Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árveig Kristins-dóttir fæddist á Grund í Vest- mannaeyjum 14. desember 1929. Hún lést í Reykholti í Biskupstungum að morgni 8. júlí síð- astliðins. Árveig var dóttir Kristins Bjarnasonar frá Ási í Vatnsdal og seinni konu hans Guðfinnu Ástdísar Árnadótt- ur frá Grund í Eyj- um. Hún var elst fjögurra systra. Hinar eru: Bergþóra Gunnbjört, f. 17.2. 1933, m. Benedikt Krist- jánsson; Hrafnhildur, f. 22.3. 1935, m. Sigurður Axelsson; Guðlaug Ásrún, f. 11.7. 1936, d. 15.6. 1998, m. Rósant Hjörleifs- son. Systkin samfeðra: Ásgrím- ur, f. 29.12. 1911, d. 20.8. 1988; Ásdís, f. 22.7. 1912, d. 7.8. 1991; Gunnar, f. 23.9. 1913, d. 11.1. 1982; Bjarni, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982; Aðalheiður, f. 18.5. 1916; Benedikt Ragnar, f. 13.3. 1921, d. 10.6. 2000, og Sigríður, Þorleifsdóttir. Börn: A) Stefán Leifur Sigurðsson, m. Arna Magnúsdóttir, barn: Magnús Ari, B) Berglind, m. Vilhelm Þorri Vilhelmsson, barn þeirra er Stef- án. C) Árveig, m. Bjarni Sigurðs- son, börn Andri Þór og Atli Már. 4) Guðfinna Ásta hjúkrunarfræð- ingur í Keflavík, m. Ólafur R. Sigmundsson, börn: A) Sigmar, m. Vilborg Birna Þorsteinsdótt- ir, barn: Rakel, B) Jón Óli, m. Elva Hrönn Eiríksdóttir, C) Helga, m. Þórir Ingi Sveinsson, barn: Viktoría Ósk. 5) Erla Hrönn, búsett í Noregi, uppeldis- fræðingur, m. Öivind Kaasa, börn: A) Hanna Kaasa, B) Ari Kaasa. Árveig fluttist frá Vestmanna- eyjum að Borgarholti í Biskups- tungum árið 1940 og hóf þar bú- skap ásamt manni sínum árið 1950. Þau fluttu að Jódísarstöð- um í Eyjafirði 1961 og til Ak- ureyrar árið 1963 þar sem hún hefur búið síðan. Árveig starfaði um árabil á dvalarheimilinu í Skjaldarvík og Hlíð á Akureyri. Einnig vann hún við félagsþjón- ustu og heimilishjálp auk ýmissa annarra starfa hjá Akureyr- arbæ. Útför Árveigar verður gerð frá Akureyrakirkju á morgun, mánudaginn 15. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 24.4. 1925. Eigin- maður Árveigar var Jón Óli Þorláksson, f. 15.5. 1924, d. 2.2. 1982. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Jónsdótt- ir, búsett á Reykhól- um, m. Gísli Karls- son. Börn Ólafar: A) Harpa Þorsteinsdótt- ir, m. Allan Ragnars- son, börn þeirra: Auður Steinberg og Þorsteinn Steinberg, B) Sigríður Eva Rafnsdóttir, m. Einar Þór Birgisson, barn þeirra er María Katrín, C) Erla Björk Jónsdóttir, barn hennar er Ragnheiður Lóa Snædal Ólafs- dóttir, D) Jón Þorri Jónsson. 2) Hjálmar, dómkirkjuprestur í Reykjavík, m. Signý Bjarnadótt- ir. Börn: A) Kristinn, m. Jóna Rósa Stefánsdóttir, barn þeirra er Bryndís Hrönn, B) Sigríður. Börn hennar: Sandra Björk Ket- ilsdóttir og Signý María Gunn- leifsdóttir, c) Reynir, D) Ásta Sólveig. 3) Ari Axel, vörubíls- stjóri á Akureyri, m. Hólmfríður Andlátið bar brátt að. Engin erf- ið kveðjustund í lifanda lífi. Við kvöddum hana brosandi í glöðum hópi fjölskyldunnar þar sem henni leið ávallt best. Buðum góða nótt að vanda og hlökkuðum til samveru næsta dags. Þessa nótt sofnaði hún svefninum langa. Þegar ég minnist tengdamóður minnar er það ávallt með gleði. Hún var glæsileg kona og hafði yfir sér mikla reisn. En fyrst og fremst var hún einlægur og sannur vinur og félagi sem gott var að vera sam- vistum við. Hún hafði einstaklega góða návist hún tengdamamma. Aldur skipti þar ekki máli en ég held að unglingar hafi verið í sér- stöku uppáhaldi hjá henni. Hún átti svo létt með að ná sambandi við þá og líkaði vel lífsgleðin sem fylgdi þeim því hún var sjálf alltaf ung í anda. Eftir að hún hætti að vinna hafði hún ávallt nóg að gera. Ég held að henni hafi aldrei leiðst. Hún hafði áhuga á svo mörgu. Hefðbundin handavinna var ekki hennar áhugasvið, þá greip hún frekar í krossgátur og aðrar þraut- ir til að