Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 8
vtsm Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvcmdastjdri: Davld GuSmundsson. * Ritstjdrar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstidrnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snaeland Jdnsson. Fréttastjdri erlendra frétta: Gudmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsddttlr, Hallddr Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jdnlna Michaelsddttlr, Krlstln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Pdll Magnússon, Slgur|dn Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þdrunn J. Hafsteln. Blaðamaður á Akureyrl: Glsll Sigur- gelrsson. Iþrdttir: Gylfl Krlstiánsson, K|artan L. Pálsson. Lidsmyndir: Bragl Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjdri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjdrn: Slðumúla 14 slml 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholtl 2-4 slmi 86611. Askriftarg jald er kr.SOOOá mánuöi innanlands og verð I lausasölu 250 krdnur ein- takiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Vidleitni Steingríms Viöbröaö Steinerlms Hermannssonar varöandi flugmannadeiluna og vanda frystihús- anna eru viröingarverö. A þaö er hinsvegar minnt aö gengissig og fjármagnstilfærslur eru smáskammtalækningar meöan ekki er geröur uppskuröur á sjálfri veröbólgunni. Það er ekki of t sem hægt er að fara viðurkenningarorðum um ráðherra nú á þessum síðustu og verstu tímum. Steingrímur Her- mannsson á hinsvegar lof skilið fyriratbeina sinn að undanförnu að því er varðar frystihúsin og flugmannadeiluna. Augljóst er að ráðherrann hef ur gengið i þau mál af atorku og krafti og við- leitni hans hefur borið þann árangur, að flugmenn afboðuðu vinnustöðvun sína og fyrir liggja tillögur varðandi vanda frysti- húsanna, sem eru góðra gjalda verðar svo iangt sem þær ná. Um flugmannadeiluna var f jallað hér í blaðinu f gær, en það aðeins áréttað, að kröfur þurfa að vera miklar og alvarlegar til að þær réttlæti vinnustöðvanir sem grafa undan lífsafkomu bæði verkfallsmanna og þess fyrirtækis, sem vinnustöðvunin bitnar á. Svo náinn skilningur og samvinna ætti að vera milli for- ráðamanna Flugleiða og þeirra eigin flugmanna, að þeir geti út- kljáð deilur sínar án þess að allt springi í loft upp. Þetta kom og á daginn, þegar sjávarútvegsráð- herra leiddi hópana saman til úr- slitaviðræðna. Vandi frystihúsanna hefur ekki farið fram hjá neinum. Hann er einnig vandi ailrar þjóð- arinnar, því afurðir frystihús- anna eru Iffsafkoma fslendinga, og án starfrækslu þeirra skellur á allsherjaratvinnuleysi. Viðbrögð og ráðstafanir sjá- varútvegsráðherra eru eftirfar- andi: I fyrsta lagi er framleiðsla og sala á fiskblokkum örvuð með því að láta verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins hækka verðið um kr. 3-400 kr. pr. kg. eða sem svar- ar 5-600 millj. kr. næstu þrjá mánuðina. Að vísu er fiskiðnað- urinn hér heima að greiða þessa uppbót úr sfnum eigin vasa, og þessi ráðstöfun getur aðeins orð- ið til bráðabirgða vegna tak- markaðs fjármagns í verðjöfn- unarsjóði. En þetta er tvímælalaust lausn í augnablikinu þegar meiri eftir- spurn er eftir blokk en fiskflök- um. I öðru lagi er ætlunin að af urð- alán verði aukin úr 75% í 85% á næstunni, og hlýtur þessi ráðstöf- un að létta f járhagsbyrði frystihúsanna. Hvernig bankarn- ir standa undir aukinni lánabyrði f þessum mæli er aftur erfitt að sjá fyrir, eftir þær ógnvekjandi upplýsingar sem þeir létu f rá sér fara fyrr í vikunni. Aðeins verð- ur að vona, að þetta jafngildi ekki aukinni seðlaprentun, sem þá væri olfa á verðbólgubálið og skammvinn úrbót. Sama gildir um skuldbreyting- ar úr stuttum vanskilaskuldum l lengri lán. Það má heldur eKki gerast með þvf einu að auka verðbólguna. f þriðja lagi hefur tekist að gera viðbótarsölusamning við Sovétmenn, og léttir það mjög á þeim vanda, sem hlýst af mikl- um birgðum og takmörkuðu geymslurými. Þetta er ólfkt raunhæf ari viðbrögð heldur en sú broslega og gagnslausa sam- þykkt ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, að skrásetja skyldi allt geymslurými í landinu. Jaf nf ramt þvf sem þeirri skoð- un er lýst, að viðleitni ráðherra, sem felst í framangreindum ráð- stöfunum sé jákvæð og virðing arverð, skal á það bent, að hér er tjaldað til einnar nætur, og fram- búðarlausn verður ekki fengin, meðan rekstur frystihúsanna fer stöðugt hækkandi af völdum verðbólgu og okkar eigin ráðleys- is í