Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRON. IS Atvinnuhúsnæði Síðumúli Um 588 fm gott skrifstofuhús- næði á 2. hæð. Vel staðsett og sýnilegt hús. Má skipta upp í einingar. Leigusamningar geta fylgt með. Áhv. góð langtímalán. Verð kr. 37 millj. Einbýlishús Framnesvegur Gott dúkkuhús á framabraut. Húsið er steinhús á tveimur hæðum og allt ný standsett. Garður. Jöklafold - Grafarvogi Um 370 fm gott 2ja íbúða hús. Samþykkt íbúð á neðri hæð, um 70 fm, með sérinngangi. 25 fm vinnustofa með sérinngangi. Um 65 fm óinnréttað rými á neðri hæð. Innbyggður 27 fm bílskúr. Góð gólfefni, parket og flísar. Mikil lofthæð í stofu og er búið að útbúa pall yfir hluta hennar. Gert er ráð fyrir arni. Einkasala. Áhv. 5,6 millj. Verð kr. 30 millj. Einbýli óskast í Vesturbæn- um fyrir stóra fjölskyldu. Góðar greiðslur í boði. Skerjafjörður Um 118 fm gott hús á einni hæð. Þrjú svefnherbergi og tvær stof- ur. Samþ. teikningar fylgja með af stækkun, auk bílskúrs. Stór lóð. Áhv. 6 milljónir hús- bréf. Skipti á minni eign kemur til greina. Ásahvefi Um 280 fm hús á tveimur hæðum. Fimm svefnherbergi og tvær stof- ur. Innbyggður bílskúr. Verð kr. 24,9 millj. Rað- og parhús Vættaborgir Um 162 fm gott raðhús, með suðurgarði og suðursvölum. Góðar innréttingar, stofa með merbau-parketi. Inn- byggður 20 fm bílskúr. Þrjú góð svefnher- bergi. Einkasala. Ákv. 8,3 millj. húsbréf. Gott raðhús eða parhús ósk- ast í Vesturbænum, Kópavogi eða Grafar- vogi fyrir fjársterka fjölskyldu. Seljahverfi Mjög gott raðhús á tveimur hæðum með stæði í bílskýli. Parket og flísar á gólfum. Verð 16,0 millj. Hæðir Ásholt 103 fm „LÚXUS“íbúð á 7. hæð (bara þessi íbúð) með miklu útsýni. Parket og korkur á gólfum, baðherbergi flísalagt. Beikiinnréttingar. Um 27 fm stæði í bíla- geymslu. Áhv. 4,2 millj. Galtalind Stórglæsileg jarðhæð með sérinngangi á þessum eftirsótta stað. Stór- glæsilegar og vandaðar innréttingar. Granít- flísar og gegnheilt eikarparket á gólfum. Stór suðurverönd. Góð hæð óskast Um 150 til 200 fm hæð óskast. Má kosta allt að kr. 25 millj. Miðbær Um 163 fm glæsileg íbúð í risi í fallegu steinhúsi. Nýtt bað og eldhús í góð- um stíl. Þvottahús og geymsla í íbúð. Stórar stofur og vestursvalir. Áhv. 11 millj. hús- bréf og lífeyrissj. Helgaland - Mos. Um 100 fm hæð á 1. hæð í tvíbýli. Fallega innréttuð. Stórt bað og nýleg innrétting í eldhúsi. 38 fm bíl- skúr fylgir. Áhv. 5 millj húsbréf. Verð kr. 14,3. 5 herb. Laxakvísl Um 142 fm hæð og ris á góðum stað. Parket og flísar á gólfum. Rúmgóð stofa. Mjög góð eign í vönduðu húsi. Áhv. 5,1 millj. Verð kr. 17,5 millj. Þingholtin Um 134 fm glæsileg íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Tvær góðar stofur, arinn og 3 svefnherbergi. Nýlegar og smekklegar innréttingar. Flísar og parket á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Suðursvalir með fallegu útsýni yfir Þingholtin. Áhv. 7 millj. húsbr. og lífsj. Gaukshólar - „penthouse“ 150 fm mjög glæsileg íbúð á 7. og 8. hæð í góðri lyftublokk. Íbúðin er öll nýstandsett með vönduðum innréttingum, tveimur stof- um, tveimur baðherbergjum og tveimur svölum með frábæru útsýni. Sérbílskúr fylg- ir. Sérlega glæsileg eign. Áhvíl. 