Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UM ÞAÐ bil 10 milljónirmanna í heiminumgreindust með illkynjaæxli árið 2000 og ekkert er talið benda til þess að nýgengi krabbameins fari lækkandi í heim- inum næstu árin. Árið 2000 létust um 6,2 milljónir manna af völdum slíkra sjúkdóma og eru þeir al- gengustu æxli í lungum, brjóstum, ristli, maga og lifur. Á Íslandi hafa undanfarin ár greinst um þúsund manns árlega með krabbamein en talið er að þeir verði orðnir um 1.700 árlega árið 2020 sem er 70% aukning. Þetta kom fram í spá norrænu krabbameinsskránna sem birt var í gær. Orsakir á fjölgun tilfella eru einkum hröð fjölgun aldraðra en hætta á krabbameini eykst með hækkandi aldri. Hluti aukningar- innar stafar af aukinni áhættu sem tengist líferni og umhverfi manna, svo sem reykingum, fituneyslu, of- fitu og fleiri atriðum. Spáin var kynnt á blaðamanna- fundi sem haldinn var við upphaf alþjóðakrabbameinsþingsins sem nú stendur yfir í Ósló. Fulltrúi Ís- lands við kynninguna var Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar. Spáin er unnin af krabbameins- skrám landanna. Danska krabba- meinsskráin er sú elsta, frá árinu 1942, norska, finnska og íslenska voru stofnsettar á árunum 1952 til 1954, sú íslenska er frá árinu 1954 og fagnar því senn 50 ára starfs- afmæli. Sú sænska hóf starfsemi árið 1958. Byggt er á upplýsingum skránna um greind krabbameins- tilfelli áranna 1958 til 1997, mann- fjölda áranna 1958 til 2001 og spá um mannfjölda til ársins 2022 sem fengin var frá hagstofum landanna. Í spánni er sýndur fjöldi krabba- meinstilvika í fimm ára tímabilum frá árinu 1958 fyrir hvort kyn og fyrir hvert Norðurlandanna og síð- an spá fyrir hvert fimm ára tímabil, fyrst fyrir árin 1998 til 2002, síðan 2003 til 2007 o.s.frv. til 2022. Spáin nær til 20 sjúkdóma, m.a. krabba- meins í lungum, leghálsi, brjóstum, blöðruhálskirtli, vélinda, húð, blóði, skjaldkirtli og ristli. Breytt aldurssamsetning ræður miklu Laufey Tryggvadóttir segir nor- rænu krabbameinsskrárnar eiga það sammerkt að ná til heilla þjóða og að þær séu í fremstu röð sakir vandaðra vinnubragða. „Þetta gerir okkur kleift að bera saman krabbameinstíðni á Norður- löndunum og breytingar á henni milli einstakra tímabila, meta áhrif áhættuþátta og spá fyrir um hvað gerast mun á næstu 20 árum,“ seg- ir hún. Laufey segir mikla aukn- ingu krabbameinstilfella verða á öllum Norðurlöndunum og verður hún hlutfallslega mest á Íslandi eða um 70%. „Þetta er mikil aukning og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisyfir- völd að geta búið sig undir hana í tæka tíð,“ segir Laufey ennfremur. „Um það bil 700 einstaklingar á hverju ári bætast við þá 1.000 sem greinast í dag, um 400 karlar og um 300 konur, og þessi hópur þarf á læknisaðstoð og meðferð að halda. Algengustu meinin eru krabbamein í brjóstum, blöðru- hálskirtli, lungum og ristli.