Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g hef verið dálítið undrandi á því hvernig kosninga- baráttan í Reykjavík hefur þróast. Ég átti von á að baráttan yrði mjög tvísýn og spennandi en nú virðist flest benda til að R-listinn vinni afger- andi sigur, næsta fyrirhafnarlítið. Nýjasta könnun Gallup sýndi R-listann með 61% fylgi og Sjálf- stæðisflokkinn með 37% fylgi. Munurinn jókst umtalsvert frá síð- ustu könnun. Aðrar skoðanakann- anir sýna sambærilegan mun. Þegar frétt- ir bárust af því að Björn Bjarnason sýndi því áhuga að verða í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum sagði kunningi minn við mig: „Björn á ekki séns!“ Ég mótmælti þessu og sagði að með Björn í forystu yrði þetta mjög tvísýn barátta. Nú seg- ir þessi kunningi við mig í hvert sinn sem ný skoðanakönnun er birt: „Sagði ég ekki, sagði ég ekki!“ Og ég verð að viðurkenna að lík- lega hafði ég rangt fyrir mér. Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða skýringar geti verið á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að tapa fylgi síðustu mánuði á sama tíma og stuðningur við R-listann hefur verið að aukast. Sjálfsagt er erfitt að skýra þetta til fulls. Það vekur hins vegar óneit- anlega athygli að þessi munur á fylgi framboðanna kom fyrst fram um svipað leyti og ljóst varð að Björn Bjarnason yrði í forystu fyr- ir Sjálfstæðisflokknum. Fram að þeim tíma hafði sáralítill munur verið á fylgi framboðanna. Það er því ekki óeðlilegt að álykta sem svo að eitthvað hafi gerst í tengslum við uppstillingu á lista Sjálfstæð- isflokksins sem hafi spillt fyrir sig- urlíkum hans. Að mínu mati voru það mikil mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að láta ekki fara fram prófkjör um listann. Fulltrúaráð flokksins var búið að samþykkja að láta fara fram leiðtogaprófkjör. Rökin fyrir slíku prófkjöri voru þau að gefa ætti flokksmönnum tækifæri til að velja með afgerandi hætti leiðtoga listans, en margir (ekki síst and- stæðingar flokksins) höfðu haldið því fram að forystan væri ekki nægilega sterk og svo virðist sem sjálfstæðismenn sjálfir hafi trúað þessum fullyrðingum. Þeir töldu a.m.k. mikilvægt að sýnt yrði fram á að foringi þeirra nyti ótvíræðs trausts. Augljóst mátti vera að til- gangslaust væri að efna til leið- togaprófkjörs ef aðeins einn öfl- ugur frambjóðandi var í kjöri. Forsenda prófkjörsins var að um raunverulega keppni væri að ræða. Þess vegna var það dálítið einkennilegt að um leið og búið var að ákveða að halda leiðtogapróf- kjör virtist vera sem menn legðust á eitt að koma í veg fyrir sað sterk- ustu frambjóðendurnir, Björn Bjarnason og Inga Jóna Þórð- ardóttir, tækjust á í þessari keppni. Í yfirlýsingu sem Inga Jóna sendi frá sér þegar hún tilkynnti að hún myndi ekki taka þátt í leið- togaprófkjöri vísar hún sér- staklega til þess að sjálfstæð- ismenn hafi óttast þessa keppni, en hún segir: „Á allra síðustu dögum hef ég orðið vör við vaxandi óróa í þeirra röðum [sjálfstæðismanna] og áhyggjur af því að keppni milli stuðningsmanna okkar Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri gæti orðið harðvítug, skaðað flokk- inn verulega og skert möguleika okkar á sigri í vor.“ Niðurstaða hennar var því sú að víkja til hliðar en þar með var greið leið fyrir Björn að leiðtoga- sætinu. Þessi ákvörðun var tekin í nafni samstöðu flokksins og í þeim tilgangi að auka sigurlíkur hans, en ég tel að ákvörðunin hafi verið mistök og hún hafi þvert á móti dregið úr sigurlíkum hans. Björn, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og aðrir forystumenn flokksins hafa fullyrt að flokksfor- ystan hafi ekki reynt að hafa áhrif á hver myndi leiða listann í Reykjavík. Ég tel í sjálfu sér enga ástæðu til að draga þessar fullyrð- ingar í efa. En það er hins vegar ekki víst að kjósendur í Reykjavík trúi