Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vindrannsóknir Orkustofnunar Vindurinn ham- inn til hagsældar RAFORKA hérlendishefur verið unninmestmegnis með vatnsaflsvirkjunum. Einn- ig eru nokkrar varmavirkj- anir (15%) og díselraf- stöðvar. Hins vegar hafa ekki sést hérlendis vind- orkuver enn sem komið er, en rannsóknir á vindi og vindorku, tengingum við núverandi raforkukerfi og lausnum á ólátum ís- lenskra vinda eru í gangi á vegum Orkustofnunar og samstarfsaðilja, og ræddi Morgunblaðið við Helgu Tulinius, sérfræðing á auð- lindadeild Orkustofnunar, af því tilefni. – Hver er forsaga vind- rannsókna? „Við höfðum um árabil einbeitt okkur að rannsóknum á vatnsorku og varmaorku, en með tíð og tíma jókst krafan um að rannsaka einnig vindorkuna með tilliti til raforkuframleiðslu. Við hófum rannsóknir á þessu sviði ár- ið 1998, og eru þær nú í vinnslu.“ – Hverjar voru kröfurnar? „Við fundum fyrir auknum áhuga orkuframleiðenda á vindin- um, og að nauðsynlegt væri að rannsaka hvort vindorkuver væru möguleiki hér heima. Niðurstöð- urnar liggja ekki fyrir enn, en við sinnum sannarlega vindrannsókn- um um þessar mundir. Stofnaður var stýrihópur Landsvirkjunar, Veðurstofunnar og annarra sem áhuga höfðu á málinu árið 1999 um vindrannsóknir, og starf hans hefur meðal annars leitt af sér rannsóknagrunn sem nú er unnið í. Þar er vindurinn á Íslandi kort- lagður til hlítar, svo að sjá megi hvernig vindar blása og af hve miklu afli. Sameiginlegi vettvang- urinn sem stýrihópurinn skapar er mjög heppilegur fyrir verkefn- ið. Við fengum styrk úr Orkusjóði nýlega til kortlagningarinnar.“ – Það hlýtur að vera mikið mál að kortleggja vindinn á Íslandi. „Já, Veðurstofan, Vegagerðin, Orkustofnun og fleiri búa yfir um- talsverðum veðurgögnum frá yfir 200 veðurstöðvum, sem við notum sem grunn rannsóknarinnar. Marta Birgisdóttir hefur unnið að kortlagningunni undir stjórn Hreins Hjartarsonar. Við keypt- um til verksins danskt forrit, WASP, sem hefur verið notað víða um Evrópu til vindkortagerðar. Útkoma reikninganna gefur okk- ur dreifingu eftir vindáttum og þeirri orku sem úr vindinum næst.“ – Hvað ákvarðar vindorkuna? „Heppilegur meðalvindhraði, stöðugleiki vindáttar og stöðuleiki vinds gefur möguleika á vindorku- veri. Undir 5 metrum á sekúndu er ekki næga orku að fá, og eftir 15–18 metra á sekúndu framleiðir vindmyllan ekki meiri orku. Vind- hviður eru ekki af hinu góða, og stöðug vindátt er líka kostur. Það kom okkur á óvart að oft eru sömu áttir ríkjandi langtímum saman, og einnig hve oft er logn.“ – Hver er gagnsemi svona nákvæmrar kortlagningar? „Hún er ótvíræð. Við komumst að raun um hvaða virkj- unarstaðir eru góðir og hverjir eru síðri, og með þeim hætti eru rannsóknir af þessu tagi nauðsyn- leg forsenda virkjunaráforma, líkt og rannsóknir á virkjunarmögu- leikum vatnsafls og varmaorku hér um landið. Þess má þó geta að rannsóknirnar á vindinum eru mun kostnaðarminni en rann- sóknir á hinum orkugjöfunum.“ – Umfang uppbyggingar vind- orkuvers er minna en vatnsafls- virkjunar, ekki satt? „Jú, miklu minna. Bæði er und- irbúningur einfaldari og bygging- arkostnaður mun minni, en einnig er mögulegt að fjarlægja vind- orkuverið án mikillir jarðröskun- ar, sem er hægara sagt en gert með vatnsaflsvirkjun. Samt sem áður er þessi virkjunarkostur enn talinn dýrari en vatnsafls- og varmavirkjanir vegna þess að ekkert hefur enn verið lagt fram af rannsóknum á þessu sviði. Hins vegar má vel hugsa sér að ef hent- ugir staðir á landinu finnast megi virkja vindinn þar á hagkvæman hátt.“ – En ástæður þess að vindork- an hefur ekki áður verið beisluð eru hverjar? „Þær eru einfaldlega þær að við höfum haft næga ódýra vatnsorku að spila úr og varmaorkuna einn- ig. Nú þegar ný orkulög eru í sjón- máli er hins vegar von á að sam- keppni á þessum markaði aukist, og þess vegna ber okkur á Orku- stofnun að vinna rannsóknir á þessu sviði svo þær liggi fyrir handa áhugasömum.“ Hvar liggur áhuginn þá helst? „Það gæti vel verið að sveitar- félög eða jafnvel einstakir bændur sæju sér hag í að reisa vindorku- ver á sínu landi og leysa þannig orkumál sín sjálfstætt í framtíð- inni, líkt og þekkist með minni vatnsafls- virkjanirnar.“ – Vinsældir vindork- unnar eru miklar í Evr- ópu, ekki satt? „Jú, í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum hefur vind- orkan unnið sér sess undanfarin ár, enda eiga þessi lönd ekki alla þá ódýru vatns- og varmaorku sem við höfum úr að spila. Vind- myllurnar hafa lækkað í verði og með niðurstöðum rannsókna okk- ar geta Íslendingar loks hamið vindinn og virkjað hann sér til hagsældar.“ Helga Tulinius  Helga Tulinius er fædd í Reykjavík 1955. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1974, BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc í jarðeðlisfræði frá Colorado School og Mines 1980. Helga starfaði eitt ár við jarð- hitarannsóknir í Colorado en síð- ar á Orkustofnun, fyrst sem sér- fræðingur á jarðhitadeild og nú sem verkefnisstjóri á auðlinda- deild, hefur m.a. umsjón með rannsóknum á öðrum orkugjöf- um en jarðhita og vatnsafli. Helga er í stjórn Íslenskrar ætt- leiðingar, og ættleiddi nýlega stúlku frá Kína, Áslaugu Rún Helgudóttur. Vindorkuver eru vinsæl í Evrópu Það er eins gott að vera við öllu búinn og hafa Gamla-Grána á skaflajárnum. Það er aldrei að vita hverjum stjórnvöld bjóða heim næst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.