“ Orsakir þessarar aukningar seg- ir Laufey vera tvenns konar. Ann- ars vegar sé aukin krabbameins- áhætta sem hún segir að skýri aðeins lítinn hluta aukningarinnar en stærsti hlutinn verði skýrður með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar; auknum mannfjölda og aukinni fjölgun aldraðra. En hvernig rættist síðasta spá hvað varðar Ísland sem gerð var fyrir tæpum 10 árum? „Hún rættist nokkuð vel. Helstu frávik voru varðandi krabbamein sem tengjast reykingum en þau eru stór hluti allra krabbameina. Til dæmis var ofmetin aukning á áhættu á lungnakabbameini sem stafar af því að erfitt er að taka til- lit til þess í spánni hversu mikið hefur dregið úr reykingum síðustu 20 árin. Fyrir 20 árum reyktu um 40% Íslendinga á aldrinum 18-69 ára en nú er hlutfallið komið niður í um 25%. Við erum þegar farin að sjá áhrifin af þessum minnkandi reykingum á því að nýgengi lungnakrabbameins er hætt að aukast.“ Í spánni segir svo um horfur á Íslandi: Karlar Körlum mun frá tímabilinu 1993–1997 til spátímabilsins 2018– 2020 fjölga um nálægt 23% og ár- legum krabbameinstilfellum fjölga um 400 eða 82%. Um 72% fjölgunar stafa af fjölgun karla og aldurs- samsetningu en viðbótar 10% stafa af breytingu á áhættu. Fjölgun til- fella sem rakin verður til mann- fjöldabreytinga er svipuð því sem spáð er að gerist í Finnlandi en fjölgun vegna áhættu er sú hæsta á Norðurlöndunum. Krabbameinum í lungum og blöðruhálskirtli mun fjölga um 39% og 130%. Lungna- krabbameinstilfellum fækkar um 35% vegna minnkandi áhættu en hækkandi aldur karla mun gera meira en vinna upp þá fækkun. Fjölgun krabbameins í blöðruháls- kirtli má rekja bæði til meiri áhættu og breytinga á aldurssam- setningu. Konur Spáð er að konum fjölgi um 24% milli tímabilanna, örlítið meira en körlum. Árlegum krabbameinstil- fellum mun fjölga um nærri 300 eða 62%. Stafa um 5% af breyt- ingum á áhættu og 57% eru vegna breytinga á aldurssamsetningu og vegna fjölgunar. Áhætta vegna brjóstakrabbameins mun minnka en tilfellum samt sem áður fjölga um 53% vegna breytinga á aldri og meiri fjölda kvenna. Talið er að krabbameinstilfellum muni aðeins fækka á einu sviði milli tímabila, þ.e. fjölda leghálskrabbameina. Aukin þekking almennings og sérfræðinga Alþjóðlega krabbameinsþingið sem nú stendur í Ósló er hið 18. en slík þing hafa verið haldin á fjög- urra ára fresti frá árinu 1933 þegar Alþjóðakrabbameinssamtökin, UICC, voru stofnuð. Innan vé- banda þess eru um 280 krabba- meinsfélög, stofnanir og he isyfirvöld í um 90 löndum. F samtakanna, bandaríski læ John Seffrin, sem jafnframt maður bandaríska krabba félagsins, sagði við setning stefnunnar að UICC séu alheimssamtökin sem ha markmið eitt að ráðast til við krabbameinssjúkdóma m að auka vitund og þekkin mennings og sérfræðinga á Stener Kvinnsland, forse stefnunnar, segir slæmu fré þær að vissum krabbame undum muni fara fjölgandi á árum þrátt fyrir vitneskju um forvarnir og meðferð e fréttirnar séu að dregið h ýmsum tegundum krabbam Bandaríkjunum og sumum l Evrópu, svo sem í maga og um með betri greiningu o Breytt aldurssamsetning þjóða ræður miklu Nýjum tilfellum fj und í 1.700 árið 2 Fátt er talið benda til þess að nýgengi krabba- meins í heiminum fari minnkandi en talið er að tilfellum muni fjölga úr 10 milljónum árlega í 15 milljónir árið 2020. Spáð er aukningu krabba- meinstilvika á öllum Norðurlöndunum. Jóhannes Tómasson greinir frá nokkrum atriðum sem fram komu við upphaf alþjóðlegrar krabbameins- ráðstefnu í Ósló sem nú stendur. Vigdís