Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnea Svan-hildur Magnús- dóttir fæddist í Króki í Gerðahreppi 21. nóvember 1914. Hún lést á líknar- deild Landakotsspít- ala hinn 23. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Magnússon, útvegsbóndi í Króki, f. 24. september 1869, d. 26. septem- ber 1945, og Anna Sigríður Guðmunds- dóttir frá Litla Bæ á Vatnsleysuströnd, f. 6. desember 1873, d. 21. júlí 1951. Systkini Magneu voru: Sesselja Margrét, f. 19. janúar 1905, d. 4. mars 1999, Svanhildur, f. 21. júlí 1906, d. 11 desember 1910, Guðrún, f. 25. apríl 1908, d. 3. febrúar 2000, og Magnús, f. 27. apríl 1910, d. 8. apríl 1912. Uppeldissystkini Magneu eru Bergþóra Ólafsdótt- ir, f. 12. desember 1923, og Sig- urður Sívertsen Guðmundsson, f. 28. mars 1921. Hinn 13. júlí 1946 giftist Magnea Finni Jóns- syni, alþingismanni Ísafjarðarkaupstað- ar og ráðherra, f. 28. desember 1894, d. 30. desember 1951. Þau bjuggu sinn búskap á Reynimel 49 hér í borg. Sambýlismað- ur Magneu síðan 1954 er Jón Rósant Þorsteinsson, bif- reiðastjóri, f. 25. apríl 1926. Síðustu áratugina bjó Magnea á Hjarðarhaga 64. Fyrir og eftir sitt hjónaband var Magnea lengst af matráðskona. Byrjaði ung í verbúðum í Sandgerði og var síðast hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Útför Magneu fer fram frá Út- skálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Foreldrar mínir, Auður Sigur- geirsdóttir og Finnur Jónsson, eign- uðust 6 börn, en móðir okkar dó árið 1935. Þegar faðir okkar kvæntist Magneu S. Magnúsdóttur 13. júlí 1946 voru 11 ár liðin frá andláti móður okkar og börnin uppkomin, elsta barnið 31 árs og það yngsta tvítugt, og sum búin að stofna heim- ili og eignast börn. Ég tel mér óhætt að segja að af hálfu þessa hóps hafi hjónabandi föður okkar og Magneu verið vel tekið, þótt flest okkar væru henni ókunnug til að byrja með, a.m.k. þau sem ennþá bjuggu á Ísafirði og höfðu ekki hitt hana. Eftir brúðkaupið komu Magnea og Finnur sér upp vel búnu og vist- legu heimili á Reynimel 49 í Reykja- vík. Þangað var gott að koma og ánægjulegt að kynnast myndarskap og mannkostum húsmóðurinnar. Hún vann fljótlega hug og hjarta okkar allra. Hjá henni átti faðir okk- ar gott og hlýlegt athvarf síðustu æviárin, sem því miður urðu alltof fá. Hann dó 30. desember 1951 úr kabbameini og erum við systkinin eilíflega þakklát Magneu fyrir þá aðhlynningu og hjálp sem hún veitti honum í erfiðri sjúkralegu til hinstu stundar. Nú þegar fráfall Magneu ber að eru 51 og hálft ár liðið frá dauða manns hennar. Af börnum hans frá fyrra hjónabandi eru 2 látin: Þur- íður og Finnur. Í áranna rás hefur aldrei borið skugga á gagnkvæma vináttu og tryggð þessa barnahóps og Magneu. Fyrir hönd systkina minna þakka ég henni samfylgdina á lífsbrautinni og sérstaklega þá umhyggju og ást sem hún gaf föður okkar. Hvíli hún í Guðs friði. Birgir Finnsson. „Gott mannorð er betra en góð smyrsl og dauðadagurinn betri en fæðingardagurinn.