Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 50
Írafár/Ég sjálf & Stórir hringir Bæði lögin eru eftir Vigni Snæ Vigfús- son gítarleik- ara en Birg- itta Haukdal söngkona samdi textana. „„Ég sjálf“ fjallar um fjölmiðla og þjóðfélagið í dag og hvað ég hef netta óbeit á því. Það er alltaf verið að mata okkur á því hvernig við eig- um að vera,“ segir Birgitta. „„Stórir hringir“ er eiginlega eina lagið sem ég hef samið sem eru engar per- sónulegar tilfinningar í. Það er bara út í loftið.“ Það er nóg að gera framundan hjá Írafári. Þau munu fara fyrir Bylgju- lestinni í sumar og eru að sögn Birg- ittu bókuð þrjá daga vikunnar um allt land. Fyrsta breiðskífa sveit- arinnar er svo væntanleg fyrir jól. Á móti sól/Keyrðu mig heim Heimir Ey- vindarson, hljómborðs- leikari sveit- arinnar, segir sveitina eig- inlega eiga eitt og hálft lag á diskinum en það heila heitir „Keyrðu mig heim“. Lagið er eftir Einar Bárðarson og fjallar að sögn um „kvöld í bænum, fyllirí og allt sem því fylgir“. Hann bætti við að framundan væri brjáluð spilamennska hjá Á móti sól. Hálfa lagið leikur hljómsveitin í félagsskap útvarpsgrínaranna í Ding Dong. Í svörtum Fötum/ Losti & Einhver annar „„Losti“ er eftir mig en textinn er eftir Einar Örn Jónsson hljóm- borðsleikara og fjallar um losta við fyrstu sýn,“ sagði Hrafnkell Pálmason, gít- arleikari sveitarinnar. „„Einhver annar“ er svo samið af aðila sem kallar sig Flash,“ segir Hrafnkell. „Lagið fjallar um þrá og ást eins og flestir popptextar.“ „Á diskunum er að finna það besta sem er að gerast hjá hverri hljóm- sveit og þetta er því mjög eigulegur gripur,“ sagði Hrafnkell um Svona er sumarið. Land og Synir/ Blowing You Up & If Söngvarinn Hreimur Örn Heim- isson samdi „Blowing You Up“ og segir hann það fjalla um hvernig ung- lingar eigi að skemmta sér með því að hafa gaman af lífinu. „Hitt lagið, „If“, samdi ég svo ásamt Adda 800 og það fjallar um sambandsslit og eftirsjá,“ sagði Hreimur. Hann segir mikla spilamennsku vera framundan hjá Landi og son- um. „Svo kemur út plata með okkur fyrir jólin, þessi tvö lög verða á henni og einnig „Summer“ sem kom út á síðasta ári auk fjölda nýrri laga,“ segir Hreimur. Antonía/The sun is shining Það er Þórunn Antonía Magn- úsdóttir sem er röddin á bak við lagið. Það er sam- ið af föður henn- ar, Magnúsi Þór Sigmundssyni, og er að hennar sögn lítil saga um til- finningar. „Þetta er stelpa sem þekkir mann sem er henni mjög hugleikinn. Stundum elskar hún hann en stundum er þetta of mikið fyrir hana.“ Þórunn Antonía er þessa dagana að vinna að plötu sem kemur út með haustinu. Daysleeper/Again Þeir Bust- er, V, Bronze, Stefanovich, Young og Sverrir Berg- mann skipa nýliðana í Daysleeper. Um lagið „Again“ segir söngvarinn Sverrir: „Lagið og textinn eru eftir mig en ég held að fólk verði bara að gera það upp við sjálft sig um hvað það fjallar.“ Hljómsveitin Daysleeper kom saman í október á síðasta ári og er því tiltölulega ný af nálinni. „Það verður ekki mikil spila- mennska hjá okkur í sumar en við verðum þó á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum,“ segir Sverrir. „Við erum aðallega að vinna í því að gefa út plötu. Hún kemur vonandi út í haust eða vetur.