Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 41 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni EITT þjóðsagnasafna okk-ar hefur að geymadæmisögu um fátækansjómann, er veiddi tal-andi fisk á öngul. Hann baðst vægðar og lofaði sjómann- inum að uppfylla nokkrar óskir fyrir lífgjöf. Sú fyrsta var ekkert ósanngjörn, íbúðarhæft hús og að- búnaður í stað moldarkofans gamla. En þegar á leið varð kona hans gírug og rak bónda sinn hvað eftir annað til fisksins góða með nýjar kröfur og sífellt meiri, þar til að lokum hún ætlaðist til þess, að hann gerði bónda sinn að Guði al- máttugum. Þá var fiskinum nóg boðið, og hann tók aftur allt það sem gefið hafði verið, og hjónin stóðu brátt uppi í fyrri eymd sinni og allsleysi. Það er nöturleg staðreynd, að í landi okkar, með 1000 ára kristna hefð að baki og rúmlega það, skuli nú á tímum vera til menn og fyr- irtæki, sem vakandi og sofandi hugsa um það eitt að reyna með öllum tiltækum ráðum og með- ulum að viða að sér meiri auð, til að geta í dag átt meira en í gær. Og eru stolt af því, og fara ekkert leynt með það. Á sama tíma og drjúgur hluti landsmanna á varla og ekki til hnífs og skeiðar. Þetta er á fínu máli kallað „sókn- arfæri“. Og klær þessara aðila munu innan skamms ná til ófæddra barna í móðurkviði, jafn- vel til getnaðarstundar, ef fer sem horfir. Eða kannski er sá múrinn nú þegar brotinn; ekki kæmi það mér svosem á óvart. „Einn… tveir… Og mikið vill meir,“ orti Davíð Stefánsson. Þar er sama meining á bak við. Ágirnd- in; taumleysið; siðblindan. Og Jón biskup Vídalín sagði líka í prédik- un forðum: „Hin grimmu villidýrin á mörkinni hafa sinn vissan skammt og þau taka ekki bráðina nema hungruð, en græðgi hins fé- gjarna tekur aldrei enda.“ Allt er þetta á sömu lund. Í Biblíunni er að finna mörg dæmi um þá áráttu mannskepn- unnar að leita sér framandi goða, á kostnað skapara himins og jarðar. Einna kunnust mun sagan um gullkálfinn. En Nýja testamentið getur einnig um slíka hjáguði og er farið um þá hörðum orðum: sá, er lætur freistast til að ganga þeim á hönd, á sér enga arfsvon í Guðs ríki. Þar er m.a. kröftuglega deilt á persónugerving auðsöfnunarinnar, sjálfan Mammon. Um hann segir Jesús t.d. í Matteusarguðspjalli: „Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“ Hér skal tekið fram, að Jesús var ekki á móti peningum út af fyr- ir sig, heldur einungis dýrkun þeirra. Hinn kristni einstaklingur verður að gera það upp við sig hvorum eiginlega skal fylgja og þjóna. Ekki er um neina þriðju leið að ræða. Annað hvort er það Guð eða Mammon. Í raun og veru er þetta ekkert annað en hin ódauð- lega saga um húsið á bjarginu og sandinum. Hvort ætli sé traust- ara? Eða eins og Jesús segir líka: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Mölurinn étur klæði manns, þótt dýr séu, ryðið spyr ekki um gildi málmsins, þjófurinn ekki um eigandann. Svipað er upp á teningnum í Hinu almenna bréfi Jakobs, en þar segir: „Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bág- indum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin mölétin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eld- ur.“ Þetta eru hvöss orð og óvæg- in, en hafa staðið þarna í næstum 2000 ár, einhverra hluta vegna. Og ekki eru þessi mýkri, úr Fyrra Tímóteusarbréfi: „Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harm- kvælum. En þú, Guðs maður, forð- ast þú þetta, en stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðug- lyndi og hógværð.“ Peningar mega sumsé einungis vera hinum kristna til stuðnings, en aldrei markmið. Á sama tíma og gullþyrstir þrælar Mammons bugta sig fyrir honum í lotningu og auðmýkt, eru aðrir hér á landi að velta því fyrir sér, hvernig í ósköpunum eigi að láta enda ná saman frá morgni til kvölds. Í Nýársprédikun sinni árið 1999 sagði biskup Íslands: „Fátæktin vex og aukinn fjöldi fólks lendir í öngstræti örbirgðarinnar, jafnvel hér. Á þriðja þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð Hjálp- arstarfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól, og það í mesta góðæri Íslands- sögunnar. Þetta fólk er flest ör- yrkjar sem ættu samkvæmt við- urkenndum grundvallarsiðgildum okkar þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að. Það er eitt allra mikilvægasta verkefni kirkju og uppeldisstofn- ana að hamla gegn eigingirninni og græðginni. Með uppeldi, fordæmi, samtali sem heldur á lofti siðgæði og ábyrgð, lyftir fram í dagsljósið hvað það er sem skiptir mestu í líf- inu, með bæn sem nærir kærleika, samhug og þakklæti.