Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É G var staðráðinn í að taka rokktónlist al- varlega.“ Þetta segir Simon Frith félags- fræðingur í inngangi að bók sinni, Sound Effects – Youth, Leisure, and the Politics of Rock ’n’ Roll. Ritið kom út árið 1981 og er ein af fyrstu, og í dag talin ein af þeim betri, tilraunum til að fjalla um rokktónlist á fræðilegan hátt. Frith skoðar innviði iðnaðarins sem er á bak við rokktónlistina og veltir fyrir sér tengslum hans við neyslu- venjur hlustenda og þeim menning- arlegu þáttum sem geta af sér rokkunnandann. Og það er ekki að ósekju sem Frith finn- ur sig knúinn til að lýsa þessu yfir. Er hægt að taka fyrirbæri eins og rokk, sem hefur þá al- mennu mynd af sér að vera fyrst og fremst dægrastytting og eitthvað skemmtilegt sem kemur fólki í stuð, alvarlega? Er hægt að fjalla um það á fræðilegan hátt, án allra bros- vipra? Rokktónlist er sett af fræðimönn- um í þeim geiranum undir hatt popptónlistar, sem er öllu almenn- ari skilgreining (sko, það er hægt að fjalla um þetta á alvarlegum nót- um!). Poppinu er svo stillt upp á móti sígildu tónlistinni. Á Vestur- löndum er menningarlegum hlutum jafnan stillt upp hverjum á móti öðrum og þeir greindir sem and- stæður. Grein þessi fjallar reyndar um menningarleg fyrirbæri sem iðulega eru ekki talin vera „alvöru menning“. Hér er ég að tala um hluti eins og dægurtónlist, tölvu- leiki, sjónvarpsþætti, auglýsingar og kvikmyndir, sem reyndar hafa, á síðustu árum, þokað sér inn á grátt svæði að þessu leytinu til. Mark- miðið hér er að sjálfsögðu að hnekkja þessari skoðun, sem því miður er sorglega algeng. Afþreyingarmyndir og listrænar kvikmyndir. Popp og klassík. Veggjakrot og myndlist. Gnótt af bleki og megabætum fer í að ræða þessar skiptingar og umræðan hef- ur aukist talsvert á síðustu árum. Hér á eftir skulum við taka tónlist sem dæmi um þessa hártogun – og einbeita okkur að hinni menning- arlegu skiptingu, þ.e. popptónlist annars vegar og sígild tónlist hins vegar. Dægurtónlist, popptónlist,alþýðutónlist, nýgild tón-list. Merkimiðarnir erumargir en þeim sem vilja vera teknir alvarlega og fjalla reglulega um popp, að maður tali ekki um ef þeir hafa lifibrauð af því, þykir hvað best að nota hina ágætu þýðingu „dægurtónlist“. Það er eitthvað við þetta sem gefur manni smáforskot, það er ekki verið að tala um „helv … poppið og síbylj- una sem glymur innihaldslaust í eyrunum allan liðlangan daginn“. Árið 1954 kom lagið „Rock aro- und the clock“ út. Flytjandinn var Bill Haley og vilja margir miða við þetta ártal sem upphafsár rokk/ popps sem menningarfyrirbæris. Í kjölfarið fór að myndast svokölluð unglingamenning/neyslumenning í kringum rokkið, menning sem hefur lifað og dafnað æ síðan. Eins og áður segir skiptir fólk tónlist í tvennt, popp og klassík eða svo við förum nú alla leið, í „lægri“ og „æðri“ tónlist. Þessi skipting fer í taugarnar á mörgum og það sem meira er, raddir um að þessi skipt- ing sé fyrir löngu orðin úrelt gerast æ háværari. En þessi skipting lifir góðu lífi, og er brennd í daglegt lífsmunstur. Einu sinni starfaði ég t.a.m. í hljóm- plötuverslun og var henni að sjálf- sögðu skipt í tvennt. Dægurtónlist- inni var komið fyrir úti við dyr, þar sem mesta salan átti sér stað. Sí- gildu tónlistinni var komið fyrir innst, í skoti, þar sem inn slæddist við og við eldra fólk eða þá bísperrt- ir tónlistarnemar. Að einhverjir ættu erindi í báðar deildir var afar sjaldgæft. Í fagurfræðilega heimspekiritinu Mass Culture tekur Noel Carroll á afþreyingarefni sem listformi. Hann fjallar um hvernig „dægur- listin“, í sínum fjölbreytilegustu myndum, er meginuppspretta fagurfræðilegra upplifana fólks í dag. Þrátt fyrir þetta hafi hún þó hingað til verið sniðgengin af lista- heimspekingum sem verðugt við- fangsefni. Þetta er vissulega snúið mál.Er raunverulega hægt aðfjalla fræðilega um hlut,sem sögulega séð á að ganga út á skemmtun fyrst og fremst? Hver les t.d. fræðilega greiningu á þungarokki? Ekki eru það þungarokkararnir, svo mikið er víst. Og það er erfitt að sjá hinn „al- menna“ prófessor sökkva sér í þannig grein, af ástríðubundinni áfergju. Kvikmyndir hafa dansað eftir lín- unni í þessu tilliti. Í dag eru þær búnar að koma sér kirfilega fyrir í akademíunni, og eru það bók- menntafræðingar sem hamast hvað mest við að skilgreina þær til hægri og vinstri. Um leið eru kvikmyndir gott dæmi um að það er ekki hægt að geirnegla fyrirbæri eins og tón- list í tvo flokka, „alvöru tónlist“ og „léttvæga tónlist“. Kvikmyndir geta verið listrænar upp í topp og einnig eru til kvikmyndir sem fram- leiddar eru með afþreyingargildið eitt að leiðarljósi. Líkt er farið með sjónvarpsþætti. Það er stór munur á t.a.m. Twin Peaks röð Lynch og þáttum eins og t.d. Home Improve- ment. Og hvað er hægt að segja um hljómsveit eins og Radiohead, sam- anborið við Britney Spears? Og hvað þá um Bítlana, sem byrjuðu sem „skemmtisveit“ en eftir Sgt. Pepper, sem kom út árið 1967 og er oft talin fyrsta „rokklistaverkið“, voru þeir orðnir … listamenn. Eða hvað? Dægurtónlist, kvikmyndir,sjónvarpsþættir. Ef viðgefum okkur hér aðþetta séu listaverk, og falli því undir „menningu“, þá lýtur þetta allt lögmálum fjölda- framleiðslunnar. „Mass art“ hefur þetta verið kallað og hér með er auglýst eftir góðri þýðingu (fjölda- list?). Margir hræðast að búa til eitt- hvað sem gæti höfðað til almenn- ings þar sem að listræn heilindi þeirra gætu verið dregin í efa af öðrum listamönnum ef verk þeirra fara að seljast í einhverju magni. Vantraust á útbreidda list og vin- sæla getur stundum falið í sér sál- ræna hræðslu við það að vera orð- inn einn af sauðunum. Dægurlistin er nefnilega nauðsynlega bundin auðvaldshyggju og er reyndar á vissan hátt skilgetið afkvæmi henn- ar, annars væri hún ekki möguleg í núverandi formi. Kapítalisminn er því bæði í senn, verndari og Akki- lesarhæll dægurlistarinnar. Þessi staðreynd er ástæða endalausra rifrilda og sálarflækja, veri það tón- listarmanna eða þeirra sem hlusta. Sögulega hefur listsköpunalltaf verið tengd pólitík,nánar tiltekið samfélags-skipan. Kóngar og að- alsmenn hlýddu á tónlist, haganlega samsetta þeim og guði til dýrðar; andinn upphafinn í gegnum tóna- flóð. Alþýðufólkið gutlaði á meðan á hrörlegar lútur og söng með sínu lagi um ástir, örlög og dýrin í sveit- inni. Þessi skipting lifir enn með okkur, þó hún hafi verið að gliðna smátt og smátt, með tilkomu milli- stéttarinnar, aukinni menntun og alþjóðamenningu. Fólkið sem alist hefur upp með dægurtónlist í eyrunum er að vaxa úr grasi og það er mikilvægur þátt- ur, bæði í auknum veg hennar og útbreiðslu. Það eru t.d. ekki nema um tíu ár síðan að tónlistartímarit eins og Mojo og Uncut hófu að koma út, þar sem popp og kvik- myndir eru teknar „alvöru“ tökum. Enn sem komið er ræður sagn- fræðileg greining þó mestu. Rann- sókn á dægurmenningu, og þar með dægurtónlist, hefur og farið vax- andi í háskólum. Þeir straumar hafa þó enn sem komið er borist veikt til landsins. Þá má geta þess að í flest- um erlendum blöðum er fjallað um menningu í einum pakka, veri það „dægurmenning“ eða „menning“. Eða bara einfaldlega „menning“ og engar refjar með það, hvaða við- fangi sem hún annars þjónar – heiti sem sem þeir allra framsýnustu vilja sjá í stað „dægurmenningar“ og „æðri menningar“. Þessa nálgun hefur vantað í íslensk blöð. Það virðist ganga sífellt meira á bil „dægurtónlistar“ og „sígildrar“, eftir því sem á líður. Fordómar í garð beggja, og samdrætti þeirra, þrífast þó enn og á því þarf að vinna. Við æpum því hátt og snjallt: meira rokk! „Dægurmenning“/„menning“ Bítlarnir: list eða fíflalæti? AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÁKVEÐNIR seljendur“. Éghef aldrei skilið hvað þettaviðskeyti aftan við sumar fasteignaauglýsingar þýðir. Þýðir þetta að þeir séu ákveðnir á þann hátt að þeir láti ekki vaða yfir sig, eða að þeir séu ákveðnir en ekki bara einhverjir? Ég komst svo að því um daginn að þetta viðskeyti hefur hagnýtan til- gang; það er að segja þeim sem les fasteignaauglýsinguna að eigendur fasteignarinnar séu í raun og veru að fara að selja hana. Nú myndi maður ætla að