Finnbogadóttir, fy hafs Stener Kvinnsland, forset arinnar í Lyon í Frakk ATVINNUÞÁTTTAKA FATLAÐRA SKÝR FRAMTÍÐARSÝN Þorsteinn Már Baldvinsson, for-stjóri Samherja hf., hefur skýrariframtíðarsýn í málefnum ís- lenzks sjávarútvegs en flestir aðrir for- ystumenn í þessari atvinnugrein. Þetta kom skýrt fram í samtali við hann í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar sagði hann m.a.: „Fiskeldið í heiminum á í framtíðinni eftir að skila meiru en fisk- veiðarnar.“ Þessari skoðun hafa for- ystumenn Samherja fylgt eftir í verki með því að hefja umfangsmikla upp- byggingu á fiskeldi á Austfjörðum. Sjónarmið Þorsteins Más varðandi þorskeldi er áreiðanlega raunsætt, en hann segir: „Það er alveg ljóst, að þorsk- eldi mun verða einhver ár í þróun og það mun kosta mikla fjármuni. Ég hef ekki trú á því, að nægjanlegir fjármunir verði settir í þorskeldi hér á landi til að við verðum leiðandi á því sviði. Norðmenn eru að leggja geysilega mikið fé í þorsk- eldið og ég held, að þeir verði á undan okkur í því. Við munum því í framtíðinni þurfa að sækja þekkingu á þorskeldi til Norðmanna eins og í laxeldinu.“ Mat Þorsteins Más á þróun sjávarútvegsfyr- irtækjanna sjálfra er líka raunsætt, en hætt er við að sú þróun eigi eftir að leiða til mikilla pólitískra deilna. Hann segir: „Ég held, að þessar kröfur að utan (þ.e. kröfur markaða erlendis) muni einar og sér valda því að fyrirtækjum mun fækka og þau stækka. Þróunin verður því að mínu mati sú, að millistóru fyrirtækin detti út og eftir standi stærri fyrirtæki og svo nokkur fjöldi smærri fyrirtækja.“ Þetta er að gerast og er uppbygging Samherja skýrasta dæmið um það. Það mun hins vegar valda mönnum vaxandi áhyggjum, ef niðurstaðan verður sú, að 3–4 blokkir verði allsráðandi í sjávar- útveginum. Meiri spurning er hins veg- ar hvort Þorsteinn Már hefur rétta sýn á framtíð smábátanna, sem hann gerir ekki mikið úr og telur m.a. að þeir komi með „slakan“ fisk að landi. Svonefndir hraðfiskibátar, sem kosta tiltölulega lít- ið en eru búnir mjög fullkomnum tækj- um og eru með 2–3 manna áhöfn, hafa komið með ótrúlega mikinn afla að landi, jafnvel 600–800 tonn á einu ári. Það má vel velta því fyrir sér, hvort þessir bátar eigi sér kannski mikla framtíð, þegar horft er til þeirrar gífurlegu fjárfesting- ar, sem er í stóru frystitogurunum og minna munar á aflamagni en ætla mætti. Um aðra þætti í sjávarútvegi segir Þor- steinn Már m.a.: „Ég hef trú á því, að fiskimjölsverksmiðjum muni fækka. Fiskimjölsframleiðsla er mjög fjárfrek- ur iðnaður og reyndar hafa orðið mjög miklar breytingar á síðustu árum en meira hefur verið fjárfest í fiskimjöls- iðnaðinum en öðrum greinum sjávarút- vegsins.“ Búast má við að þessi ummæli for- stjóra Samherja valdi áhyggjum í þeim byggðarlögum, þar sem fiskimjölsverk- smiðjur eru starfræktar sem Samherja- menn hafa ítök í. Á heildina litið dregur Þorsteinn Már upp mjög sannfærandi mynd af líklegri þróun sjávarútvegsins á næstu árum, mynd sem sýnir jafnframt, að sjávarút- vegurinn er enn sú atvinnugrein á Ís- landi, sem býr yfir ótrúlega miklum þrótti og krafti til endurnýjunar. Það er áreiðanlega rétt, sem forstjóri Sam- herja segir í lok viðtalsins við Morgun- blaðið: „Ég er þrátt fyrir allt sannfærður um það, að sóknarfærin liggja áfram í sjáv- arútvegi, bæði hér heima og erlendis.