7,2 millj húsbréf. Verð 18,9 millj. 4ra herb. „Penthouse“ í vesturbænum Vönduð 138 fm „penthouse“-íbúð í nýlegu húsi. Allt sér í íbúð. Merbau-parket og -flísar á gólfum. Sérsmíðaðar innréttingar, rótar- spónn, granít og stál. Sérþvottahús og geymsla innan íbúðar. Íbúðin snýr í suður, björt með góðu útsýni. Góður bílskúr með geymslulofti. Tvö svefnherbergi. Áhv. byggsj. og lífsj. kr. 9,6 millj. Verð kr. 19,1 millj. Flúðasel Um 93 fm góð íbúð á 3. hæð. Parket og gott skápapláss. Suðursvalir og stæði í bílskýli. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Laus fljótlega. Verð 12,5 millj. Engihjalli Mjög góð íbúð í lyftublokk. 2 góð barnaherbergi með skápum og stórt hjónaherbergi með skáp. Mjög stór parket- lögð stofa. Svalir með frábæru útsýni út frá hjónaherbergi. Áhv. 9,4 millj. Verð kr. 11,9 millj. Veghús Um 98 fm íbúð á 2. hæð. Park- et og stórar suðursvalir. Innbyggður bílskúr. Áhv. 6 millj byggsj. og húsbr. Verð kr. 14,9 millj. Bjatahlíð - Mos. 128 fm falleg íbúð á 3ju hæð með sólskála og suðursvölum í ný- legu húsi. Verð kr. 14,8 millj. Áhv. 5,8 millj. 3ja herb. Smáíbúðahverfi Um 85 fm íbúð á 2. hæð. Parket og svalir í suður. Flísar á baði. Áhv. 8,5 millj. 3ja herb. óskast fyrir fólk með stað- greiðslu boði. Möðrufell Snyrtileg nýmáluð 80 fm íbúð á 4. hæð. Nýleg eldhúsinnrétting og ný tæki á baði. Dúkar á allri íbúðinni. Mjög fal- legt útsýni til austurs. Verð kr. 9,9 millj. Huldubraut - Kóp. Góð íbúð á jarð- hæð í 3ja hæða steinhúsi. Sérinngangur. Áhv. 7,3 millj. Verð 9,1 millj. Vesturberg Um 74 fm góð íbúð í lyftu- húsi. Parket og flísar á gólfum. Svalir í austur. Áhv. 6,3 millj. Verð 9,5 millj. Hagamelur 2ja til 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Stutt í alla þjón- ustu. Áhv. 5 millj. byggingsj. og húsbréf. Verð kr. 10,9 millj. Ásvallagata Um 90 fm íbúð á 2. hæð í góðu húsi. Parket. Hátt til lofts og björt íbúð. Verð kr. 12 millj. Reyrengi Um 83 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Nýmálað hús. Verð kr. 11,3 millj. Skúlagata - nýtt Um 78 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Flísar á baði. Suðvestur- svalir. Björt íbúð. Stæði í bílskýli. Lyklar á Fróni. Verð kr. 11,9 millj. Seilugrandi Um 86 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin er laus í dag, lyklar á skrifstofu. Verð kr. 11,9 millj. Grettisgata Um 90 fm íbúð á 2. hæð sem er verið að standsetja. Bílskúr fylgir. Verð kr. 16,5 millj. 