Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 27 15-35% A F S L Á T T U R af LIEBHERR kæliskápum, ísskápum, frystikistum og frystiskápum á meðan birgðir endast. Liebherr kæliskáparnir mæta ströngustu kröfum sem gerðar eru til kælitækja og eru allar innréttingar sérlega vandaðar og þægilegar. Liebherr er leiðandi í þróun orkusparandi kælitækni. Orkunýting kæliskápanna er í hæsta flokki Evrópustaðalsins. Liebherr tryggir lágmarks orkuþörf og hámarks ferskleika geymsluvara. Liebherr kæli- og frystiskáparnir eru hágæðatæki á einstaklega hagstæðu verði. Kæliskápar á t i l b o ð s v e r ð i LJÓSMYNDASAFN Íslands virð- ist upprennandi stofnun, má vera dæmi þess að húsnæði og aðstæður skipta sköpum um döngun og ris menningarstofnana. Myndarlega hef- ur verið að framkvæmdum staðið á sýningavettvangi og þeim fylgt ýmiss konar ítarefni, frá upplýsandi sýning- arskrám í heila bók og allt hafa menn fengið ókeypis upp í hendurnar, nema að sjálfsögðu bókina. Menn virðast taka hlutina alvarlega á þeim bæ og mun af drjúgri auðlegð að ausa þar sem ljósmyndin er annars vegar, allt í senn með hina faglegu og listrænu út- færslu, heimilda- og sögugildið að leiðarljósi. Og það mikilvægasta hef- ur tekist, sem er að gestinum finnst hann fara af staðnum ríkari en hann kom og með sitthvað í malnum sem hann vissi ekki áður, ný sannindi hafa birst honum ásamt óvæntum sjónar- hornum nærtækra sviðsmynda hvunndagsins líkt og átti sér stað um sýningu Guðmundar Ingólfssonar ný- verið. Þó er mikilvægast að engum skoðunum er þröngvað upp á gestinn, heldur um hlutlæga miðlun á mikils- verðum staðreyndum að ræða sem koma öllum við, settar fram á skil- virkan hátt. Jafnframt að fjöldi sýn- inga er ekki aðalatriðið heldur hvern- ig að þeim er staðið, ris þeirra og gengi. Trú mín að fleiri og fleiri muni rata á sjöttu hæðina í Grófarhúsinu í framtíðinni ef svo fer sem horfir. Loks liggur í hlutarins eðli, að þeir sem um listviðburði fjalla ganga upp- litsdjarfir af vettvangi ef eitthvað hef- ur komið þeim á óvart, gjörningurinn farið framúr væntingum. Alveg nýtt fyrir rýninn, að blaða- ljósmyndir skuli stærsti flokkur myndefnis á Ljósmyndasafni Reykja- víkur, stofnunin varðveiti filmusöfn frá ljósmyndurum sem starfað hafa sem blaðaljósmyndarar auk filmu- safna frá einstökum fjölmiðlum. Telj- ast vænar fréttir öllum sem skilja og meta þýðingu sjónrænnar sagnfræði, fréttaljósmyndarar víða á vettvangi og vel að merkja ratar ekki nema hluti skota þeirra á síður blaðanna. Þetta með sagnfræðina er afar mikilvægt, og ef við lítum til málara- listarinnar, hafa augu manna í aukn- um mæli beinst að málverkinu í sögu- legu samhengi, jafnvel landslagi og náttúrulífsmyndum. Þar hefur málar- inn í flestum tilvikum óafvitandi verið að skjalfesta tíma sinn og ótal margt sem átti eftir að hverfa. Þetta er flest- um ljóst, og framsæknir samtímamál- arar hagnýta sér þá framvindu óspart sbr. síðmódernista og þreifingar þeirra til fortíðar. Vík að þessu fyrir þá sök að sá hluti sýningarinnar sem vakti skiljanlega einna mesta athygli mína voru mynd- ir af listamönnum og málurum á sýn- ingum. Er sannfærður um að þarna komi ýmislegt fram sem listsögu- fræðingar og listamenn af yngri kyn- slóð hafi takmarkaða hugmynd um og þó mun fleira til í sarpinum en skráð- ar heimildir skara. Af hverju ekki safna þessu í bók, hér einmitt lifandi komið sem menningarþjóðir leggja drjúga áherslu á að varðveita, ásamt öllum öðrum þáttum samfélagsins sem skara undirstöðu þess, vitundina um upprunann, eigið hold og blóð? Að glata upprunanum, niði og síbreyti lífsins, er að glata sjálfum sér. Þetta er það sem stórþjóðirnar leggja áherslu á, boða þó sumar annað, valta í nafni alþjóðavæðingar yfir menn- ingu annarra. Þannig til mýgrútur af bókum sem skara sviðið í Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Frakklandi og Japan svo einhverjar þjóðir séu nefndar. Til