Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR Laugardagur 5. júll 1980. Það hefur varla farið fram hjá neinum i nýafstaöinni kosningabaráttu, að það er ekki tekið út með sældinni aö vera kosningastjóri forsetafram- bjóðanda. Stuðningsmenn inna af hendi gifurlega mikið starf út um allt land og hlutverk kosningastjórans er að sam- ræma aila starfsemina og beina henni I einn farveg, svo straumurinn verði nægilega þungur til að takmarkið náist. Forsetakosningar eru þess eölis, að það er ekki nema einn sem nær tindinum, hinir verða eftir I hlfðinni. Kosningastjóri sigurvegarans var Svanhildur Halldórsdóttir og hún er I Fréttaljósinu I dag. Hún var fyrst spurð um kosningabar- láttuna almennt og hvað hefði komið henni mest á óvart i þvi sambandi. „Makalaus kommúnis tahr æðsla ’ ’. , ,Ég hef nú aldrei staöið i svona baráttu áður og það haföi aldrei hvarflað aö mér að ég ætti eftir aö gera það. i rauninni gerði ég mér enga grein fyrir út i hvað ég var að fara. Það sem kannski kom mér mest á óvart i kosningabarátt- unni var þessi makalausa kommúnistahræðsla sem virðist vera rikjandi hér á landi og stundum finnst manni að orðið kommúnisti hljóti að vera versta skammaryrði sem fyrir- finnst. Það kom mér lika á óvart, að það var eins og vinstri menn þyrðu ekki i fyrstu að koma opinberlega fram sem stuöningsmenn Vigdisar. Það var eins og hægri menn þyrftu fyrst að gefa grænt ljós. Annars fannst mér þetta fjarskalega skemmtilegt allt saman eins og ég hef raunar gaman af allri vinnu yfirleitt”. „Þekkti Vigdisi ekki persónulega áður”. — Hvað varð þess valdandi að þú studdir Vigdisi og byrjaðir að starfa fyrir hana? „Þetta byrjaði þannig að ég var beðin um að safna áskorendum á undirskriftalista fyrir Vigdisiog mér fannst fjálf- sagt að verða við þvl, þar sem hún hafði vakið athygli mina fyrir störf sin á opinberum vett- vangi. Þegar ég svo skilaði listunum sagðist ég vera tilbúin til að gera meira ef með þyrfti og upp úr þvi fór ég ásamt öðru stuðningsfólki, að hringja I fólk út um allt land sem ég vissi að gæti orðið að liði I baráttunni. Meðai annarra hringdi ég I gömul skólasystkyni og endur- nýjaði kunningsskapinn við þau eftir 25 ára aðskilnað. Þau Vigdis og Tómas Zoega báðu mig siöan að taka þetta að mér og ég féllst á að gera það þangaö til annar betri fyndist. Annars hef ég aldrei kallað sjálfa mig kosningastjóra heldur vinnukonu á búi Vig- disar. Ég þekkti Vigdisi ekki persónulega áður en þetta byrjaði, en hún reyndist falla nokkuð vel að þeirri mynd sem ég var búin að gera mér af henni — glaðlynd og gáfuð”. „Ekki siður hægri menn sem studdu Vig- disi”. —Hvaða hópar i þjóðfélaginu studdu ykkur dyggilegast? „Það er ekki hægt að draga stuðningsfólk Vigdisar i dilka. Þó að það sé kannski ekki alveg rétta orðið vil ég segja að stuðningsmenn hennar hafi verið ósköp venjulegt fólk, sem ekki stendur I neinu sérstöku framapoti. Mér fannst skemmtilegt þegar ég var að hringja út á land, aö þá var það oft sem „Ekki kosn- ingastjóri, heldur vinnu- kona á búi 99 Vigdisar segir Svanhildur Halldórsdóttir kosningastjóri Vigdisar konur tóku það sérstaklega fram að þær væru hægri sinnaðar og fyndist betra að við vissum það fyrirfram. Það kom mér lika á óvart að konur úti á landi virtust á margan hátt friálslyndari oe siálfstæðari en þær á höfuðborgarsvæðinu. Það kom lika I ljós að allra flokka fólk studdi Vigdisi og þá ekkert siður hægri menn”. „Margir aðrir