leysa. Hún var næm á ís- lenska tungu og gekk eftir því að farið væri rétt með. Leiðrétti hún gjarnan börnin og lagði sitt af mörkum til að þau tileinkuðu sér vandað mál. Hún var hagmælt vel og hafði yndi af góðum kveðskap enda vísur og ljóð oft á vörum fólks innan fjölskyldunnar. Hún undi líka við lestur góðra bóka. En stærstan þátt í huga hennar átti fjölskyldan. Hún fylgdist vel með hverjum og einum, átti trúnað allra og þekkti og skynjaði hvað innifyrir bjó. Þess vegna var svo gott að leita ráða og eiga hana að. Maður vissi að hún sagði það sem henni fannst hispurslaust, án þess að ætlast endilega til að farið væri eftir því. En það voru engir sleggjudómar heldur góð ráð gefin af skarpgreindri konu með mikla lífsreynslu í farteskinu, sterk, hreinskiptin, lífsglöð og hafði mikið að gefa. Árveig varð ekkja 51 árs þegar tengdapabbi kvaddi, einnig skyndi- lega, aðeins 57 ára gamall. Börnin voru þá uppkomin og flutt að heim- an, flest þá búsett á Akureyri. Hún hefur því haldið heimili ein í Hrafnagilsstrætinu í rúm 20 ár. Og þó aldrei ein því að hjá henni var miðstöð stórfjölskyldunnar, allir ávallt velkomnir enda oft glatt á hjalla í „Hrafnó“ þar sem kær- leikur og umhyggjusemi umvöfðu alla sem þangað komu. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti. Minningarn- ar streyma gegnum hugann og bera áfram birtu og yl inn í líf okk- ar. Við munum hana með bros á vör og glettni í svip til síðustu stundar. Guð blessi minningu hennar. Signý Bjarnadóttir. Síðustu daga höfum við verið að kveðja ömmu á Akureyri. Fjöl- skyldan hefur haldið hópinn og reynt að sætta sig við það skarð sem skyndilega var höggvið í glað- lyndan hóp. Amma var gjarnan miðpunkturinn í okkar hópi því við tilheyrðum henni öll og við, allur hópurinn, vorum hennar miðpunkt- ur í tilverunni. Nú eigum við minningar um ömmu, ég man eftir ferðalögum með ömmu og afa, man eftir því að amma og afi pössuðu mig og systk- ini mín lítil. Hrafnagilsstræti 21 hefur alltaf verið mikilvægasti við- komustaðurinn á Akureyri því þar var amma, umhyggjusöm og hrein- skilin. Amma unni íslensku, samdi bragi og kvæði fyrir skemmtanir á vinnu- staðnum. Hún kom vel fyrir sig orði, frásagnir urðu að lifandi at- burðum og í frásögnum hennar endurspeglaðist jákvæði hennar til lífsins. Amma lýsti viðburðum í lífi afkomendanna af stolti og áhuga, vonandi gerði hún sér grein fyrir því að hún mótaði fas og glaðlyndi afkomendanna. Amma átti svo gott með að rækta sambandið við fjölskylduna og í hvert sinn sem við ræddum saman, í síma eða við kringlótta eldhúsborðið í Hrafnó, þá leit hún yfir sviðið og sagði af Lóu, pabba, Ara, Ástu og Erlu og börnunum þeirra, eins og alvitur sögumaður. Síðan pældum við saman í hinu hversdagslega, áttum samræður um hvaðeina. Kvöldið áður en amma dó sagði hún við okkur að hún myndi lesa heimspeki ef hún væri á skólabekk. Ég sagði að heimspeki væri vel á hennar færi ennþá, hún gæti gripið í góðar bækur. En þegar ég lít til baka og velti því fyrir mér sem ég vil segja af ömmu og láta hana vita hversu kær hún er mér þá finn ég fyrir mikilvægi samræðnanna. Jafnan voru samræðurnar á heimspekileg- um grunni. Ekki þannig að við leit- uðum kerfisbundið að niðurstöðum þeirra, heldur ræddum við lífs- hlaupið og hlutskipti ólíkra per- sónuleika í tilverunni. Það hefur verið gott að eiga ömmu sem hefur pælt í hlutunum með manni, jafnvel í hlutum sem hún hafði fyrir löngu lært af lífinu. Þegar upp er staðið áttum við amma ekki eftir að ræða um neitt sérstakt, heldur hvaðeina, og þann- ig urðu sérstakar samræður til, við ömmu Árveigu. Ég kveð þig amma kær kenni sorgar og sakna. Minningin mín er skær og myndir í huga rakna. Kristinn Hjálmarsson. Elsku amma, það er svo skrítið að þú skulir ekki vera hérna hjá okkur