Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 55, sími 561 3377 hefst í dag kl. 10 30-70% afsláttur Okkar landsfræga ÚTSALA STRAUMAR T Í S K U V E R S L U N I N Laugavegi 55, sími 561 8414. VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ ÚTGÁFA á DVD-mynd-diskum hér á landi fær-ist sífellt í aukana og núer svo komið að í mánuði hverjum eru um og í kringum 10 nýjar myndir gefnar út hér á landi – til viðbótar við alla þá eldri titla sem fluttir eru inn í stríðum straumi. Nokkuð almenn skoðun virðist vera í myndbandageiranum hér á landi að vegur DVD mynddiskanna geti einungis farið vaxandi með aukinni DVD spilara-eign. Hefur og enn frekar ýtt undir ásókn í DVD mynddiska að nú er orðið hægt að spila þá í nýjustu gerðum leikja- tölva sem og heimilistölva. Tækni- lega séð virðast kostir DVD mynd- diskanna framyfir myndböndin ótvíræðir en til samanburðar mætti segja þá sambærilega við kosti geisladisksins framyfir seg- ulbandið. Hin stafrænu mynd- og hljómgæði mynddisksins taka gæð- um myndbandsins mjög fram en þó eru tveir ókostirnir á DVD- tækninni, að útbreiðsla er enn ekki orðin almenn á DVD spilurum sem afritað geta efni á tóma diska t.a.m. upp úr sjónvarpi, og mynddiskar virðast enn nokkuð viðkvæmir fyrir skemmdum. En þessir ókostir eru minniháttar og muni vart hamla eða hægja á hraðri útbreiðslu DVD mynddiskanna. Allt frá því útgáfa á DVD mynd- diskum hófst fyrir nokkrum árum síðan hefur verið lenska að mynd- unum fylgi vænn skammtur af aukaefni, til að gera vöruna ennþá eigulegri. Fyrstu um sinn var auka- efni þetta lítið meira en svokallaður „trailer“, upprunalega kynning- armyndin, sem kvikmyndahús sýndu áður en viðkomandi myndir voru frumsýndar til að kynna þær. Síðan var farið að skipta mynd- unum niður í númeraða kafla svo hægt yrði að fletta upp á ákveðnum atriðum, en þessi möguleiki er nú orðin sjálfsagður á öllum DVD mynddiskum sem gefnir eru út. Og svo var aukið við valmöguleikana koll af kolli, hægt að velja um skýr- ingartexta og talsetningu, hand- ritin, heimildarmyndir um gerð myndanna og viðtöl við leikara, leikstjóra og aðra aðstandendur, lýsingar sömu aðila á gerð einstaka atriða sem hægt er að hlusta á sam- hliða því að horft er á myndina og áður óséðar senur, atriði sem lentu á klippiborðinu. Hinar einu sönnu útgáfur Þetta síðasta aukaefni hefur reynst gómsætasti bitinn fyrir bíó- unnendur því ekki nóg með að þeir séu þannig í fyrsta sinn að fá tæki- færi til að sjá atriði sem oft og tíð- um eru margumrædd eða umdeild heldur eru gjarnan fleiri en ein út- gáfa af myndum látnar fylgja með á DVD-diskum, upprunaleg útgáfa, og einhvers konar „director’s cut“ eða útgáfur leikstjóra sem ein- hverra hluta vegna hlutu ekki náð fyrir auga stjóranna hjá stóru ráð- ríku kvikmyndastúdíóunum. Marg- ir kvikmyndagerðarmenn hafa fagnað tilkomu DVD mynddiskanna einmitt vegna þessa möguleika og eins og George Lucas benti á á Cannes-hátíðinni síðustu, er þar loksins kominn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarmenn til að koma myndum sínum á framfæri ómeng- uðum, jafnvel þótt stúdíóin hafi vilj- að sýna aðra útgáfu í kvikmynda- húsum til að þjóna markaðinum. Einnig er vettvangurinn kjörinn til þess að grafa upp úr glatkistum út- gáfur á myndum sem á sínum tíma var hafnað af stúdíóum sem óvæn- legum til sýninga, útgáfum sem sjálfir kvikmyndagerðarmennirnir, höfundar myndanna, höfðu skilað frá sér sem lokaútgáfum. Oftar en ekki á þetta við um myndir sem þóttu