en stuðningsmenn, sem við eigum þökk að gíalda”. — Er ekki trúlegt aö mörg þau Úr forsetakosningum i gluggaþvott. Svanhildur var i gær að þrifa húsnæði það á Laugaveginum þar sem höfuöstöövar baráttunnar voru. (Vfsismynd J.A.) atriði, sem menn töldu vinna gegn Vigdisi, svo sem ákveðin greinaskrif sögusagnir og fleira, hafi þvert á móti komið henni til góöa og hún hafi þannig fengið nokkurs konar „pislar- vættisfylgi”? „Ég hef ekki trú á þvi, en hins vegar varð sumt af þessu til þess að fólk fór að kynna sér þessa konu nánar og þaö var auðvitað hennar hagur. Það eru sem sé margir aðrir en stuðningsmennirnir, sem viö eigum þökk að gjalda. Mér finnst kosningaúrslitin sanna að fordómarnir, bæði i sambandi við einstæðar mæður og annað, eru ekki eins miklir og menn kannski hafa haldið. Ein kona sem ég talaði viö sagði þó að sér fyndist verst að Vigdis skyldi einu sinni hafa verið gift og þetta er afstaða sem mér er ómögulegt að skilja. Ég skil ekki hvernig hægt er að fella dóma yfir fólki án þess að þekkja nokkuö til aðstæðna”. „Gættum þess að of- bjóða fólki ekki með lágkúru”. — Hver var þáttur þinn, og annarra stuðningsmanna i kjöri Vigdisar? „Það er fjöldinn allur af praktiskum atriöum sem verður að framkvæma, en hvarflar ekki að fólki að þurfi að sinna. Til dæmis er griðarleg vinna sem liggur í þvi að koma saman meðmælendalistum. Einnig skiptir afskaplega miklu máli hvernig frambjóð- andinn er kynntur á hverjum stað og þar sé ekki einhver smekkleysa á ferð. Við reynd- um að gera fólki ljósar okkar skoöanir og höfðuöum til skyn- semi þess og gættum þess aö of- bjóða fólki ekki með lágkúru. Við fórum til dæmis ekki út i það að slá upp ýmsu frammáfólki sem stuðningsmönnum og ætlast siöan til þess að fjöldinn dansaöi eftir þeim. Starf stuðningsmanna i kosningum hlýtur alltaf að vera mikilvægt, en auðvitað var Vig- dis sjálf besti segullinn”. „Hef ekki orðið vör við að Vigdísi væri stjórnað”. — i blaðagrein fyrir skömmu var þess farið á leit við stuðningsmenn Vigdísar, að þeir slepptu nú af henni hend- inni og afhentu hana þjóðinni. Hvenær ætlið þið að sleppa tak- inu. „Ég hef nú ekki orðið vör við að henni væri stjórnað af nokkrum, hvorki stuðnings- í fréttaljósinu Texti: Páll Magnússon mönnum né öðrum. Það eina sem við höfum gert eftir kosn- ingarnar var aö standa fyrir hyllingunni á mánudagskvöldið og var þaö gert vegna þess að fólk hringdi hingaö stöðugt á mánudeginum og spurði hvort ekki ætti að hylla forsetaefnið. Ég er ekki vitund hrædd um það myndist neins konar kllka I kringum Vigdisi, en hún hlýtur að hafa leyfi til þess að eiga sina vini áfram”. „Kem ekki til með að berja á dyr að Bessa- stöðum hvenær sem er”. — Hvert verður nú þitt hlut- skipti að öllu þessu afstöðnu? „Ég er stolt yfir þvi að hafa þátt i þvi að skapa mannkyns- söguna, en minu hlutverki er nú lokið. Ég tek mér nú sumarfri, en i haust fer ég að vinna. Ég kem ekki til með að berja á dyr að Bessastöðum hvenær sem er, til þess ber ég of mikla virðingu fyrir embættinu. Ef Vigdis hins vegar óskar eftir minum féiagsskap mun ekki standa á mér”. _ !■■■■!■■■■ GESTSAUGUM Vlö V/|TUA\ AÐ o5TofeUfiW5l SÞíLfifíXti ER ÁV/flfJASSJöKDöMUA £IMS OG-T.b. ALKÓHÓU'SMIj LVFJRKJOTKUN, 0& HEFUR ÁLIKA SLÆWAP AFLLVÐIW&AR í FöR MED 5ÉR. _ Telknari: Krls Jackson -~M\ltu muPbwibfi YlUGAf RíTrumR I HAPPDRÆfri „ 1/E.SKIÐ ÞITT/ 1/£E)SJÓKLII\J6AF£LA65

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.