“ Í umfjöllun sem birtist hér í blaðinu sl.laugardag var fjallað um atvinnu- möguleika fatlaðra á hinum almenna vinnumarkaði í gegnum verkefnið At- vinna með stuðningi (AMS) sem ýtt var úr vör árið 1999. Fyrstu tvö árin var AMS rekið sem tilraunaverkefni en síð- an sem framtíðarúrræði frá Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur. Að sögn Þórs Þórarinssonar skrifstofustjóra á fjölskylduskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins ríkir mikil ánægja með árang- urinn af verkefninu, en þrátt fyrir það er framtíð þess í óvissu þar sem því hefur enn ekki verið fundinn fastur farvegur innan kerfisins þó félagsmálaráðuneytið hafi lýst vilja sínum til að standa vel að því. Að sögn Árna Más Björnssonar, for- stöðumanns AMS hjá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, leikur enginn vafi á því að AMS er þjóðhagslega hagkvæm lausn. Þegar hafa 36 fatlaðir einstaklingar fengið vinnu í gegnum verkefnið í Reykjavík, en rúmlega 70 manns hafa fengið vinnu í í tengslum við AMS í gegn- um Svæðisskrifstofu Reykjaness. Enn eru þó um 65 einstaklingar á biðlista eft- ir atvinnu með slíkum stuðningi í Reykjavík þar sem starfsfólk verkefn- isins getur ekki annað aðstoð við fleiri fatlaða einstaklinga en þá sem þegar hafa fengið vinnu fyrir þeirra milli- göngu. Þau rök sem Árni Már rekur varðandi hagkvæmni verkefnisins hljóta að vega þungt varðandi aukin umsvif AMS, en hann bendir á að ráðstöfunar- tekjur þeirra fötluðu einstaklinga sem njóta stuðnings frá þeim aukast, auk þess sem launin hafa áhrif á örorkubæt- ur þannig að þær lækka í hlutfalli við tekjurnar. „Viðkomandi fer að greiða skatta og síðast en ekki síst eykur at- vinnuþátttakan sjálfsmynd og bætir líð- an einstaklinganna,“ segir hann enn- fremur. Af viðtali við Aileen Svens- dóttur, sem fékk atvinnu í Hagkaupum í gegnum AMS, má ráða að þátttaka á hin- um almenna vinnumarkaði skiptir fatl- aða einstaklinga afar miklu máli. Aileen segir fatlaða alls staðar reka sig á veggi í þjóðfélaginu „og því miður eru margir sem vilja ennþá að fatlaðir vinni ein- göngu á vernduðum vinnustöðum en ekki með ófötluðum“. Hún lýsir jafn- framt þeirri höfnunartilfinningu sem hún hefur þolað í uppvexti sínum, fé- lagslegri einangrun og lélegri sjálfs- mynd, en af frásögn hennar má marka að þátttaka í hinu almenna atvinnulífi geti skipt sköpum til að vinna á móti þessum neikvæðu þáttum ef gerðar eru sann- gjarnar og raunhæfar kröfur til hins fatlaða einstaklings á vinnustað. Í þessu athyglisverða verkefni felst ekki einung- is þroskandi lærdómsferli fyrir fatlaða heldur ekki síður fyrir alla þá aðra sem með þeim starfa. Á síðustu árum hefur skilningur aukist meðal almennings á nauðsyn þess að viðurkenna og takast á við fjölbreytileika samfélagsins með sem jákvæðustum hætti og vinna gegn for- dómum. Það er því áríðandi að þessu verkefni verði fundinn viðunandi farveg- ur til framtíðar svo fatlaðir geti í aukn- um mæli tekið farsælan þátt í atvinnulíf- inu á sínum eigin forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.