því að flokksforystan hafi ekki komið nálægt þessu og það skiptir öllu máli. Frambjóðendur R-list- ans hafa að minnsta kosti verið duglegir að halda þessari samsær- iskenningu á lofti, t.d. með slag- orðum eins og að R-listinn sé „listi fólksins“ en D-listinn sé „listi flokksins“. Í þeirri umræðu sem skapaðist um framboð Björns var því ítrekað haldið fram að þarna hefði valdakjarninn í flokknum ráðið ráðum sínum. Þetta fór illa í marga. Sú spurning er áleitin hvers vegna sjálfstæðismenn kusu að gefa andstæðingum sínum færi á að beita þessari gagnrýni. Auð- veldasta leiðin til að forðast hana var að láta leiðtogaprófkjörið fara fram og láta kjósendur Sjálfstæð- isflokksins velja borgarstjóraefni flokksins. Nú kann einhver að segja að það sé mikið ofmat að halda að pólitískt minni kjósenda sé slíkt að þeir láti atburði sem urðu í janúar við upp- stillingu á lista hafa áhrif á hvað þeir gera í lok maí þegar kjördagur rennur upp. Menn verða hins vegar að hafa í huga að miklar vonir voru bundnar við innkomu Björns í borgarmálin. Björn nýtur virðingar fyrir að vera duglegur og kraftmik- ill stjórnmálamaður. Framboð hans hefði þurft að leiða til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins tæki kipp upp á við, en það hefði getað aukið sjálf- stæðismönnum bjartsýni og bar- áttuhug. Það sem gerðist er hins vegar þveröfugt. Stuðningur við flokkinn tók kipp niður á við. Ein- hvern veginn heyrist manni að eng- inn hafi trú á því að Sjálfstæð- isflokkurinn geti sigrað í kosn- ingunum. Það er engu líkara en að flokkurinn hafi tapað kosningabar- áttunni áður en hún hófst. Mistök Sjálfstæð- isflokksins „Nú segir þessi kunningi við mig í hvert sinn sem ný skoðanakönnun er birt: „Sagði ég ekki, sagði ég ekki!“ Og ég verð að viðurkenna að líklega hafði ég rangt fyrir mér.“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ✝ Bjarnfríður Ein-arsdóttir fæddist 10. október 1923 á Sandnesi við Stein- grímsfjörð. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands þann 5. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Helga Soffía Bjarnadóttir f. 24. maí 1896, d. 28. maí 1979, og Einar Sig- valdason f. 31. októ- ber 1896, d. 9. maí 1962. Bjarnfríður átti fjögur systkini; Guð- björg, f. 27. ágúst 1922 búsett í Reykjavík, drengur f. 21. apríl 1927, d. 21. apríl 1927, Ingunn f. 8. ágúst 1928, d. 3. nóvember 2000 og Jóhanna f. 15. apríl 1930, d. 13. júlí 1991. Bjarnfríður giftist þann 9. apríl 1944, Bjarna Guðmundssyni sjó- manni og bifreiðastjóra, f. 17. júní 1919 í Kálfshamarsvík, d. 21. apríl 1995. Foreldrar hans voru Margrét Benediktsdóttir d. 1. janúar 1973, og Guðmundur Einarsson d. 24. apríl 1973. Börn Bjarnfríðar og Bjarna eru: 1) Helga Soffía f. 22. júní 1943, maki Magnús Þorbergsson. Börn þeirra eru Einar Ingi, sambýlis- kona Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, sonur hans er Magnús Yngvi; Anna 13. júní 1958, maki Ómar Guð- mundsson. Börn þeirra eru Ingi- björg Bára, sambýlismaður Hörður Björn Sigurjónsson; Laufey Guð- munda, sambýlismaður Marteinn Ingason; Halla Björk, sambýlismað- ur Gunnar Árnason; Árný Þöll. 9) Arnheiður Húnbjörg f. 13. júní 1958, maki Björn Heiðrekur Eiríks- son. Börn þeirra eru Tinna Ósk, barnsfaðir Finnur Hafliðason, dótt- ir þeirra er Arndís María; Inga Dóra, sambýlismaður Tómas Jón Sigmundsson, sonur þeirrra er Sig- mundur Nói; Lilja og Fríða. Bjarnfríður ólst upp í Hamars- bæli við Steingrímsfjörð og á Drangsnesi. Hún gekk í Barnaskól- ann á Drangsnesi og fór síðan 16 ára í Húsmæðraskólann að Staðar- felli. Bjarni og Bjarnfríður hófu bú- skap á Drangsnesi árið 1945 og bjuggu þar í aldarfjórðung. Bjarni vann við sjómennsku og bifreiða- akstur. Árið 1970 fluttu þau hjónin bú- ferlum suður í Garð þar sem þau byggðu sér hús og bjuggu þar í næstum 24 ár, en fluttu síðan á