Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hinrik Jóhanns-son fæddist 16. febrúar 1905. Hann lést á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi 8. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Magnús- son og Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Hann átti tólf systkini, sem öll eru látin. Hinrik kvæntist 14. júlí 1933 Ragnheiði Þorgeirsdóttur frá Helgafelli. Þau eign- uðust sjö börn og ólu upp einn dótturson. Börn þeirra eru: 1) Auður, f. 28. apríl 1934, maki Axel Andrésson, látinn, þau eiga sjö börn; 2) Ingibjörg, f. 28. október 1936; maki Friðrik Hermannsson, þau eiga fjögur börn; 3) Birgir, f. 25. maí 1940, maki Fjóla Gísladóttir, þau eiga fjögur börn; 4) Hjörtur, f. 1. febr- úar 1944, maki Krist- rún Guðmundsdótt- ir, látin, þau eiga sjö börn; 5) Gunnar, f. 11. nóvember 1946, maki Benedikta Guð- jónsdóttir; 6) Sjöfn, f. 5. janúar 1948, maki Jónatan Sigtryggs- son, þau eiga þrjú börn; 7) Haraldur, f. 12. júní 1952, maki Halla Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn; 8) Brynjar, f. 13. nóvember 1954, maki Guðný Lúðvígsdóttir, þau eiga þrjú börn. Afkomendur Hinriks eru 72. Útför Hinriks fer fram í dag frá Helgafellskirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð um föður minn sem lést í hárri elli 8. apríl sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Það eru ekki mörg börn sem fá að njóta föður síns svona lengi, hann var svo heill og klár, með allt sitt á hreinu og fylgdist með öllu, bæði mönnum og málefnum. Ósjaldan kom ég í heimsókn til hans þegar sjónvarp- ið var í botni frá alþingi, þar voru skoðanir hans og áhugi mikill. Snemma var farið að vinna fyrir sér en hann fór sem vinnumaður á Svelgsá og Þingvelli hjá Kristjáni bróður sínum. Í júlí 1933 giftist pabbi eftirlif- andi konu sinni, Ragnheiði Þor- geirsdóttur, og voru þau gift í rúm 68 ár. Oft sagði hann mér frá þeirra fyrstu kynnum og að það hefði verið mesta gæfuspor í lífi sínu. Þau byrjuðu að búa 1936 á Helgafelli ásamt tengdaforeldrum hans, Þorgeiri og Ingibjörgu. Pabbi var mjög vinnusamur og ósérhlífinn maður, byggði upp fjós, fjárhús og íbúðarhús ásamt því að rækta upp jörðina og stækka tún í allar áttir. Hann hóf kúabúskap 1940 og var öll mjólk seld í Stykk- ishólm. Hann bjó á Helgafelli í 55 ár, síðustu árin með Hirti syni sín- um. Það má ekki gleyma að minnast á kirkjuna, sem var honum mikið hugðarefni að liti vel út að utan sem innan. Síðasta verkið sem hann lét vinna var að klæða kirkjubekkina, og var mjög ánægður með hvernig til tókst. Áður var hann búinn að gefa sálmabækur, ljós og rykkilín. Þetta var honum mikið hjartans mál, Helgafell og kirkjan. Ég vil að leiðarlokum þakka, elsku pabbi minn, fyrir allar stundirnar, ljúfar og harðar. Pabbi var mikið hörkutól, sem ég bar mikla virðingu fyrir, en fyrir innan skelina var mikið ljúfmenni og mikil hlýja. Þín verður sárt saknað af mömmu og börnum og ég vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólks og vistmanna á Dval- arheimili aldraðra í Stykkishólmi fyrir góða umönnun og skemmti- legar samverustundir, sem voru honum svo mikilvægar. Lát undur þinnar ástar vekja upp elsku hreina