lengur. Það er þó huggun harmi gegn að þú skyldir yfirgefa líkamann í svefni og að þú fannst ekkert til, sofnaðir bara svefninum langa. Amma og afi fluttust til Akureyr- ar 1963 en afi lést árið 1982. „Hrafnóið“ var eiginlega alltaf eins og nafli alheimsins, þarna hittumst við öll, hvort heldur sem var á stórhátíðum eða bara við hin ýmsu tækifæri. Minnisstæð eru gamlárs- kvöldin þar sem við komum öll saman og horfðum á ártalið í heið- inni breytast og amma var búin að baka brúnu tertuna ásamt fleiri kræsingum. Amma átti fimm börn og barna- börnin og barnabarnabörnin voru orðin mörg en amma mundi ná- kvæmlega alla afmælisdaga og hún fylgdist vel með okkur öllum. Hún vissi alltaf hvað við vorum að gera og hvernig okkur gekk í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún hrósaði okkur óspart þegar vel gekk og stappaði í okkur stálinu ef á móti blés. Hún var í miklu sambandi við alla sína nánustu og skipti þá engu máli hvar á landinu eða í heiminum þeir voru staddir. Hún sýndi okkur öllum einlægan áhuga og lét sér svo annt um okkur. Amma var alveg ofsalega ung í anda og ég sagði oft í gríni við hana „Heyrðu, amma unglingur!“ Við hlógum okkur máttlausar þegar amma, þá hátt á sjötugsaldri, tilkynnti mér að hún væri búin að fá fyrstu unglingabóluna. Maður áttaði sig kannski ekki alltaf á því að hún væri komin á áttræðisaldur því hún var alltaf hálfhlaupandi og á fullu. Hún mátti nú ekki missa af formúlunni og fylgdist spennt með KA-liðinu í leikjum þeirra og hún hafði líka gaman af Djúpu lauginni. Elsku amma, þú varst líka ein mín besta vinkona og ég get ekki lýst hve mikið ég sakna þín en ég veit að við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Ég vil þakka þér af alhug alla samveruna og fyrir allt sem þú varst. Sigríður Eva. Hún amma á Akureyri er dáin og það er komið að því að kveðja. Hún amma sem var höfuð fjölskyldunn- ar, eða öllu heldur höfðingi. Hún lifði fyrir afkomendur sína og maka þeirra og færði okkur fréttir af hverju öðru. Þannig hélt hún nánd- inni og samheldninni innan fjöl- skyldu sinnar. Þó maður hefði hvorki hitt né heyrt í einhverju af skyldfólkinu um nokkurn tíma þá fannst manni maður alltaf vera í sambandi við það. Það var líka svo ótrúlegt hvað hún gat munað af- mælisdaga allra í fjölskyldunni, hvort sem það voru börnin hennar, barnabörn, langömmubörn eða makar og ekki held ég að hún hafi nokkurn tíma klikkað á því að hringja í neitt okkar á afmælisdög- um okkar, ef hún var ekki þegar á staðnum. Þá mætti hún í allar at- hafnir afkomenda sinna og maka þeirra, hvort sem það voru skírnir, fermingar, brúðkaup eða útskriftir, alveg sama hversu mikið hún þurfti að leggja á sig til þess. Við amma áttum gott samband okkar á milli og hringdumst oft á, enda urðum við mjög nánar eftir að ég bjó hjá henni í einn vetur þegar ég var í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Á þeim tíma fannst mér amma þó oft óttalega smámunasöm í heimilishaldinu því hún vildi alltaf hafa allt gljáfægt og hver hlutur átti sinn stað og skyldi vera þar. Með tímanum fór mér að þykja vænt um þessa smámunasemi, sem jafnvel mætti kalla sérvisku og það kom fyrir að ég stríddi henni á allri regluseminni. Oft höfum við setið og spjallað, ýmist við eldhúsborðið í Hrafnagilsstrætinu eða í gegnum síma en það var alveg sérstakt að tala við ömmu og ég man ekki eftir að við höfum nokkurn tíma orðið uppiskroppa með umræðuefni. Við gátum setið langt fram á nætur og velt fyrir okkur hinum ýmsu mál- um og sagt hvor annarri fréttir af sjálfum okkur og öðrum. Ég gat talað um allt við hana ömmu. Hún var alls staðar sem á heimavelli og átti það ekki til að dæma mig eða aðra þó hún lægi aldrei á skoðun sinni, því yfirleitt hafði hún ein- hverja. Ég vissi að ég gæti