Sel- foss fyrir um 8 árum. Bjarni lést um ári eftir að þau fluttu á Selfoss en Bjarnfríður keypti sér íbúð að Foss- heiði 60 og bjó þar til dauðadags. Bjarnfríður var lengi heimavinn- andi og sinnti búi og börnum en vann síðar við fiskvinnslu. Síðustu árin starfaði hún með félagi eldri borgara á Selfossi. Útför Bjarnfríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 13. apríl, og hefst athöfnin kl. 15.30. Margrét, maki Magnús Hlynur Hreiðarsson, börn þeirra eru Fann- ar Freyr, Arnar Helgi og Veigar Atli; Bjarni Már, sambýliskona Helena Herborg Guð- mundsdóttir; Þórunn Gróa. 2) Margrét Björg f. 14. júlí 1949, maki Hreiðar Jón Hall- geirsson. Börn þeirra eru Sigrún, sambýlis- maður Ágúst Sigur- jónsson; Hanna Bjarn- fríður, sambýlismaður Pétur Óli Jónsson, son- ur þeirra er Lárus Óli; Björgvin Jó- hann, sambýliskona Ingibjörg Jóna Nóadóttir, börn hans eru Marel Bent og Eygló Ösp; Eygló Dögg. 3) drengur andvana fæddur þann 7. október 1950. 4) Ívar Egill f. 20. mars 1952, maki Guðrún Magda- lena Einarsdóttir. Börn þeirra eru Einar Þór og Helga Sigríður. 5) Einar f. 11. júlí 1952, maki María Anna Eiríksdóttir. Börn þeirra eru Eiríkur Jóhann, Bjarnfríður og Ríkharður Bjarni. 6) Hanna Birna f. 30. nóvember 1955, maki Páll Guðni Egilsson. Börn þeirra eru Guðrún, sambýlismaður Guðni Þór Gunnarsson, sonur þeirra er Árni Þór; Kristjana; Sigurður Svanur. 7) Kristjana, f. 30. nóvember 1955 og dáin sama dag. 8) Ingibjörg Anna f. Í örfáum orðum langar mig til að minnast móður minnar, Bjarnfríðar Einarsdóttur, sem andaðist föstu- daginn 5. apríl síðastliðinn eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Einu sinni lásum við saman í góð- um fræðum að foreldrar veldu ekki börnin sín, heldur veldu börnin sér foreldra, í þeim tilgangi að öðlast þá reynslu og þroska sem hver og einn þarf til að komast á næsta tilveru- stig. Þetta er kenning sem ég trúi staðfastlega að sé rétt. Vil ég því þakka þér og pabba fyrir það uppeldi og atlæti sem þið veittuð mér á með- an ég bjó á heimili ykkar og fyrir alla þá ást og alúð sem þið sýnduð ávallt börnunum mínum. Móðir mín var mjög vel lesin kona og vel inni í heimsmálunum. Hún hafði yndi af að rökræða um alla heima og geima og fannst okkur stundum nóg um. Oft lásum við saman ljóð, ræddum síðan um þau alveg niður í grunninn, og gátum okkur til um reynslu skáldsins. Eitt ljóð er mér mjög minnisstætt frá þessum stundum og læt ég það vera kveðju mína. Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn. Harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir sá er dæmir aðra menn. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, Aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini – í dánarkrans. (Heiðrekur Guðmundsson.) Elsku mamma mín, þá stendur þú á krossgötunum sem leið okkar allra liggur að. Megi góð Guð vera með þér nú og ávallt. Kveðja, Arnheiður Húnbjörg (Adda). Í dag verður borin til grafar móðir mín, Bjarnfríður Einarsdóttir, sem lést 5. apríl síðastliðinn. Mig og fjöl- skyldu mína langar til að minnast foreldra minna með örfáum orðum, þeirra Bjarnfríðar og Bjarna Guð- mundssonar, en hann lést 21. apríl 1995. Margar skemmtilegar bernsku- minningar sækja á hugann. Þau áttu nokkuð stóran barnahóp á nútíma mælikvarða og vorum við Arnheiður yngstar í þeim hópi. Það hlýtur að hafa verið erfitt að fá tvöfalt ung- lingavandamál svona í restina, en þið stóðuð það af ykkur eins og allt ann- að og voruð alltaf tilbúin að leiðbeina okkur öllum og hjálpa ef á þurfti að halda. Við Ómar bjuggum hjá mömmu og pabba fyrstu búskaparárin okkar og þar fæddist elsta dóttir okkar. Mamma passaði hana svo að ég gæti klárað skólann því aldrei kom neitt annað til greina, að þeirra mati, en að maður kláraði það sem maður byrj- aði á. Elsku pabbi, þú dekraðir svo við Báru litlu að þú munt