of langar og nægir þar að nefna sem dæmi að nýja 48 mín- útum lengri útgáfan af Apocalypse Now hefði tæpast litið dagsins ljós ef ekki væri fyrir tilkomu hins nýja DVD mynddiska-markaðar. Aðrar myndir sem gefnar hafa verið út í tveimur útgáfum, upprunalegri bíó- útgáfu og svo – oftast nær – lengri útgáfum leikstjóranna sem var hafnað, ýmist vegna lengdar, um- deildra og djarfra efnistaka eða af einföldum markaðsástæðum eru t.d. Fatal Attraction eftir Adrian Lyne sem er með öðruvísi endi, Bas- ic Instinct Paul Verhoeven þar sem djarfari senur er að finna og Term- inator 2 James Camerons svo ein- hverjar séu nefndar. Gagnvirkir möguleikar Enn annar valkostur sem boðið er uppá á mynddiskum í æ ríkara mæli eru ýmiss konar gagnvirkir val- möguleikar sem gera notandanum kleift að ganga svo langt að breyta atriðum mynda. Þessa skemmtilegu kosti var fyrst að finna á sérstakri viðhafnarútgáfu af Men in Black sem kom út fyrir 2 árum síðan og hafa komið út nokkrir DVD- mynddiskar síðan sem boðið hafa upp á samskonar valkosti, sem vissulega eru skemmtilegir en hafa þó ekkert sérlega langlíft notagildi. DVD mynddiskurinn er að öllum líkindum búinn að hreiðra um sig, verð hans hefur farið sífellt lækk- andi síðustu misseri og senn mun líða að því, eins og myndbanda- framleiðendur í Bandaríkjunum lýstu reyndar formlega yfir ekki alls fyrir löngu, að DVD-mynd- diskarnir leysi myndböndin alfarið af hólmi. Safaríkt auka- efnið heillar                                                           !"   !" #$%&' !(&   !" (  (    !" (    !" (   )    !" (    !"  )  #$%&' !(&   !" * (   !"  )  + + + ,   + ,   + -  + ,   + ,   ,   + + ,   ,   ,   -  ,                            ! " #   $ %   #  &'        (     ( $ ) * + "  $ #     DVD-mynddiskaútgáfa hér á landi færist í vöxt Apocalypse Now: Redux hefði vart litið dagsins ljós ef ekki væri fyrir DVD-byltinguna. DVD-útgáfan af T2 inniheldur sérstaka útgáfu Camerons sem inniheld- ur atriði sem ekki voru í bíói. Í DVD-útgáfu Men in Black var hægt að fikta við söguþráðinn. skarpi@mbl.is Algjör María Anna (Very Mary Anne) Gamanmynd Bretland 2001. Bergvík VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit Sara Sugarman. Aðalhlutverk Rachel Griff- iths, Jonathan Pryce. SARA Sugarman er skrítin skrúfa, annað verður ekki sagt. Hún er með einhvern undarlegasta húmor sem ég hef orðið vitni að, húmor sem alltaf er á mörkum þess að fara yfir strik hins fáránlega, fer gjarnan yfir strikið. En málið er að þegar það gerist virðist hending ein ráða því hvort þetta fá- ránlega er fyndið eða ekki. Síðasta mynd Sugarman, Mad Cows, var sannarlega fárán- leg en hún var ná- kvæmlega ekkert fyndin, bara fárán- leg. Því reyndist það hin óvæntasta ánægja að horfa á Very Mary Anne, því þar hittir fáránleikinn rækilega í mark. Og er það aðalleikurunum Rachel Griffith og Jonathan Pryce ekki svo lítið að þakka. Þau fatta al- veg ruglið í Sugarman, þessar yfir- gengilega ýktu persónur, röklausu framvindu, samtöl og hegðan sem nær oftast er gjörsamlega út af kort- inu. En það sem gerir gæfumunin er að myndin er ekki bara tóm þvæla. Undir niðri blundar sorgarsaga um bælda stelpu sem hefur mætt miklu mótlæti á stuttri ævi og í óborgan- legri túlkun Griffiths, sem fyrst steig fram á sjónarsviðið sem vinkona Mur- iel í Muriel’s Wedding, vinnur hún mann gjörsamlega á sitt band.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Fáránlega fyndið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.