í hverri sál og öfund burt og hatur hrekja og heiftrækninnar slökkva bál. Lát börn þín verða í elsku eitt og elska þig, sinn föður, heitt. (Matth. Jochumsson.) Þín dóttir, Sjöfn og fjölskylda. Mig langar með fáum orðum að minnast föður míns. Hinriks Jó- hannssonar, sem lést á sjúkrahúsi Stykkishólms þann 8. apríl sl. 97 ára að aldri. Þetta er hár aldur, en hann hélt öllu sínu fram til hins síðasta dags. Faðir minn bjó að Helgafelli í rúm 55 ár. Hann var dugandi bóndi og afkastaði miklu, enda gefur það augaleið að breytingar verða miklar á svo langri ævi. Hann pabbi var ekki einn við bú- skapinn, mamma var hans stoð og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Mér er það minnisstætt á upp- vaxtarárum mínum, að við systk- inin tókum virkan þátt í búskapn- um, eftir því sem við uxum úr grasi. Kannski er mér það efst í huga. Auður systir er elst, en eftir uppskrift pabba átti næsta barn að verða drengur, en það fór öðruvísi en ætlað var, það kom önnur stúlka, semsagt ég. Þannig kom það í minn hlut að vera meira við útiverk og sinna búpeningi. Pabbi réð framúr þessu eins og öðru. Okkar samskipti gengu mjög vel. Foreldrar mínir eignuðust sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur. Að auki ólu þau upp elsta son minn og fæ ég þeim seint fullþakkað fyrir það verk. Öll nutum við góðs uppeldis hjá samheldnum hjónum. Má ég segja að við höfum notið góðs af því upp- eldi sem við fengum í föðurgarði. Elsku pabbi! Síðustu tvö árin voru þér erfið. Mamma veiktist og fór á sjúkrahús. Þar dvelur hún enn í hárri elli. Þú gerðir allt til að henni liði sem best. Ferðirnar sem þú fórst þessi síðustu tvö ár voru á sjúkrahúsið til mömmu og að Helgafelli. Þar var hugurinn gjarnan og þú vildir þá fylgjast með búskapum. Pabbi minn! Þú kvaddir þennan heim sáttur við allt og alla. Ég vil að endingu senda mömmu minni, systkinum og þeirra fjöl- skyldum samúðarkveðjur, frá mér og mínum börnum. Ingibjörg Hinriksdóttir. Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast afa okkar, Hin- riks Jóhannssonar frá Helgafelli. Þegar ástvinur kveður koma ýmsar minningar upp í hugann. Það er margs að minnast, frá því við vorum að alast upp í sveitinni, og þið bjugguð í íbúðinni við hlið- ina á okkur, og samgangurinn á milli var mikill. Helgafell var þér alltaf kær staður, og eftir að þið amma fluttuð niður í Stykkishólm voruð þið dugleg að skreppa hing- að upp að Helgafelli í kaffi. Það var erfitt fyrir þig að horfa á eftir ömmu leggjast inn á sjúkrahús, eftir öll árin sem þið höfðuð verið saman, en alltaf varstu samt jafn- duglegur að heimsækja hana og þegar þið hittust sást hve mikill kærleikur ríkti á milli ykkar. Þú komst oft einn keyrandi á P-92 eða þar til þú náðir 95 ára aldri, og gaf það þér mikið að geta komist í sveitina þegar þér datt í hug. Við gátum spjallað um ým- islegt yfir kaffibolla, sem geymt verður í sjóði minninganna. Þú sagðir okkur ýmsar sögur um bú- skaparárin þín hér á Helgafelli, og hvað þið amma lögðuð mikið á ykkur til að byggja hér allt upp. Það var erfitt að horfa upp á þig síðustu dagana missa krafta smátt og smátt því að þú varst alltaf svo hress og barst þig svo