Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÚ venja hefur skapast í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð, að safnvörðurinn, Sigurður G. Daníelsson, leikur á píanó fyrir safngesti á ákveðnum tímum dagsins. Tónlistina útsetur hann sjálfur og má þar nefna ýms- ar rómantískar ballöður Sigfúsar Halldórssonar svo sem eins og Dagný og Tondeleyo. Safn Jóns Sigurðssonar er opið alla daga á sumrin frá kl. 13-20 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sigfús Hall- dórsson kynnt- ur á Hrafnseyri FYRSTA tónleikahelgi sumarsins í Skálholti hófst með skemmtilegu erindi Árna Heimis Ingólfssonar um uppruna og þróun tvísöngsins á Ís- landi. Kom þar fram ýmislegt sem fyrr var lítt eða ekki vitað, þ. á m. að íslenzki kvintsöngurinn í samstígum fimmundum er fráleitt jafn einstæð- ur í sinni röð og áður var talið. Voru því til sönnunar nefnd dæmi sunnar úr álfu um bæði tvíradda „binatim“ útfærslu gregorssöngs og stað- bundna alþýðuhefð (m.a. greinir W.A. Mozart frá einni reynslu sinni í bréfi frá Ítalíu). Veraldlegi íslenzki alþýðutvísöngurinn, sem áður fyrr var jafnvel talinn hafa borizt hingað með landnámsmönnum og átti sitt mesta blómaskeið á 19. öld, mun í raun ekki nema tveggja alda gamall, runninn frá munngeymdri hefð skólapilta í Hólavalla- og Bessa- staðaskóla, enda lagðist nótna- kennsla í latínuskólum landsins af á 18. öld. Fram að því, og einkum fyr- ir 1700, bendir ýmislegt til að lær- dómssetrin hafi fylgzt furðuvel með þróun söngmenntar utan úr heimi. Hins vegar er það ekki sízt hér- lend tilfærsla erlendu laganna í al- þýðumunni sem gerir þau „íslenzk“ og rannsóknarverð. Meðal fjölda umhugsunarverðra atriða í erindi Árna mætti nefna bassaröddina í Guðdómsins góð þrenning úr hinu merka 17. aldar sönglagahandriti Melodia (bls. 288 í safni sr. Bjarna) sem þjóðlagasafnaranum á Siglu- firði þykir að vísu líkjast „reglu- legum bassa, eins og nú tíðkast“, enda reyndist þetta „tvísöngslag“ (og tvö lög sams konar næst á eftir á sömu opnu) neðstu raddir úr fjór- rödduðu kóralasafni Statiusar Olt- hoffs (1555–1629), útgefnu í Þýzka- landi seint á 16. öld. Hvers vegna efri „discantus“ og „altus“ raddirnar týndust á Íslandi er góð spurning og vekur óneitan- lega aðra til viðbótar um hvort fleiri slík dæmi kunni að fyrirfinnast meðal íslenzkra þjóðlaga. Er t.d. hið skringilega sprangandi Vera mátt góður (Melodia nr. 138) e.t.v. upp- haflega bassarödd úr síðar glötuðu fjölrödduðu lagi? Allt er það enn á huldu. Annars kom fram, að þó að lög hefðu aðeins varðveitzt í ein- raddaðri mynd, útilokaði það engan veginn að spunnin hefði verið auka- rödd við eftir einföldum reglum, og væru mörg dæmi þess erlendis frá, auk þess sem kálfskinn voru dýr og því oft horft í plássið. Að fjölröddun hafi snemma verið iðkuð hér á landi sæist líka af alræmdu banni Lár- enzíusar biskups Kálfssonar á Hól- um 1323 við „leikaraskap“ eins og að tvíradda og „tripla“. Fyrirlestur Árna Heimis var hið bezta fluttur og hlaut dágóðar und- irtektir. Virtust margir bíða með óþreyju eftir doktorsritgerðinni væntanlegu frá Harvardháskóla, enda vægast sagt ekki vanþörf á grundvallarrannsóknum á íslenzk- um tónlistararfi. Fyrri tónleikar laugardagsins undir fyrirsögninni „Þýtt lof við syngjum þá“ veittu hlustendum lif- andi sýnishorn af íslenzkum tvísöng og erlendum hliðstæðum hans. Voc- es Thules sungu m.a. úr íslenzkum nótnahandritum í útgáfu Árna Heimis þar sem