Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Við vorum alla tíð nánar nöfnurnar. Þó að ég gerði mér fulla grein fyrir því að brugðið gæti til beggja vona með hennar alvarlegu veikindi, kom fréttin um lát hennar sem reið- arslag. Sorgin er sár og djúp, en minningarnar sem ég á um kæra bróðurdóttur eru hlýjar og innilegar. Strax í barnæsku vissi hún hvað hún vildi og stóð fast á sínu. Og þó hún væri ung að árum var hún hjálp- söm og lagði sín litlu lóð á vogarskál- arnar og vildi taka þátt með þeim fullorðnu. Hún hafði líka lag á full- orðna fólkinu og oft hef ég brosað með sjálfri mér þegar ég minnist þess þegar hún plataði mig til að gefa sér tré í afmælisgjöf, þegar hún varð níu ára. Sagðist að vísu eiga tíu ára afmæli, svona til að tryggja það að frænka skilaði sér nú örugglega með gjöfina. Hún var kotroskin og átti það til að snúa mér í kring um sig, en var í annan tíma fullorðinsleg og al- varleg en stríddi frænku sinni stund- um. Minningarnar koma í stríðum straumum, fallegar og ljúfar en í leið- inni svo undarlega sárar. Lilja nafna mín var há og grann- vaxin, dálítið íhugul og alvörugefin við fyrstu kynni en stutt í geislandi brosið. Átti það til að vera dálítill prakkari en var alltaf vinsamleg í umgengni við aðra. Lilja Kristín var óvenjulega aðlaðandi og vel gerð ung kona. Hennar góðu gáfur og prúð- mannleg framkoma hefðu áreiðan- lega fleytt henni langt í lífinu. Raun- ar brosti lífið við þessari glæsilegu stúlku. Hún hafði lokið stúdentsprófi og var fyrir tveimur og hálfu ári komin til náms í ferðamálafræði við háskólann í Barcelona. Hún var á leiðinni út í lífið full af bjartsýni. Lilja Kristín veiktist úti í Barcelona og varð að koma heim. Erfiðar læknis- aðgerðir, bæði hér heima og erlend- is, beygðu ekki þessa lífsglöðu ungu konu. Ég undraðist æðruleysið og sálastyrkinn sem hún bjó yfir. Hún var staðráðin í því að hafa betur í glímunni við meinið. Meðan hún lá á LILJA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR ✝ Lilja Kristín Jón-asdóttir, Tungu- síðu 11, fæddist á Akureyri 7. júlí 1977. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerárkirkju á Akureyri 12. apríl. Landspítalanum heim- sótti ég hana annan hvern dag og færði henni alltaf lítinn pakka. Kannski bara einn konfektmola eða eitthvað annað smá- legt. Við höfðum dálítið gaman af þessu báðar og Lilja rukkaði um gjöfina ef ég gleymdi að draga hana upp úr vasa mínum. Hvað enginn pakki? sagði hún og brosti. Nú hefur Lilla mín kvatt þetta líf sem virt- ist um tíma brosa svo bjart við henni. Ég sakna hennar sárt og bið góðan Guða að geyma hana í eilífinni. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Lilja Margrét Karlesdóttir (Lilla frænka). Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáningu og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eigi er í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson.) Nú þegar vorið er rétt handan við hornið og farfuglarnir að koma legg- ur frænka mín í sína hinstu ferð. Við það drúpum við höfði og getum vart trúað því að baráttan sé töpuð. Að- eins eru nokkrir dagar síðan hún gekk hér inn til okkar teinrétt og glæsileg. Minningarnar streyma fram, lítil hnáta í pössun hjá mömmu, brosmild og ákveðin. Ég verð nú að viðurkenna að stundum öfundaði ég svolítið hana Sóleyju frænku mína af því að eiga svona litla og skemmti- lega systur. En tíminn og árin liðu og Lilla Stína, en það kölluðum við hana, óx úr grasi og þroskaðist í lífsglaða og skemmtilega stúlku. Lífið brosti við henni, framtíðin var óráðin en allir vegir færir. Lilju Kristínu voru gefin í vöggugjöf ótrúlega létt lund og ein- stakt skopskyn sem hafði góð áhrif á alla sem í návist hennar voru og gerði hún mest grín að sjálfri sér. Í ágúst árið 1999 ákvað hún að leggja land undir fót og fór til Spánar með vinkonu sinni til að nema spænsku. Eftir skamman tíma þar kom í ljós að ekki var allt með felldu og reyndist þar á ferðinni vera hinn illvígi sjúkdómur krabbamein. Við tók mikil barátta sem staðið hefur nær óslitið síðan. Aðdáunarvert hef- ur verið að fylgjast með æðruleysi, bjartsýni og þrautseigju hennar í öll- um þessum veikindum. Lilja Kristín hélt þó sínu striki og horfði alltaf fram á veginn. Einstakt hefur verið að fylgjast með hversu vel