2ja herb. Leifsgata Mjög góð 46 fm íbúð á 1. hæð. Nýlegar innréttingar. Verð 7,3 millj. Áhv. 3,7 millj. húsbréf. EINKASALA Bergstaðastræti Góð jarðhæð, mik- ið endurnýjuð. Gott bað og nýlegt parket. Sérinngangur. Verð kr. 10,5 millj. Breiðholt Um 70 fm íbúð á 4 hæð sem hefur öll verið nýlega endurnýjuð. Yfirbyggðar svalir.Góð eign á góðu verði. Áhv. um kr. 4 millj. Verð kr. 8,3 millj Tveggja herb. óskast á jarðhæð eða í lyftublokk. Staðgreidd. Nýbyggingar 3ja, 4ra og 5 herbergja í Salahverfi, Grafar- holti og víðar. Hafðu samband! Sumarbústaðir Vatnsfjörður Um 116 fm heilsárshús á mjög fallegum stað. Í húsinu eru fimm herbergi, stofa með borðstofu og baðher- bergi með sturtu og baðkari. Áhv. 2,8 millj. byggingarsj. Eyjafell við Meðalfellsvatn í Kjós Glæsilegt nýsmíðað 45 fm heilsárs- hús á góðum útsýnisstað. Húsið er fullbúið. Áhv. 5,1 millj. Verð kr. 5,4 millj. Jarðir Góð jörð á Vestfjörðum Jörðin liggur meðfram strönd innarlega í firði. Veiði í sjó, beit og tún fylgja með. Nýtt 200 fm íbúðarhús fylgir með. Áhv. góð lán geta fylgt með. Verð kr. 20 millj. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta á Suðurlandi 175 fm þjónustuhús með matsal ásamt, bar og gistingu á efri hæð. Arinn og gott útsýni. Einnig 9 x heimilislegir gistiskálar í skóg- ivöxnu landi. Gistirými samtals fyrir 50 manns. Íbúðarhús 110 fm, sem er hæð, ris og kjallari, samtals 11 hús. Frábærir mögu- leikar fyrir hugmyndaríkt fólk í ferðaþjón- ustu. Mjög góð langtímalán geta fylgt. Gistiheimili undir Jökli 25 her- bergja gistiheimili með þremur sölum fyrir 150 manns í sæti. Bar, flatbökugerð og full- komið eldhús. Þriggja herbergja íbúð fylgir. Áhv. 20 millj. Verð kr. 33 millj. F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is www.fron.is F R O N F A S T E I G N I R Í F Y R I R R Ú M I SUMARTÓNLEIKARÖÐ í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld kl. 20.30. Þetta er fjórtánda árið sem Listasafnið gengst fyrir sumartónleikaröð; alls verða tón- leikarnir í sumar tíu, og standa til 3. september. Allir tónleikarnir verða eins og venjulega á þriðju- dagskvöldum kl. 20.30 og eru um klukkustundar langir. Á fyrstu tón- leikunum leikur strengjasveit skip- uð fiðluleikurunum Hlíf Sigurjóns- dóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Herdísi Jónsdóttur víóluleikara, Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara og Þóri Jóhannssyni kontrabassa- leikara. Þau leika tvær strengja- sónötur eftir Rossini, nr. 1 í G-dúr og nr. 2 í A-dúr og Strengjakvint- ett í G-dúr eftir Antonín Dvorák. Rossini var bara tólf ára krakki þegar hann samdi strengjasónötur sínar. Hann undi sér við að semja þær í sumarleyfi með fjölskyldu sinni hjá fjölskylduvininum Agost- ino Triossi, stöndugum sölumanni. Sá spilaði á kontrabassa og kaus Rossini þá sérstæðu hljóðfæraskip- an tvær fiðlur, selló og kontra- bassa. Þetta er sannkölluð skemmtitónlist, og sónöturnar ým- ist fluttar af strengjasveit eða eins og á tónleikunum í kvöld, sem kvartett. Antonín Dvorák var mikill meist- ari í smíði kammertónlistar. Strengjakvintett í G-dúr var upp- haflega skráður ópus 18 og í fimm þáttum. Útgefandi Dvoráks kaus að sleppa einum þættinum, „And- ante religioso“, úr verkinu og eftir sat kvintett í fjórum þáttum og fékk þá ópusnúmerið 77. Dvorák endurvann síðar staka þáttinn fyrir strengjasveit og kallaði Nocturne. Í kvintettnum er allt sem prýðir góða kammertónlist. Þar