alltaf verða á þeim háa stalli sem hún setti þig á, því þótt margir hafi verið henni góðir var afi alltaf bestur. Alltaf var jafn- mikil tilhlökkun hjá ykkur þegar von var á nýju barni hjá okkur systkin- unum, en Adda toppaði okkur öll þegar hún átti tvíburana sína á af- mælinu þínu, pabbi, þá varstu veru- lega montinn. Barnabörnin voru alls 24 lifandi fædd og barnabarnabörnin tíu og það ellefta á leiðinni. Þið voruð bæði vel hagyrt og ófáar vísurnar fengu barnabörnin bæði við skírnir og fermingar. Mig langar því að ljúka þessum orðum mínum hér með einni mjög fallegri vísu sem þú, pabbi, sendir henni mömmu á 60 ára afmælinu hennar og lýsir hún vel væntumþykju ykkar hvort á öðru. En hún er svona: Þú ert lífs míns ljós í raun og veru, leiðarstjarna sem alltaf sést. Þú ert á við þúsund kerta peru, þegar hún logar allra best. Við biðjum góðan Guð að geyma ykkur bæði. Ingibjörg Anna, Ómar, Ingi- björg Bára, Laufey Guðmunda, Halla Björk og Árný Þöll. Nú hefur hún amma Dúlla kvatt þennan heim eftir stutta sjúkralegu. Þótt alltaf sé sárt að kveðja vitum við að henni líður vel núna hjá honum afa. Það huggar okkur og styrkir í sorginni. Við hittum ömmu seinast daginn áður en hún dó á sjúkrahús- inu og var þá ljóst hvert stefndi. Við verðum ævinlega þakklátar fyrir að hafa komið og fengið að halda í hönd- ina þína og kvatt þig. Margar góðar minningar um ömmu koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Amma og afi fluttu á Selfoss úr Garðinum árið 1994 og má segja að þá höfum við al- mennilega fengið að kynnast gömlu hjónunum. Þau fluttu í íbúð á Engja- veginum og amma síðar í Fossheið- ina og var alltaf gott að koma þang- að. Amma var óþreytandi að spila við okkur stelpurnar og nýttum við okk- ur það óspart. Hún hafði ótakmark- aða þolinmæði þegar kom að því að kenna nýtt spil eða kapal, enda var amma mikill kennari í sér. Hún kenndi Lilju og Fríðu að lesa upp á eigin spýtur og fannst þeim hún miklu betri kennari en kennararnir sínir. Hún hafði þann hæfileika að halda uppi aga samtímis því að kenna okkur að hafa gaman af náms- efninu. Amma var einnig mikil hann- yrðakona og eru ófáir hlutirnir sem hún hefur látið frá sér fara. Þrátt fyrir að sjón hennar hrakaði hin síð- ari ár lét hún það ekki stoppa sig. Ég held að óhætt sé að fullyrða að lang- flest ömmu- og langömmubörnin eigi útsaumaðan jólasokk frá ömmu. Þeir eru skreyttir pínulitlum pallíettum og perlum. Þetta saumaði hún allt í höndunum þrátt fyrir litla sjón. Amma hafði óskaplega gaman af börnum og nutu langömmubörnin hennar tíu góðs af því. Hún var mikill viskubrunnur þegar kom að ein- hverju sem tengdist börnum og var óspör á góð ráð þegar á þurfti að halda. Hún undi sér hvergi betur en umkringd fólkinu sínu á góðum stundum og var þá oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Hún kom yf- irleitt til okkar á gamlárskvöld og var hjá okkur fram yfir áramótin. Þegar flugeldar og sprengingar dundu yfir sat amma í dyrunum með heimilishundinn okkar í fanginu. Bæði örugglega jafnskelkuð við læt- in. Við gætum setið hér í allan dag og rifjað upp minningar um ömmu en látum hér staðar numið. Elsku amma Dúlla, takk fyrir allt. Við sem eftir stöndum geymum minningarnar um þig í hjartanu og leitum til þeirra þegar okkur líður illa. Við verðum alltaf þakklátar fyrir að litlu börnin okkar fengu að kynn- ast þér. Allri stórfjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku amma – við sjáumst síðar. Litlu stelpurnar þínar, Tinna Ósk, Inga Dóra, Lilja og Fríða. Til ömmu Dúllu. Elsku amma, það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa um þig minningarorð. Ég vissi svo sem alltaf að þú myndir ekki verða hjá mér að eilífu, en bjóst við því að það þyrfti nokkur hundruð stórar öldur til að BJARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.