Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 15 Orkustofnunar um svonefnda Aust- urlandsvirkjun. Í fréttinni var sagt að unnið væri að áætlun um virkjun á Austurlandi sem myndi nýta vatn frá öllum norðaustanverðum Vatna- jökli. „Fæst þá vatnsvirkjun sem yrði meðal stærstu vatnsvirkjana í heimi,“ sagði blaðið og nefndi sem dæmi að hún myndi duga fyrir 500 þúsund tonna álverksmiðju „sem er meira en öll ársframleiðsla Norð- manna“. Stífla átti Jökulsá á Fjöllum við Vaðöldu, beina henni austur í Kreppu, mynda lón við Fagradals- fjall og veita vatninu austur í Jök- ulsá á Dal. Síðan átti að stífla þá á „við Kárahnjúka, sem eru tæpum 10 km austan við Hrafnkelsdal og 15 km ofan við Brú á Jökuldal, eða í Hafrahvammagljúfri. Þarna verður stór stífla, um 200 m há“. Frá vænt- anlegu lóni, sem átti að ná upp und- ir jökul, var ráðgert að leiða vatnið í jarðgöngum og skurði austur í Fljótsdal, þar sem virkjunin var fyr- irhuguð. Jafnframt átti að stífla Jökulsá í Fljótsdal við Eyjabakka- foss og veita henni í skurðinn. „Hin mikla Austurlandsvirkjun sem hér hefur verið sagt frá yrði að minnsta kosti milljón kílóvött og sú langstærsta sem hér hefur verið hugsað til,“ sagði í fréttinni. „Virkj- un þessi yrði á heimsmælikvarða og á borð við stærstu virkjanir í veröld- inni.“ Í dálkinum Menn og málefni í Tímanum 23. júní 1969 sagði að gert væri ráð fyrir „miklu stærri virkjun á Austurlandi en menn hefði dreymt um til skamms tíma“. Þetta orðalag minnir á það að áformin um Austur- landsvirkjun gengu manna á meðal undir heitinu langstærsti draumur- inn, skammstafað LSD. Stórfljótin flutt Mesta breytingin frá fyrri áætl- unum var annars vegar að sameina þrjár virkjanir í eina og hins vegar að flytja stóran hluta Jökulsár á Fjöllum frá Norðurlandi til Austur- lands. En þetta voru ekki einu hug- myndirnar um flutning stórfljóta milli landshluta. Jakob Björnsson verkfræðingur sagði frá því í ritinu Orkumálum í júní 1969 að horfið hefði verið frá því að reikna með virkjun skagfirsku jökulánna norð- anlands þar sem hagkvæmara hefði þótt að veita vatni þeirra suður til Þjórsár. Af svipuðum ástæðum var reiknað með að veita til suðurs upptakakvíslum Skjálfandafljóts og að veita hluta Skaftár yfir í Tungnaá. Ekki verður séð af dag- blöðum að áform þessi hafi valdið deilum. Ekki eilíf auðlind Áætlanir Orkustofnunar um rannsóknir á nýtingu auðlindanna í fallvötnunum voru til umræðu í for- ystugrein Morgunblaðsins 12. ágúst 1969: „En gildi náttúruauðlinda fær ekki staðist til eilífðar. Nýir orku- gjafar koma til sögunnar og aðrir úreldast. Enginn veit með vissu hvenær sá dagur rennur upp að vatnsaflsvirkjanir standist öðrum orkugjöfum ekki snúning. Framfar- ir í nýtingu kjarnorkunnar hafa ver- ið hraðar og enda þótt margir mein- bugir hafi komið á daginn í þeim efnum má telja víst að hún sigrist að lokum á öðrum orkugjöfum.“ Fimm dögum síðar var fjallað um Austurlandsvirkjun í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins. „Nú heyrast þær raddir að fjarstæða sé að tala um hina stóru Austurlandsvirkjun, sem yrði með stærstu vatnsafls- virkjunum veraldarinnar, sem nær- tækan möguleika. Engu að síður ber hiklaust að stefna að því að rannsaka þau tækifæri sem þar gef- ast til hlítar.