Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 33 Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2                                        !  "#  $                                              !"" # $ $  $  %     $   $ $  &'    (  $ ")**()(*!"!" $  ' "*)())+,    !  "  # !   $ % !   &"  '   (                                      !     " # $$               ! "  ! # $ %    ! &   "   '                                                                 ! !"" # $  "% &$$!  ' ($ )& !"&$$!  )& *& !+ "" ! !"" , - %   "&$$!  ! !""  !  ,  , .,"&$$!  ..,+   %  ..,+                                                                 !" #$ ! %%&  ! $ '(#)  % *((  + ,%# - #  % *((  ! %#  $!%&   !    %%&  $ !$ , % *((  .  !  $ ! %%& # ! ,%#+/! ! % *((  ! ! ! $ '(# ! % *((  Mig langar að minn- ast með nokkrum orð- um Jóns Guðmunds- sonar, vinnuveitanda míns til þrettán ára. Kynni okkar hófust nokkru áður en ég gerðist launþegi hjá fyrirtæki hans og fjölskyldu hans. Það var er ég kom til hans árið 1987 og bauð honum til kaups nokkur hundruð fiskikassa sem ég átti. Jón sagði að það væri sjálfsagt að kaupa af mér fiskikassana og fljótlegt var að semja um verðið, þar sem hann bauð mér verð sem var yfir markaðs- verði á þeim tíma. Ári síðar átti ég erindi í Sjóla- stöðvarportið við Óseyrarbraut og þá varð mér ljóst að Jón hafði af ein- skærri góðsemi keypt af mér kass- ana árið áður. Í portinu voru nokkur þúsund kassar sem Jón átti og var hann búinn að reyna að selja þá en hafði ekki tekist. Hann hafði engan hag af því að kaupa af mér kassana og hafði ekkert við þá að gera, en gerði það til að hjálpa mér á erfiðum tíma. Allir sem þekktu Jón vita hversu áræðinn hann var og hversu snöggur hann var að taka ákvarðanir, þó að stórar væru. Hann var mikill fram- kvæmdamaður og það hefur verið lærdómsríkt og ekki síður ánægju- legt að fá að vera þátttakandi í hinum ýmsu ævintýrum sem hann hefur farið út í. Elsku Malla og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guðmundur Þórðarson. Ég vil minnast minnast með nokkrum orðum Jóns Guðmundsson- ar forstjóra Sjólaskipa hf. „Góðan daginn, Guðmundur minn. Ég hef ákveðið að senda Sjóla og Harald Kristjánsson á tilraunaveiðar á úthafskarfa í apríl og mig vantar veiðarfæri til þessara veiða. Eruð þið í Hampiðjunni til í að taka þátt í þessu verkefni með okkur?“ Þannig hófs samtal okkar, einn góðan veðurdag í ársbyrjun 1989. JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Jón Guðmunds-son fæddist á Hvammi í Landsveit 15. maí 1929. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 1. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 10. júlí. Þetta atvik, ásamt fleiru, varð upphafið að úthafskarfaveiðum frystitogara suðvestur af Reykjanesi, sem síð- an þá hafa fært miklar tekjur í þjóðarbúið allt fram á daginn í dag. Breytingar á kvóta- kerfinu á þessum tíma leiddu til þess að út- gerðarmenn fóru að huga að úthafs- karfaveiðum rúss- neskra fiskiskipa djúpt suðvestur af Íslandi í „Irminger-hafinu“ svokallaða. Jón Guðmundsson tók frumkvæð- ið og ákvað á eigin spýtur að senda hina glæsilegu og fullkomnu frysti- togara Sjólastöðvarinnar í Hafnar- firði, Sjóla og Harald Kristjánsson, til að reyna við úthafskarfann. Þetta framtak Jóns var mjög áhættusamt, þar sem engin reynsla var af þessum veiðum hér við land, auk þess var alls óvíst, hvað kæmi út úr tilrauninni með tillliti til afla og aflaverðmætis. Bæði skipin voru hins vegar tiltölu- lega ný á þessum tíma og tvímæla- laust bestu skipin til að stunda til- raunaveiðar á djúpslóð. Jón lét ekki deigan síga og tók áhættuna. Þó á móti blési, stóð Jón alltaf eins og klettur með sínum mönnum, gegnum þykkt og þunnt, og hvatti þá áfram til dáða, þar til viðunandi árangri var náð í veiðun- um. Í dag vita þeir sem til þekkja, hversu mikilvægar úthafskarfaveið- arnar eru fyrir frystitogaraflotann. Þennan árangur má að stórum hluta þakka Jóni Guðmundssyni sem af djörfung tók