fá öll hljóðfærin sín tækifæri í samræð- um sín á milli, en spinna einnig undursamlegan og flókinn vef í undirleiknum undir samræðum hinna. Verðugur kvintett og skemmtitónlist af bestu gerð Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari segir bassaleikarann í hópnum, Þóri Jóhannsson, eiga frumkvæði að því að þessi hópur hljóðfæra- leikara fór að æfa saman. „Það er ekki mikið til af góðri kammermúsík með kontrabassa, en hann langaði til að spila Dvorák- kvintettinn. Hann bað mig um að vera með, og ég var til í það. Það var í fyrrasumar. Við fórum þá að huga að fólki til að vera með okkur í hópnum og fannst að það yrði að vera fólk sem okkur þætti gaman að spila með og félli vel saman. Það er ekki nóg að hópurinn geti spilað réttu nóturnar og það allt, okkur langaði að fá meira út úr þessu; góðum samhljómi í heildina, sem fæst ekki nema að tengslin milli fólks séu góð. Þess vegna völdum við þetta fólk með okkur.“ Hópurinn byrjaði að æfa í fyrra- sumar, en Hlíf segir að í vetur hafi verið unnið í törnum, því öll eru þau önnum kafin við aðra spila- mennsku og kennslu. Hópurinn var þó sammála um að að halda tón- leika, og nú er komið að þeim. „Þetta hefur verið yndisleg sam- vinna. Það hafa allir farið með bros á vör heim af æfingum og þetta hefur verið mjög gefandi fyrir sál- ina. Kvintett Dvoráks er þrælsnú- inn en mjög fallegur. Tónsmíðin sjálf er alls ekki einföld að spila og mikil ögrun fyrir hópinn að koma verkinu vel til skila. Þetta er mjög verðugt verkefni. Verk Rossinis eru samin fyrir tvær fiðlur, selló og kontrabassa, og þau eru skemmti- tónlist af bestu gerð, en þó krefj- andi á sinn hátt.“ Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Þau halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Örnólfur Kristjánsson sellóleikari, Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Hlíf Sigurjónsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar og Þórir Jó- hannsson kontrabassaleikari. Tónleikarnir verða alls tíu í sumar. Mikilvægt að tengslin í hópn- um séu góð KOMIÐ er út nýtt tölublað Hugar, tímarits Félags áhugamanna um heimspeki, í ritstjórn Jóns Ólafs- sonar og Salvarar Nordal. Hér er á ferðinni 12.–13. árgangur Hugar. Heftið sameinar árgangana 2001 og 2002. Í fréttatilkynningu segir að Hugur sé eina fagtímaritið um heimspeki sem út kemur á íslensku. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Loga Gunnarsson: Er skyn- samlegt að vera dyggur, trúr og trygg- ur?, Heimspeki margfalds persónu- leika [viðtal]. Spjallað við Loga Gunnarsson, G.E.M. Anscombe: Ásetningur, W.V. Quine: Merking og sannleikur, Stefán Snævarr: „Sálin í Hrafnkötlu“, Atli Harðarson: Siðfræði í skólum, Jón Ólafsson: Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar, Vilhjálmur Árnason: Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins, Kristrún Heim- isdóttir: Frelsi sem bann við drottnun og Jón Ólafsson: Vísindastríðin, sannleikurinn og Rorty. Tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.