Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Alþýðusambands Íslands og ríkisstjórnarinnar ákváðu á fundi sínum á föstudag að halda viðræðum sínum áfram varð- andi tiltekin vandamál sem tengjast mismunandi kjörum starfsmanna í stéttarfélögum ríkisstarfsmanna og aðildarfélaga ASÍ. Í desember í fyrra gaf fjármála- ráðherra út yfirlýsingu um málið í tengslum við samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Í yfirlýsing- unni kom m.a. fram að að hálfu fjár- málaráðuneytisins væri fullur vilji til þess að halda viðræðunum áfram og freista þess að ná viðunandi nið- urstöðu. Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, segir að sérstaklega sé mikill munur á líf- eyrisréttindum viðkomandi starfs- hópa og þar sem hvorki hafi gengið né rekið í viðræðunum hafi ASÍ ósk- að eftir fundi um málið. Hann og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, hafi í kjölfarið átt fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra á föstudag og fram hafi komið vilji til að skoða málið betur. Farið hafi ver- ið hreinskilnislega yfir stöðuna og fram hefði komið hjá ráðherrunum að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að láta frekar á það reyna að komast áfram í málinu. Geir H. Haarde segir að menn séu sammála um að vinna áfram að lausn málsins, en það sé flókið. Í sumum tilfellum séu réttindi meiri hjá ríkisstarfsmönnum, í öðrum séu þau meiri hjá starfsmönnum innan ASÍ og svo séu mismunandi réttindi hjá mismunandi hópum ASÍ. Því þurfi að fara yfir málið í heild sinni áður en að úrvinnslu komi, en unnið verði að því að komast að niður- stöðu. Stéttarfélög ríkisstarfsmanna og Alþýðusambands Íslands Vilja að mis- munandi kjör verði leiðrétt Morgunblaðið/Arnaldur Frá fundinum í gær. Frá vinstri: Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. LANDSMÓT skáta að Hömr- um í Eyjafirði verður sett næstomandi þriðjudag og stendur yfir í viku. Þátttak- endur eru á aldrinum 8–18 ára og þá taka skátar frá 25 erlendum þjóðlöndum einnig þátt. Mótið fer fram í nýrri útilífs- og umhverfismiðstöð skáta í jaðri Akureyrar og eru þátttakendur 3 þúsund. Gert er ráð fyrir sá fjöldi tvö- faldist laugardaginn 20. júlí á opinberum heimsóknardegi mótsins þar sem gestum gefst kostur á að koma á mótið og vera viðstaddir hátíðarvarð- eld og flugeldasýningu um kvöldið. Á mótinu verður viðamikil dagskrá, m.a. leðurvinnsla, hnútakennsla, föndur og fleira. Þá geta skátarnir farið í veiði og siglingar og á hest- bak. Stofnað verður alheims- þorp með kennslu í menningu annarra landa þar sem skiln- ingur verður efldur meðal skáta á atriðum eins og al- næmi, samkynhneigð og ýmsu sem tengist fordómum fólks. Landsmót skáta sett 16. júlí í Eyjafirði Á ÞRIÐJUDAGINN, 16. júlí, verð- ur stofnaður Minningarsjóður um Hjálmar Björnsson, sem lést af slysförum í Rotterdam í Hollandi fyrir nokkru. Hjálmar var sextán ára þegar hann lést og eru tildrög banaslyssins óljós. Hans hafði ver- ið saknað í tvo daga er hann fannst látinn. Hjálmar hafði verið búsett- ur í Hollandi í nokkur ár ásamt foreldrum sínum. Hann verður jarðsettur á þriðjudag frá Hjalla- kirkju í Kópavogi kl. 15 en sama dag verður minningarsjóðurinn stofnaður. Verndari söfnunar vegna sjóðsins er Herdís Þorvalds- dóttir leikkona. Með sjóðnum er ætlunin að koma á fót sorgarathvarfi sem sniðið er að þörfum barna sem ganga í gegnum sorgarferli vegna missis sinna nánustu eða veikinda þeirra. Hafa yfirmenn Barnaspít- ala Hringsins tjáð ánægju sína með framtakið. Sr. Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, segir að með slíku athvarfi megi skapa sameig- inlegan vettvang, jafnvel miðstöð ólíkra starfsstétta, til að vinna með börnum í öruggu umhverfi á meðan þau takast á við sorgina, en ennfremur þurfi að efla fræðslu- starf á þessu sviði, bæði fyrir upp- alendur og fagfólk. „Við viljum fyrst og fremst skapa aðstöðu þar sem hægt er að sameina og sam- ræma ólíka þætti sálgæslu-, áfalla- og sorgarúrvinnslu á forsendum barna og efla það starf, sem nú þegar er hafið,“ segir Bragi. „Þarna væri hægt að sinna börn- um í nánu samstarfi foreldra og fagaðila. Það er mikilvægt að þessi vinna geti farið fram í umhverfi sem hentar börnum sérstaklega.