Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kínaklúbbur Unnar tíu ára Það er svo gam- an að ferðast KÍNAKLÚBBURUnnar heldur uppá 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Morg- unblaðið ræddi við Unni Guðjónsdóttur, stofnanda klúbbsins, í tilefni afmælis- ins. – Hvernig heldur þú upp á afmælið? „Ég byrjaði með því að hafa sýningu í gluggum verslunar Sævars Karls, á kvenbúningum frá Ching- tímabilinu, í febrúar. Síðan hélt ég ljósmyndasýningu í Húsi málarans, á myndum sem ég hef tekið í Kína, í júní. Þetta sýningarhald mitt endaði svo 25. júní í Ráðhúsinu með því að sýna skyggnur, sem ég hef tekið í Kína í gegnum tíðina, ásamt því að dansa kínverskan sverðsdans.“ – Hvernig fékkstu þennan mikla áhuga á Kína? „Ég fékk áhuga á Kína þegar í bernsku. Þannig var að mamma mín átti lítið kínverskt ker sem áð- ur hafði tilheyrt Oddnýju Sen. Kerið var í afskaplega miklu uppá- haldi hjá mér enda er þetta hinn fallegasti gripur. Löngu síðar, þeg- ar ég var við nám í Listdansháskól- anum í Stokkhólmi, kom gesta- kennari frá Kína, sem kenndi Tai Chi-leikfimi. Svíunum þótti nú ekki mikið til koma, en ég féll alveg fyrir þessu. Mig þyrsti í að kynnast þessu mörg hundruð ára gamla hreyfingakerfi og gera æfingarnar á réttum stað – og jafnvel sjá fleiri listmuni í stíl við kerið góða.“ – Hvenær fórstu fyrst til Kína? „Ég fór fyrst til Kína árið 1983, fyrir 19 árum. Þá dvaldi ég í þrjá mánuði, og var ekki lengi að finna Tai Chi-félaga. Ég varð svo fyrst til þess að kynna Tai Chi hér á landi. Næst fór ég árið 1991 og dvaldi enn í þrjá mánuði. Mig lang- aði ofsalega aftur strax árið eftir, en kostnaðurinn við að ferðast ein á þennan hátt varð mér fjötur um fót. Þá datt mér í hug að kanna áhuga almennings á að ferðast með mér. Mig langaði líka til að sýna fólki það Kína sem ég hafði kynnst.“ – Hvernig voru viðbrögðin? „Þau voru alveg ótrúlega já- kvæð. Ég hélt ég fengi um 10 manns með mér, en endaði með 22. Ég fór fljótlega aftur í ferð, og svo hefur þetta haldið áfram, ferðirnar spurðust út og áhuginn var greini- lega fyrir hendi. Að meðaltali hef ég farið tvær ferðir á ári. Ég hef farið með 16 hópa til Kína, en einn- ig með hópa til annarra landa: Ví- etnam, Singapúr, Ástralíu, Indónesíu, Sýrlands, Jórdaníu, Brasilíu og Perú. Ávallt hef ég sjálf skipulagt ferðirnar og haft gaman af.“ – Þér hefur ekkert vaxið í aug- um fararstjórnin? „Nei, ég er mikill kennari í mér, er með kennarapróf í listdansi og hef í dansinum æfst í að stjórna og skapa góðan aga, þann- ig að mér reyndist ekki erfitt að hafa með mér hóp til Kína. Ég segi einfaldlega að ég ráði för, og það sé best fyrir alla að hlýða og vera góðir. Stund- vísi er nauðsynleg, og þeir sem mæta of seint í skoðunarferð missa einfaldlega af henni. Með þessum skýru reglum hefur mér gengið vel að hafa stjórn á mannskapnum.“ – Þú heldur einnig fyrirlestra. „Já, ég hef haldið marga fyrir- lestra um fjarlæg lönd í Svíþjóð, í Finnlandi og hér á Íslandi. Þá segi ég frá ferðum mínum, jafnframt því segm ég sýni skyggnur, sem ég hef sjálf tekið. Svo sýni ég alltaf einn dans í búningi þess lands, sem ég held fyrirlesturinn um. Það kemur reyndar oft fyrir að ég er beðin um að segja frá Kína í skól- um, bæði hér í Reykjavík og úti á landi.“ – Þú dansar enn? „Já, en þó bara í sambandi við fyrirlestrana. Ég var atvinnudans- ari í áratugi í Svíþjóð, og er ennþá í góðu formi, sem ég held við með því að hjóla í hvaða veðri sem er. Ég á lítið sumarhús uppi við El- liðavatn, þangað hjóla ég auðvitað og á sjálfu vatninu ræ ég á kanó. Fyrir mig, sem fararstjóra, er það meira en sjálfsagt að vera í góðu formi.“ – Hefurðu lært kínversku af ferðum þínum? „Ég get skrifað eitt og annað tákn og ég skil eitt og annað talað orð, en það er nú ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Ég get þó sagt þér að ég heiti Da Hai Lang á kín- versku, hin stóra alda.“ – Hvað leggur þú áherslu á í Kínaferðunum? „Að ferðalangarnir kynnist landi og þjóð, á sem bestan hátt. Ég vil að fólk kynnist daglegu lífi Kínverja til sveita og bæja, jafn- framt því að skyggnast inn í fortíð- ina, með því að skoða fornmuni og listaverk. Mér finnst matur líka vera hluti menningar og legg heilmikið upp úr því, að fólk bragði hina ólíkustu matarrétti.“ – Halda ferðalögin áfram hjá klúbbnum? „Já, að sjálfsögðu. Ég er á leið til Kína í september með hóp Íslend- inga. Ég hlakka æðislega til, eins og venjulega, og held þessu áfram um ókomin ár. Þessi ferðastarf- semi mín er mitt áhugamál, en ekki atvinna, sem ég stunda á með- an áhuginn er fyrir hendi.“ Unnur Guðjónsdóttir  Unnur Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1940. Hún nam ballett við Listdansskóla Þjóðleikhússins, Rambert Ballet School í London og hefur BFA- gráðu í listdanskennslu frá Sta- tens danshögskola í Svíþjóð. Hún hefur dansað við Þjóðleikhúsið, við Dramaten, Cramér-flokkinn og Drottningshólms ballettflokk- inn. Unnur var ballettmeistari Þjóðleikhússins 1972–73, og stofnaði Fönix-ballettflokkinn í Svíþjóð og rak hann í 20 ár. Hlaut fjölda menningarverð- launa í Svíþjóð. Hún hefur einnig unnið sem blaðamaður í Svíþjóð og ferðast mjög víða og haldið fyrirlestra. Stofnaði Kínaklúbb Unnar árið 1992. Unnur á einn son, Þór, og þrjú barnabörn. Heillaðist af kínverskri menningu „Við segjum fréttir.“ Vest urlan dsve gur Krók háls Lyng háls H á ls a b ra u t Bæjarháls S tu ð la h á lsLYN GHÁ LS 4 COKE HEIÐ RÚN STÖÐ 2 OPNAR Í DAG, SUNNUDAG KL:11.00 LYNGHÁLSI 4 OPIÐ 11-20 ALLA DAGA Vegna tæknilegra örðugleika gátum við ekki opnað á laugardegi. Við biðjum viðskiptavini okkar afsökunar, en verslunin Kæru viðskiptavinir! Ódýrt fyrir alla! ( Á MÓTI HEIÐRÚNU VIÐ STUÐLAHÁLS ) Ódýrt fyrir alla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.