“ Það voru orð að sönnu. Og eru. Kling, kling Þeir hafa löngum tekist á, Guð og Mammon, og ekki hefur slagur þeirra linast nú á tímum. Sigurður Ægisson fjallar um baráttu höfðingjanna tveggja, og hvetur þá einstaklinga til varkárni, sem gengið hafa konungi fjármagnsins á hönd. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA FÉLAG ungra lækna hefur sent stjórnendum fjögurra sjúkrahúsa bréf þar sem fullyrt er að allar regl- ur um hvíldardaga og frídagatöku á sjúkrahúsunum séu brotnar, dæmi séu um að ungir læknar standi sólar- hringsvaktir og séu kallaðir út á bak- vakt á þeim tíma sem þeim er ætl- aður til hvíldar. Í bréfinu, sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skrifar fyrir hönd Félags ungra lækna, eru helstu lagaákvæði um hvíldartíma og frídagatöku áréttuð og sagt að óskað verði eftir opinberri rannsókn á brotum spítalanna verði ekki ráðin bót á lögbrotum þeirra. Bréfið var sent Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu á Akranesi og St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. Kemur fram í bréfinu að lög- um samkvæmt skuli vinnutíma hag- að þannig að starfsmenn fái a.m.k. 11 klukkustunda samfellda hvíld á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags. Veita megi ákveðnar undanþágur frá þessari meginreglu, en þó megi aldrei stytta hvíldartíma meira en í 8 klukku- stundir og skuli það gert með sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins. Einnig kemur fram að á hverju sjö daga tímabili skuli starfsmenn fá a.m.k. einn vikulegan frídag. Allar reglur um hvíldartíma og frídagatöku brotnar „Að sögn umbjóðenda minna vant- ar verulega á að ofangreindar lág- marksreglur séu virtar. Hvergi í nú- gildandi kjarasamningi er fjallað um heimildir spítalans til að fara á sveig við þessi ákvæði,“ segir Lára í bréf- inu. Hvorki hafi verið haft samráð við Félag ungra lækna eða Lækna- félag Íslands varðandi þessi brot á ákvæðum laganna. „Dæmi eru til þess að félagsmenn FUL standi sums staðar sólarhringsvaktir svo dögum skipti, og að félagsmenn séu kallaðir út á bakvakt á þeim tíma sem þeim er ætlaður til hvíldar. Ýmsar útfærslur viðgangast á vakta- fyrirkomulagi á einstökum spítölum, en sammerkt þeim öllum er að allar reglur um hvíldartíma og frídaga- töku eru brotnar.“ Segir Lára að verði ekki nú þegar ráðin bót á þessum lögbrotum muni verða gripið til þess ráðs að óska eft- ir opinberri rannsókn á brotum spít- alans, með vísan til 99. greinar laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Auk þess verði óskað atbeina Vinnueftirlits ríkisins til að fylgja málinu eftir. „Ákvæði laganna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru ekki sett að ástæðulausu. Þau eru sett til að tryggja launafólki þá hvíld sem nauðsynleg er. Ef ákvæðin eru brot- in skapast hætta á mistökum og slysum auk þess sem verið er að brjóta lögvarinn rétt þeirra starfs- manna sem í hlut eiga,“ segir í bréf- inu. Afrit af bréfinu var sent heilbrigð- isráðherra, landlækni, yfirlækni Vinnueftirlits ríkisins, formanni samninganefndar ríkisins og for- manni Læknafélags Íslands. Munu óska eftir opin- berri rannsókn á lög- brotum sjúkrahúsa Ungir læknar segja lög um aðbúnað og öryggi brotin SÍÐASTA námskeiðið í sumar hjá Karuna hefst á morgun, mánudag, og nefnist það Vegferð inn í geiminn. Kennt verður mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og miðvikudags- kvöld frá kl. 20–21. Í fréttatilkynningu kemur fram að Gen Nyingpo muni kenna fræði Búdda og útskýra kenningar hans um það hvernig hægt sé að losna undan „allri þjáningu í fullkomnun viskunnar“. Námskeiðið fer fram á ensku. Hvert skipti kostar 800 krónur en öll þrjú skiptin 2000 krónur. Hvert skipti fyrir nema, atvinnulausa og öryrkja kostar 500 krónur og 1200 krónur öll þrjú skiptin. Kennslan fer fram í húsnæði Karuna að Banka- stræti 6, 4. hæð. Vegferð inn í geiminn BJÖRGVIN G. Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar lausu frá og með 1. september næstkomandi. Karl Th. Birgis- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri flokksins frá og með sama tíma. Nýr fram- kvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar Karl Th. Birgisson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.