sumt, eins og fram kom af undangengnu erindi, hafði reynzt harla torlesið og í einu tilviki jafnvel orðið að geta í eyður. Úr Magnus Liber organi var tekið 12. aldar „organum“ eftir Leonin í ars antiqua stíl, s.s. ekki samstígt held- ur með 6⁄8 melismur ofan á lang- teygðum canto fermo í tenór. Síðan fylgdi Ave regina caelorum – eitt hinna „ekta“ sex tvísöngslaga af alls níu tvírödduðum úr Melódíu. Þá kom Ave Dei genitrix, hér ritað um 1500 en einnig í 14. aldar handriti í Prag. Páskasekvenzinn fornkunni Vict- imae paschali laudes (elzta tvíradda gerðin í spænska 13. aldar handrit- inu Las Huelgas) var alerlendur. Svo var og annar páskasekvenz, Stabat mater (tvíröddun úr frönsku hdr. frá 15. ö.) og Kyrie úr þýzkum 14. aldar grallara. Úr AM 80b 8vo, elzta handritsbroti með tvíradda tónlist sem varðveitzt hefur á Ís- landi, var sungið Credo í áþekkri gerð og fundizt hefur í ítölskum og frönskum handritum frá 15.–16. öld, og síðan líflegt Credobrot frá um 1500 úr AM 687b 4to. Úr torlesn- asta íslenzka handritinu, AM 687b 4to, sungu Voces Thules á latínu kátan vorsöng sem ekki hefur fund- izt annars staðar, Gaudent universi creaturae; líklega söngmeti skóla- pilta í Skálholti fyrr á öldum. Mel- iora sunt (tvísöngslag úr Melódíu) og O Jesu dulcissime (AM 102 8vo) komu næst, og þar á eftir Felix ille animi úr íslenzku hdr. frá miðri 17. öld (Lbs. 508 8vo), fyrst á latínu og síðan á íslenzku; fallegt einfalt lag. Heiðvirð maddama fyrr á öldum skar sem kunnugt kjólsnið úr ís- lenzku skinnhandriti og sást það notað fyrir landsunnan meðal raka gegn afhendingu fornritanna. En sjálfur var aðalsafnari þeirra, Árni Magnússon, þó ekki nærgætnari gagnvart tónlistararfinum en svo að hann notaði eldgömul nótnahandrit í bókband. Á einu slíku (Acc. 7ab) finnst sekvenzinn Stans a longe, og sungu VT fyrst einradda og síðan tvíradda gerð hans (AM 102 8vo). Úr handritum Árnasafns voru einn- ig síðustu tvírödduðu lög tón- leikanna, Anda þinn Guð mér gefðu víst (uppruni ókunnur), Jesú mín morgunstjarna (þýzkt) og Rís upp Drottni dýrð (ísl.?). Loks voru tvö lög við latneska Sanctus textann. Hið fyrra (ÍB 323) mun aðeins kunnugt á Íslandi. Seinna lagið var hins vegar alþekkt um Evrópu, að þessu sinni sungið við ljóðaútlegg- ingu af Faðirvorinu eftir sr. Ólaf Jónsson á Söndum. Hér var um allmikla yfirferð að ræða, nærri alfarið á hæglátum nót- um og því nokkuð vænn skammtur þeim hlustendum sem minnstan áhuga höfðu á viðfangsefninu. Trú- lega hefur magn og niðurröðun m.a. ráðizt af fræðilegum samanburði á lögunum, en til slíks er aftur á móti hægara um vik við ítrekaða plötu- hlustun í ró og næði en á lifandi tón- leikum, einkum þegar stíllinn er innbyrðis keimlíkur og hvert atriði virðist í fljótu bragði öðru líkt. Engu að síður brá mörgu fallegu fyrir eyru í vel samstilltum og jafnvæg- um söng Voces Thules í dýrðaróm- vist Skálholtskirkju, enda þótt hálf- daufur hljómur bæri stundum vott um fullmikla varfærni, hugsanlega sakir of stutts æfingartíma. Það sama mætti segja um styrkmótun kórsins sem var í heild fremur ein- hæf (með t.d. svipuðu styrkhnigi í lokum hverrar einustu hendingar), auk þess sem hefði mátt hleypa meira blóði og krafti í höfuðris lag- ferlis og texta. Tvísöngsveizla í Skálholti TÓNLIST Skálholtskirkja „Þýtt lof við syngjum þá.