Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA áratugi hafa verið byggð upp samfélög víða um heim, sem hafa sjálfbæra þróun að markmiði. Sum þeirra hafa myndað með sér samtök, sem nefnast „Global Eco Village Network“. Meðlimir samtakanna móta samfélög, sem ætlað er að vera for- dæmi fyrir aðra byggðakjarna og stuðla þannig að út- breiðslu sjálfbærrar þróunar. Sólheimar eru aðilar að þessum samtökum og elsti staður sinnar tegundar í ver- öldinni. Sólheimar eru einstakur staður, sem nær væri að standa vörð um en að styðja þá niðurrifs- starfsemi, sem fram hefur farið í fjölmiðlum undanfarið að undirlagi opinberra aðila. Sólheimar eru hvorki vistheimili né sambýli heldur sjálfseignar- stofnun og byggðahverfi með skil- greint hlutverk, sem er tvíþætt: að vera vistvænt og sjálfbært sam- félag og að halda uppi þjónustu fyrir þá, sem minna mega sín. Í skipulagsskrá Sólheima, sem stað- fest var 1993, er tilgangur Sól- heima sagður vera að starfrækja heimili, þjónustumiðstöð og vernd- aða vinnustaði fyrir fatlaða þar sem þeim sé veitt þjálfun og leið- sögn með það að markmiði að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegni best. Þar er rekst- ur gróðrarstöðvar, garðyrkjustöðv- ar, verslunar, endurhæfingarstöðv- ar og annarrar slíkrar starfsemi einnig sagður tilgangur Sólheima, ýmist með beinum hætti eða aðild að sjálfstæðum rekstrarfélögum. Í atvinnumálum hefur því verið mörkuð sú stefna að byggja upp sjálfstæð fyrirtæki í eigu Sólheima og vinnustofur sem nýtast fötluð- um sem dagvistunarúrræði. Þessi markmið eru í takt við framtíðarsýn stofnandans, Sesselju Sigmundsdóttur, sem sá Sólheima fyrir sér sem þorp þar sem væru lítil fyrirtæki og fatlaðir og ófatl- aðir byggju og störfuðu hlið við hlið. Þau eru einnig í takt við þá þróun, sem átt hefur sér stað í rekstri sjálfseignarstofnana víða um heim undanfarna áratugi. Aukin samkeppni hefur leitt til þess að stjórnendur sjálfseignar- stofnana reyna í auknum mæli að tileinka sér þær aðferðir, sem gilda á almennum markaði, þ.e. í rekstri fyrir- tækja, sem rekin eru með beinan hagnað að markmiði. Í þessu felst m.a. að skapa stofnununum óháðar tekjur til hliðar við opinber framlög og auka þannig frelsi þeirra og möguleika til sjálfstæðra at- hafna. Ef reksturinn byggist eingöngu á framlögum og styrkj- um frá fáum aðilum hefur það í för með sér að þeir sem standa að baki fjárveitingum fá að- stöðu til að hafa áhrif á hvernig fjármununum er varið. Því færri og sterkari aðilar sem standa að baki fjárveitingum, því meiri hætta er á afskiptum af þeirra hálfu. Þetta hefur verið raunin á Sólheimum, ríkisvaldið hefur frá byrjun reynt að hafa hönd í bagga með rekstri staðarins og fella hann undir einhvers konar skilgreiningu sem „vistheimili“. Hæfileg blanda af framlögum og óháðum tekjum er talin æskileg fyrir sjálfseignarstofnanir á borð við Sólheima til þess að tryggja frelsi þeirra og sjálfstæði en þeir þættir skipta sköpum varðandi framtíðarþróun slíkra staða. Frelsi staða eins og Sólheima til að hafa fullt forræði yfir tekjum sínum, þar með talið opinberum framlög- um, er grundvallaratriði, sem til- vist þeirra byggist á. Sólheimar hafa fengið opinber framlög og stendur styrinn í dag um hvernig þessum greiðslum skuli ráðstafað. Það varðar mestu í þessu máli að tekið verði tillit til sérstöðu Sólheima og heildar- myndin skoðuð. Það er ekki hægt að meta Sólheima út frá stöðluðum forsendum um vistheimili. Þar er allt annað vinnu- og vakta- fyrirkomulag en víðast annars staðar og þangað koma einnig er- lendir sjálfboðaliðar, sem ekki þiggja laun fyrir störf sín. Starf Sólheima byggist á öðrum áherslum en starf opinberra aðila. Meiri áhersla er lögð á að allir íbú- ar eigi kost á fjölbreyttum og skapandi störfum og séu