“ Svo segir í Predikara Salómons 7. kapitula, 1. versi. Skilningur manna á hádegi lífs síns á þessum vísu orðum vill verða með öðrum hætti en síðar verður þegar menn nálgast brott- farardaginn. Þá fá þessi orð dýpri og skarpari merkingu. Því eru þessi orð sögð, að hún Magga frænka er látin á áttugasta og áttunda aldursári. Í mínum huga var Magga frænka annað og meira en venjuleg frænka. Við áttum náin tengsl um áratuga- skeið. Ég minnist heimsókna með foreldum mínum til Möggu og Finns á þeirra góða heimili á Reynimeln- um, svo og í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum og ferða um vatnið. Ég minnist heimsókna þeirra á heimili foreldra minna í Keflavík. Þetta var þegar maður var manns gaman og menn höfðu tíma og nennu til þess að skiptast á skoð- unum og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Síðar eftir að Magga missti mann sinn og flutti á Hjarðarhagann var ég tíður gestur á hennar góða heim- ili og sambýlismanns hennar, Jóns R. Þorsteinssonar. Í mínum huga var Magga kona, sem átti í mér mikla hlutdeild. Hún var falleg og elskuleg, andlitsfríð og dökkhærð, vöxturinn góður og sam- svaraði sér vel og var hvarvetna veitt athygli fyrir glæsileik og gilti þá einu hvort hún var í Clarence- house í Washington, Rauðu myll- unni í París eða við eldavélina hjá Slippfélaginu. Magga var einkar skemmtileg í allri orðræðu, ávallt jákvæð og hafði einstaka nærveru. Manni leið ávallt vel í návist hennar og hlakkaði til endurfunda. Fyrir nokkrum árum gaf hún mér vinar- gjöf, olíulampa, sem hún fékk fyrir um 70 árum sem kaupauka fyrir ráðskonustörf hjá Lúðvík Guð- mundssyni í Sandgerði. Á þessum lampa er enn upprunalega lampa- glasið og á honum læt ég loga, þegar hátíð er í bæ. Hann lýsir mér í leit að minningum um ógleymanlega konu. Á kveðjustund flyt ég Jóni mínar innilegustu samúðarkveðjur og þakka honum fyrir einstaka umönn- un við Möggu síðustu misserin í veikindum hennar. Einnig skulu færðar þakkir til starfsfólks Landa- kotsspítala fyrir gott viðmót og óeigingjarnt starf. Páll Axelsson. Í minningunni talaði pabbi oft um „Möggu sína“ með blik í augum og væntumþykju í röddu. Seinna meira lærði ég að „Magga“ væri Magnea, seinni kona afa míns, Finns Jóns- sonar, alþingismanns og ráðherra. Þótt samvera afa míns og Magneu væri í raun stutt náðu þau tvö að skipa sérstakan sess í huga foreldra minna og þau skírðu einn son sinn í höfuðið á þeim báðum eða Finn Magna. Lengi vel vissi ég bara af Magneu í fjarska og var hún einstaklega ör- lát við áðurnefndan bróður minn. Með árunum varð fjarlægðin styttri og við kynntumst vel. Á námsárum mínum fékk ég hjá henni gott atlæti, oft húsaskjól og fæði en fyrst og fremst frábæran og skemmtilegan vinskap. Þessi vinskapur okkar náði svo að þroskast og þróast eftir því sem líf okkar beggja hélt áfram. Þessi vinskapur hafði ekkert með aldur að gera og það er skrýtið til þess að hugsa að það er stutt síðan að ég gerði mér grein fyrir að hún Magnea væri að verða eldri kona og þá var hún líka orðin veik. Hún var kona sem alltaf var svo glæsileg, bjartsýn, kát og létt í lund og hafði engan aldur. Samverustundirnar í eldhúsinu á Hjarðarhaganum að „sulla“ saman rauðvíni í stóran kút sem geymdur var undir borðinu sem næst ofninum ásamt þeim Hönnu og Jóni eru efni í góða grínmynd. Lykt- in í eldhúsinu varð þung og sterk og hve hratt lækkaði