“ Fornir helgi- söngvar úr íslenzkum handritum í útgáfu Árna Heimis Ingólfssonar. Voces Thules sönghópurinn (Eggert Pálsson, Einar Jó- hannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson, Sigurður Hall- dórsson og Sverrir Guðjónsson). Laug- ardaginn 29. júní kl. 15. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart Voces Thules söng á fyrstu tónleikum sumarsins í Skálholtskirkju. HALLBERG Hallmundsson skáld hefur verið afkastamikill þýð- andi. Síðast er að minnast djarf- legrar tilraunar hans til að kynna bandaríska skáldið Wallace Stevens með bókinni Snjó- karlinn og önnur ljóð (2001). Wall- ace er reyndar illþýðanlegur. Nú hefur Hall- berg sent frá sér kver með ljóðum danska skáldsins Henrik Nord- brandt. Því ber ekki að leyna að Hallberg ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er ekki einn um það. Nordbrandt er tvímælalaust meðal fremstu skálda Norður- landa. Eins og segir í kynningu um höf- undinn nam hann tyrknesku og önnur tungumál Austurlanda og hefur dvalist langdvölum í Tyrk- landi og nálægum löndum. Í ljóðinu Haustfjallahlíðar er ljóst að skáldið er ekki á heima- slóðum: Haustfjallahlíðar í síðdegissól en landslagið annars í djúpum skugga hjúpað þunnu hrímlagi. Aðeins völurnar í ánni fá ennþá skinið gegnum spegilmynd himindjúpsins. Ómarnir koma frá fjarlægu landi sem þá fyrst fær nafn þegar þeir loks koma af skyndingu eins og skellir hófa þegar reiðmennirnir eru riðnir brott á ný og hafa tekið helming okkar með sér. Titilljóðið, Rósin frá Lesbos, og mörg fleiri eru ættuð frá ókunnum slóðum og eiga þátt í að gera ljóðin framandleg um leið og þau miðla nýrri reynslu. Eitt þessara ljóða er Ást okkar er eins og Býsans og ekki síst Baghlama. Hið síðarnefnda gæti virst dæmigerð lýsing á drukknum bargestum í útlöndum en öðlast dýpri merkingu eftir því sem líður á það: „Umhverfis þá hurfu stund og staður./ Þeir sveifluðust út í nóttina undir grænu hausttungli/ hver frá öðrum í allar áttir/ eins og dansandi speglanir dansara/ sem hvarvetna sér sig sjálfan sem alla og engan.“ Ljóð Henriks Nordbrandt búa yfir dul sem gera jafnvel hið hvers- dagslega leyndardómsfullt. Ég trúi á tilviljunina lýsir þessu kannski best, en í því ljóði er ort um að gera drauminn að veruleika og veru- leikann að tilviljun. Það er einmitt þetta sem Nord- brandt gerir í ljóðum sínum. Nordbrandt á það til að vera mælskur, kannski um of, samanber ljóð eins og Gleymskustaðir og fleiri. Hið prósaíska er þá ekki langt undan. Hallberg tekst vel að sýna tvær hliðar Nordbrandts: hve mælskur hann getur verið og líka hnitmiðun í tjáningu. Yfirleitt eru þýðingarn- ar vel heppnaðar, sumar afar vel, og léttara yfir þeim en stundum áð- ur hjá Hallberg. Að Hallberg skuli bætast í hóp Nordbrandt-þýðenda sannar enn á ný erindi skáldsins til lesenda. Ómar frá fjarlægu landi BÆKUR Þýdd ljóð eftir Henrik Nordbrandt. Hallberg Hall- mundsson sneri úr dönsku. Oddi prent- aði. Brú 2002 – 32 síður. RÓSIN FRÁ LESBOS OG FLEIRI LJÓÐ Jóhann Hjálmarsson Hallberg Hallmundsson Henrik Nordbrandt EFTIR síðari heimsstyrjöldina var fundið upp slagorðið „öll þjóð- leg tónlist er vond“ og forðuðust nær öll tónskáld allt sem minnti á þjóðlegheit og reyndu að skapa sér alþjóðlegan stíl. Alls konar aðferð- ir voru fundnar upp og þeim gefin nöfn og líklega er „mínimalisminn“ sá stílleikur, sem frelsaði tónskáld undan þeirri stöðnun, sem kenna má við kenningabundnar aðferðir. Tónsköpun er óaflátanleg leit og til að gefa „mínimalismanum“ líf, þurfti að fella að honum einhvers konar lagferli og þá komu þjóð- lögin í góðar þarfir