vel, þrátt fyrir háan aldur. Þú þurftir sem betur fer ekki að liggja langa banalegu. Í dag ferðu þína hinstu ferð upp að Helgafelli, á þann stað sem var þér kærastur. Við systkinin viljum þakka þér fyrir samverustundirn- ar sem við nutum frá barnæsku allt til þessa dags. Minning þín mun lifa í hjarta okkar allra. Systkinin á Helgafelli. Hinrik Jóhannsson bóndi á Helgafelli hefir kvatt 97 ára að aldri og með honum er fallinn einn af vinum og heiðursmönnum landsins. Ég sakna hans og um leið fagna því að hann hefur lokið langri ævi með dugnaði og sóma. Við kynntumst skömmu eftir að ég kom til Stykkishólms fyrir 60 ár- um og hefir sú vinátta og traust haldist síðan. Ég þakka þessum heiðursmanni innilega fyrir samfylgdina og þá ekki síst samfylgdina á Dvalar- heimilinu hér. Ég bið honum guðs blessunar og blessa minningu hans. Ættingjum votta ég samúð mína. Árni Helgason, Stykkishólmi. HINRIK JÓHANNSSON ✝ Kristín ÞuríðurSigurðardóttir fæddist á jóladag, 25. desember, 1905 á bænum Helli í Ása- hreppi en andaðist á Landakotsspítala í Reykjavík 6. mars 2002. Með henni kvaddi þetta jarðlíf hið síðasta af fjöl- mörgum barnabörn- um Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum, sem fæddur var á 18. öld og átti nær 30 börn. For- eldrar hennar voru Sigurður bóndi, fyrst á Helli í Ásahreppi, síðar á Selalæk á Rangárvöllum, f. 13. ágúst 1861, d. 23. okt. 1917, Guðmundsson hins ríka á Keldum, Brynjólfssonar og þriðju konu Guðmundar, Þuríðar Jónsdóttur ríkssonar snikkara og bónda í Ási, Jónssonar og Friðsemdar hús- freyju þar, Ísaksdóttur. Börn þeirra Kristínar eru fjögur, tvær dætur og tveir synir, en dreng misstu þau þriggja mánaða. Elst barnanna er Inga, f. 19. júlí 1927, gift Matthíasi Jónssyni bifreiða- stjóra frá Lækjarbotnum. Hún á þrjú börn. Annað barn þeirra er Eiríkur, f. 24. júní 1931, fyrrv. bóndi í Ási, svo útibússtjóri á Rauðalæk, þá skrifstofumaður bú- settur í Hafnarfirði og síðar í Kópavogi, kvæntur Vigdísi Stef- ánsdóttur frá Húsavík og á tvær dætur. Þriðja barn þeirra er Sig- urður bifreiðasmiður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1934, kvæntur Eddu Thorlacius lyfjafræðingi, ættaðri úr Rauðasandshreppi, og á fimm börn. Yngst barna Kristínar og Ís- aks er Fríða húsmóðir í Reykjavík, f. 16. jan. 1937, gift Jóni H. Magn- ússyni vinnuvélastjóra úr Hafnar- firði og á tvær dætur. Útför Kristínar var gerð frá Fossvogskirkju 12. mars og var hún jarðsett við hlið bónda síns í Fossvogskirkjugarði. frá Skarðshlíð. Móðir Kristínar var Ingi- gerður húsfreyja og ljósmóðir, f. 21. sept. 1861, d. 15. nóv. 1923, Gunnarsdóttir hrepp- stjóra í Kirkjubæ, Ein- arssonar. Systkini hennar tvö voru Gunnar frá Sela- læk, alþingismaður, ritstjóri Vísis og út- gefandi Íslenskrar fyndni, f. 14. júlí 1888, d. 13. des. 1962, og Guðbjörg, f. 12. maí 1896, d. 1. júní 1984, húsmóðir, fyrst í Helli, svo í Reykjavík. Kristín giftist 10. október 1926 Ísak Jakobi, bónda í Ási í Ása- hreppi og síðar útibússtjóra Kaup- félags Rangæinga á Rauðalæk, f. 8. mars 1899, d. 1. maí 1977, Ei- Hún Kristín frænka mín á Sela- læk var kjarnakona og gustaði af henni og glöggskyggn var hún eins og hún átti