“ Bréfritari sagði að virkjunin yrði „ekki einungis til þess að efla þjóðarauð heldur mun hún líka stuðla að því að upp rísi á Aust- fjörðum blómleg byggð, þar sem fjöldi manna safnast saman og myndar mótvægi gegn aðstreymi fólks til Suðvesturlandsins“. Tæp 1.800 megavött Áratug síðar, í ársbyrjun 1979, höfðu áætlanirnar tekið breytingum og niðurstaðan var orðin sú „að Austurlandsvirkjun verði þrjár virkjanir, ein í Jökulsá í Fljótsdal og síðan yrði Jökulsá á Fjöllum tekin yfir í Jökulsá á Brú, sem yrði virkjuð á tveimur stöðum“, eins og Haukur Tómasson hjá Orkustofnun sagði í samtali við Morgunblaðið 2. mars 1979. Efri virkjunin í Jökulsá á Brú (Jökulsá á Dal) átti að vera við Hafrahvamma, 485 megavött, sú neðri, svonefnd Brúarvirkjun, 987 megavött og virkjunin í Fljótsdal 238 eða 295 megavött. Samanlagt afl þessara virkjana var því áætlað tæp 1.800 megavött. Tekið var fram í Morgunblaðinu að efsti hluti Fljótsdalsvirkjunar væri stífla við Eyjabakka, en þeir væru grösugt svæði uppi undir jökli. „Hins vegar eru ekki talin þar nein líffræðileg sérkenni sem gætu hleypt af stað nýju Þjórsárvera- máli,“ sagði blaðið. Þarna var vísað til deilna sem risið höfðu áratug áð- ur um miðlunarlón í Þjórsárverum, sem mætti mikilli andstöðu þeirra sem vildu vernda eitt mesta heiðar- gæsavarp í heiminum. Það er merkileg staðreynd að það voru ein- mitt myndir af heiðargæsum við Eyjabakka sem áttu ríkan þátt í að vekja andúð á miðlunarlóninu þar í lok tuttugustu aldar. Iðnaðarráðherrann sem fékk þessa virkjanaáætlun í hendur var Hjörleifur Guttormsson. Hann sagði í viðtali við Vísi 28. febrúar 1979: „Þetta eru með hagstæðustu virkj- unarkostum landsins en hins vegar eru flestir þeirra það stórir að þeir eru tæpast hagkvæmir nema að tengjast orkufrekum iðnaði í veru- legum mæli.“ „Virkjun jökulánna frá norðan- verðum Vatnajökli hlýtur að hafa margvísleg umhverfisáhrif,“ sagði í Vísi 12. mars 1979. „Ljóst er að hér er um að ræða mestu umhverfis- breytingar af mannavöldum, ef af framkvæmdum verður, sem nokk- urn tíma hafa átt sér stað í íslenskri náttúru.“ Blaðið nefndi einnig hugs- anlega röskun í byggð á ofanverðum Jökuldal og Hrafnkelsdal. Fljótsdalsvirkjun í forgang Alþingi lagði áherslu á minnstu virkjunina af þessum þremur því að það samþykkti heimild til að virkja Jökulsá í Fljótsdal árið 1981. Ára- tug síðar, 1991, gaf iðnaðarráðherra Landsvirkjun leyfi til að hefja fram- kvæmdir við 210 megavatta virkjun þar. Undirbúningsframkvæmdir hófust sama ár en þeim var hætt eftir að samningar um álver á Keilisnesi runnu út í sandinn. Árið 1999 var undirrituð yfirlýs- ing um vilja íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar og Norsk Hydro (Hydro Aluminium) um könnun á hagkvæmni þess að reisa álver í Reyðarfirði, knúið orku frá Fljóts- dalsvirkjun. Mikið var deilt um virkjunaráformin, ekki síst áhrif miðlunarlónsins á Eyjabökkum á viðkvæma náttúru. Einnig var óánægja með að virkjunin væri undanþegin lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Í febrúar 2000 af- hentu Umhverfisvinir 45 þúsund undirskriftir til stuðnings kröfu um slíkt mat. Málamiðlun um virkjun Málið tók nýja stefnu í maí 2000 þegar Norsk Hydro