og nú heitir það hér á landi að rækta „þjóðar- arfinn“ og í Bandaríkjunum „að leita að upprunanum“. Frá Aust- urlöndum hafa borist alls konar stílbrigði og nýlegt dæmi er dans- tónlist ofsóttra gyðinga frá Aust- ur-Evrópu og rapptónlistin, sem að uppruna til er ævaforn flutn- ingsaðferð, notuð áður en menn fundu upp laglínuna. Þjóðlagahátíðin á Siglu- firði, sem Gunnsteinn Ólafsson hefur skipu- lagt, er gott dæmið um vaknandi áhuga manna á sögu íslenskrar tón- listar, en á þessu sviði hafa einnig verið hafnar rannsóknir á fornum ís- lenskum tónlistarhand- ritum. Sem forspjall þjóðlagahátíðarinnar í Siglufirði hélt Kammer- kór Kópavogs þjóðlaga- tónleika í Víðistaða- kirkju sl. laugardag, þar sem fluttar voru raddsetningar á íslenskum þjóð- lögum eftir Þorkel Atlason og portúgölskum þjóðlögum eftir Nuno Corte-Real. Það sem ein- kenndi nær allar útsetningarnar var „mínimalísk“ grunnhugsun, bæði í radd- og hljómskipan og ekki síst í notkun hljóðfæranna. Þessi einfaldleiki í umbúnaði þjóð- laganna gaf lögunum sérstakt vægi, oft þokkafullan blæ, eins t.d. í Sortnar þú ský, Flöskukveðjum Eggerts Ólafssonar og sálminum Jésú, mín morgunstjarna. Það sem í heild einkenndi útsetningar Þor- kels Atlasonar var hinn „mínim- alski“ einfaldleiki auk þess, að þær voru að mestu lausar við hrynræna spennu og andstæður í blæ og styrk. Framlag Portúgala voru útsetn- ingar eftir Nuno Corte-Real og það læðist að sá grunur, að í úfærslunum hafi útsetjari sett um of sitt mark á sjálft lagferli laganna. Skemmtilegasta og um leið tilþrifamesta útsetningin var á fyrsta laginu, Söng frá Callobre. Falleg blæbrigði einkenndu vögguvísuna Sofðu, sofðu, drengurinn minn, er einnig var fallega flutt og sama má segja um Lár- indu fögru, sem hefði mátt flytja með nokkru meira fjöri. Flutning- urinn var í heild of haminn og því á köflum nokkuð daufur, sem verð- ur bæði að kenna daufum og einlit- um raddsetningum og átakslítilli og hryndaufri stjórn Paulo Lour- enco. Fámennur kór þarf að fá að taka á tóninum, eins og reyndar gerðist af og til, t.d. í Krákumálum og ekki síst að leika léttilegar með hljóðfallið en hér gat að heyra. Fyrsta íslenska lagið, Ár var alda, var ekki sungið með „þýska essinu vas og vasa“, heldur var og vara, eins og það er í handritunum og er það vel. „Að rækta þjóðararfinn“ TÓNLIST Víðistaðakirkja Fluttar voru útsetningar á íslenskum og portúgölskum þjóðlögum eftir Þorkel Atlason og Nuno Corte-Real. Flytjendur voru Kammerkór Kópavogs, Bryndís Snorradóttir á blokkflautur, Hildigunnur Halldórsdóttur á fiðlu, Hávarður Tryggvason á kontrabassa og Daniel Þorsteinsson á píanó. Stjórnandi var Paulo Lourenco. Laugardagurinn 29. júní 2002. ÞJÓÐLAGATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þorkell Atlason Í HEILSUGÆSLUNNI Efstaleiti, Efstaleiti 3, stendur nú yfir sýning á verkum Unnar Haraldsdóttur og eru þau unnin í olíu og akrýl. Unnur er fædd 26. september 1923 á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Hún nam hárgreiðslu á Akureyri og starfaði lengi þar og í Reykjavík. Þetta er fyrsta sýning Unnar, en hún sótti námskeið í myndlist hjá Bene- dikt Gunnarssyni 1962 og Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1994 auk þess að stunda nám í Tómstundaskólanum 1995 undir leiðsögn Hörpu Björns- dóttur og Ingibergs Magnússonar. Sýningin stendur fram í október. Málverkasýn- ing í Efstaleiti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.