virkir þátttakendur í menningar- og fé- lagslífi. Daglegt samneyti fatlaðra og ófatlaðra og virk þátttaka hinna fyrrnefndu í samfélaginu hefur einnig í för með sér minni þörf á aðkeyptu vinnuafli. Margir telja æskilegt að málefni fatlaðra verði flutt til einstakling- anna sjálfra. Væri það gert fengi hver fatlaður einstaklingur ákveðna upphæð miðaða við þjón- ustuþörf. Viðkomandi einstakling- ur ákveður síðan sjálfur, í samráði við aðstandendur eða trúnaðar- mann, hvar hann kýs að kaupa þá þjónustu sem hann þarfnast. Hér er um sjálfsögð mannréttindi fatl- aðra að ræða, sem lengi hafa verið virt í nágrannalöndum okkar. Undirrituð var viðloðandi Sól- heima á námsárunum, vann þar ýmis verkefni á sumrin og gerði síðan úttekt á starfi Sólheima í BS- ritgerð við Viðskiptaháskólann á Bifröst vorið 1998. Ég á sjálf fatl- aða dóttur, sem því miður er ekki svo lánsöm að búa á stað eins og Sólheimum. Ég get nefnilega ekki betur séð en að þar líði fötluðum íbúum vel, allur aðbúnaður sé til fyrirmyndar og að mun fjölbreytt- ari tækifæri bjóðist til vinnu og tómstunda en á öðrum stöðum þar sem fatlaðir búa. Ég er ekki í vafa um að Sól- heimar eru á réttri leið og er það fyrst og fremst framsýni og bar- áttuvilja stjórnarmanna Sólheima og stjórnarformanns, Péturs Sveinbjarnarsonar, að þakka ásamt þeim mörgu aðilum sem lagt hafa lið í baráttunni og styrkt uppbygg- ingu Sólheima. Pétur hefur unnið mikið starf á Sólheimum af hug- sjón. Ef hans hefði ekki notið við er ekki að vita nema ríkisvaldið hefði haft betur í einhverri af hin- um mörgu atlögum að stjórnskipu- lagi Sólheima og þá er ekki gott að segja hvernig væri umhorfs þar í dag. Kannski væru þar örfá hús, hefðbundið vistheimili fyrir fatlaða einstaklinga – engar vinnustofur eða smáfyrirtæki, ekkert gisti- heimili og örugglega fábrotnara mannlíf. Er það eitthvað sem menn vilja sjá? Það er einlæg von mín að deilu- aðilum takist að leysa hnútinn á þann hátt að niðurstaðan styrki Sólheima sem heild og efli þá framtíðarsýn, sem mörkuð hefur verið. Sólheimar eru byggðahverfi með skilgreint hlutverk Unnur Ágústsdóttir Sólheimar Sólheimar eru hvorki vistheimili né sambýli, segir Unnur Ágústsdóttir, heldur sjálfseignarstofnun og byggðahverfi með skilgreint hlutverk. Höfundur er rekstrarfræðingur. Á dögunum tók ég við- tal við Ævar Jóhann- esson, sem árum saman hefur lagt sjálfan sig og heimili sitt undir framleiðslu lúpínu- seyðis, sem hann gefur sjúkum. Mér er ekki annað hægt en dást að svona sjálfboðaliðum; fólki sem fórnar tíma og kröftum í þágu annarra; manna og málefna, án þess að æskja sér annarrar umbunar en gleðinnar, sem fórnin veitir því. Þetta fólk er svo sann- arlega englar í dulargervum. Sjálfur er ég langt í frá þess- arar gerðar, en ég hef kynnzt svona fólki; bæði nær mér og fjær. Þegar ég var að alast upp heima í Siglufirði, bjó þar í Anton- sbrakka Gústi guðsmaður. Hann hét Ágúst Gíslason og var að vestan; fæddur Dýrfirðingur. Eftir farmennsku um heimsins höf, gekk Gústi í þjónustu Guðs; hann var staddur á Akureyri, þegar almættið útnefndi hann boðara sinn; lagði fyrir hann að kaupa bát og stunda sjó og kristniboð í Siglufirði. Ég man að í fyrstu stóð mér ekki á sama, þegar Gústi varð á vegi mínum; öll sérkenni kitla krakkasálina. Og þegar hann stóð á kassanum sínum á Ráðhústorg- inu og þrumaði guðsorð út yfir gesti og gangandi, þá var það oft- ar en ekki, að ég slóst í þann hópi, sem sló orðum predikarans upp í grín. En svo lærðist mér að meta Gústa. Gústi var nefnilega einn af postulunum; það var ekki aðeins að hann gæfi sinn frítíma til að út- breiða guðs orð, heldur gaf hann allt sitt fé til kristniboðs og fá- tækra barna í útlöndum. Sjálfur lifði hann svo spart, að lá við meinlæti. Þegar ég fór að meta Gústa að