Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 33 LISTIR GUNNHILDUR Halla Guðmunds- dóttir sellóleikari heldur einleiks- tónleika í Listasafni Íslands í dag, laugardag, kl. 18. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnhildur heldur ein- leikstónleika hérlendis, en hún er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún starfar sem sellóleikari og er auk þess kennari við tónlistardeild Uppsalaháskóla. Í Listasafni Íslands flytur hún m.a. þrjú færeysk tónverk og þar af er eitt frumflutningur en það er verk eftir Edvard Nyholm Debess. Auk þess flytur hún verk eftir I. Lidholm, Kristian Blak, Þorkel Sigurbjörnsson, J. Stutschewsky, Sunleif Rasmussen og K. Pend- erecki. Gunnhildur lauk lokaprófi í sellóleik frá Konunglega tónlist- arsháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði einnig framhaldsnám í Ísrael og Frakklandi. Hún hefur lagt áherslu á að leika nútíma- tónlist og hafa verk verið tileinkuð henni. Hún hefur einnig haldið námskeið á vegum tónskáldafélags Færeyinga og frumflutti hún mörg verk þeirra á tónlistarhátíð í Fær- eyjum síðastliðið sumar. Gunnhildur hefur haldið tón- leika á flestum Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Morgunblaðið/Kristinn Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á æfingu fyrir tónleikana. Einleikur á selló í Listasafni Íslands GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að borist hafi ábendingar um að viðskipta- hættir séu mismunandi í lyfjaversl- unum í kjölfar nýjustu könnunar ASÍ á verði í lyfjaverslunum á höfuðborg- arsvæðinu, sem birt var í Morgun- blaðinu hinn 4. apríl síðastliðinn. „Við höfum heyrt að sums staðar séu í boði afsláttarkjör af grunnverði fyrir trygga viðskiptavini. Viðskiptamáti lyfjaverslana þarf að vera sýnilegri í verðkönnunum ASÍ og því munum við óska eftir fundi með Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) um framkvæmd verðkannana í lyfja- verslunum. Verðlagseftirlit ASÍ hef- ur átt ágætt samstarf við SVÞ og ástæða þykir til þess að fara yfir að- ferðafræðina sem notuð hefur verið við verðupptöku og meta hvort þurfi að taka upp skýrari vinnureglur í þessu sambandi,“ segir hann. Aðspurður hvort lyfjaverslanir hafi vísvitandi gefið upp rangt verð segir Gylfi ASÍ hvorki hafa gögn í höndunum sem sýni að einhverjar lyfjaverslanir hafi ekki farið rétt með verð, né ástæðu til að ætla að svo hafi verið. Hins vegar sé ástæða til þess að að skoða hvort og þá hvernig mis- munandi viðskiptaafsláttur hafi áhrif. „Við viljum ekki lýsa því yfir að einhver fari með rangt mál, en þar sem tveir stærstu aðilarnir í lyfsölu, Lyfja og Lyf og heilsa, eru komnir í hár saman vegna frétta af umræddri verðkönnun er ástæða til þess að fara yfir aðferðafræðina og ná meiri sátt um verðlagseftirlit okkar á þessu sviði, því biðjum við SVÞ um þennan fund, enda eru bæði fyrirtækin innan vébanda þeirra,“ segir hann. Gylfi segir ennfremur að neytend- ur verði að fylgjast vel með því hvort þeir séu krafðir um sama verð og upp er gefið í verðkönnunum ASÍ í lyfja- verslunum. „Það er hið endanlega og langskilvirkasta verðlagseftirlit.