Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vindrannsóknir Orkustofnunar Vindurinn ham- inn til hagsældar RAFORKA hérlendishefur verið unninmestmegnis með vatnsaflsvirkjunum. Einn- ig eru nokkrar varmavirkj- anir (15%) og díselraf- stöðvar. Hins vegar hafa ekki sést hérlendis vind- orkuver enn sem komið er, en rannsóknir á vindi og vindorku, tengingum við núverandi raforkukerfi og lausnum á ólátum ís- lenskra vinda eru í gangi á vegum Orkustofnunar og samstarfsaðilja, og ræddi Morgunblaðið við Helgu Tulinius, sérfræðing á auð- lindadeild Orkustofnunar, af því tilefni. – Hver er forsaga vind- rannsókna? „Við höfðum um árabil einbeitt okkur að rannsóknum á vatnsorku og varmaorku, en með tíð og tíma jókst krafan um að rannsaka einnig vindorkuna með tilliti til raforkuframleiðslu. Við hófum rannsóknir á þessu sviði ár- ið 1998, og eru þær nú í vinnslu.“ – Hverjar voru kröfurnar? „Við fundum fyrir auknum áhuga orkuframleiðenda á vindin- um, og að nauðsynlegt væri að rannsaka hvort vindorkuver væru möguleiki hér heima. Niðurstöð- urnar liggja ekki fyrir enn, en við sinnum sannarlega vindrannsókn- um um þessar mundir. Stofnaður var stýrihópur Landsvirkjunar, Veðurstofunnar og annarra sem áhuga höfðu á málinu árið 1999 um vindrannsóknir, og starf hans hefur meðal annars leitt af sér rannsóknagrunn sem nú er unnið í. Þar er vindurinn á Íslandi kort- lagður til hlítar, svo að sjá megi hvernig vindar blása og af hve miklu afli. Sameiginlegi vettvang- urinn sem stýrihópurinn skapar er mjög heppilegur fyrir verkefn- ið. Við fengum styrk úr Orkusjóði nýlega til kortlagningarinnar.“ – Það hlýtur að vera mikið mál að kortleggja vindinn á Íslandi. „Já, Veðurstofan, Vegagerðin, Orkustofnun og fleiri búa yfir um- talsverðum veðurgögnum frá yfir 200 veðurstöðvum, sem við notum sem grunn rannsóknarinnar. Marta Birgisdóttir hefur unnið að kortlagningunni undir stjórn Hreins Hjartarsonar. Við keypt- um til verksins danskt forrit, WASP, sem hefur verið notað víða um Evrópu til vindkortagerðar. Útkoma reikninganna gefur okk- ur dreifingu eftir vindáttum og þeirri orku sem úr vindinum næst.“ – Hvað ákvarðar vindorkuna? „Heppilegur meðalvindhraði, stöðugleiki vindáttar og stöðuleiki vinds gefur möguleika á vindorku- veri. Undir 5 metrum á sekúndu er ekki næga orku að fá, og eftir 15–18 metra á sekúndu framleiðir vindmyllan ekki meiri orku. Vind- hviður eru ekki af hinu góða, og stöðug vindátt er líka kostur. Það kom okkur á óvart að oft eru sömu áttir ríkjandi langtímum saman, og einnig hve oft er logn.“ – Hver er gagnsemi svona nákvæmrar kortlagningar? „Hún er ótvíræð. Við komumst að raun um hvaða virkj- unarstaðir eru góðir og hverjir eru síðri, og með þeim hætti eru rannsóknir af þessu tagi nauðsyn- leg forsenda virkjunaráforma, líkt og rannsóknir á virkjunarmögu- leikum vatnsafls og varmaorku hér um landið. Þess má þó geta að rannsóknirnar á vindinum eru mun kostnaðarminni en rann- sóknir á hinum orkugjöfunum.“ – Umfang uppbyggingar vind- orkuvers er minna en vatnsafls- virkjunar, ekki satt? „Jú, miklu minna. Bæði er und- irbúningur einfaldari og bygging- arkostnaður mun minni, en einnig er mögulegt að fjarlægja vind- orkuverið án mikillir jarðröskun- ar, sem er hægara sagt en gert með vatnsaflsvirkjun. Samt sem áður er þessi virkjunarkostur enn talinn dýrari en vatnsafls- og varmavirkjanir vegna þess að ekkert hefur enn verið lagt fram af rannsóknum á þessu sviði. Hins vegar má vel hugsa sér að ef hent- ugir staðir á landinu finnast megi virkja vindinn þar á hagkvæman hátt.“ – En ástæður þess að vindork- an hefur ekki áður verið beisluð eru hverjar? „Þær eru einfaldlega þær að við höfum haft næga ódýra vatnsorku að spila úr og varmaorkuna einn- ig. Nú þegar ný orkulög eru í sjón- máli er hins vegar von á að sam- keppni á þessum markaði aukist, og þess vegna ber okkur á Orku- stofnun að vinna rannsóknir á þessu sviði svo þær liggi fyrir handa áhugasömum.“ Hvar liggur áhuginn þá helst? „Það gæti vel verið að sveitar- félög eða jafnvel einstakir bændur sæju sér hag í að reisa vindorku- ver á sínu landi og leysa þannig orkumál sín sjálfstætt í framtíð- inni, líkt og þekkist með minni vatnsafls- virkjanirnar.“ – Vinsældir vindork- unnar eru miklar í Evr- ópu, ekki satt? „Jú, í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum hefur vind- orkan unnið sér sess undanfarin ár, enda eiga þessi lönd ekki alla þá ódýru vatns- og varmaorku sem við höfum úr að spila. Vind- myllurnar hafa lækkað í verði og með niðurstöðum rannsókna okk- ar geta Íslendingar loks hamið vindinn og virkjað hann sér til hagsældar.“ Helga Tulinius  Helga Tulinius er fædd í Reykjavík 1955. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1974, BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc í jarðeðlisfræði frá Colorado School og Mines 1980. Helga starfaði eitt ár við jarð- hitarannsóknir í Colorado en síð- ar á Orkustofnun, fyrst sem sér- fræðingur á jarðhitadeild og nú sem verkefnisstjóri á auðlinda- deild, hefur m.a. umsjón með rannsóknum á öðrum orkugjöf- um en jarðhita og vatnsafli. Helga er í stjórn Íslenskrar ætt- leiðingar, og ættleiddi nýlega stúlku frá Kína, Áslaugu Rún Helgudóttur. Vindorkuver eru vinsæl í Evrópu Það er eins gott að vera við öllu búinn og hafa Gamla-Grána á skaflajárnum. Það er aldrei að vita hverjum stjórnvöld bjóða heim næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.