foreldrar hennar og systur hafa stutt hana í veikindunum og missir þeirra er sár og mikill. Ég bið góðan Guð að gefa þeim styrk á þessum erfiðu stundum. Ég vil með þessum fátæklegum orðum þakka Lilju Kristínu fyrir samfylgdina og allar þær dýrmætu minningar sem ég á um hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Lilju Kristín- ar Jónasdóttur. Álfheiður Karlsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við viljum með nokkrum orðum minnast ástkæru frænku okkar Lilju Kristínar Jónasdóttur. Að þurfa að horfa á eftir ungri frænku og jafn- aldra er eitthvað sem erfitt er að kyngja. Afneitun er það fyrsta sem upp kemur í huga okkar. Við eigum erfitt með að trúa því að fá aldrei að sjá hana Lilju Kristínu aftur í þess- um heimi. Við höfum alltaf litið á Lilju Krist- ínu sem hetju. Frá því við vorum litlar litum við upp til hennar og oft á tíðum reyndum við að líkjast henni. Öll ferðalög fjölskyldurnar lágu til Akur- eyrar og þá var það ætíð Lilja frænka og vinkona sem við glöddumst sem mest yfir að hitta. Hvort sem það var í Vanabyggðinni eða í Tungusíðu þá fengum við alltaf góðar móttökur. Hún gleymist seint sú minning þegar þú komst í heimsókn til okkar austur og við fórum saman í sumarbúðir. Þér fannst flugið taka langan tíma, enda enginn til að tala við. Tíminn flaug hins vegar frá okkur, þegar við hitt- umst, því þú hafðir frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Mömmu var skemmt og það var okkur svo sann- arlega líka. Augnablik sem þessi eig- um við mörg og við minnumst þín ætíð sem glaðrar og jákvæðrar per- sónu. Með för þinni frá jörðu er höggvið stórt skarð í frændsystkina- hópinn sem verður aldrei fyllt. Elsku frænka, góðar minningar um þig munu ætíð lifa í hjörtum okk- ar. Um leið og við þökkum þér, Lilja Kristín, fyrir allt, biðjum við algóðan guð að senda Sigrúnu, Jónasi, Sól- eyju og Hönnu Rós ljós, frið og kær- leika. Megi guð vera með ykkur. Margrét Lilja og Berglind Björk Tryggvadætur. veit fyrir víst hvað fallið er hátt veit fyrir víst hvað það leikur menn grátt veit fyrir víst hvað stórt verður smátt veit þó vel að ég veit í raun ósköp fátt Kæra Unnur, mig langar að kveðja þig hér vegna þess að til jarðarfarar þinnar var mér ekki fært að koma. Ég vil þakka þér öll okkar kynni frá því Gæi frændi kom vestur með fallegu og glaðlyndu konuna sína Unni frá Reykjavík. Þau Gæi og Unnur komu oft til foreldra minna Önnu og Lúðvíks í Krók 2 á Ísafirði og þá var gleði, fjör, og hressilegar umræður í eld- húsinu í Króknum. Hvíl í friði, kæra Unnur mín. UNNUR BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Unnur Brynjólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvem- ber 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 25. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 4. apríl. Minningargreinin hér fyrir neðan er endurbirt vegna mis- taka í vinnslu. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Nú ljómar dýrðardagur, hin dimma nótt er liðin hjá, og friðarbogi fagur Guðs föðurhimni blikar á. Um dauðans dimmar álfur nú dýrleg birta skín. Guðs sonur, Jesús sjálfur, er sól og unun mín. Nú leynist enginn lengur á lausnara síns fund, en frjáls og glaður gengur til Guðs á helgri stund. (V. Briem.) Börnum Unnar og Garðars, Binna, Þór, Sesselju, Rúnari og Hrönn, tengdabörnum og barna- börnum, votta ég mína dýpstu sam- úð. Nafnið fagra frelsarans fylgi ykkur og hlífi. Ætíð vaki augu hans yfir ykkar lífi. (Höf. ók.) Ólína Louise Lúðvíksdóttir.               !" #$               ! !    % &' & (  "  #  $   #    $   )*   +  ,% - $./- 01    %       &    '!  (   &&  && 2& 32 4"5  & (  & && (  && %2& %&6' $ && (  #  7 $2& ($)&& && (  8&(  % 2& 4 & 45 &24 & 4 & 45 & "  #  $   #    $    79+: )*; +   /&$ !" #$ ( (<1 ,% -  $,  %= !" #$     '!  (   5%# ((2&  & 7 $(  '  (((  #$%7&2& 4 & 45 &24 & 4 & 45 & "  $   $     .7+7+;  /  11  !" #$       $ $  !  )  5 &2 &( 45 & "  $$     .   7.7  - 1>  !" #$          *    !     ",&;&2&2& ;&& ;&2&(  32 # (  ",&2& % &;&2&(  7- &&9 &%&2&    "5 &(  +   #  $   #    $     ?  7. + / ,  2        ,$  -* ,$      -          ,$     .  / 0   ,01 )** + / ;@ 2& 7- && 3 % (  ",&;@ 2&  $&7 $(  # &-( ;@ (  %&(  &( 2& & ;@ 2& 42 3 &(  4 & 45 &2 &545 &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.