og íslenskir samstarfsaðilar þeirra ákváðu að kanna möguleika á að byggja stærra álver í Reyðarfirði en Fljóts- dalsvirkjun gat annað. Álverið átti að miðast við 240 þúsund tonn í fyrsta áfanga en stækka það síðan í 360 þúsund tonn. Lá þá beinast við að huga að virkjunarkosti sem hafði verið rann- sakaður í nokkur ár og nýtti vatn bæði frá Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal. Slík virkjun, kennd við stíflustæðið við Kárahnjúka, átti að geta verið allt að 750 megavött, eða meira en þrefalt stærri en Fljóts- dalsvirkjun. Hér var komin aftur hugmynd í líkingu við Austurlands- virkjun, að því frátöldu að ekki var lengur gert ráð fyrir flutningi vatns úr Jökulsá á Fjöllum milli lands- hluta. „Líta má á Kárahnjúkavirkjun sem eins konar málamiðlun um virkjun jökulánna tveggja eftir deil- urnar um Eyjabakkamiðlun,“ sögðu verkfræðingarnir Björn Stefánsson og Sigurður St. Arnalds í grein í tímaritinu Glettingi á síðasta ári. „Þá er hér um að ræða þá leið sem eindregið er mælst til að farin verði í núgildandi svæðisskipulagi miðhá- lendis Íslands.“ Í greininni kom fram að með þessari einu virkjun eykst orkuvinnsla á Íslandi um 60%. Virkjunin fór í formlegt umhverf- ismat sumarið 2000. Í ágúst í fyrra lagðist Skipulagsstofnun gegn fram- kvæmdunum, „vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti fram- kvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar“. Í desember felldi umhverfisráðherra úrskurðinn úr gildi og féllst á virkjun með skil- yrðum. Í apríl á þessu ári sam- þykkti Alþingi lagaheimild fyrir virkjunina. Eftir að Norðmenn ákváðu að fresta um sinn ákvörðun um bygg- ingu álversins undirrituðu fulltrúar Alcoa samkomulag í maí 2002 um viðræður um möguleika á að byggja slíkt álver, jafnvel 320 þúsund tonna ver í einum áfanga. Var niðurstaðna að vænta nú um miðjan júlí. Deilt um drauminn Enn er deilt um þessa nýju Kára- hnjúkavirkjun. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur sagði í Morgun- blaðinu í febrúar að virkjunin myndi „hafa mjög víðtæk áhrif til hins verra á náttúrufar á Héraði. Því er ljóst að Kárahnjúkavirkjun verður „stóra prentvillan“ í Íslandssögunni, ef hún kemst í framkvæmd“. Hins vegar sagði í yfirlýsingu frá Alcoa í lok júní að þetta væri „einn besti vatnsaflsvirkjunarkostur sem fyrir hendi er nokkurs staðar í heimin- um“. Ef til vill er meira en þrjátíu ára draumur Austfirðinga loksins að rætast og orðið tímabært að und- irbúa nýja ljósahátíð. Höfundur hefur tekið saman efni í Daga Íslands og fleiri bækur. Dugguvogi 4 Veggjakrot kostar einstaklinga og sveitarfélög mikla fjármuni og fyrirhöfn á hverju ári. Nú hefur Slippfélagið sett á markað sérstaka Krotvörn sem veitir hvers konar veggjakroti öflugt viðnám. Eftir að vörnin hefur verið borin á er í langflestum tilfellum nóg að smúla ósómann burt með vatni og endurnýja svo vörnina með einni yfirferð. Haltu veggjunum hreinum á einfaldan hátt með Krotvörn frá Slippfélaginu. N O N N IO G M A N N I| Y D D A • N M 06 48 6 • si a. is Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Barnaútigallar Kápur og sparikjólar Þumalína, Skólavörðustíg 41 Afi/Amma allt fyrir minnsta barnabarnið Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.