“ Samkeppni í fullum blóma en ekki verðsamkeppni Hann segir samkeppni milli lyfja- verslana í fullum blóma en öðru máli gegni ef til vill um verðsamkeppni. „Hagstofan hefur reiknað út 9,3% hækkun á lyfjaverði frá áramótum. Sú hækkun skýrist ekki að öllu leyti af breytingum á niðurgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á lyfja- verði. Krónan hefur styrkst verulega á tímabilinu og því er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að álagning lyfjaverslana hafi hækkað um 4–5% það sem af er þessu ári. Því væri það ánægjulegra fyrir okkur neytendur, að þessi fyrirtæki beini orku sinni og fjármunum í að lækka verð á lyfjum fremur en misvel ígrundaða auglýs- ingaherferð,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ. Nokkur Plúsapótek „koma langbest út“ Þórarinn Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Plúsapóteka, segir að nokkur apótek innan vébanda Plús- apóteka „komi langbest“ út úr könn- un ASÍ á lyfjaverði á höfuðborgar- svæðinu. „Þegar skoðað er verð til almennings á 25 lyfseðilskyldum lyfj- um koma Rimaapótek og Nesapótek langbest út, Rimaapótek í 15 tilfellum og Nesapótek í 14. Í auglýsingum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu hefur komið fram í stórri fyrirsögn að Lyfja sé ódýrari í öllum flokkum. Þar eru aðeins borin saman Lyfja og Lyf og heilsa. Þessar auglýsingar eru í raun blekkjandi fyrir neytendur þar sem apótekin í Plúsapótekum eru yf- irleitt með hagstætt meðalverð og langódýrust eru Rimaapótek og Nes- apótek. Í samanburði á verði lyfseð- ilskyldra lyfja til elli- og örorkulífeyr- isþega er Rimaapótek með lang- hagstæðasta verðið, eða í 17 tilfellum af 25. Í lausasölulyfjum til örorku- og ellilífeyrisþega er Árbæjarapótek með besta verðið í 12 tilfellum af 20 og í venjulegu verði á lausasölulyfj- um er Rimaapótek með lægsta verðið til þeirra sem greiða venjulegt verð eða njóta ekki niðurgreiðslna frá Tryggingastofnun,“ segir Þórarinn. Meðalverð „villandi samanburður“ Hann gerir ennfremur athuga- semdir við orð Inga Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lyfju, í Morgun- blaðinu síðastliðinn miðvikudag. „Hann ber saman verð í Lyfju, Lyfj- um og heilsu, Grafarvogsapóteki og Laugarnesapóteki út frá meðalverði, og kemst að þeirri niðurstöðu að Lyfja sé ódýrari. Hann gleymir hins- vegar alveg að skoða Rimaapótek og Nesapótek í þessu sambandi sem eru með mun lægra verð, hvort sem borin eru saman einstök lyf eða meðalverð reiknað út. Það skal einnig hafa með í dæminu að meðalverð er mjög vill- andi samanburður í alla staði og væri nær skoða miðgildi, í stað þess að taka bara inn þær stærðir sem hent- ar,“ segir Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Plúsapóteka. Tímabundin afsláttartilboð til elli- og örorkulífeyrisþega Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri Lyfja og heilsu, segir að lyfja- verslanir innan vébanda fyrirtækis- ins bjóði elli- og örorkulífeyrisþegum 100% afslátt af öllum lyfseðilskyldum lyfjum sem Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða, fram til 19. apríl. Ingi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lyfju, segir að fyrirtækið bjóði 100% afslátt af hluta lífeyrisþega í verði lyfja sem Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða. „Þessi afsláttur gildir til 19. apríl og miðast ekki við viðmiðunarverð, heldur allt verð, sama hvort um samheitalyf eða dýr- asta lyf í hverjum flokki er að ræða,“ segir hann. Ingi segir jafnframt að Lyfja hyggist veita viðskiptavinum sínum afslátt eftir 19. apríl líka. „Við mun- um að sjálfsögðu veita afslátt áfram, eins og fyrirtækið hefur gert frá upp- hafi, og munum leita leiða til þess að auka hann enn frekar,“ segir hann. Athygli hefur vakið að fram- kvæmdastjóri Lyfju sagði í Morgun- blaðinu 11. apríl síðastliðinn að Lyf og heilsa væri „að meðaltali 7,2% dýr- ari í lyfseðilskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyrisþega“ en Lyfja. Í aug- lýsingu frá Lyfju í Morgunblaðinu á fimmtudag segir að Lyfja sé að með- altali 6,7% ódýrari en Lyf og heilsa í flokknum lyfseðilskyld lyf til elli- og örorkulífeyrisþega. Sami