kyn til á hið skoplega á lífsleiðinni. Hún var létt á fæti lengst af og hafði yndi af að ferðast. Hún ólst upp á annasömu myndarheimili við öll almenn sveitastörf og var vel bú- in undir lífið. Hún fékk ung tilsögn í organleik hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og varð fljótt organisti við Oddakirkju, síðar við Kálfholts- kirkju og síðast við Árbæjarkirkju. Faðir Kristínar, Sigurður Guð- mundsson á Selalæk, var hinn mesti búhöldur, fyrst bóndi á Helli í 22 ár þar sem hann byggði upp öll bæj- arhús og ræktaði mikið og síðar á Selalæk þar sem hann bjó í tíu ár til dauðadags við mikinn myndarbrag og byggði þar árið 1908 fyrsta íbúð- arhús úr steinsteypu austanfjalls, allt járnbent með skeifnajárni, sem óþekkt var þá, til að hafa það sem traustast gegn jarðskjálftum. Hann byggði einnig upp að nýju á Selalæk öll peningshús með hlöðum og gerði miklar jarðabætur. Jafnframt hafði hann Hellinn undir og varð einhver fjárríkasti bóndi sunnanlands. Hann var for- gangsmaður um allt sem að búskap laut, hugkvæmur framkvæmda- maður. Það þótti undarleg nýlunda, þótt ekki nýttist til langframa, þeg- ar hann lýsti húsið sitt nýja með karbidgasi (Acetylen) og gerði til- raun til að virkja fjóshauginn og fékk úr honum orku í eina týru, sem lesa mátti við. Þá gerði hann grjót- garða gegn sandfjúki og ræktaði svo í skjóli þeirra. Sigurður var hógvær og tróð sér hvergi fram en samt var hann hlaðinn trúnaðar- störfum lengst af. Hann varð ekki langlífur, andaðist 56 ára gamall úr krabbameini. Þá var Kristín ellefu ára. Móðir hennar, Ingigerður Gunnarsdóttir, var starfsöm og dugmikil ljósmóðir og húsfreyja, vel verki farin. Hún dó einnig á góðum aldri. Ég hugsa oft um þrjár frænk- ur og hve þær voru líkar að mörgu leyti. Allar fæddar árið 1905; Aldís Pálsdóttir frá Hlíð, húsfreyja í Litlu-Sandvík, og þær bræðradæt- ur Kristín móðir mín, dóttir Skúla á Keldum og Svanborgar frá Hlíð, og Kristín frá Selalæk, dóttir Sigurðar frá Keldum. Hæfileikaríkar, hrein- skiptnar til orðs og æðis, heiðarleg- ar, frændræknar og fróðleiksfúsar með góða frásagnarhæfileika en þó orðvarar og umtalsfrómar en bein- skeyttar og einarðar við hvern sem var, ef á þurfti að halda. Hjá þeim fengu menn sannleikann skýrum orðum og skörulegum framan að sér ef á þurfti að halda. Þær liðu engum baktal um náungann og stunduðu ekki slíkt sjálfar. Ég kynntist Kristínu fyrst í heimsókn Ungmennafélagsins míns, Njáls í Vestur-Landeyjum, til Ungmennafélags Ásahrepps, lík- lega á þorra árið 1955. Þau Ísak og Kristín bjuggu í kær- leiksríku tvíbýli við Guðjón Jónsson og fjölskyldu hans á Ási í Ásahreppi allan sinn búskap. Mér er minnis- stæður glæsileiki þessara hjóna. Það sópaði að þeim á dansgólfinu og hvar sem þau fóru. Svo gerðist Ísak útibússtjóri á Rauðalæk. Ég varð utanbúðarmaður eða pakkhúskarl þar sumarið 1956 og bjó á heimili þeirra í nokkur sumur og í öllum frí- um. Þar var góður andi, eftirminni- leg vistin, starfið lærdómsríkt. Kristín var næm á umhverfi sitt og færði atburði hversdagsins í há- tíðabúning. Vistin með þeim er einn samfelldur sólskinsdagur í minn- ingu minni. Ég var bílstjóri með pakkhússtarfinu og kynntist