frumkvæðið og lagði mikið undir til að tilraunin heppn- aðist til hagsbóta fyrir íslenska út- gerðamenn og sjómenn. Jón var útgerðarmaður af lífi og sál og gaf sig allan í að stjórna fyrir- tækinu sem hann unni. Sjólaskip er í dag eitt af framsæknustu útgerðar- fyrirtækjum landsins á erlendum vettvangi. Jón var prúðmenni í dag- legum samskiptum og annálaður fyrir hæversku og alúð við samferða- menn sína. Ég votta fjölskyldu og samstarfs- mönnum Jóns Guðmundssonar sam- úð mína á þessum tímamótum. Guðmundur Gunnarsson. Ég og Arnar komum heim á mánu- dagskvöldinu, mamma og Nonni sátu mjög alvarleg í eldhúsinu. Mamma sagði mér hvað hefði gerst og að pabbi hafði brunað til ömmu. Við vissum ekki alveg hver staðan var. Svo kom símtalið frá pabba. Afi var dáinn. Við fórum öll suður í Háahvamm til að sjá og kveðja afa, styðja Möllu ömmu og hvert annað. Stundin sem við áttum saman í Háahvamminum fram á nótt var yndisleg, ég hefði ekki viljað vera án þess, á svona stundum sér maður vel hversu mikils virði það er að fjöl- skyldan standi saman. Og Portúgalsferðin sem við fórum öll saman í lok maí, 30 talsins með 100% mætingu, hefur tengt okkur öll betur saman, við kynntumst betur hvert öðru og eyddum tíma saman. En ég held að það sé ómetanlegt að Jón afi hafi getað lifað með okkur Portúgalsferðina, gullbrúðkaup ömmu og afa sem þau héldu upp á úti, brúðkaup Möllu og Sigga 22. júní og brúðkaup Nonna og Rutar 29. júní. Við vorum búin að eiga yndis- legar stundir saman núna upp á síð- kastið. Það var rosalega gaman að vera í kringum afa, hann var alltaf með ein- hverjar pælingar, en það var skemmtilegast þegar hann hló, hann hló svo innilega að maður gat engan veginn varist þess að hlæja með hon- um. Afi vann alltaf rosalega mikið, þannig að ég talaði áður alltaf meira við ömmu, og ef ég hringdi til þeirra og afi svaraði þá rétt spurði maður frétta og bað svo um ömmu, en síð- astliðin tvö ár var afi farinn að hafa miklu meiri tíma og ég fór að kynn- ast honum betur. Núna þegar ég hringdi talaði ég alveg eins við afa og ömmu, hann var orðinn svo miklu meiri afi... Elsku amma, Guð veri með þér og styrki þig. María Björk. Ég vil minnast frænda míns sem nú er genginn. Það er þannig að þegar maður eldist lærir maður oft að meta það sem fór í taugarnar á manni þegar maður var unglingur. Ættfræði er eitt af þessu og af henni fékk maður nóg að vita hjá Einari, vini og kunningja þurfti að ættgreina. Nú veit ég að maður á oft eftir að hugsa að þetta hefði Ein- ar vitað. Tímarnir sem ég eyddi á Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni að leita að markaskrám fyrir Einar voru ekki til einskis unnir því þar lærði ég margt af því sem síðar kom að notum þegar ég fór að grúska í mínu námi. Ef til vill hefði Einari fallið vel að feta þá braut sem ég EINAR HALLSSON ✝ Einar Hallssonfæddist að Hall- kelsstaðahlíð hinn 14. júlí 1927 og hefði því orðið 75 ára í dag. Hann lést á Landspítala hinn 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kolbeinsstaða- kirkju 13. júlí. gerði og gerast grúsk- ari á söfnum, þar hefði hann notið sín betur en ég því hann mundi það sem hann hafði lesið og skoðað. Svona er lífið stundum einkennilegt. Mamma segir að hún og Sigrún hafi allt- af verið svona þægar af því að þær fengu óþekktarpillur hjá Ein- ari þegar þær voru litl- ar. Ég fékk alltaf svona pillur líka hjá Einari, þær voru of- boðslega góðar, brögð- uðust eins og súkkulaði, komu í gul- um plastpokum og voru geymdar í skúffu uppi í Einarsherbergi. Núna verð ég bara að reyna að vera þæg- ur án þess að fá svona pillur, en allir litlu englarnir geta núna verið þæg- ir því Einar er kominn til þeirra og gefur þeim og kannski sendir hann þá líka að sækja heyrnartækin sín þegar hann þarf að hlusta á fréttir í sjónvarpinu. Kannski þarf hann tækin ekki lengur því manni batnar í grænu högunum hinum megin, það segir mamma. Magnús. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.