munur er á lyfjaverði í báðum tilvikum að hans sögn. „Ef vara A kostar 125 krónur og vara B kostar 100 krónur er vara A 25% dýrari en vara B. Hinsvegar er vara B 20% ódýrari en vara A,“ segir Ingi Guðjónsson framkvæmda- stjóri Lyfju að síðustu. ASÍ vill endurskoða verð- upptöku í lyfjaverslunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kolbeini Kristinssyni, forstjóra Myllunnar. „Niðurstöður Neytendasamtak- anna á raunþyngd brauða og kaka frá Myllunni-Brauði miðað við uppgefna þyngd á umbúðum eru í veigamiklum atriðum rangar og hefur fyrirtækið tekið þá ákvörðun að biðja Sam- keppnisstofnun að skoða hvort vinnu- brögð og verklag Neytendasamtak- anna standist þær kröfur sem almennt eru gerðar til kannana af þessu tagi. Jafnframt verður Holl- ustuvernd ríkisins beðin um afdrátt- arlausa túlkun á gildandi reglugerð um 2–5% leyfileg frávik frá uppgef- inni þyngd á bökunarvörum. Réttar niðurstöður úr þyngdar- mælingum Neytendasamtakanna eru þær að heildarþyngd þeirra brauða og kaka frá Myllunni sem skoðuð voru var 2,5 prósentum meiri en upp- gefin þyngd á umbúðum. Í öllum bakstri, en þó einkum handbakstri, eru frávik frá uppgefinni þyngd óhjá- kvæmileg og skýrar reglur eru um það hvað teljist eðlileg og viðurkennd vikmörk í einstökum þyngdarflokk- um. Í þessari könnun Neytendasam- takanna voru rúgbrauðskubbar eina brauðtegundin af 17 frá Myllunni sem lenti utan leyfilegra frávika, en á það skal bent að í því tilfelli er uppgefin þyngd á umbúðum gefin upp sem „u.þ.b.“. Í kökum, þar sem hand- bakstur kemur meira við sögu, geta frávik orðið meiri og lentu þrjár kökutegundir af sjö utan vikmarka í þessu tilfelli. Myllan gerir athugasemdir við vinnubrögð Neytendasamtakanna í veigamiklum atriðum. Í fyrsta lagi eru aðeins 4–5 brauð eða kökur vigt- uð í hverri tegund en reglugerðir ná- grannaríkja kveða skýrt á um allt að 200 stykkja lágmarksfjölda af hverri tegund og síðan vegið meðaltal þegar vigtarmælingar eru gerðar á bökun- arvörum. Einnig eru gerðar athuga- semdir við það að í þessari síðustu könnun, eins og í fyrri könnunum Neytendasamtakanna, eru Myllunni eignuð brauð sem önnur fyrirtæki framleiða. Í öðru tilfelli er þyngd vís- vitandi borin saman við ímyndaðar forsendur í stað þeirrar þyngdar sem getið er á umbúðum. Myllan-Brauð mælir þyngd fram- leiðslu sinnar á 15 mínútna fresti og kappkostar að vera ávallt innan vik- marka. Á því geta í einstaka tilfellum orðið undantekningar en eins og mælingar Neytendasamtakanna sýna eru þær undantekingar einkum í átt til yfirvigtar, enda þótt þeim sann- leika sé haldið utan sviðsljóssins. Myllan leggur á það mikla áherslu að óvilhallir aðilar skeri úr um réttmæti vinnubragða Neytendasamtakanna annars vegar og framleiðsluhætti Myllunnar hins vegar á allra næstu vikum.“ Tafla yfir þyngd brauða olli misskilningi Kökubankinn hefur gert athuga- semdir við könnun Neytendasamtak- anna á þyngd brauða og kaka sem birt var síðastliðinn fimmtudag, en þar kemur fram í töflu, sem meðal annars var birt í Morgunblaðinu, að 100% brauða frá fyrirtækinu hafi ver- ið „undir vigt“. Neytendasamtökin hafa sent frá sér leiðréttingu þar að lútandi þar sem segir að töflur sem birtar hafi verið í fjölmiðlum tilgreini „fjölda brauða eða stykkjatal, ekki tegundir brauða. Því telst 100% und- irvigt á tíu stykkjum af brauðum frá Kökubankanum í þessu dæmi, en ekki á hverri einustu brauðtegund,“ segja Neytendasamtökin. Þóra Hauksdóttir, annar eigandi Kökubankans, vill koma á framfæri að þyngd brauðtegundarinnar sem mældist undir vigt í könnun Neyt- endasamtakanna, FK-brauð, sé ekki gefin upp á umbúðum. Þóra segir