er annar og örlagaríkari hernaður en sá á vígvellinum, einkum á tímum hátækninnar eins og menn hafa áþreifanlega orðið varir við á seinni tímum. Sýningin í Grófarhúsinu spannar einungis sjöunda áratuginn, birtir okkur í raun einungis brotabrot hans, en við skoðun hennar rifjast lygilega margt upp fyrir þá sem lifðu tímana. Margar myndanna holl upprifjun, sumar vekja angurværar minningar, en svo eru aðrar sem hafa birst svo oft og að auk til í bókum að þær hefðu mátt missa sín, fréttagildið útjaskað í bili. Blaðarifrildin sem límd eru á tvær súlur góð viðbót en annars vegar er upphengingin á köflum full tómleg og ekki nægilega sveigjanleg, örfáar myndir í yfirstærðum hefðu lífgað mikið upp á heildina auk fleiri skil- rúma. Sýning sem þessi á að taka gestinn með trompi um leið og inn er komið en satt að segja lifnar fram- kvæmdin fyrst við er komið er í innri rými. Auðvitað saknar maður ýmis- legs, t.d. mynda eftir Ólaf K. Magn- ússon sem var hér einna fremstur meðal jafningja, en ekki verður á allt kosið. Mikilvægast er að hér eru menn komnir í gang og væntingarnar miklar um framhaldið. Ekki sakar að geta þess að á veggj- um allra hæða á leið niður eru aðskilj- anlegustu ljósmyndir úr fortíð, þann- ig að það er stórum hollara fyrir andann að ganga niður en taka lyft- una. Íslenzkar blaðaljós- myndir Af sýningu Ljósmyndasafns Íslands á fréttaljósmyndum frá árunum 1965–1975. MYNDLIST Ljósmyndasafn Íslands, Grófarhúsi Opið rúmhelga daga frá 12–18. Sunnu- daga 13–17. Til 1. september. Aðgangur óeypis. FRÉTTALJÓSMYNDIR ’65–’75 BLAÐALJÓSMYNDARAR Bragi Ásgeirsson Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur Martin Lawrence verið (í aug- um margra, a.m.k.) svarti sauð- urinn í hjörð þeldökkra gamanleikara sem allir virðast apa eftir foringjanum, Eddie Murphy. Þetta eru menn einsog Chris Rock, Omar Epps og Orlando Jon- es. Í þessum hópi virðist herra Lawrence takmarkaðastur þó hjörðin noti reyndar öll svipaða tækni sem byggir á fettum, brett- um, kjaftbrúki og skrækjum. Þeir eru innantómir við hliðina á hæfi- leikamönnum á borð við Murphy og Will Smith, en enginn verri af þessum einsbrúksbrandarakörlum en Lawrence. Lawrence hefur átt miklum vin- sældum að fagna í myndum á borð við Blue Streak og Big Momma’s House, þar sem hlutverkin eru klæðskerasniðin að þessum ýkta fettustíl sem gerist orðinn hvim- leiður. Black Knight sver sig í þennan hóp. Ódýr einsbrandara mynd sem gengur útá að Lawr- ence leikur Jamal, verkamann í skemmtigarði í Los Angeles sem er eftiröpun miðaldakastala. Í stuttu máli hverfur okkar maður fyrir töfra eða ímyndun í gegnum tímagat aftur til 14. aldar og lendir í þungamiðju atburða við hirð Englandskonungs. Engum tilgangi þjónar að fara nánar útí þá sálma. Þegar best lætur má brosa útí annað að þeim möguleikum sem myndast þegar töffari úr South Central, Los Ang- eles lendir mitt á meðal Breta á miðöldum. Þeir eru mjög vannýtt- ir, snúast allir um þreytandi fífl- sháttinn í Lawrence, sem vitaskuld verður hetja, kvennagull, val- menni, bardagamaður og vinnur hug og hjarta uppreisnarkonu. Sem er frá Núbíu, svo áhorfendur styggist nú ekki við samdrátt ólíkra kynþátta. Óttrúlegt en satt, breski stór- leikarinn Tom Wilkinson hefur fengist til að taka þátt í dellunni og tekur hlutverk sitt mjög alvar- lega. Hann getur greinilega ekkert illa gert og smjattar á línunum. Lawrence hefur vonandi eitthvað af honum lært. Rammvilltur riddari KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: Gil Junger. Handrit: Darryl Quarels, Peter Gaulke og Gerry Swallow. Kvikmyndatökustjóri: Ueli Steiger. Tón- list: Randy Edelman. Aðalleikendur: Martin Lawrence, Tom Wilkinson, Marsha Thomason, Vincent Regan, Daryl Mitchell, Kevin Conway. Sýningartími 95 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2001. BLACK KNIGHT/SVARTUR RIDDARI 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.