“ Stuðmenn/ Hvernig sem ég reyni Lagið kemur úr smiðju Jak- obs Magn- ússonar og fjallar um „áráttu sem heldur manni föngnum“ eins og segir í text- anum. „Stuðmenn eru búnir að semja töluvert af nýju efni. Við göngum með plötu í maganum en enn hefur ekki verið ákveðið hve meðgöngu- tíminn verður langur,“ segir Jakob. Aðspurður segir hann Stuðmenn hafa verið á tónleikaferð víða í sum- ar og að ekkert lát verði þar á í framtíðinni. Englar/Svíf á þig Það er söngv- arinn Einar Ágúst sem fer fyrir nýju sveit- inni sinni Engl- um en hún telur auk hans Krist- ján Grétarsson, Birgi Kárason og Benedikt Bryn- leifsson. „Textinn í laginu er eftir mig og fjallar um rifrildi. Ég settist bara niður og byrjaði að skrifa og upp- götvaði svo þegar textinn var tilbú- inn að hann var um rifrildi,“ segir Einar Ágúst. Hann segir Engla hafa starfað saman síðan um áramót og segir hana eins konar framhald af sólóferli sínum. „Frekari útgáfa er ekki ákveðin en við erum á fullu að taka upp og semja,“ segir Einar Ágúst um fram- haldið. Ding Dong og Á móti sól/ Heilræðavísur Stanleys (Lítil typpi) Þeir Pét- ur Jóhann Sigfússon og Doddi litli kalla sig Ding Dong. Að- spurður hvernig samstarf Á móti sól og Ding Dong hafi komið til svarar Doddi: „Þeir í Á móti sól báðu okkur að vera með. Þeir höfðu áður spilað undir fyrir okkur á Hlustendaverðlaunum FM 957 í febrúar.“ Lagið kemur úr smiðju Eggerts Þorleifssonar leikara og segir Doddi það hafa verið vinsælt á níunda ára- tugnum. Aðspurður segir Doddi þá Ding Dong félaga hafa mörg járn í eldinum. „Þessa dagana erum við meðal annars að taka upp myndband við lagið okkar, „Ég er Ding Dong.““ Sóldögg/Svört sól Það var Jón Ómar Erlingsson bassaleikari sem samdi lagið við „Svört sól“ en hljóm- sveitin samdi textann saman. „Við fórum í æfingabúðir að gera tónlist og þetta lag varð bara til á síðustu þremur mínútunum. Textinn er eins konar orðaleikur um þriðju heimsstyrjöldina, heimsendi og svo- leiðis pælingar,“ segir Bergsveinn Arelíusson. Sóldögg ætlar ekki að láta sitt eft- ir liggja í spilamennsku í sumar frekar en fyrri ár. „Í haust ætlum við svo í fyrsta sinn frá upphafi að taka okkur frí frá spilamennsku en hljómsveitin er búin að starfa saman í átta ár,“ segir Bergsveinn. MEir/Komin heim MEir er búin að vera til síðan í maí á þessu ári og kom saman, að sögn söngkon- unnar Margrétar Eirar, til að spila skemmtilega tón- list og hafa gam- an. Lagið „Komin heim“ er eftir Guðmund Jónsson og textinn er eftir Karl Olgeirsson en báðir eru liðsmenn MEir . „Þetta fjallar svolítið um að hafa legið í dvala og að nú sé kominn tími til að leggja af stað aftur. Þetta er svolítið lýsandi fyrir mig því það er langt síðan ég var að spila með ball- hljómsveitum,“ segir Margrét Eir. Flauel/Nú sé ég Að sögn Halla Mello, söngvara Flauels, hefur hljóm- sveitin starfað saman í hálft annað ár en hljómsveitina skipa auk hans Ásgeir J. Ásgeirsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Valdimar