flest- um milli Ytri-Rangár og Þjórsár. Þar var margt eftirminnilegt, gott, skemmtilegt og skrýtið fólk. Seinna varð ég innanbúðarmaður og jafn- vel útibússtjóri í afleysingu um viku skeið, meðan þau hjón fóru í sigl- ingu um landið þar sem Kristín spil- aði á skipsflygilinn en Ísak stjórn- aði söng allan hringinn. Ég efa að annar eins hringur hafi nokkurn tíma verið farinn fyrr eða síðar með Esjunni. Ýmis mistök urðu hjá pakkhúsmanninum unga 16 ára gömlum til að byrja með svo sem eins og þegar hann seldi af vangá haframél blandað rottuskít, sem gleymst hafði að henda, sendi bogin skóflusköft í stað réttra og steinolíu í stað gasolíu í aðrar sóknir, eða seldi sveskjukassa, sem opnaðist að neðan og var tómur þegar kaupand- inn kom heim með hann. Allt var mér fyrirgefið og gert gott úr öllu. Þannig var leyst úr vandamálum á svo ljúfan hátt, að viðskiptavinir, sem komu freyðandi af vonsku sem þó var mjög sjaldgæft, fóru heim sáttir við lífið og viðskiptin við Kaupfélagið á Rauðalæk. Það var ekki til siðs að verða uppnæmur út af smámunum. Einkennandi fyrir lífið á Rauða- læk var þjónustugleði og hjálpsemi, titrandi lífsgleði, hljóðfæraleikur og fagur söngur og vinafagnaðir með hóflega drukknu víni. Kristín var glæsileg kona og hnarreist fram á háan aldur, hárið mikið og ljóst, augun blá og tindrandi, bakið beint og framgangan öll sköruleg. Hún var eindregin framsóknarkona og sveigði aldrei af þeirri braut, heið- ursfélagi í þeirra hópi. Félagi fram- sóknarkvenna gaf hún píanó til þess að bæta músíkina í Framsóknar- flokknum. Kristín var stoð og stytta bónda síns í annasömu starfi hans og síðar frábærlega umhyggjusöm við hjúkrun hans í veikindunum síð- ustu þrettán árin sem hann lifði við lömun. Ekki má gleyma því, að hún var hagmælt vel. Eftir að hafa hlustað á Helga Hjörvar lesa upp kvað hún: Aldrei hef ég Helga séð en hjartað berst í leynum. Töfrar hann og truflar geð með talfærunum einum. Eftir að hafa lesið bækur eftir Halldór Kiljan Laxness orti hún: Það er ekki þrautalaust þetta með hann Kiljan. Lon og don ég hef í haust hamast við að skilj’ann. Margar fleiri góðar minningar á ég um Kristínu og Ísak á Rauðalæk og ég þakka þær nú, einnig skemmtilegar og fræðandi heim- sóknir til okkar í Grafarholti eftir að Kristín varð ein. Innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Kristínar frænku. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Kveðja frá félagi framsóknarkvenna Níutíu og sex ár eru löng ævi. Síðustu árin var Kristín hætt að geta komið á fundi í félagi fram- sóknarkvenna í Reykjavík. Meðan heilsan leyfði sótti hún fundi og vann af mikilli ósérhlífni fyrir bas- arinn, sem var ein helsta fjáröflun- arleið félagsins. Kristín var dugleg að taka þátt í sumarferðum fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Framsóknarkonur þakka henni höfðinglega gjöf á fjörutíu ára af- mæli félagsins, en þá færði hún fé- laginu forláta píanó, sem oft hefur verið notað á félagsfundum. Að leið- arlokum þakka félagskonur Krist- ínu velunnin störf og tryggð við fé- lagið, og senda ættingjum samúðar- kveðjur. KRISTÍN ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.