verðleikum, hætti ég að vera með glens á Ráðhústorginu, þegar guðsmaðurinn predikaði og söng þeirri röddu, sem á engan sinn líka í minningunni. Ég komst svo í dálítil kynni við Gústa og þau vöktu áhuga minn og aðdáun, þótt ekki hvarflaði að mér, að ég væri maður til að feta í fótspor hans, hvorki til sjós né lands. Trilluna hans Gústa; Sigurvin, sá ég svo löngu síðar uppsetta á Ráðhústorgi eina verzlunar- mannahelgi, þar sem gestum og gangandi var boðið upp á síld- arstemmingu. Lítill drengur spurði móður sína, hver hefði átt þetta skip. „Æ það var bara gamall maður, sem veiddi fyrir Guð,“ svaraði móð- irin. „Passaðu þig að setja ekki ís í nýju skyrtuna þína!“ Nú hefur Sigurvin hlotið verð- ugan sess í Síldarminjasafninu í Siglufirði. Og Biblían hans Gústa er til blessunar um borð í björg- unarskipi, sem þjónar Norður- landi frá Siglufirði, og ber nafnið Sigurvin og litli björgunarbát- urinn heitir Gústi. Þannig tengjast trillan og nafn hans mannaveiðunum áfram. Annar sjálfboðaliði, sem stend- ur upp úr mannþröng minning- anna, er Bogi Pétursson. Guð sendi Boga líka út af örk- inni frá Akureyri og fól honum sumardvalarheimilið fyrir börn að Ástjörn. Sumar eftir sumar stóð Bogi í stafni Ástjarnar, skammt austan Ásbyrgis, við fótskör Þjóðgarðs- ins í Jökulsárgljúfrum. Um sér- stakt sumarfrí var ekki að ræða fyrir fjölskylduna. Sumarið var Ástjörn. Arthur Bogason hefur sagt mér frá því, þegar honum tókst að fá pabba sinn frá Ástjörn eitt sumar. Arthur var þá fullorðinn og farinn til sjós, en tók sér sumarfrí, ók til Ástjarnar og tók pabba sinn með austur á land. Bogi bar sig bara nokkuð vel meðan hann heimsótti ættingja og vini eystra, en hann er fæddur á Eskifirði. Síðan lá leiðin suður um, til Hafnar í Hornafirði og fór þá Arthur að finna breytingu á karli föður sín- um. Á fimmta degi var Bogi orð- inn friðlaus og átti Arthur einskis annars úrkosti en aka sleitulaust aftur til Ástjarnar. Sumarfríi Boga Péturssonar var lokið! Allt sitt mikla starf á Ástjörn vann Bogi í sjálfboðavinnu. Þau eru áreiðanlega mörg sumar- börnin hans Boga og það, sem ég sá til var að allir elskuðu Boga. Það var sérstakt að koma að Ástjörn, upplifa bernskuleikina í skógiprýddu umhverfinu og vatn- inu og verða vitni að þeirri mann- gæzku og andakt, sem börnin áttu að í Boga. En hann var ekki einn. Þarna lögðu fleiri jarðneskar hendur að verki. Margrét S. Magnúsdóttir, eiginkona Boga, deildi með hon- um Ástjörn og börnunum öllum meðan hún mátti. Mér var það eilíft undrunar- efni, og er enn, hvernig þau nenntu ár eftir ár að fórna tíma sínum fyrir annarra manna börn; vandalaus og mörg úr öðrum landsfjórðungum og öðrum lönd- um. Bogi sagði, að hann væri stór- ríkur maður af gleði barnanna og guðsótta. Það ríkidæmi veit ég að stenzt bæði tímans möl og ryð, því ég veit um mann; langt kom- inn á þrítugsaldurinn, sem enn er í hjarta sínu Bogabarn. Ég minnist þess úr einni heim- sókn minni til Ástjarnar, að Bogi gekk með mér um svæðið. Þá barst Sigríður í Ási í tal. Á sínum tíma sótti Jónas frá Hriflu það fast að fá spildu úr Ás- landi til að byggja hótel á næstu grösum við Ásbyrgi. En Sigríður hélt nú ekki! Hún vildi ekkert með hótel hafa. Hins vegar lét hún landið strax laust, þegar Arthur Cook og Sæ- mundur Jóhannesson leituðu eftir því undir sumarbúðir fyrir börn á vegum Sjónarhæðarsafnaðarins á Akureyri. Þessi fallegi hvammur við vatn- ið hefur síðan fóstrað fjölda barna og verður vonandi ekkert lát á, þótt Bogi sé hættur og ríkið hafi eignazt landið. Englar í dular- gervum Hér segir af mönnum, sem fórna tíma og kröftum í þágu okkar hinna, án þess að ætlast til peninga í staðinn. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn- @mbl.is Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.