það að setja auglýs- ingu í blöðin og á netið, jafnvel með ljósmyndum af hjónarúminu og kló- settinu, gæfi nógu skýrt til kynna vilja til að selja eignina, en svo er víst ekki í öllum tilfellum. Vinkona mín sem hefur verið að leita sér að íbúð að undanförnu skoðaði um dag- inn íbúð vestur í bæ sem henni leist ágætlega á. Þessi vinkona mín er frekar kurteis og finnst pínulítið vandræðalegt að ganga um inni hjá ókunnugu fólki með nefið ofan í inn- réttingum og gluggakörmum. Þann- ig er henni eiginlegt að hrósa öllu því sem hún sér þegar hún fer að skoða hjá fólki, ,,mikið er þetta fínt“ og ,,þetta er svakalega skemmtileg lausn“ dettur út úr henni á einnar mínútu fresti og brosið eftir því og glaðlegheitin. Þessu var eins farið þegar hún fór að skoða áðurnefnda íbúð, en þar komst hún samt ekki hjá því að skynja eitthvað undarlegt í andrúmsloftinu. Því meira sem hún hrósaði listunum sem eigendurnir voru búnir að setja meðfram loftinu, flísunum sem þau höfðu lagt í eld- húsinu og parketinu og lýsingunni sem þau höfðu hannað sjálf, því vandræðalegri urðu þau. Svo þegar vinkona mín spurði konuna hvar þau hefðu haft jólatréð, þá fölnaði hún upp og fálmaði eitthvert út í horn. Þá ákvað vinkona mín að þetta væri orðið gott, kvaddi og spurði í leiðinni hvort margir væru búnir að koma og skoða. Þá varð konan hreykin á svip og sagðist ekki hafa haft undan við að bóka fólk og að þetta hefði verið algjört brjálæði. Vinkonu minni leist það vel á íbúðina að hún ákvað að gera tilboð í hana næsta dag. Nokkr- um dögum síðar, þegar hún hafði enn ekki fengið svar við tilboðinu, sagði fasteignasalinn henni að eig- endurnir væru hættir við að selja. Þetta voru sem sagt ,,óákveðnir selj- endur“. Mér fannst þetta svolítið merki- legt. Svo virtist sem þau hefðu hætt við að selja þegar þau sáu hvað það sem þau áttu var í raun eftirsótt. Ég held að þetta sé afskaplega algeng mannleg tilhneiging, en maður þekkir ótal dæmi þess að fólk sé ánægðara með sitt þegar það sér að aðrir sækjast eftir því. Þetta sést gjarnan þegar pör hætta saman. Þá vill það stundum þannig til að annar aðilinn fyllist gríðarlegri eftirsjá um leið og hinn lendir á séns. Ég man sérstaklega vel eftir fyrrverandi kærasta einnar vinkonu minnar sem sagði henni upp og olli með því við- eigandi gráti og gnístran tanna. Hún beið lengi lengi eftir því að hann sæi að sér, tæki upp tólið og bæði hana um að byrja með sér aftur en ekkert gerðist... fyrr en að hún var farin að hitta annan strák (sem nota bene var miklu meiri gæi en hann). Sá fyrr- verandi hringdi í hana alveg í öngum sínum og sá eftir öllu saman. En þá var það orðið of seint. Fólk virðist gjarnan þurfa stað- festingu annarra á gæðum þess sem það eygir. Afgreiðslufólk í versl- unum þekkir þetta vel og notar óspart í starfi sínu, en hver þekkir ekki frasann, ,,þetta er voða mikið tekið.“ Þar er verið að höfða til þeirrar tilhneigingar fólks að vilja það sem aðrir vilja. Tímaritið Kosmópólitan (drottn- ing kvennablaðanna) hefur ýmislegt um þetta mál að segja, en það pre- díkar afar skemmtilegt viðhorf til sjálfstrausts og sjálfsmyndar. Kosmó segir okkur að sjálfstraust megi aldrei byggja á samanburði við aðra. Slíkt er dæmt til að mistakast því sama hvað manneskja er gáfuð, skemmtileg, sæt, mjó og nýtur mik- illar velgengi, er alltaf hægt að finna einhvern sem er betri í hverju og einu af því hún telur mikilvægt. Kosmó segir að samanburður við aðra sé helsti veikleiki nútímakon- unnar sem nýtur velgengni á flest- um sviðum í lífinu. Það sé ekki síst fyrir þær sakir að hún er stöðugt að bera sig saman við aðra, að nútíma- konan eigi erfitt með að verða ánægð. Ég sel þessa diskó-speki ekki dýrara en ég keypti hana en finnst hún áhugaverð. Fyrir þá sem þekkja til Kosmó og annarra blaða af sömu sort er þessi kenning nátt- úrlega í hrópandi mótsögn við allt það sem blaðið stendur fyrir og þann heim sem það birtir sínum les- endum. En það er önnur saga... Birna Anna á sunnudegi Að vilja það sem aðrir vilja Morgunblaðið/Jóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.