Kristjónsson og Gestur Pálmason. „Lagið fjallar bara um hitt og þetta, ætli þetta sé ekki bara þessi dæmi- gerða ástarjátning,“ segir Halli sem samdi lagið „Nú sé ég“ á móti Ás- geiri. Hann segir frekari útgáfu ekki hafa verið rædda hjá hljómsveitinni en taldi líklegt að þeir félagar myndu halda sig við safnplöturnar í bili og sjá svo til. Bjarni Ara og Milljónamæringarnir/ Sól á síðdegi Milljóna- mæringarnir hafa í gegnum tíðina státað af mörgum af bestu söngv- urum þjóð- arinnar og nú er það lát- únsbarkinn Bjarni Ara sem fer fyrir sveitinni. „Sól á síðdegi“ er eftir Karl O. Ol- geirsson, hljómborðsleikara sveit- arinnar, og Braga Valdimar Skúla- son. Bjarni Ara segir lagið vera dæmi- gerðan sumarsmell og fjalla um sumar og sól. Bjarni segir einhverja spilamennsku vera framundan hjá Millunum en þar beri hæst árlegt spariball þeirra. „Ballið verður helgina eftir versl- unarmannahelgina og verður tals- vert sérstakt í ár því þá halda Millj- ónamæringarnir upp á 10 ára afmæli sitt,“ segir Bjarni. BSG/Ævintýri Þau Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteins- dóttir og Grétar Örv- arsson eru BSG. Lagið sem þau flytja á plötunni er fyrir löngu orðið sígilt en Björgvin kann margar út- skýringar á því hvers vegna það hafi orðið fyrir valinu: „Við höfum verið að spila það á tónleikum hjá okkur við góðar und- irtektir og ég hef einnig leikið það oft í gegnum tíðina. Þetta lag stend- ur mér líka svolítið nærri því það söng ég með hljómsveitinni Æv- intýri á sínum tíma.“ BSG hefur starfað saman í hátt í tvö ár. Ber/Sef ekki í neinu Hljóm- sveitin Ber er tiltölulega nýstofnuð en hana skipa Íris Krist- insdóttir, Egill Örn Rafnsson, Birkir Rafn Gíslason, Ómar Freyr Kristjánsson og Ólafur Már Svavarsson. „Ég samdi textann en lagið sömd- um við Egill og Birkir,“ segir Íris. „Það fjallar um svokallaðar afætur, fólk sem tekur meira af þér en þú vilt gefa.“ Íris segir Ber ætla að spila mikið í júlí en í ágúst sé stefnan tekin á að fara í frí. „Svo komum við aftur sam- an strax í september. Við eigum al- veg fullt af lögum sem á bara eftir að vinna í en ég held þó að plata verði að bíða í að minnsta kosti eitt ár ef ekki meira,“ segir Íris. Útrás/Grúppía nr. 1 Þeir Ol- geir Sveinn Friðriks- son, Guð- jón Þor- steinn Guðmunds- son, Árni Þór Guð- jónsson og Sigursteinn Stefánsson skipa hljómsveitnina Útrás en líf- aldur sveitarinnar spannar um tvö ár. „Lagið er um þá og þær sem ganga hvað lengst,“ segir Olgeir en þvertekur þó fyrir að textinn sé byggður á reynsluheimi hljómsveit- armeðlima. Olgeir segir að stefnt sé á mikla spilamennsku í sumar og að nóg sé framundan hjá hljómsveitinni. „Við erum að fara að gera mynd- band við lagið um helgina. Svo kem- ur lag frá okkur í haust og ábyggi- lega enn annað í vetur.“ Sumarið í hnotskurn Safndiskurinn Svona er FM sumarið 2002 er nú kominn út í fimmta sinn og hefur að geyma lög 18 íslenskra flytjenda. Birta Björnsdóttir kynnti sér innihald plötunnar. birta@mbl.is Safnplatan Svona er FM sumarið 2002 er komin út FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.