efnahagsmálum. Við komumstaldrei fyrir rætur vandans meðan ekki er tekist á við verðbólguna. Gengissig og f jármagnstilfærslur, hversu rösklega sem til þeirra er gripið eru smáskammtalækningar en ekki uppskurður. Eftir þeim stóra uppskurði er enn beðið. [TístV’hvaðer’nö'það? ] Fáum oröum, islenzkum, stend ég gagnvart jafn undrandi og berskjalda og þessu, veit I raun ekki hvaö þaö þýöir leng- ur. Einu sinni hélt ég, aö oröiö list táknaöi hæfileika manna, sem hlotiö heföu þá þjálfun eöa slipun, aö langt taeki fram þvi sem fjöldinn gæti nokkru sinni seilst í. Aö baki listanafnbótar væri braut náms og vinnu, þrot- lausrar vinnu, sem viö flest heföum ekki dug til þess aö leggja á okkur, — og til þyrfti llka, aö heilladisir heföu veriö gjöfular viö vögguna. Meö öörum oröum: Skaparinn lyfti sumum einstaklingum yfir fjöldann, geröi þá hæfa til þess aö gera frábæra hluti, sem mönuöu mannkyn upp af sviöi dýrsins. Þetta hélt ég, en betur og betur þreifa ég á þvi aö þetta er rangt, svo beri ekki aö skilja oröiö. Hópar koma fram og gera kröfu til þessa stimpils en hafa ekkert þaö til brunns aö bera sem oröiö áöur kraföist. Ef slikt er list, þá þýöir oröiö: Gleöi sjálfgagn- rýnislauss einstaklings. 1 leik- skólum um allt land fá börn aö blanda saman litum, og geisl- andi af gleöi koma þau heim meömyndirnar sinar t.þ.a. gefa pabba og mömmu, en kröfu til ramma eöa listanafnsins gera þau þó ekki. Menn hnoöa saman oröum, kunna hvorki stuölasetningu né Sr. Siguröur Haukur Guö- jónsson skrifar. rlm eöa undirstööu islenzkrar málfræöi, en þykjast samt vera aö gera kvæöi, kaupa sér alpa- húfu og láta sér vaxa hár og skegg, og af þessu erfiöi öllu þykjast þeir orönir skáld og gera kröfu til listmannalauna. Menn fara uppá fjalir og rifa þar I strengi og segjast vera aö syngja, þó aö hljóöin sem berast frá þeim minni meir á aö þeir séu aö naga hljóönemann og muldra bull, sem Æri-Tobbi heföi ekki kinnroöalaus látiö frá sér fara. Og kunni þeir aö klæöa sig og skaka sér sföan eins og lúsagemlingar aö vori eöa þá kynóöir hvolpar, þá eiga þeir þaö vist, aö áhorfendaskarinn öskri af hrifningu, falli jafnvel i öngvit. Sé þetta list, hversu langtum ofar stendur þá ekki flækingskötturinn, sem meö breimahljóöum veldur þér ahd- vökunóttum? Menn segjast vera tónskáld, labba um og selja þér auöar sföur undir nafninu Þögn, og þú átt aö hneigja þig I lotning og stynja: Já, þetta er hin sanna list. Menn bjóöa til borös, ekki til aö seöja hungur, heldur til þess aö leyfa mönnum aö kynn- ast listinni aö velja á diskinn sinn. Prakkarar voru slikir spé- fuglar kallaöir hér áöur fyrr, en nú hafa þeir sótt um inngöngu i félag listamanna. Kunni menn aö hátta sig og vefja á sér liminn meö snotru trafi, þá munu þeir eiga vist, aö fátækar þjóöir, sem jafnvel geta ekki selt fiskinn sinn og veröa þvl aö senda streöfólkiö á sumarleyfisstyrk, kalli þá á listahátiö og greiöi fyrir, i nafni sannrar menningar, og þaö I erlendum gjaldeyri. Þaö er ekki nektin, sem þú átt aö horfa á, heldur hægar hreyfingar llk- amans, þær eru listin, hin sanna, hreina list. En lesandi minn, þú ættir aö heyra hrópin i ánamöökunum mlnum úti i garöi: Mundu aö sækja um listamannastyrk handa okkur. Sjáöu þessarhreyfingar! Ogviö erum þó aö fullu naktir. Nei, þaö er ljóst, aö ég skil ekki lengur oröiö list. Kannski er þaö misminni mitt aö oröiö sé ritaö meö einföldu i-i, þaö beri nú aö skrifa lyst og oröiö þá dregiö af losti. List merki ekki lengur för frá dýrinu, heldur leiö til þroskastigs þess. Þaö benda flestir menningarveg- vlsar til þess eins og I Róm forö- um, þegar hruniö var á næstu grösum. En vel á minnst, hvar á aö setja Luciano Pavarotti innl þessa mynd? Hann kemur eins og skrattinn úr sauöaleggnum og staöhæfir aö þaö sé tlmi til aö islenzk þjóö taki sér I hendur ævintýriö Nýju fötin keisarans, eftir Andersen gamla, og lesi þaö upphátt. Sjálfsagt á ég á hættu, aö ein- hverjir hrópi: Sjáiö nú aftur- haldiö hvaöa vit hefir klerkur á list? Ekkert. Hlustiö á okkur hiö menntaöa fólk á þessu sviöi, ‘okkursemein höfum vit á, hvaö sönn list er. Þetta fólk hefir sannarlega rétt fyrir sér, ég hefi ekki hugmynd um þaö lengur, hvaö oröiö list táknar i þeim hrærigraut mennsku og DÝRS sem nú er dýrkaöur. Þegar Einar Ben. og bögubósinn eru á einum og sama stalli/ rámur köttur og söngvarinn, maökur- inn og dansarinn, þá lái mér hver sem vill þó ég spyrji: Hvert stefnum viö?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.