“ Ólafur Hjálmarsson, föðurbróðir Hjálmars, tekur fram að með þess- ari hugmynd sé ætlunin að koma fram með viðbót í úrræðum fyrir börn en ekki sé hugmyndin að ganga inn á verksvið útfararstofa. Meðal þess sem huga þurfi að í þessum viðkvæmu málum sé þörf syrgjandi barna á rúmum tíma með látnum fjölskyldumeðlimum eða vinum. Sú hafi verið raunin með yngri bræður Hjálmars heit- ins á svonefndu Rouw Centrum (sorgarathvarfi) í Hollandi, barn- vænni útfararstofu, sem bauð upp á sérstök sorgarúrræði fyrir börn og reyndist afar mikilvæg. Ólafur og aðstandendur söfn- unarinnar vegna minningarsjóðs- ins vilja þakka fjölmiðlum, Sam- skipum í Hollandi, Flugleiðum, utanríkisþjónustunni, Búnaðar- bankanum og Línuhönnun fyrir veitta aðstoð. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning í Búnaðarbank- anum í Hamraborg í Kópavgi nr.: 0322-13-250650. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Hjálmarsson, föðurbróðir Hjálmars Björnssonar, Herdís Þorvaldsdóttir, verndari söfnunarinnar, og sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Ráðgert að koma á fót sorgarathvarfi fyrir börn TVEIR húðkeipasmiðir frá Græn- landi eru væntanlegir til Ísafjarðar helgina 19.–21. júlí til að halda nám- skeið í smíði húðkeipa á grænlenska vísu. Námskeiðið er í tengslum við hina árlegu hátíð Siglingadaga á Ísa- firði 19. til 28. júlí. Námskeiðið verður haldið í Sjóminjasafninu í Neðsta- kaupstað. Fleiri námskeið verða haldin í tengslum við siglingadagana. Tveir af reyndustu kajakræðurum landsins, Halldór Sveinbjörnsson frá Ísafirði og Pétur Gíslason frá Hvammsvík, standa fyrir kajakróðranámskeiði í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp helgina 26.–28. júlí. Námskeiðinu lýk- ur með kajakferð um nágrenni Reykjaness. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Fjöldi annarra dagskrárliða verður á Siglingadögum á Ísafirði. Bátadag- ur fjölskyldunnar fer fram sunnudag- inn 21. júlí, en þá gefst öllum kostur á því að komast á sjóinn hvort sem er á kajökum, hrað-, hjóla- og seglbátum eða sjóskíðum. Einnig er Ögurball lið- ur í Siglingadögunum, svo og kajak- keppni á tveimur vegalengdum sem fer fram laugardaginn 20. júlí. Dag- skrána má finna í heild sinni á www.this.is/kayak. Grænlenskir húðkeipa- smiðir með námskeið á Ísafirði GENGI hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfða- greiningar, lækkaði um 6,12% á Nasdaq á föstudag. Síðustu viðskipti dagsins fóru fram á verðinu 3,53 Bandaríkjadollar- ar. Verð á bréfum deCODE hefur ekki verið lægra í þess- um mánuði en í byrjun júlí var gengið á bréfunum 4,28 doll- arar. deCODE lækkar um 6,12% SAMKEPPNISRÁÐ hefur veitt Samskipum hf. og Vöruflutningum Vesturlands ehf. undanþágu og heimilað fyrirtækjunum samstarf um vöruafgreiðslu, -dreifingu og -söfnun í Borgarnesi og nærsveit- um. Vöruflutningar Vesturlands ósk- uðu eftir að samstarf á þessu sviði yrði heimilað. Í erindi frá fyrir- tækinu kemur m.a. fram að það hafi á sl. tveimur árum leitað til Landflutninga-Samskipa um sam- starf varðandi vöruafgreiðslu og dreifingu í Borgarnesi. LS hafi tekið umleitunum vel svo fram- arlega sem samstarfið yrði ekki talið fara gegn samkeppnislögum. Samkeppnisráð veitir undan- þágu frá 10. gr. laganna Samkeppnisráð ákvarðaði í mál- inu í fyrradag. Í ákvörðunarorð- unum kemur fram að umrætt sam- starf brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. „Með heimild í 16. gr. samkeppnislaga veitir samkeppnisráð samstarfi fyrirtækjanna undanþágu frá ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga að uppfylltu því skilyrði að sam- starfið nái einungis til umræddrar starfsemi í Borgarnesi. Þá er fyrirtækjunum óheimilt að miðla hvers konar viðskiptalegum upp- lýsingum sín á milli nema sem nauðsynlega leiðir af framkvæmd samstarfsins. Samskip hf. og Vöruflutningar Vesturlands ehf. skulu upplýsa Samkeppnisstofnun um allar verðbreytingar á þjón- ustu sinni á skilgreindum markaði í þrjú ár frá dagsetningu þessarar ákvörðunar.“ Samstarf flutninga- fyrir- tækja heimilað Á FÖSTUDAG hófust viðskipti með hlutabréf í Vátryggingarfélagi Íslands hf. á tilboðsmarkaði Kaup- hallar Íslands. Lífleg viðskipti voru með hluta- bréf félagsins og var VÍS annað veltumesta félagið á hlutabréfa- mörkuðunum hérlendis, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbanka Íslands. Alls námu viðskipti með bréf VÍS 93 m.kr. Gengi við upphaf viðskipta var 24 en lokagengi var 25. Landsbankinn – Landsbréf annaðist umsjón skráningar fé- lagsins og er viðskiptavaki með bréf þess. VÍS annað veltu- mesta félagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.