Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 21
VlSIR Laugardagur 5. júli 1980. sandkasslnn GIsli Sigur- geirsson, blaðamaöur, skrifar • # Halló/ nei annars# nú • heilsumst viö og l kveðjumst með: /#Heil J Vigdís"!! • • • ®Ég vona að allir hafi • tekið gleði sína eftir for- • setakosningarnar. Ef : einhverjir eru enn i sár- : um þá vil ég benda þeim : á að hagkvæmari úrslit Z var ekki hægt að fá, ef 1 litið er á málið raunsæ- • um og tilfinningalaus • um augum. Við njótum 2 þess áf ram að hafa eina ; og sanna mannasætt : inn fyrir sáttasemjara ; og þurfum því ekki að : hafa áhyggjur af vinnu- : deilum. Greiðabesti Z þingmaðurinn, maður Z fólksins, hann er áfram • á þingi, og lang-hæfasti • ambassadorinn okkar • verður áfram við störf. I Sá eini af frambjóðend- ; unum, sem var atvinnu- : laus, fær hins vegar : vinnu við hæfi. • • !#„Seld til Noregs, fer til • Reyðarf jarðar" • segir Mogginn. Er nú • Reyðarf jörður kominn ; undir Noregskonung. : Það er ekki að spyrja að : norsurum, fyrst er það : Jan Mayen, svo Reyðar- : fjörður. • • • •„ótrúlegt annað en rík- ; isstjórnin endurskoði : afstöðu sína", : segir Morgginn. Bjart- I sýnn, allavega er hætt I við að það verði erfið • fæðing. Það kemur ekki • að sök, því á sömu síðu • mátti sjá þessa fyrir- ; sögn: : „Landspítalinn fær : gjörgæslutæki til notk- : unar við fæðingar. • • ••„Hvert stefna flug- • menn"? • spyr Mogginn. ; Samkvæmt mínum : skilningi á fluginu : stefna þeir ýmist upp : eða niður, út og suður, : en í dag virðast þeir : vera á leiðinni norður og • niður með allt draslið. • Gísli Jónsson, menntaskólakennari, sagði mér eftirfarandi sögu af ólafi heitnum Thors: Ölafur var einhverju sinni að tala um kjör sjómanna á kosninga- f undi í Kef lavík. Þá stóð upp sjómaður og sagði: Hvern andskotann ert þú að pípa um kjör sjó- manna, sem aldrei nennir á fætur fyrr en um hádegi. Það er alveg satt, svar- aði ólafur, ég fer stund- um seint á fætur, en hvað myndir þú gera helvítið þitt ef þú værir giftur henni Ingibjörgu? • „Töpum öllum leikjun- um", er haft eftir Jóhanni Inga, landsl iðsþjálf - aranum okkar í hand- knattleik í fyrirsögn í Mogganum. Það var mál að landsliðsmenn okkar fari að líta svolít- ið raunhæft á málin. •„Ég er hundóánægður", er haft eftir fyrirliða landsliðsins í knatt- spyrnu í Mogganum. Þeir voru þó nýbúnir að vinna landslið Færey- inga, blessaðir, en þetta hundatal fyrirliðans er líklega komið til vegna þess, að það var hunda- heppni. •„Flugmenn sameinast um að skaða Flugleiði", segir Tíminn í fyrirsögn á baksíðu á fimmtudag- inn. Það væri þá ekki skaði skeður þó þeir sköðuðu leiðann, en öllu verra þætti mér ef þeir setja Flugleiðir á haus inn. • Góðkunningi minn, sem vill mér vel bless- aður, sagði til einfalt ráð við að búa til góða brandara. Einfaldlega að setjast niður, slá sér á lær, og hlæja innilega góða stund. Síðan þyrfti ég ekki annað en hugsa af tur á bak. Það f er ekki hjá því, að mínir nákomnustu séu farnir að halda mig venju fremur skrýtinn, því síðan mér var ráðlagt þetta, hef ég hlegið upp úr eins manns hljóði í tíma og ótíma. • „Ætlar Efnahagsbanda- • lagið að útrýma karfa- • stofninum", spyr Tíminn í andakt. • Það er verið að tala um • að togararnir séu að • veiða siðustu þorskana, : nema þá sem eru á : þurru landi, nótaskipin ! séu að þurrka upp loðn- : una og svo kemur heilt : efnahagsbandalag og • kálar karfanum. Z • • Veitingamenn mótmæla • skatti á svína-og fugla- • fóður: Mun kalla fram J jarmkór óánægðra: gesta" : segirTíminn. Hvurslags : er þetta? Hafa veitinga- Z menn fóðrað okkur á Z svína og fuglafóðri; fram að þessu. Eru þá • ekki meiri líkurtil að við : förum að hrína eða : gagga, frekar en að! jarma. • •„Sumargleðin byrjuð", : segir Tíminn. Hún hef ur : nú verið hér fyrir norð- • an síðan á sumardaginn • fyrsta. • • •„Fórst fyrir fjórum Z árum", • segir Tíminn I gær. • Alltaf f yrstur með f rétt- • irnar sá gamli. : • •„Hvernig stendur á Z þessu"? • spyr Jónas Kristjánsson • í fyrirsögn á leiðara í • Dagblaðinu. Ástæðan til : undrunar Jónasar var : samanburður á skoð- : anakönnun Dagblaðsins • og úrslitum forseta- • kosninganna, sem sýndi • að fyrir „glópalán" • hafði Dagblaðinu einu : sinni tekist að vera ekki : nema 0.4% frá.sannleik- ! anum. Er það nema von Z að Jónas undrist. : • •„Uppsafnaður vandi frá : árinu 1979". : segir Tíminn eftir : Steingrími Hermanns- • syni I gær, og er hann að • tala um vanda frysti- • húsanna. Þeir hringdu I • mig út af smáskuld hjá • skattinum áðan. Ég ; sagði þeim að þetta væri : „uppsafnaður vandi" og : kæmi mér ekki við. Jæja, áður en þetta • rennur út I sandinn hjá • mér hérna I sandkass- • anum þá ætla ég að ; kveðja. : • Veriði bless, laus við : stress og ekkert pex. : Góða helgi! 2 Simca 1100 GLS árg. 1979. Ekinn 20.000 km. Góður bíll. Skipti koma til greina. Uppl. i síma 77544 á kvöldin. Þessi bill er til söiu NJOTIÐ UTIVERU Bregðið ykkur á hestbak Kjörið fyrir alla fjölskvlduna HESTALE/GAN Laxnesi Mosfellssveit Sími 66179 I ffi Smurbrauðstofan BJORIMirMN Njólsgötu 49 — Sími 15105 Leysum út vörur fyrir fyrirtæki, kaupum vöruvíxla. Tilboð sendist augl. Vísis, Síðumúla 8, merkt „Víxlar" /I>ÆR\ _ /WONAU ÞUSUNDUM! Góð reynsla þeirra Jjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Lfómi ot, .ftífl Eskm ö* Jf| sli i ‘ö® *2S* Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. W1SIW&86611 smáauglýsingar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.