gengið að því vísu að amma segði mér hvað henni fyndist án þess að draga nokkuð undan til að hlífa mér eða sér. Undanfarnar verslunarmanna- helgar hefur verið haldin hátíð á Akureyri sem var kölluð Halló Ak- ureyri. Þessar helgar fylltist alltaf garðurinn hennar ömmu af tjöldum og unglingum enda héldum við okkar eigin hátíð í garðinum sem við kölluðum „Halló amma“. Stærsti hlutinn af stemningunni á hátíðinni var að hitta ömmu, sem var alltaf svo ung í anda og skemmti sér alveg konunglega með barnabörnunum og vinum þeirra. Enda held ég að það hafi varla hvarflað að okkur að gera nokkuð annað um verslunarmannahelgarn- ar heldur en að heimsækja ömmu og hlökkuðum alltaf mikið til. Þrátt fyrir alla sorgina er gott til þess að vita að hún amma fékk að kveðja í fullu fjöri og áður en hún var orðin upp á aðra komin, enda mátti hún vart til þess hugsa að fara á elliheimili. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar í Biskupstungunum, þar sem hún ólst upp að miklu leyti og bjó lengi vel. Síðustu dagar hennar voru fullir hamingju, enda hafði hún verið á ferðalagi með Erlu, dóttur sinni og fjölskyldu hennar, sem hafa verið búsett er- lendis um langt skeið. Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustundinni. Ég trúi því að þú sért nú í góðum höndum hjá Guði og efa það ekki að þar hafi afi tekið á móti þér með útbreiddan faðminn. Vertu sæl, amma mín, og hvíldu í friði. Sigríður Hjálmarsdóttir. Elsku amma Adda. Eitt af því mikilvægasta í lífinu eru góðar minningar. Minningar sem streymdu upp í hugann þegar ég settist niður í Hrafnó og heyrði ekki lengur tiplið og brakið í gólfinu þegar þú flýttir þér til dyra í hvert sinn sem ég heimsótti þig. Minningar um ára- mótin sem við barnabörnin áttum saman í Hrafnó. Þú varst alltaf svo glaðleg og í góðu skapi þegar spurningaflóðið kom. Þú vildir full- vissa þig um að allt væri í lagi. Eitt áttum við alveg sameiginlegt og það var nafnið okkar sem ég mun bera af stolti. Elsku amma Adda. Það er svo gott að vita af því að þínir síðustu dagar voru afar ánægjulegir, þar sem þú hittir mjög marga úr okkar fjölmenna fjölskylduhópi. Þegar við kvöddumst varst þú að fara í ferða- lag. Á þeirri stundu vissi ég ekki að ferðalagið lægi til himna. Með þessum orðum vil ég þakka þér fyrir þessar góðu stundir sem við áttum saman. Árveig. Elsku amma mín. Það er svo erf- itt að hugsa til þess að þetta hafi verið í síðasta sinn sem við buðum hvor annarri góða nótt. Ég bíð þess að ég vakni í Tungunum upp frá draumi, en svo verður ekki. Ég er vöknuð og vaknaði við þær sáru fréttir að Árveig amma væri dáin. Þú varst höfuð fjölskyldunnar, þú vissir alltaf af öllu því sem var að gerast. Þú hringdir alltaf á afmæl- isdögum, þú mundir þá alla og gleymdir aldrei að hringja. Ég man að þér þótti mjög gaman að leysa krossgátur og síðast þegar þú komst hingað suður til okkar sastu niðri í eldhúsi og varst að leysa eina slíka og baðst mig að hjálpa þér að finna eitt orð sem þig vantaði. Ég var svo stolt af mér þegar ég vissi það því ég bjóst alls ekki við að ég vissi það ef þú fyndir það ekki, því þú varst svo góð í þessu. Ég minnist þín brosandi þar sem þér leið svo vel og varst glöð þegar þú sofnaðir. Ásta Sólveig Hjálmarsdóttir. Hún amma okkar er dáin. Hún amma. Við áttum nefnilega bara eina ömmu. Það var amma á Ís- landi. Við, sem lengst af höfum bú- ið í Noregi, fengum ömmu í heim- sóknir, gjarnan langar heimsóknir og við heimsóttum hana svo á Ak- ureyri í fríum. Við hittum því ömmu ekki svo oft, en hins vegar mikið og almennilega í einu. Þá vorum við virkilega saman. Og það var alltaf svo gaman að vera með ömmu. Hún var svo skemmtileg. Hún kunni skringileg orð og orða- ÁRVEIG KRISTINSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.