auglýst í gluggum verslana eftir starfskrafti til að leysa af hjúkrunarforstjórann. Tveir sjúkraliðar á staðnum hefðu sótt um starfið, annar talinn hæf- ari til starfsins og verið ráðinn. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefði kært þetta til heilbrigð- isráðuneytisins en ekki hafi fengið svar fyrr eftir að kvartað hafði verið við umboðsmann. Til að reyna að koma í veg fyrir að lög yrðu þverbrotin og reyna að tryggja að skjólstæðingar um- ræddrar stofnunar nytu þeirrar þjónustu sem þeir ættu rétt á hefði verið brugðist við nú með fyrrnefndum hætti. Misskilningur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að kæran sé á misskilningi byggð. Verið sé að auglýsa eftir forstöðumanni í af- leysingu í átta mánuði en ekki hjúkrunarforstjóra. Í bréfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu dagsettu 22. júní 1999 komi fram að sé um að ræða af- leysingastöðu fyrir hjúkrunarfor- stjóra að ræða þurfi hjúkrunar- fræðingur að gegna henni en sé ráðið í starf forstöðumanns eða framkvæmdastjóra þurfi svo ekki að vera. „Samkvæmt þessu ber okkur ekki skylda til að ráða hjúkrunarfræðing,“ segir hann og bætir við að aðrir en hjúkrunar- fræðingar gegni sambærilegum stöðum víða um land. Hann segir ennfremur að læknar í Ólafsvík sinni skjólstæðingum dvalarheim- ilisins og þeir séu í góðum hönd- um. Stjórnsýslukæra frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Auglýsing eftir starfs- manni verði felld úr gildi Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segir að kæran sé byggð á misskilningi STOFNFUNDUR Höfuðborgar- samtakanna var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag en sam- tökin stefna að því að bjóða fram lista í kosningunum í vor. Efst á stefnuskránni er að hafa áhrif á mót- un skipulagsmála í borginni. Meðal þeirra sem fluttu ávarp á fundinum var Jóhann J. Ólafsson, einn tals- manna Samtaka um betri byggð, og er hann hér í pontu. Kynntir voru tveir frambjóðendur, sem gefið hafa kost á sér á lista, þeir Guðjón Þór Erlendsson og Hreinn Ágústsson. Þá var kosin bráðabirgðastjórn sam- takanna sem skipuð er þeim Erni Sigurðssyni arkitekt, Jóni H. Sig- urðssyni, Hirti Hjartarsyni, Guð- mundi Kr. Kristinssyni og Ástríði Hannesdóttur. Að sögn Arnar mun stjórnin m.a. vinna að vali á fram- boðslista. Morgunblaðið/Sverrir Jóhann J. Ólafsson ávarpaði stofnfundinn í Ráðhúsinu. Höfuðborgar- samtökin stofnuð STARFSMENN Íslenskrar getspár voru á ferð í gær með risafimmu. Tilefnið er að Lottó-potturinn er Risafimma á ferð fimmfaldur í kvöld og er áætlað að hann verði um 30 milljónir króna. Fimmurnar stóru mátti meðal ann- ars sjá í Smáralind, Kringlunni, á Austurvelli og í Ráðhúsinu, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Fær flýti- meðferð hjá héraðsdómi ÞINGHALD fór fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur á fimmtudag vegna stefnu Náttúruverndarsam- taka Íslands og þriggja einstaklinga á hendur umhverfisráðherra og fjármálaráðherra vegna úrskurðar þess fyrrnefnda um Kárahnjúka- virkjun frá desember sl. Héraðs- dómari tók sér skamman frest til að taka afstöðu til þeirrar aðalkröfu ríkislögmannns að vísa málinu frá þar sem stefnendur eigi ekki lög- varða hagsmuni í því. Dómari upp- lýsti jafnframt að málið fengi flýti- meðferð. Stefnendur höfðu fengið gjafsókn frá ríkinu vegna þessa máls. Að- alkrafa þeirra er að úrskurður um- hverfisráðherra verði felldur úr gildi og honum gert að staðfesta úr- skurð Skipulagsstofnunar, þar sem lagst var gegn virkjuninni. Til vara gera þeir þá kröfu að úrskurður ráðherrans verði ómerktur. Ein- staklingarnir sem kæra með Nátt- úruverndarsamtökum Íslands eru Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Páll Ólafsson rithöf- undur og Ólafur S. Andrésson líf- efnafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.