Kökubankann selja þrjár gerðir brauða í umbúðum, tvær tegundir af FK-brauðum og Fjarðar- brauð. „Sá misskilningur hefur komið upp vegna töflu yfir þyngd brauða sem birtist með könnuninni að 100% brauða Kökubankans hafi mælst und- ir vigt. Til grundvallar henni liggur að 10 stykki af einni tegund FK-brauða hafi verið undir vigt, en ég gef ekki upp vigt á umbúðum, þannig að ég skil ekki hvaðan sá samanburður er fenginn,“ segir Þóra Hauksdóttir. Samkeppnisstofnun skoði verklag við brauðkönnun SARA María Skúladóttir opnar sýn- ingu í rými undir stiganum í i8 í dag, laugardag, kl. 16. Sara María er ungur listamaður sem útskrifaðist fyrir tveimur árum frá Listaháskóla Íslands. Frá út- skrift hefur hún unnið á ýmsum svið- um, meðal annars við kvikmynda- gerð, auglýsingar og leikmyndir. i8 er opið þriðjudaga til laugar- daga 13–17. Sara María undir stiganum MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Prumpuhólinn eftir Þorvald Þorsteinsson á Hvolsvelli og Hellu í dag, laugardag. Á Hvolsvelli verður sýningin í Hvoli kl. 14 en á Hellu í íþróttahúsinu og kl. 17. Sagan segir af Huldu sem er ný- flutt úr borginni og upp í sveit. Hún og Halli bróðir hennar eru að kynn- ast þessu nýja umhverfi þar sem allt er framandi. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur, tónlistin er eftir Guðna Franzson og leikendur eru þau Bjarni Ingvarsson og Mar- grét Kaaber. Prumpuhóllinn tekur 50 mínútur í flutningi. Prumpuhóllinn á ferð um Suðurland SIGURJÓN Örn Sigurjónsson pí- anóleikari þreytir burtfararpróf frá Tónlistarskóla Reykjavíkur á tón- leikum sem haldnir verða á vegum skólans í Salnum kl. 14 í dag. Þar mun Sigurjón flytja Fantasíu í c-moll eftir W.A. Mozart, Sónötu nr. 2 í d-moll eftir S. Prókofíeff og fjórtán af prelúd- íum op. 28 eftir F. Chopin. Þegar Sigurjón er spurður hvern- ig tónleikarnir leggist í hann hlær hann við og segir það breyti- legt eftir því á hvaða degi hann er spurður. „En að öllu jöfnu leggst þetta bara ágætlega í mig. Ég gekk í gegnum svipað ferli þegar ég lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum í Garða- bæ og hjálpar það mikið,“ segir hann. Sigurjón Örn hóf frekara nám í pí- anóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1998 og hefur stund- að það samhliða BS-námi í raf- magnsverkfræði við Háskóla Ís- lands, sem hann lauk í fyrra. Eftir að hafa einbeitt sér að píanóinu í vetur segist hann reikna með því að verk- fræðin verði fyrir valinu sem fram- tíðarstarf. „Ég ætla að hefja meist- aranám í rafmagnsverkfræði í haust, en þó er ekki þar með sagt að ég leggi tónlistina á hilluna. Ég segi stundum að ég hafi of gaman af tón- list til þess að vinna við hana, þ.e. að þurfa að framfleyta mér með tónlist- ariðkun. Ég hef hins vegar mátulega gaman af verkfræðinni til þess að geta hugsað mér hana sem ævistarf. Ég get þó ekki án tónlistarinnar ver- ið og mun halda áfram að spila á pí- anóið, hvort sem það verður bara fyrir sjálfan mig heima í stofu eða á öðrum vettvangi,“ segir hann að lok- um. Sigurjón er fæddur árið 1977 og hóf hann fyrst tónlistarnám árið 1986. Sigurjón lærði hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar á árunum 1987–1998 og lauk þaðan 8. stigi með opinberum tónleikum. Ári síðar hóf Sigurjón nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík hjá Peter Máté, sótti námskeið hjá Gyorgy Sebök 1999 og var þátt- takandi í píanókeppni EPTA í Kópa- vogi 2000. BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands lauk Sigurjón árið 2001. „Of gaman af tónlist til að vinna við hana“ Sigurjón Örn Sigurjónsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.