í kútnum þeim til undrunar ef ég spurði eru yndisleg- ar minningar. Magnea eignaðist ekki börn sjálf og ég veit að hún saknaði þess mjög en bar harm sinn í hljóði. En börnin í fjölskyldunni nutu velvildar Magn- eu alla tíð, oft geymdi hún hnyttin tilsvör þeirra og hafði gaman af að segja frá þeim. Stutt er síðan að hún rifjaði upp það atvik er öðrum syni mínum fannst ekki þörf á að þakka henni fyrir þúsundkallinn er hún rétti honum yfir matarborðið þar sem hún borgaði ekki fyrir matinn! Svo lengi sem ég man hefur hún Magnea ekki verið ein því vinur hennar, hann Jón, hefur alltaf verið nálægur. Nálægð Jóns hefur verið Magneu ómetanleg í gegnum árin, fyrst sem félagsskapur og síðar er árin tóku að færast yfir sem stuðn- ingur og enn meiri félagsskapur. Í veikindum Magneu hefur Jón ann- ast hana af einstakri natni og alúð og sterk vinátta þeirra er augljósari en nokkru sinn fyrr. Að leiðarlokum kveð ég og fjöl- skylda mín frábæra konu og vin með þakklæti fyrir samfylgdina. Jóni sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Valdís Finnsdóttir. Það arkar hver sinn æviveg á eig- in ábyrgð, en samferðamennirnir bregða á hann ýmist ljósi eða skugga. Þannig er samhengi ein- staklinganna í tilverunni. Sumir eru gefendur og ófeimnir að miðla öðr- um úr ríkulegum sjóði umhyggju, reynslu og mannvits. Það lýsir af slíku fólki hvar sem það fer og það er hverjum manni gæfa að hitta það á sinni ævigöngu. Hún Magnea var slík manneskja. Hún var einstök kona og kunni margt fyrir sér. Hún var sambýlis- kona föður míns og haldreipi hans í lífinu og þannig kynntist ég henni fyrir rúmum fjörutíu árum. Hún tók mér strax opnum örmum og vakti yfir velferð minni æ síðan og studdi mig hverju sem á gekk. Stundum lagði hún mér ráð og þó að ég færi ekki alltaf eftir þeim, duldist mér ekki að ráðin voru góð og ævinlega grunduð á sannfæringu hennar um hvað mér væri fyrir bestu. Um- hyggja hennar náði einnig til barna minna og fylgdist hún grannt með uppvexti þeirra og lagði þeim gott til. Að leiðarlokum þakka ég Magneu fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Við Guðný sendum aðstand- endum öllum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Benedikt Jónsson. MAGNEA SVANHILDUR MAGNÚSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Magneu Svanhildi Magnús- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina %              )+,;,+! *4 8-**  ,8 $  / 1     >>   '         <       "   ,+  8   $   )1 /1 $ "&' "  $  H )1 /1 $ & &' " "'//1&' ( !5    . ) - . 6" > ! A " '      ; 5 '   &   -,+ )1 I $ 7$  5 $ $ 7$  " 0 )(  $  6 " 7 $  8   4" /1   ##  $  4  $    $  (                5.)  ( . 11  ' $                          ! "         "      #      # "  $    ?&' "  $  5 &' "  $  6 " 75 "$  4/1 $1    3% 5 "$  8  <(  "& &' ( %              )+,6+8+);  . & & $             6  )  '   <    91 & ' '   ,,+ "  1 )1 /1 $$   )1 /1 $  < )1 /1 $$  4"  $  -'#   )1 /1 $$  '  )1  & &' "& & &' (              &      -+ )*J)) 8-** ' "1  ' "% $  '         *1      "    ! %  /  6   ' ! % $  4"0- # "1 1 ' 1 ! %   $ A ! % $  "  ! % $   1 6     $  -";  '   # $1   $  (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.